Þjóðviljinn - 14.06.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.06.1938, Blaðsíða 2
ÞpiðjudagiaH 14. júní 1938. ÞJðBVILJIUN „Við munum berjast þar til yfir lýkur" Islendingur lýsir lífinu á Austurvígstöðvunum á Spáni Kafli úr bréfi frá félaga Hailgrími Hallgríms- syni, sergent í spánska lýðveldishernum. Það ber stundum við að menn eru myrtir, og gengið frá líkum peirra í kössum eða ferðakistum, og eru þau þá stundum send þannig Hallgrímur Hallgrímsson AUSTURVÍGST.. í APRÍL. Hér sit ég undir olívutré og hripa þetta. Það er snemma morguns og sólin hefir þegar rekið næturkuldann á brott. Við höfum vart sofið undir þaki um þriggja vikna skeið, og erum farnir að venjast næturkuldan- um, sem ennþá er engu minni, en fyrir mánuði síðan. Við liggjum hér í varastöðu skamt austan við Ebró-fljót h. u. b. miðja vegu milli borganna Ler- ida og Tortosa, — reiðubúnir að fara á stúfana ef nauðsyn krefur; en síðustu daga hefir verið tiltölulega kyrt hér á víg- stöðvunum. Fasistasóknin virð- ist vera að mestu stöðvuð. — Ég er hér sergentyfir 11 manna hópí; það eru félagar frá Sví- þjóð, Noregi, Þýskalandi, Aust- urríki og Costa-Rica (Mið- Ameríku). Við æfum og skipu- leggjum. Höfum að vopni nýja, sterka riffla, handsprengjur og eina nýja, ágæta og létta vél- byssu, sem er okkar stolt og eftirlætisgoð. Næstu skipti ætl- um við að gera betur en síðast. Um síðustu mánaðamót var ;ég í fyrsta skipti í fremstu línu. Vorum við sendir út á móti hinni miklu þýsk-ítölsku sókn. Það voru erfiðir dagar. Þeir höfðu sprengju- og „jakt"- flugvélar, stórskotabyssur og brynvagna, eins mikið og þeir vildu. Dag Ög nótt rigndi þessu góðgæti yfir okkur. Næstum daglega komu nýjar sendingar vígvéla til þeirra frá fasista- löndunum, en. við höfðum næst- um eingöngu okkar fótgöngu- liðsvopn. „HIutleysis"-stefnan lifi!! Við gátum ekki staðist slíkt ofurefli; eptir heiptúðugt á- hlaup fasistanna urðum við að hörfa undan kvöldið 31. mars. Þeir ráku flóttann. Um sterkar varnarlínur var „ekki að ræða hjá okkur. Við gengum fram á nótt svo lengi sem fæturnir gátu borið okkur. Til hægri og vinstri heyrðist sífelld stór- skotahríð fasistanna; markmið- ið var að króa okkur inni og útrýma algjörlega Alþjóðaher- sveitinni. Það tókst þó ekki. Við vorum um það bil 30—40 sam. an með vopn okkar og við ult- um út af úrvinda af þreyíu um miðja nótt í skógarlundi ein- um. Næsta morgun voru all- ir horfnir nema hvílunautur minn. Við gengum síðan tveir áfram. Óþekkt land, alltaf það sama: Brött fjöll, djffipir dalh pinjulundar á fjallatoppunum, akurlendi og olívur í hlíðum á ótal stöllum. Við áttuðum okk- ur bara eftir sól og vindi. Hitt- um fleiri félaga og gengum sam- an 15—20 með varkárni áfram. Um miðdegi sáum við flokk Frá Tortosa. — Hermenn úr Iýðveldishernum með særða fé- laga á börum. Lister, hershöfðingi lýðveldishersins við Tortosa. Mára. Ég gekk fyrstur og þeir umkringdu mig, en hinir hurfu í skóginn. Kúlum rigndi allt í kring og ég lézt verða fyrir skoti og falla. Márana grunaði ekki annað ^sem betur fór) og byrjuðu að ræna mig og rupla. Plokkuðu allt smátt og stórt, sem ég hafði í bakpokanum og vösunum og svo auðvitað vopn- in og allt tilheyrandi. Mértókst þá með snarræði