Þjóðviljinn - 26.05.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.05.1938, Blaðsíða 2
Fimmtudaginn 26. maí 1Q38 Þ JOÐVILJINN Brynjólfur Bjarnason form. KFI fertugur B RYNfÖLI JARNASON, formaður Kom- múnistaflokks isiands, er fertugur í dag. Kommúnistaflokkurinn flytur sínum ágæta formanri föskir sínar á þessum degi, þakkar honum langt og þrotlaust s'tarf í þágu sódýUsmans og vonar að sosiaMstisk frelsishreyf- in,g íslensku aíþýðunnar megi sem lengst njóta forustukrafta hans. Brynjólfur hefir verið formaður Kommúnistaflokksins frá stofnun hans. Gáfur hans, mai'xistisk þjálfun, siðferðislegt þrek og Li ugsjónatrygð hafa skipað honum í fararbrodd íslensku verklýðshreyfingarininar. Hann er sérstaklega gæddur þeim ágætu foringjaeinkennum, — sem verklýðshreyfingin svo sér- staklega þarfnast, — að missa aldrei sjónar á lokatakmarkinu og miða baráttuna sífelt við að ná því sem fyrst og sem best. jþegar Brynjólfur í dag Htur til baka yfir síðasta áratug æfi sinnar Ojg íslensku verklýðshreyfingarinnar, þá mætir hon- iiím sú sjón, sem mest gleður hjarta hvers braufryðjanda, það lað sjá flokkinn, sem hann veitir formensku, þróast frá litlurn hóp kommúnista yfir í sterkan baráttuflokk íslenska verka- lýðsíns, sent nú sténdur frámmi fyrir því að sameinast öðrum sósíalistum landsins í voldugan fjöldaflokk íslenzku alþýðunn- pr á grundvelli sóknarinnar fram til sósíalfismans. Meðvitund- in um þennan glæsilega árangur starfs síns, er hans besta afmælisgjöf. pað er nú hvorki staður né stund til að skrifa sögu Brynj- ólfs, því tíann er einmitt nú í þeirri ánægjujegu aðstöðu að eiga sterkan þátt í því að SKAPA SÖGU ISLENSKU |>JÖ|ÐARINNAR, og við vonum það allir, vinir hans )og félagar, að sá þ(íftur verðl sterkari og meiri með hverju árinu - sjem Iíður. En hins vilí þjóðViIjinn freista á þessum degi, að bregða upp fyrir Iesendum sínum nokkrum myndum af því hvemig kommúnisfiskur foringi Iifir og bersf,\og mun því krefja Brynjólf nokkjuð sagna um það, sem á daga hans hefír drifið. þjöðviljanum finst að íslensk alþýða sé nú búufað fá að heyra það mikið frá Brynjólfi um sín mál að einu sinni megi hún einnig heyra um baráttu hans, sem ekki verður áðskilin frá heildarbafáttu alþýðunnar fyrir frelSi sínu og sosíalisma. E. O. Viðtal við Brynjólf Bjarnason. Brynjólfur Bjarnason Brynjólfur er fæddur aðHæli í Gnúpverjahreppi 26. maí 1898 Foreldrar hans eru Bjarni Ste- fánsson, er þá var vinnumað-< ur á Hæli og Guðný Guðna- dóttir, uppeldisdóttir Einars 'á Hæli. Er Brynjólfur var tveggja ára, fluttu þau niður í Flóa, og bjuggu þar allan sinn búskap, og þar ólst Brynjólfur upp, þangað til hann fór á skóla. Guðný er dáin, en Bjarni er á lífi og dvelur nú í Reykjavík. Brynjólfur las utanskólaund- ir gagnfræðapróf, og varð stú- dent tvítugur, árið 1918. Ég fór heim til Brynjólfs í fyrrakvöld, — hann hefir nú árnin saman búið í lítilli íbúð á Brekku-tíg 14B, þar er sama og eina stofan, skrifstofa Brynj- ólfs og íveru- og setustofa þeirra hjónanna og Ellu litlu dóttur þeirra. Brynjólfi leizt ekkert á það að ég skyldi ætla að hafa við- tal við hann í tilefni af fertugs- afmælinu, yfirlætislausari mað- ur er ekki til og hanu fæst mjög ógjarna til að tala um sjálfan sig. ! þess stað segir hann mér margt um hreyfing- una, um félaga sína. „Hver eru fyrstu