Þjóðviljinn - 02.06.1938, Síða 1

Þjóðviljinn - 02.06.1938, Síða 1
10 Þfsknm ðrásarher steint saman við landamarl Tékhðslðvakfn. Henlein krefst þess að stjórnin segi upp samningunum við Sovétríkin og Frakkland Bretar leggfast á sveif með Henlein EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJANS. KHÖFN I GÆRKV TLITIÐ um íriðinn í álfunni er aftur orðið mjög í- skyggilegt, og er talin hætta á að þýsku nazistarn- ir geri á næstunni alvöru úr innrás í Tékkoslovakíu. Blöðin í Prag skýra frá því í jdag að tveir „árgang*- ar“ af þýska ríkisvarnarliðinu hafi verið herkvaddir í Dresden og Piauen (bær við landamæri Tékkoslovakiu Æðsta stjórn þýska hersins kemur saman í Berlín í kvöld, til að ræða um hernaðarstöðuna á Spáni og Tékkóslóvakíumálin. Henlein, foringi þýskra nazista í Tékkóslóvakíu, hef ir sett fram kröfur sínar á hendur stjóminnlí í 14 liðum. Krefst hann þess, að stjómin segi upp vináttu- samningunum við Frakk- land og Sovétríkin. Sendiherra Breta í Prag hefir átt tal við Hodza for- sætisráðherra, og reynt að fá hann til að láta undan kröfum Henleins. Henlein lagði í dag af stað til London, og ætlar að koma við í Berlín. Afgreiðslu laganna um réttindi þjóðemisminnihluta í Tékkoslóvakíu hefir verið frestað um óákveðinn tíma. FRÉTTARITARI LONDON í GÆRKV. F. U. Tveir Sudettar særðust af skammbyssuskoti, sem sagt er að ungur liðsforingi úr tékk- neska hernum hafi skotið að þeim á landamærum Tékkósló- vakíu og Þýskalands seint í gær kveldi. Þessi atburður gerðist a sama stað og Sudett- arnir tveir voru drepnir aftékk neskum landamæraverði fyrir hálfum mánuði. Bæði hinþýska og tékkneska útgáfa af sögunni um þennan atburð, eru sam- mála um það, að skotinu var skotið af undirforingja í deilu við Sudettana. Liðsforinginn er sagður hafa komið inn í kaffi- hús, ásamt öðrum manni, er var jafnaðarmaður, kl. 3 að morgni og bað hann hljóm- sveitina þegar í stað ,að leika tékkneskt lag. Þrjátíu og fimm jjýskumælandi Sudettar, sem voru staddir í kaffihúsinu, mót- mæltu þessu þegar í ,stað, og varð af deila, en meðan áhenni j stóð, skaut undirforinginn tveimur skotum og særði Su- dettana. Þetta er þýska frásag- an. Tékkneska frásagan segir, að foringinn hafi skotið í jgólf- ið, en kúlan kastast til baka, en þýska frásagan segir að skot inu hafi verið miðað á menn- ina. í þýsku frásögunni er ekki sagt frá því, hvað margir menn voru með liðsforingjan- um, en aftur á móti er sagt, að hann hafi verið í félagi marx- ista. Stjórn Tékkóslóvakíu hefir fyriskipað stranga rannsókn á þessu máli, og liðsforingi sá er hlut á að máli, hefir verið tek- inn höndum og er í varðhaldi. Póstferð yfír Skeið rársasd Póstur fór austur yfir Skeið- arársand í jgær og var 10 klst. frá Núpsstað að Skaftafelli. — Vegur er sæmilegur, en smá- álar á nokkrum stöðum ekki fullfjaraðir. — Allmargt af sauðfé því, sem menn óttuðust að hefði farist í hlaupinu, hef- ir sést á sandinum. F. 0. í ^ærkvöldi. Lðras Salómons son vinnnr Is- landsglfmnna Islandsglíman var háð í |gær- kveldi að viðstöddu fjölmenni. Glíman fór vel fram, án sér- stakra tafa. Veður var svalt en