Þjóðviljinn - 01.06.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.06.1938, Blaðsíða 4
smsi I\íy/ar5io sð MeÍBleikarnir á herragarðiflíim Sænsk skemíimynd. Aðalhlutverkin leika hinir frægu dönsku skopleikar- ar: LITLÍ og STÓRI. ásamt sænsku leikurunum ERNIT FJALLSTRÖM, KARIN ALBAHN o. fl. Næturlæknir Halldór Stefánsson, Ránarg. 12, sími 2234. Næturvörður 'er í- Reykjavíkur anóteki og Lyfiabúðinni Iðunn. Útvarpið í dag: 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfresnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljjómplötur: Lög eftir Mozart og Chopin. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Indíánamenning í New-Mexico. Loftur B{arna magister — dr. Einar Ól. Sveinsson. 20.40 Hljómplötur: a. Nýtízku tónlist. b. 21.15. íslenzk lög. c. 21.40 Lög leikin á ýms hljóðfæri. 22.00 Dagskrárlok. Ríkisskip. Súðin fór frá Reykjjavík kl. 9 í gæt'kvöldt í strandferð aust- ur um land. þJÓÐVILJINN ínnilegar þakkir mínar og barna minna fyrir samúð og hluiiekningu í iilefni af fráfalli og jarðarfor mannsins míns Einars Hjörleifssonar Kvaran rithöfundar Gíslína Kvaran Jisknlfðs- mðt ¥ið Þrutalud verður haldið um hvítasunnuna 4.—6. júní að tilhlutun Sam- bands ungra kommúnista. Á dagskrá mótsins verður meðal annars: Ræður: Einar Olgeirsson, Jóhannes Jósepsson, i Ásgeir Blöndal o. fl. Karlakór verkamanna syngur á milli ræðanna. Einnig verða frjálsar íþróítir, kvöldvaka o. fl. til skemti unar. Að morgni 6. júní verður farið að Ljósafossi og aflstöð- in skoðuð. Vestmannaeyingar hafa ákveðið þátttöku í mótinu. Fargjald báðar leiðir (ferð að Ljósafossi innifalin) verður kr. 6.00. Áskriftalistar liggja frammi á afgreiðslu Þjóðviljans. Lagt verður af stað frá Vörubílastöðinni kl. 8 á laugar- dagskvöld og kl. 9 á sunnudagsmorgun. Nánari upplýsingar á afgreiðslu Þjóðviljans. Undirbúningsnefndin Dver verðar ðlímnkonangnr? Framhald af 1. síðu. sinn, en kemur nú aftur fram á glímuvöllinn og mun það vekja fögnuð allara glímuvina. Aðrir keppendur munu allir vera mjög röskir glímumenn. Um úrslit glímunnar skal engu spáð, þau verða öllum hul in þar til glímunni er lokið. Pegar margir afburðaglímu- menn, sem lítt þekkja til bragða og varna hvers annars, eigast við, eins og hér á sér stað, eru úrslit (afnan óviss. Pví er spurningin: Hverjir sigra, — Reykvísku glímumenn irnir eða þeir gestkomandi? — Reykvíkingar! Sjáið það með eigin augum á íþróttavellinum í kvöld. Nanna Egilsdötlir heldur SÖNGKVÖLD í Gamla Bíó í kvöld kl.7. Vlö hllóöfæril: Emtl Thoroddsen Leikfélag Reykjavíkur sýnir í kvöld hinn bráð- fyndna franska gamanleik: „To varitch“ leftir Jaques Deval. Aðalhlutverkin, rússnesku flótta mannahjónin, leika þau Anna Borg og Poul Reumert. Verð- ur sýninng; ;þessi hin næstsíð- asta, og síðasta sýning þeirra Reumertshjóna verður annað kvöld. Gamlarb'io % Orustan um PORT ARTHUR Stórkostleg og afarspenn- andi kvikmynd um orust- urnar um Port-Arthur-víg- ið í ófriðnum milli Rússa og Japana árin 1904—05. Aðalhlutverkin leika: ADOLF WOHLBRUCK og KARIN HARDT. Börn fá ekki aðgang. toitféi. Reyltiavikar Gestir: ÖBnaBorg-PoalBenmert „Tovarltch*‘ Gamanleikur í 4 þáttum eftir Jaques Deval. 4. sýning í kvöld kl. 8. Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir á 6 kr. eftir kl. 1 í dag. — Síðasta sýning er á morgun. — For- sala að þeirri sýningu er í dag. Ekki tekið á móti pöntunum í síma. íVh rS/h íví íOí rfVh ÍVÍ íOí Vigbdoaðor Breta FRAMH. AF 1. SIÐU aðarfyrirætlanir stjórnarinnar þangað til að hún hefði fengið yfirlýsingu stjórnarinnar um það, að hún myndi aðeins hafa samvinnu við þau friðsamlegu ríki sem hefðú yfirlýst þeirri stefnu sinni, að vilja varðveita friðinn á grundvelli sameigin- legs öryggis og Pjóðabands lagsins. Tillaga kom fram á fundin- um um J>að, að sambandið skyldi með öllu neita samstarfi við stjórnina um vígbúnaðar- fyrirætlanir hennar. Alexander Avdejenko: Eg elska .. 