Þjóðviljinn - 04.06.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.06.1938, Blaðsíða 2
Laugardaginn 4. júní 1938. Þ JÓÐ VILJINN Konur og börn flýja undan morðsveiturn fasistanna. „Spánska þjóðin bersí hetjubar áttu gegn óskaplegu ofurefli.“ Viðtal við hinn heimsfræga rússneska rithöfund llja Ehrenburg. SöngskemtDH frú RönnnEgllsdóttBr Söngskemtun Nönnu Egils- ;dóttur í Gamla Bíó síðastliðinn miðvikudag var ekki vel sótt og miklu ver en maklegt var. Á söngskránni voru all-mörg lög eftir innlenda og erlenda höfunda og eitthvað við allra hæfi. Auk þess var í undirleik- inn meira borið en vant er á söngskemtunum hér, þar sem þeir Þórhallur Árnason ogHösk uldur Þórhallsson léku á kné- fiðlu undir sumum lögununi, auk Emils Thoroddsens, sem var við píanóið. Þess er ekki að vænta, að hér geti verið um að ræða full- þroskaða söngkonu, eftir ekki lengra nám, en enginn mun þó hafa orðið fyrir vonbrigðum. Sá, sem þetta ritar, hefirekki áður heyrt tii Nönnu Egilsdótt ur, en hefir þó ástæðu til að ætía, að framfarir hafi orðið eigi all-litlar. En framfarirlista- manns er jafnan besti vitnis- burðurinn um hæfileikana. Söngkonan hefir fallega. rödd, meðallagi mikla, ogsyng ur slétt og áferðarfallega þar sem ekki reynir mjög á styrk- breytingar. Á hinum sterkari og veikari tónum er meðferðin ekki eins örugg. B. Skóviðgerðir Sækjum Sendum. Fljót afgreiðsla Gerum við allskonar gúmmískð- Skóvinnustofa Jens Sveinssonar Njálsgöíu 23, sími 381T H. f. Eimskipaíélags Islands fyrir árið 1937 liggur frammi á skrifstofu vorri frá og með 3. júní til sýnis fyrir hluthafa. Reykjavík, 3. júní 1938. StjórnÍD. lija Ehrenburg, hinn heims- frægi, rússneski rithöfundur og blaðamaður, hefir dvalið á Spáni því nær óslitið síðan að styrjöldin braust út. Fyrir skömmu kom hann við í Kaup- mannahöfn á leið frá Moskva til Madrid. „Arbejderbladed“ notaði tækifærið til þess að hafa viðtal við hann. — Hvað getið þér sagt okk- ur frá þessum þýðingarmiklu tímum á Spáni? — Fyrst og fremst vil ég taka það fram, að styrjöldin er barátta atllrar spönsku þjóð- arinnar við ítalska og þýska ínnrásarheri. í lýðveldishernum er fólk af öllum stéttum. Allir vilja vera með. Allir vilja berj- ast. Ungir drengir þrábiðja um að ekki sé sagt rétt til um ald- ur þeirra, svo að þeim verði leyft að fara til vígstöðvanna. Gamlir menn segjast vera yngri en þeir eru, og heimta leyfi til að ganga í herinn. Fasistarnir álíta, að þeir geti lamað baráttuþrek alþýðunnar með því að eyðileggja heila bæi og borgarhluta með sprengjum, — en það er mis. skilningur, — eftir loftárásirn_ ar streymir fólkið inn í herinn. Ég skal segja nokkur dæmi, sem ég var sjálfur vitni að. Einu sinni sá ég mann í skot_ gröf, hann stóð með byssuna í hendinni og horfði uppyfir skotgrafarbarminn. Allt í einu sneri hann sér við, til félaga sinna, og spurði: „Fer ekki á. hlaupið að byrja?“ Ég sá að augu hans voru full af tárum. Félagar hans sögðu mér, að fasistarnir hefðu myrt fjögra ára dóttur, einkabarn hans, og nú gæti hann ekki hugsað um annað en hefnd. — Félagarnir urðu hvað eftir annað að hindra hann í því að fara óvarlega. Öðru sinni var ég staddur í AI. *bacete, undir sex klukkust. samfelldri loftárás. Þegar sprengjuflugvélarnar voru horfn ar kom gömul kona, 62 ára gömul upp á spítalann og spurði: „Mætti ég ekki fá að þvo eða hjálpa eitthvað tilann_ að. Ég er orðin of gömul til að berjast. Ég get ekki haldið á byssu, en ég verð að gera eitt. hvað fyrir þá, sem berjast“. Þér vitið — heldur Ehren- burg áfram — að hvað eftjr annað hafa verið gerðar sprengjuárásir á járnbrautarlín- una frá frönsku landamærunum frá Port Bou til Barcelona, teinarnir eyðilagðir, brýr og neðanjarðargöng gerð ófær. — Meðfram allri járnbrautarlín unni búa bændur, og í hvert skifti, sem sprengjuárás er gerð á járnbrautarlínuna bíða þeir hlustandi inn í fátæklegu kofunum, meðan á sprengju- regninu stendur, en jafnskjótf og þeir heyra ekki lengur til flugvélanna, þjóta þeir að járn. brautinni til að rannsaka, hverj. ar skemmdir hafi á henni orð_ ið, og byrja tafarlaust á við- gerðum. Þeir halda vörð um línuna nótt og dag. Bærinn Pozoblanco í Andalú- síu var gereyðilagður af