kynni þín af verklýðshreyfingu og sósíal- isma“, spyr ég. „í Menntaskólanum fengum við nasasjón af verklýðshreyf- inn-unn? o." ölafs Frlð- rikssonar. í sama bekk og ég var Hendrik Ottosson, hann var , mikill sögumaður, dáði Marx og Lassalle og taldi sig sósíaý ista. Síðan kom Jón,Thorodd- sen með í hópinn. Á þessun^ árum stóð mikill styrr um Ólaf Friðriksson, og lenti í æsing- um í skólafélaginu út af hon- um. Kristján Albertsson var formaður félagsins. Bað hann Ólaf að koma á fund og halda fyrirlestur um sósíalismann. En þá kom babbi í þátinn. Einmitt um þetta leyti gerði Thór Jens- sen eitthvert mikið „gustuka- verk“, gaf eitthvað til fátækra minnir mig. Ólafur Friðriksson tók þetta fyrir, í blaðinu „Dags, brúna, sem hann var þá rit- stjóri að, og lýsti í óþvegnum orðum góðgerðastarfsemi borg- aranna í auðvaldsþjóðfélagi. Kiistján Albertsson var skjól- stæðingur Thórsaranna reidd- ist Ólafi, og tók aftur boðið um framsöguræðu í skólafélag- inu. Um þetta varð rimma í skólanum, og heimtaði Kristján „traustsyfirlýsingu'' af félaginu. Var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn þrem, — á móti voru Hendrik Ottósson, Árni Ólafsson málari og ég. Þetta er líklega í \ fyrsta skipti, sem ég tók opinbera afstöðu í slíku máli. En upp frá þessu urðum við Hendrik , nanir viinr Haustið 1918 fer ég til Kaup- mannahafnar, til háskólanáms í náttúrufræði. Á fyrstu árunum eftir stríðið var þar sterlc synd- ikalistísk verkalýðshreyfing og einnig all-öflug vinstri-sósíalj- istísk starfsemi, er varð kjarn- inn í Kommúnistaflokknum. Nokkrum árum síðar var stofn- uð fyrsta kommúnistíska stúd- jenta„grúppan“ í Danmörku, og var ég einn af stofnendunum. Á fyrsta fundinum fengum við Thöger Thögersen (nú ritstjóri „Arbejderbladet"), er þá var einn helzti leiðtogi flokksins, okkur til leiðbeiningar. Það- an voru þessi mál svo innleidd í íslenkza Stúdentafélagið, og oft barizt harðlega. Lauk þvi svo, að við „kommúnistarnir" tókum þar stjórnina, Pálmi Hannesson, Sveinbjörn Högna- son og ég. Fór sú „stjórnar- bylting friðsamlega fram. Krist ján Albertsson var enn formað- ur. Eitt kvöld kemur han': heim til mín, og segir: Hér Kem ég til þín eins og Ka iy greifi til ungversku komrr ústanna — til að afhenda yk ar völdin. Þú fórst á annað þing Al- þjóðasambands kommúnista. — Já, við Hendrik fórum þangað sem gestir. Við urð- um að fara yfir Noreg, fórum alla leið Norður í Vardö, það- an var okkur smyglað til Múr- mansk á litlum fiskibát, og vor- «m við 18 tíma. í íeiðinni. Þetta var um hásumar (árið 1920) og gekk ferðin vel, en í bát- inn var hrúgað fólki, fulltrú- um á heimsþingið frá Norður- löndum og víðar. Man ég eft- ir þeim Alfed Madsen og Jac- ob Friis frá Noregi, Sillén op- Samuelsson fr-t Svíþjóo. Múr- mansk var í rúsíum, nýbúið ;.2 reka innrásarherinn þaðan, en hópar finnskra flóttamanna voru að byggja bæinn upp. Járnbrautarlestirnar voru ó- stundvísar og fóru hægt, gengu víst fyrir brenni. Auk þess voru stöðugt framin vinnusvik (sa- botasje) við þær, og kom það ruglingi á alla flutninga. Land- ið var herjað af borgarastríði og innrásarstyrjöld, þess sáust allsstaðar merki. — Það hefir verið dálítið um að litast á y. heimsþinginu 1935. — Já, segir Brynjólfur og brosir glatt, það var dálítið annað um að litast. — Kynntust þið nokkrum stórmennum