Þjóðviljinn - 09.06.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.06.1938, Blaðsíða 4
ggp My/öíó'io sg „Bohemelíf“ Stórfengleg þýzk söngva- kvikmynd. Aðalhlutverkin leika þau Martha Eggerth og hinn heimsfrægi pólski tenórsöngvari Jan Kiepura, ásamt Mimi Sharp, Oscar Sima og skopleikaranum frægu Paul Kemp og Tho Lingin. Os* boi*ginn! Næturlæknir Sveinn Pétursson Garða- stræti 34, sími 1611. Næturvörður er í Reykjavíkur apóteki og Lyfiabúðinni Iðunn. Otvarpið í dag: 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 13.00 Skýrsla um vinninga í • happdrætti háskólans. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Ástalög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. Ejóðwuinm —I—^— Reykiavíkurdeild K. F. í. Deildarfundur verður i kvöld, fimtudaginn 9. júní, kl. 8.30 e. h. í Alpýðuhúsinu Iðnó, uppi. DAGSKRA: 1. Félagsmál 2. Reikningar deildarinnar 3. Neyíendahreyfingin Félagar mætið stundvísléga og sýnið gild skírteini við innganginn. Deildarstjórnin. 20.15 Upplestur: „Sturla í Vog- um“, eftir Guðmund Gísla- son Hagalín. Frú Guðný G. Hagalín. 20.40 Strokkvartett útvarpsins leikur. 21.05 Hljómplötur: Kórlög. 21.30 Danslög. Trúlofun. Á föstudaginn 3. þ. m. opin- beruðu trúlofun sína Ásta Þór- arinsdóttir, Höfða á Vatnsleysu strönd og Jón Guðbrandsson, skátaforingi, Öldugötu 53. Ný- lega hafa einnig opinberað trúlofun sína ungfrú Sólveig Magnúsdóttir og Eiríkur Guð- jónsson bílstjóri. Listasafn Einars Jónssonar verður op- ið frá 8. júní þangað til nánar verður ákveðið, á miðvikudög um og sunnudögum kl. 1—3. Islenzka tónskáldakvöldið hans Eggerts Stefánssonar verður endurtekið annan fimtu dag. Ægir, rit Fiskifélags íslands, er ný- komið út með mörgum grein- um um málefni sjómanna. Ríkisskip. Súðin var á leið frá Reyð- arfirði til Fáskrúðsfjarðar kl. 3 —,4, í g-ær. Esja fer frá Reykja- vik annað kvöld um Vestm.- eyjar til Glasgow. Happdrættið. I dag eru síðustu forvöð að endurnýja fyrir 4. drátt. Guðný G. Hagalín les upp í útvarpið í kvöld „Sturla í Vogum“ eftir Guðm. Hagalín. „Barnadagur“ til ágóða fyrir barnaheimil- ið „Vorboðann“ verður hafð- ur næsta sunnudag. Verða þá hátíðahöld á Arnarhólstúni og víðar. Dagskrá verður auglýst síðar og mun Þjóðviljinn þá geta dagsins nánar. Allsherjarmót I. S. í. í ; verður háð á Iþróttavellin- umi í Reykjavík dagana 10., 11. og 12. júlí n. k. Keppt verður í þessum íþróttagreinum: 1. Hlaupum: 100 metra, 200 metra, 400 metra, 800 metra, 1500 metra, og 10.000 metra. Ennfremur í boðhlaupum 4x100 og 1000 metra og 110 metra grindahlaupi. Gömb f^'io ,Eflgillinn‘ Gullfalleg og hrífandi am- erísk talmynd. Aðalhlutverkin Ieika: Marlene Dietrich, Herbert Marshall og Welvyn Douglas. 2. Stökkum: Hástökki, lang- stökki, þrístökki, og stangar- stökki. 3. Köstum: Kringlukasti spjótkasti, kúluvarpi og sleggjukasti. 4. Kappgöngu 10.000 metra. 5. Fimmtarþraut. Öllum íþróttafélögum innau í. S. I. er heimil þátttaka. Þrenn verðlaun verða veitt í hverri íþróttagrein. Umsóknir um þátt töku í mótinu skulu sendar í. R. R. eigi síðar en 10 dögum fyrir mótið. Keppt verður sam- kvæmt hinni nýju reglugerð um allsherjarmót I. S. I. F.U.K.-félagar, sem tekið hafið söfnunar- blokkir, söfnunartíminn verður framlengdur um eina viku. — Skilagrein sé gerð á Laugaveg 10, fimmtud. 16. júní frá kl. 5—7 e. h. Nefndin. Spánarkvöld verður haldið að Hótel Skjaldbreið föstud. 10. júní kl. 81/2 síðd. Fjölbreytt dagskrá. — Ágóðinn rennur til Spánarsöfn- unar Friðarfélagsins. — Nán- ar auglýst í blaðinu á morgun. I DAG eru allra síðustu íorvöð að endurnýja og kaupa miða fyrir 4. drátt. A morgun verður dregið HAPPDRÆTTIÐ Alexander Avdejenko; Eg elska . . 