Þjóðviljinn - 02.06.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.06.1938, Blaðsíða 4
sfs Ný/a Ti'io sg Reimleikarislr á herragarðinunt Sænsk skemtimynd. Aðalhlutverkin leika hinir frægu dönsku skopleikar- ar: LITLI og STÓRI. ásamt sænsku leikurunum ERNIT FJALLSTRÖM, KARIN ALBAHN o. fl. Orrboíg!nni Næturlæknir Jón G. Nikulásson, Freyju- götu 42, sími 3003. Næturvörður !er í Reykjavíkur apóteki og Lyfiabúðinni Iðunn. Ctvarpið í dag: 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Lesin dagskrá næstu 19.30 Hljómplötur: Sungin dans lög. , 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Frá Ferðafélagi Islands. 20.25 Frá útlöndum. 20.40 Einleikur á píanó (Emil Thoroddsenp 21.00 Útvarpshljómsveitin leik- ur. 21.30 Hljómplötur: Andlegtón- list. 22.00 Dagskrárlok. Skipafréttir. Gullfoss fór til Breiðafjarðar og Vestfjarða kl. 8 í gærkvöldi, Goðafoss var á Siglufirði í jgær Brúarfoss er í Leith, Dettifoss þlÓÐVSUIMW er á leið til Hull frá Hamborg, Lagarfoss er á Austfjörðum, Selfoss er í Grimsby, Dronn- ing Alexandrine er á leið til Kaupmannahafnar frá Vest- mannaeyjum, Esja er í 'Reykja- vík, Súðin fór austur um land í strandferð í fyrrakvöld. Frá höfninni. Max Pemberton kom af veið- um! í gærmorgun með 115 föt lifrar. Blindravinafélag íslands heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 9 í OddfeI,ow-húsinu uppi. Leikfélag Reykjavíkur sýnir gamanleikinn „Tovar- itch“ eftir Jaquel Deval í ’kvöld í síðasta sinn. Er þetta síðasta tækifæri sem Reykvíkingum gefst að sinni til þess að njóta listar þeirra Reumertshjóna. Flokkskonur í K. F. í. eru beðnar að mæta á Laugaveg 10 kl. 8V2f í kvöld (fimtudag). Sundhöllin verður eftirleiðis opnuð kl. 7 á morgnana, mánuðina júní júlí og ágúst. Ungbarnavernd Líknar í Templarasundi 3, er opin hvern þriðjudag og föstudag kl. 3—4. Ráðleggingarstöð fyrir barnshafandi konur op- in fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 3—4 í Templara- sundi 3. Ríkisskip. Súðin fór frá Vestmannaey- um kl. ly2 e. h. í gær áleiðis til Hornafiorðar. Ránsfengor aft- orhaldsins Frtamh. af 3. síðu. alþýðan átti og taldi málgögn sín, hefir verið rænt og notuð eru sem vöndur á hennar eig- in bak, getur ekki hjá því farið að hið eina dagblað, sem hún á eftir, verði að bæta á sig þeim verkefnum, sem svikist var um að vinna. Með Þjóðviljann einan að vopni, verður alþýðan að höggva tíðari og þyngri högg. Sverðið er stutt, gaktu því feti framar, sögðu Spartverjar. i pað er til aðeins eitt svar við ráni vinstri blaðanna úr hönd- ,um alþýðunnar, það er aðj koma pjóðviljanum inn á hvert ,alþýðuheimili í Reykjavík og skapa honum fjölda-grundvölí um alt land. St. A Gamlarbio % Orustan um PORT ARTHUR Stórkostleg og afarspenn- andi kvikmynd um orust- urnar um Port-Arthur-víg- ið í ófriðnum milli Rússa og Japana árin 1904—05. Aðalhlutverkin leika: ADOLF WOHLBRUCK og KARIN HARDT. Börn fá ekki aðgang. Lqíkfél. Reykpvikar Gestir: AnoaBorg-PoalRenmert „Tovaritclr* Gamanleikur í 4 þátfum eftir Jaques Deval. 5. sýning í jkvöld kl. 8. Síðasta sinn. ' • Pað, sem eftir er af aðgöngu miðum verður selt á 6 kr. eftir' kl. 1 í (dag. Ekki tekið á móti pöntunum í síma. Skóviðgerðir Sækjum Sendum. Fljót afgreiðsla Gerum við allskonar gúmmískó Skóvinnustofa Jens Sveinssonar Njálsgötu 23, sími 3814 Æsknlýðs- mðt vtð Þrastalnnd verður haldið um hvftasunnuna 4.—6. júní að tilhlutun Sam- bands ungra kommúnista. Á dagskrá mótsins verður meðal annars: Ræður: Einar Olgeirsson, Jóhannes Jósepsson, Ásgeir Blöndal o. fl. Karlakór verkamanna syngur á milli ræðanna. Einnig verða frjálsar íþróttir, kvöldvaka o. fl. til skemt-, unar. Að morgni 6. júní verður farið að Ljósafossi og aflstöð- jh skoðuð. Vestmannaeyingar hafa ákveðið þátttöku í mótinu. Fargjald báðar leiðir (ferð að Ljósafossi innifalin) verður kr. 6.00. Áskriftalistar liggja frammi á afgreiðslu Pjóðviljans. Lagt verður af stað frá Vörubílastöðinni kl. 8 á laugar- dagskvöld og kf. 9 á sunnúdagsmorgun. Nánari upplýsingar á afgreiðslu Þjóðviljans. Undirbúningsnefndin Alexander Avdejenko: Eg elska . . 