stór. skotaliði og loftsprengjum Þjóðverja og ítala, aðeins örfá hús urðu eftir. íbúarnir höfðú verið fluttir þaðan, og engir skildir eftir íbænum nemaher_ flokkur lýðveldissinna, er varði borgina. Eftir hálfsmánaðar or_ ustur, er stóðu dag og nótt, var áhlaupi fasistanna hrundið. Or. slitaorustunni lauk að morgni dags, en um hádegið komu verkakonurnar, er unnið höfðu í klæðaverksmiðju í bænum, aftur. Þær fóru beint til verk- smiðjunnar og sáu að helming_ urinn af spunavélunum var ó- skemmdur. Þakið á verksmiðj.. unni var gereyðilagt af sprengju og gluggarnir molað. ir. Verksmiðjustjórinn hafði verið sendur í burtu til sfarfa annarsstaðar en konurnar þurftu hans ekki með. Eftir 2 tíma töf var vinna hafin að nýju við vélar þær, sem not. hæfar voru. Ég spurði konurnar: „Hvar ætlið þið að sofa?' Það er víst hvergi heilt hús eftir í bæn- um“. Konurnar svöruðu: „Það er ekki svo kalt“. (Þetta var á grimmum vetri). „Við getum sofið hér í verksmiðjunni“. „En hvernig ætlið þið að ná í mat? Hér er enginn matur til“. „Einhver ráð verða með það. Hermennirnir gefa okkur brauð bita með sér“. Ég var staddur í Puerto Llano, þegar bærinn varð fyrir sprengjuárás, er stjórnað var af þýskum flugmanni. Hann varð að nnuðlenda vcgna ben- sínvönturar, og var tekinn fast- ur af lýðveldissinnum. Þetta var ungur og laglegur maður, með þægilegt bros. Spánverj- arnir spurðu hann hversvegna hann hefði gert sprengiárás á Puerto Llano, hér væru engir hermenn, engar verksmiðjurog engar hergagnageymslur. Þjóðverjinn svaraði: Við vor- um að athuga hvernig sprengj- urnar reyndust, eftir því úrhve mikilli hæð þeim er kastað. „En vitið þér að sprengjurn- ar drápu 18 manneskjur og; særðu miklu fleiri, flest konui; og börn, sem ekki gátu forðað sér nógu snemma“, öskraði einn Spánverjinn. „Það varðar mig ekki um“, svaraði þýski flugmaðurinn. Ég átti tal við annan þýskan flugmann, er tekinn hafði ver- ið fastur. Flugvélin hans hafði verið skotin niður, en hann bjargaði lífinu með því að stökkva út í fallhlíf. Það var líka ungur maður. „Hafið þér verið lengi á Spáni“, spurði ég. „Já“ — svarið hann — „ég hef verið hér í 8 mánuði“. „Getur það verið? Hafið þér verið hér í átta mánuði, og ekki lært orð í spönsku?“ — Hann var nýbúinn að biðjamig að túlka fyrir sig þetta: Gefið mér glas af vatni. Hann svaraði: „Til hvers ætti ég að læra spönsku, — ég fæ ekki fyrirskipanir mínar frá Spáni, heldur frá Berlín. „Látum það gott heita. En hvernig hafið þér farið að því að lifa hér í átta mánuði án þess að kunna nokkuð í spönsku?“ „í Salamanca höfum við hótel fyrir Þjóðverja, og tvo matsölustaði með ágætri þýskri matreiðslu, þar er Spánverjum.' bannaður aðgangur. Auðvitað leyfum við Spánverjum öðru hvoru að koma þangað, en þá aðeins siðmentuðu þýskutalandi fólki. Áður fyrr leyfðum við einnig ítölunum aðgang, en það eru svo ósiðlátir náungar, að ekki er hægt að vera undir sama þaki og þeir“. Spánska þjóðin berst hetju- baráttu gegn óskaplegu ofurefli, — hún var ekki alls undir styrj- öld búin. Samt berst húnþann- ig, að fasistarnir verða að kaupa hvern metra af jörð með manns lífum. Fasistarnir hafa átta flug vélar fyrir hverja eina sem lýð- veldisherinn hefir, og auk þess mikið stórskotalið, sem stjórn- arherinn vantar nær alveg. „Hlutleysið“ í framkvæmd er þannig, að í Barcelona vantar íbúana brýnustu lífsnauðsynjar en fasistarnir fá eftir vild flug- vélar, hergögn og æft herlið. Það er harmsaga, að góðir menn og göfugir, svo sem sænsku verkamennirnir í Kir- una, skuli vinna að framleiðslu járns og stáls fyrir Hitlers- Þýskaland, er notar það til morða og eyðilegg;ngar á Spáni Þegar ég stend við gluggann og horfi út yfir göturnar hérna í Kaupmannahöfn, bjartar og morandi af lífi, þá get ég ekki varist þess að óttast um fram- tíðina, — einmitt svona var að horfa út á göturnar í Madrid, áður en stríðið braust út“, — lýkur Ehrenburg máli sínu. „Er von á nýrri bók frá yð- ur um Spán?“ „Síðasta bókin mín er stutt skáldsaga frá Spáni. Hún hefir þegar verið gefin út í ’Sovétríkj unum, og selst í 400 þúsund eintökum“. „Og hvert er ferðinni heit- ið?“ „Til Spánar á nýjan Ieik“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.