rjgningarlaust meðan á glímunni stóð. Glímukongur varð Lárus Salómonsson (Á). Hlaut hann 11 vinninga, feldi alla keppi- nauta sína. Næstur honumgekk Ágúst Kristjánsson (Á) með 9 vinninga. Þá komu þeir Sig- urður Guðjónsson (K.V.) og Skúli Þorleifsson (Á) með 8 vinninga hvor, Húnbogi Þor- kelsson (K.V.) með 6 vinninga og Vagn Jóhannsson (Á) með 5 vinninga. Sigurður Hallbjörnsson (Á), fyrv. glímusnilingur íslands, meiddist og gekk úr leik. Hafði hann þá glímt 5 sinnum og hafði 2 vinninga. Fegurðarglímuverðlaunin hlaut nú Ágúst Kristjánsson (Á), Langsamlega skemtilegasti og snjallasti glímumaðurinn var þó án efa Sigurður Guðjónsson (K.V.). Glímdu Vestmannaeyingarnir allir vel og drengilega og eiga mildar þakkir skilið fyrirkom- una. Frá Siglufirði í Siglufirði er lokið undir- stöðu nýs 2250 smálesta lýsis- geymis ríkisverksmiðjanna. — Efni geymisins kom á Goða fossi síðast. — Stálsmiðjan ann ast smíðina. Lögfræðingarnir Alfons Jóns- son og Áki Jakobsson sækja einir um bæjarstjórnarstöðuna. F. 0. í gærkvöldi. ,Skjaldborgin‘ ð Norftfirði gerir samfylkingn við aftnriuidið og sviknr gerða samninga. Bæjarstjórnarkosningar á Norðf. í haust Einkaskeyti frá Norðfirði í gær. Á bæjarstjórnarfundi í fyrradag fór fram kosning bæjarstjóra fyrir Neskaupstað. Fulltrúar íhaldsins, Framsóknar og »Skjaldborg- arinnar« neyttu meirihlutaaðstöðu sinnar til þess að beita ósvífinní og óþekktri kosningaaðferð, í þeim höfuðtilgangi aðsprengja samvinnu verkalýðsflokkanna og greiddu öllum umsækjendum mótátkvæði. Af þremur umsækjendum fékk Árni Ágústsson flest afkvæði, eða 4 Bæjarstjörnin samþykkti síð- an með ö samhljóða atkvæð- um að óska eftir nýjum kosn- ingum í nóvember í haust. íhaldið, „Skjaldborgin“ og Framsókn réðu síðan riúver- andi bæjarstjöra áfrám, gegn 4 atkvæðum vinstri mauna. 1 „Skjaldborgar"mennirnir tveir slitu samningunum milli verk- lýðsflokkanna í þeim tilgangi að útiloka vinstrihluta Alþýðu- flokksins, sem nú er í bæjar- stjórn. FRÉTTARITARI Eftir loftárás f Barcelona. Loftárásum fasistanna stefnt að friðsömum borgurum LONDON í GÆRKV. F. U. Breski trúnaðarmaðurinn f Salamanca hefir fengið fyrir- skipanir um það, að láta stjórn Franoos í té vitneskju um það, að breska stjórnin líti með' hryllingi á hinar sí-endurteknu loftárásir sem gerðar hafa ver- ið á Alicanta nýlega og hafi valdið ógurlegu manntjóni með- al saklausra borgara. I dag er það kunnugt, að loft árás uppreistarmanna á 10 þús. íbúa borg, nokkuð fyrir norðan Barcelona, sem gerð vár í |gær-í dag, varð 200 mönnum að bana, ,en 400 manns særðust og lim- lestust. Hinar sífeldu loftárásir upp- reistarmanna á þorp og borgir á Miðjarðarhafsströnd, hafa leitt til þess, að flugvélar stjórn arinnar hafa gert loftárásir á Majorka-eyju. Flugvélar stjórn- arinnar köstuðu í gær sprengj- um niður yfir flugvöllinn í Tal- mar og kveiktu í þremur skip- uin, sem lágu þar á höfninni. Þá segir stjórnin, að hún hafi látið gera mjög miklar loftárás- ir á flugstöð uppreistarmanna í Tortosa, þar sem að 17 ítalskar hernaðarflugvélar höfðu bæki stöð sína.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.