á 2. þinginu? Við hlustuðum þar á marga helztu kommúnistaleiðtogana er þá voru. Lenin talaði þarna á þinginu, auk hans man ég eft- ir þýzku fulltrúunum, Levi og Willy Miinzenberg, ítalanum Serrati og frakkanum Cachin, englendingnum Gallacher og ameríkumanninum John Reed, — Reed bjó í næsta herbergi við okkur ok kom oft inn til að spjalla við okkur. Hann dó úr útbrotataugaveiki skömmu. síðar. — Hvenær kemurðu svo heiin? — I ársbyrjun 1924. Varð að hætta námi vegna peningaleys- is, og hafði þá líka verið veik- ur um lengri tíma. Hér byrj- ar síi'a;: baráttan um stefnuna í vinstt i hreyfingunni í Á!\ ý' flokknum, og skerst þar íljóit í odda með okkur kommúnist um og Ólafi Friðrikssyni, og endaði það með því, að jatn- aðarmannafélagið lognaðist út af, c.. „Spart"“ vnr stofnuð ár- | ið íOiy, á koinmúnistískum • grundveili. Á þessum ámm var „Réttur" eina landsmálgagn kommúnista. Ég hafði dvaiið um tím'a í Berlin við nám, og kynnzt þar Einari Olgeirssyni, Ársæli Sigurðssyni og Stefáni Péturssyni, er allt voru eldheit- ir kommúnistar. Einar og Stef- án höfðu þá þýtt kommúnista- ávarpið, og kom það út 1924. Þegar heim kom lögðum við svo saman krafta okkar til að vekja kommúnistíska hreyf- ingu. — Hvaða atvinnu hafðirðu á þessum árum? — Því get ég varla svarað, Ég fékk sjaldan arðbæra vinnu,. fékkst við tímakennslu og kenndi einnig nokkuð í skól- um. Þegar Helgi Jónsson dó stóð til, að ég yrði kennart’ við Menntaskólann, í náttúru- fræði, en þá kom guðlastsmál- ið, og mun hafa valdið því, að ég fékk ekki þessa atvinnu. — Á þessum árum verður þú samt „ábyrgur heimilisfað- ir“, eins og þeir segja, setn selja sannfæringu sína. — Já, ég kvæntist 1928 -— á einmitt 10 ára hjónabandsaf- mæli 26. maí. En 1928 og 1929 voru líka mestu „velgengnis- ár“, sem ég hefi lifað. Þá fékk ég sumaratvinnu við síldar- einkasöluna, við rannsóknir, og hafði fyrra árið 2000 kr. í laun,. en seinna árið 3000. Þetta eru hæstu árslaun, sem ég hefi haft, bæði fyrr og síðar. Enda var mikið talað um þetta sem bitling! — Og 1930 verðurðu for- maður Kommúnistaflokksins og ritstjóri Verkalýðsblaðsins. Þá held ég að þú hafir nú ,haft hýruna? — Ekki neitt smáræði! Fyr- ir þau störf var aldrei borgaö eyrisvirði, það var ekki hægt. Þó fór auðvitað mikið starf í blaðið. Það varð sá skipuleggj andi á landsmælikvarða, ersafn aði Kommúnistaflokknum sam- an, tengiliðurinn, sem var skil- yrðið fyrir vexti flokksins. 1 hverju telurðu það liggja, að Kommúnistaflokkur íslands hefir náð miklu meiri áhrifum en bræðraflokkarnir á Norður- löndum? — Til þess liggja margar á- stæður, en að mínum dómi fyrst og fremst þessi: Þegar kommúnistar hefja starfsemi sína hér á landi, er verkalýðs- hreyfingin ung og; í örum vexti. Hún er ekki stöðnuð í sósíal- demókratískum formum. Það er ekki til nein sósíalistisk tra- disjón, engin sósíalistisk fræði- kenning. Þeir fyrstu, sem fara að boða hér sósíalistískar fræði kenningar, eru konimúnisfarn- • ir. Það eru komrnúnistar, sem skipuleggja frá rótum verka- Iýðshreyfinguna í tíeilum lands- tílutum. Þar m helzt var til -ísir að sósHldemókrátískum skipulagsforn .ur svo sem { Revkiavík var við rammastan | itip að draga. Hér hafa verið dregin sam- an nokkur atriíi' ú iðfali r' k- Fran7\ « » -?%.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.