47 í rúðunum hljómar eins og heróp. Banbungruð börnin hafa gert uppreisn. Eikarborðfætur bresta og brotna. Matarílátin fara í mask. Við æðum fram í geymsluna og sinkhurðin brestur fyrir áhlaupinu. Við ráðumst að mjölkistunum, myljum þær sundur. Við rífum hveitipokana í tætlur og fimm hundruð, soltnir munnar svelgja í sig mjölið. Við erum mettir, gott og vel, en úti bíður frels-' ið. Við ráðum til útgöngu og dyrnar virðast óvenjn kviklæstar. — Pegar út kemur ætlar ' vetrarsóíirt að blinda okkur, þar sem hún glampar á hjálma slökkviliðsmannanna. Þeir dæla miskunnarlaust á okkur vatni og við hörfum undan. Uppreisnarforingj- arnir eru teknir og bundnir á höndum og fótum’ og okkur er fleyg(t í raðir á harðar dýnujr í stóru, eyðilegu herbergi. Dagur var liðinn án þess a^ð nokkur liti inn til okkar. Sú fyrsta sem lætur sjá sig er „Norn- in“ og þjónustufólk hennar. Hún gefur fyrirspkipanir um að við verðum leyst- ir, og vill reka okkur <á fætur. En við sitjum sem fastast á dýnunni og enginn okkar gefur frá sér hljóð. „Nornin“ réttir úr sér og augu hennar skjóta eldingum. Pað marriafr í gulu leðrinuj í skóm henn- ar þegar hún fer út. Bíðið þið rólegir asnakjálkarnir ykkar. Við skulum sjá hvort þið verðið eins brattir á morgun. Ég ligg úti í horni ’og væti frosthnútana á fótum mér með munnvatni mínu. Ég titra af reiði. Nú finn ég fyrst hvers virði frelsið er. Mér nægja engir brauðmolar. Ég vil fá heimabruggað áfengi, bjúgu úr hrossaketi eða fisksnúð með lauki, eins og sölu- konurnar seldu á torginu. í einu horninu á garðinum, sem var umhverfis barnaheimilið, stóð skúr úr leir. Skúrnum var lok- að með hálfónýtri hurð. En í raun og veru var þetta ekki skúr í venjulegri jnerkingu, heldur eins konar ískjallari. En bygging þessi Jhafði alveg sér- staka þýðingu í allri starfsemi barnaheimilisins. Á hverri nóttu var líkum þeirra barna, sem dóú úr taugaveiki, safnað hér saman. I dögun voru þau svo flutt til kirkjugarðsins á ^sleða. Pað var orðið þögult í ^allri byggingunni og síð- asti ósandi lampinn var hættur að rjúka. Pá reis ég og „Máninn“ upp ogtvið gengum út til þess að deyja. !Við vorum nálega alla nóttina 'að braska við að komast injni í þennan bannsetta skúr. Einu sinni mun- aði mjóu, að við rækjumst á eina kennslukonuna, en okkur heppnaðist að skjótast bak við hurð, án þess að hún veitti okkur eftirtekt. Það var ekk? fyr en undir morgun, sem við vorum ,þ>únir að loka skúr- hurðinni á eftir okkur. Við lögðumst svo niður f eitt hornið hjá líkunum. j Pað sem eftir var nætur, var lalltaf öðru hvoru verið að opna hurðina og ,bera inn ný og ný lík. Þegar byrjaði að birta, heyrðum .^við marra í sleðameiðum fyrir utan dyrnar. Tveir fámálugir menn komu inn, þeir voru klæddir í skinnjakka og tóku óðar til starfa. Við vorum svo heppnir að vera bornir út með fyrstu líkunum. Eftir litla stund lok- uðust hlið barnaheimilisins að baki oklcar, og menn- irnir aka beinustu leið til kirkjugarðsfins. Ég held mér dauðahaldi í sleðarimarnar, en ein- hver hönd hefir lagst utan að hálsi mér og mér finnst hún ætla að kyrkja mig. Blóðið stirðnar í æðum mínum og ég reyni að snúa mér við á sleð- anum til þess að finna .hlýjuna 'frá ókama „Mán- ans“, en ég óttast a(ð Jíkmennirnir erði þess varir. Ég brýst um til þess ajð ná U.nd:: .m. Sleðinn heldur áfram og stöðu:;t færist hann nær kirkjugarðinum, þar sem gröfin uýður opin. Nú eru aðeins fá skref eftir og bráðum nemur sleðinn stað- ar. Þögulir menn munu róta okkur í flýti niður í gröfina og aka svo burt eins og iaf tekur. Eg verð gripinn af angist og æpi upp yfir ,mig en mér er varnað ^að geta gert vart við mig af kuldanum. Ég opna ajugun iog við mér blasir jandlitið á einu líkinu. Nú er ekki um annað >að ræða en grípa til síðustu orkunnar. Ég reyni að ýta líkunum frá mér, en í sama bili nemur sleðinn staðar. Við erum komnir inn í kirkjugarðinn og líkmenn- irnir svifta ábreiðunum ofan af líkunum. Ég sver við guð og stjörnurnar að ég sé lifandi og grátbæni þá um að kasta mér'^ekki ofan í gröfina. „Ég kalla „Mánann“ til vitnis, en líkmennirnir gera krossmark fyrir sér, flýja eins og fætur toga út úr garðinum. Hestarnir og sleðinn verða eftir. Þarna stend ég einn í 'íieilum skógi af grenitrjá-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.