52 ;Eg stend þarna eins og dauðadæmdur. Takist mér dkki að gera við það sem er bilað þá eyðilegst gufu- vagn:inn, og þá er enginn efi, að Garbus fer með lestarstjórann á afvikinn stað í ilestinni og lokar dyr- lUnum að baki sér og enginn mun heyra skotið. Það mundi fara á Isömu leið og þegar Ivanov varnarstjóri leyðilagði þriggja þumlunga fallbyssuna. Og eg held áfram að hugsa málið- Ef Bogatyrjov hlýðir ekki skipluninni, og fer út og gerir við það s,em gera þarf, þá getur farið svo, að við verðum að tefjast, uns alt er orðið um seinann með áhlaupið. . Hver veit hvað fþá getur komið fyrir. Ég hafði tekið mína ákvörðun, kosti hún það sem Þhún vill. Ég var ákveðinn í því að gera við það1 sem hafði bilað Með skrúflykilinni í annari hend- ífini tók ég til starfa. Ég titra eins og hrísla fyríri valndi, af ótta við skotin og eldglæringarnar sem nú vpru að koma lífi í (allan skóginn. Gufuvagninn sígur af stað. Bogatyrjov lítur út um dyrnar og biður mig vingjarnlega: Sanj þú verður að halda þér undir vagninum á meðan og reyna að lagfæra þetta. Garbus stendur að baki Bogatyrjovs og þegar hiann sér hvítu skyrtuna mína bregður honum í 'hírún. Hann þrýfur af sér jakkann og kastar honum yfir herðir mér. j — Þeir eiga verra með að sjá hann í jakkanum, en ef hann er á skyrtunni einni saman. Ég fell niður í Jskurð, og blaut jörðin lætur undan eins|og mjúkur svæfill. Hendur mínar fálma í Visn- uðu laufi, og eitthvað þýtur upp rétt við andlit mitt. Það er froskur. Óttasleginn reyni ég að fálma mig upp úr skurðinum, því að ég er orðinn rennJ votur, og mér er hrolíkalt eftir baðið. Stjörnurnar •Mika á himninum, stórar og óþægilega skærar á slíkri voð,anóttu. Ég hleyp alt hvað af tekur á eftir bjrynlestinni sem líður hægt áfram eftir teinunum. (Ég hleyp yfir blautan og gljúpan jarðveg, og sand- prinn sem sumstaðar verður á leið minni, glamrar undir þungum og stórum hermannastígvélunum, sem eg ber á fótunum. Eg næ taki á brynskildi lestar- innar, og mér tekst að smjúga inn u;ndir vagninn,, þar sem aðgerðin á að fara fram. I einu vetfangi hjefir mér hepnast að laga það, sem laga þarf. Að því búnu kasta ég mér niður á jörðina þálfsturlaður af gleði, og þó gleymi ég ekki eitt einasta augnablik þleirri hættu, sem eg er staddur í, og eins og örskot hleyp eg að stiganum. Bogatyrjov lcemur á mótif ,mér náfölur í andliti af áreynslu. Hann grýpur í axlir inínaar og kippir mér upp í vagninn og skolar af mér mesta leirinn og sandinn. En hann gefiur mér engan tíma til þess að átta inig, meðan hann er ennþá að skola leirinn af mér heldur hann áfram að skipa fyrir: Mokaðu kolum á eldinn eins ákaft og þú getur. Nú serðum við að halda áfram, hvað sem það kostar Tuttugasti kapítuli. Brynlestin hleypur eftir teinunum í íáttina til Aust- ur-Bukhara. Eftir að við höfsum sigrast á Pólverjum, vorum við sendir hingað austur til þess að rjáða nið- urtögum hinna gagnbyltingasinnuðu Basmak-flokka, s;em nú vaða uppi í þessu gjöreydda Iandi. Hvergi sjáum við akra og hvergi mætum við einum einasta úlfalda. Það eina sem við sjáum, sem merki um að hér hafi dvalið menn um tugi ára, eru sprengdar yatnsleiðslur og eyðilagðir skurðir. Eg ligg við hliðina á krúnurakaða rauðliðanum, Ronum Fjodorov, og við njótum hvíldarinnar eftir orfiða varðstöðu. Hann' horfir þögull á eyðilegging u,na, út um skotopin. Svo snýr hann sér skyndilega við, andvarpar þungt og segir: — Sanj, ef til vill eru hersveitir Antonovs búnar áð fara eins með landið heima hjá okkur í Tam- bov. Hjann horfir um stund út á auða gresjuna og segir: — En á hverju á fólkið svo að lifa? Hvað fær það að borða í framtíðinni? Hann réttir út handleggina eins og hann getur teygt úr þeim, slær þeim svo saman fyrir framan sigj og styður þeim um stund á ennið. Svo fellur liann jeijns og örmagna niður á vélbyssuna. Lengi liggur hiann þögull og eg sé að hann titrar af ekka. Eftir dálitla stund rís hainn á fætur; tekur báðpm höndum utan um mig og hvíslar: — Heima í gveitaþorpinu mínu á eg konu og þrjú börn. Eg á ennfremur eina kú. . . . f fimm ár hefi ieg aldrei séð neitt af mínum nánu6tu. Nú er komirm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.