48 krossum. „Máninn” gegnir mér ekki, þó að ég hrópi mig hásann. Ég ætla að róta í líkunum en finn ekki til handanna, ég ætla 'að hlaupa ,en fæturnir eru dofnaðir. Ég reyni að hrópa, en enginn heyrir. ÁTJÁNDI KAPÍTULI Við steinmúrinn, sem liggur umhverfis barnaheim- ilið, nemur bifreið staðar. Framan á bifreiðinni ei gljáskygnd mynd af svan, sem ætlar að' hefja sig til flugs upp, í heiðblátt loftið • Bifreiðarstjóri í gulum fötum, fóðruðum með skinni, réttir fram höndina, klædda í fagurgerða skinnglófa. Hann grípur um handfangið og opnar dyrnar. Grannvaxinn maður í þjykkum loðfeldi stíg- ur út úr bifreiðinni og staðnæmist á mjúkum snjón- um. Hann heldur á loðhúfu í hendinni og réttir hendina inn í bifreiðina og út stíga tvær konur dúðaðar í loðfeldi. Að lokum er hún komin, nefndin frá ameríska félaginu „Arau (American relief administratiion Hoo- er, amerísk hjálparnefnd). Við höfum beðið eftir komu hennar marga matarlausa daga og svefn- lausar nætur. Pað liefir komið upp sá kvittur, að nefndin ætli sér atð taka með sér vestur um haf hraustustu börnin úr hópnum. Á berum fótum mín- um sjást ennþá merkin eftir nóttina, þegar ég fannst hálfdauður á milli krossanna í kirkjugarðinum. Ég þjáist af þunglyndi. Dögum saman hefi ég setið án þess að hafa nokkuð fyrir stafni. Hinir drengirnir föndra eitthvað í sífellu. Sumir tálga upp spæni úr gluggakistunum til þess að reykja þá. Á næturnar dreymir mig um Ameríku. Ég er sannfærður um, að ’ það eigi fyrir mér að liggja að komast þangað. Ég er sterkbyggiður snáði. Hvar sem ég er og livað sem ég hefi fyrir stafni dreymir mig um þetta sama og fram í huga minn koma fálmandi bænir til hálfgleymds .guðs, um að hann sendi mig tilýameríku. Ég þrái amerísku nefndina éins log gott tækifæri til þess að stela eða ræna vænum forða af kókaini — og að lokum er hún komin. Ég ríf umbúðirnar af fótum mínum og nudda kaunin í ákafa. Mér finnst sem ný orka streymi gegnum fætur mínar og mér finnst ég vera fær í allan sjó. Pannig mætti ég hjá eftirlitsnefnd inni. Nefndin er ströng. Fjölda barna er vísað frá. Af öllum hópnum á neðstu hæðinni finna aðeins fjögur börn náð fyrir augum (hennar. Ég treysti á vöðva mína, arfinn frá föðurfrændum mínum. Loksins kemur röðin að mér og á einhvern óskilj- anlegan hátt nálgast ég ameríkumanninn, sem fram- kvæmir rannsóknina. Hann er í drifhvítum kyrtli og með stærðar gleraugu á nefinu. Ég sperri mig allan og ota fram nöktu brjóstinu, eins oég ég væri aíð búa rnig undir ajð verða barinn. Maður- inn fálmar fram og aftur um líkama minn ineð hlustarpípunni, lítur hornauga út undan gleraug-3 unum á fætur mínar, bankar í magann á mér og hnén. Að því búnu lítur hann til félaga sinna, sem standa að baki honum og segir eitt ovð, sem ég skildi ekki: — Orættaður. Svo byrjar hann að rannsaka <næsta barn, og ég stend grafkyr án þess að hafa hina minnstu hugmynd um þýðingu þessa dularfulla orðs. En hitt kemur mér til að undrast, að maðurinn skuli ekki eiga neitt orð til, sem hann getur látið í ljósi með hreysti mína. Ein !,af hjúkrunarkonun- um, Andrejevna gamla, tekur blíðlegaum hönd mína strýkur mér um bakið og segir vingjarnlega: — Þú getur ekki farið til Ameríku, litli vinur, þú ert of veikbyggður til þess. Ég geng fram eftir dimmum ganginum.. Getur það verið, að mér hafi misheyrzt? En eg égþori ekki að spyrja hjúkrunarkonuna hins sanna í þess- um efnum. En þegar ég elr kominn inn í þrönga herbergið mitt og sé sundurtættar gluggakisturnar, óhreinar dýnur og blettaða veggi, ætlar sársaukinn og kvíðinn a^ð buga mig. , Ég hvísla svo hljótt að það heyrist tæplega: , — Ég fæ þá víst-e/cki að fara til Ameríku? — Nei, drengur minn, þú ert svo veiklaður. Ég kasta mér á gólfið og lem höfðinu við fjal- irnar ,eins og ég 'ætlaði að brjóta þær, og í bTæð- inni bít ég saman tönnunum, þó að varirnar verði á milli. — Vertu rólegur, flónið þitt, segir Andrejevna L gamla — ég skal hjálpa þér að komast til Ameríku. Við göngum saman út í garðinn, og hér klæðir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.