að grípa hand sprengju, fleygja henni í þá og kasta mér svo niður hlíðina. Kúlunum rigndi, en þeir hæfðu ekki. gvo gekk ég lengi aleinn um ókunn fjöll — alltaf í norð- austurátt og kom um kvöldið að bóndabæ og fékk lítilsháttar mat og svaf þar. Bændurnir eru með okkur og vilja allt fyrir okkur gera. Þá hafði ég ekkert i>orðað i tvo sólarhringa. Dag- inn eftir hitti ég tvo austur- ríska hermenn og komst með þeim yfir Ebró. Þar hittum við brátt hermenn vora. Nú hefir Alþjóðahersveitin verið endurskipulögð og hér í ' Márar í Katalóníu. „Innrás ykkar í hérað þetta þýð' ir sigur kristindómsins og hin9 germanska anda. Heil!" varastöðinni hvílum við okkur, þvoum og aflúsum. Ástartdið er reyndar mjög ískyggilegt, en við ætlum þó að berjast' þar til yfir lýkur, þrátt fyrir allt ofur- eflið, sem hin dásamlega enska „hlutleysis<í-pólitík hefir skap- að okkur. Skotgrafakveðja lyndra íslendinga!. til frjáls Hallgrímur Hallgrímsson. Fótgönguliðar við Lerida. langar végateiiðir. Sagt er að þetta hafi borið við fyrst í London árið 1854. -Eina nóttina myrti kona mann í fátækrahverfi í London. Hlutaði hún Ukftð í sundur og kom því fyrir í ferðatösku. Eftir nokkra daga fór hún af stað með Jiað niður a5 Waterloobrúnni, batt taug í töskuna og lét hana sígá niður fyrir úti á miðri ánni. Þegar hún hugði að taskan værii komin á áfangastað- inn, flýtti hún sér heimleiðis. En konan gætti þess ekki að task- an hafði lent á einum brúarstólpan- um og sat þar föst. Fanst hún litlu síðar og hófst nú rannsóka í málinu. Einn af brúarvörðunum hafði séð til ferða miðaldra konu, sem var að rogast með tösku. Gat vörðurinn gefið greinagóða lýs- ingu á konunni. En þrátt fyrir all- ar rannsóknir hefir það ekki kom- ist upp ennþá, hver var völd að morðinu, 'né hver hinn myrti mað- ur var. Frúin: Voru hjónin, sem þér vor- ) hjá, dús við yður? Vinnukonan: Já, húsbóndinn. Kennarinn: Hvort vildir þú held- ur vera Nopóleon eða Cesar, dreng- ur minn? Drengurinn: Ég vil helst vera ég sjálfur, því ég á afmæli á morgun. Hvað munduð þér gera, ef fjand- menn vorir eitruðu vatnið? spurði herforinginn einn hermánnanna. Hermaðurinn: Ég mundi drekka i öl í vatns stað. Kennslukonan: Þegar ég var á þínum aldri, kunni ég allar kon- ungaraðir upp á mínar tíu fingur. Lærisveinninn: En þá voru líka svo fáir konungar. . ** • í ¦ t ¦ ¦ "¦ r ¦ ¦ i Menn hafa fundið upp á því sér og öðrum til skemmtunar að láta „skjóta sér'" út úr fallbyssum.. Að vísu er þetta „plat", því að fall- byssan er aðeins járnhólkur og f jöð- ur er látin koma að sama gagni og púður endranær. Hinsvegar er reykur sá, sem kemur við þetta tækifæri með öllu óviðkomandi, „skotinu'". En hvað um það, á þennan hátt láta menn „skjóta'"' sér nokkra-«ietra upp í loftið. Nú hefir amerískur verksmiðju- eigandi, sem framleiðir slíkar „fall- byssur'", búið til eina, sem hann segist geta „skotið" bróður sínum með 1000 fet upp i loffið. Þess þarf auðvitað ekki að geta, að mann- auminginn á að hafa falihlíf með með sér f ferðina. ** Ung módir: Er það ekki gamal- dags að gefa börnum mjólk að drekka? Lœknirinn: Jú, það getum við ef til vill kallað það, en börn eru alltaf dálítið gamaldags.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.