Þjóðviljinn - 15.06.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.06.1938, Blaðsíða 1
Breskar flugvélar að „hlutleysisgæslu" við Spán. Brezka stgérniia neitar að vernda ensk ?erzlnn- arskip vlð Svin. Chamberlain gcfur Franco frjálsar hcndur um loftárásir á hlutlaus skip. B' LONDON í GÆRKV. F. U. REZKA pingið iók afiur iil siarfa í dag eííir hvíia- sunnufríið og gáfu ýmsir af ráðherrunum mcrki legar skýrslur og upplysingar í spurningaiima dag Ut> Spánarmálin sagði forsaeiisráðherrann Ne- ville Chamberlain i. d. að sijórnin hafi litið svo á að Afeiia þeim skípum fulla vernd sem sigldu við Spán- arsirendur, meðan pau væru innan landhelgi. Þetra gæti hún því aðeins, að hún iæki raunverulegan þátt í borgarasiyrjöldinni. Stjórnin hefði vandlega íhug- að hvað hún gæti gert til þess að vernda breskar siglingar við Spán, án þess þó að gera hlut- leysisstefnuna að engu, og hún hefði komist að þeirri niuðr- stöðu, að slíka vernd væri að- eins hægt að veita með loft- varnarbyssum eða herskipum, sem lægju á sjálfum viðkomu- höfnum hinna bresku skipa. Ef til þessa ráðs væri gripið, yrði jað nota loftvarnarbyssurnar gegn öllum flugvélum sem nálg- uðust hafnirnar og gæti það aug ljóslega haft hinar alvarlegustU afleiðinagr. Það væri sama sem íhlutun um stríðið. Stjórnin hefði einnig hugleitt, hvort unt væri að koma fram mótaðgerð- um, en hún væri ekki við því þúin að gera slíkar ráðstafanir. Uppreistarmenn segðu að þeir gætu ekki komist hjá að nota flugvélar vegna þess að stjórn- in f engi hergögn f rá öðrum lönd um, og þeir héldu því fram, að :bresk skip tæku þátt í.flutningi hergagna til spönsku stjórnar. innar. Forsætisráðherrann minti þingmenn á það, að bresk skip hefðu strangar fyrirskipanir um það, að taka ekki þátt í vopna- flutningum til Spánar. ,Bláa kápan' á Norðurlandi Hljómsveit og leikendúr, leik- ferðar þessarar, komu hingað í fyrri nótt'.. — Hafði ferðin tek- ið Q daga og leiknar 7"sýning- ar, á Húsavík, Akureyri og Blönduósi. Var aðsókn geysi- mikil og leikförin sú glæsileg- asta sem farin hefir verið hér- lendis. (36 manns), Fjárhagslega varð árangurinn og hinn allra besti. Nöfn nokkurra „verkamanna' er réðu ursliium í Dagsbrúnarkosning- unni Magnús V. Jóhannésson, „fá- tækrafulltrúi". Haraldur Guðmundsson, for- stjóri. Sigurliðí Kristjánsson (Silli & Valdi), kaupm. Erlendur Vilhjálmsson, skrif- stofustjóri(?). Quðjón,Baldvinsson, fulltrúi. Kristínus Arndal, forstjóri. Ólafur Friðriksson, endurskoð- andi. Felix Guðmundsson, kirkju- garðsvörður. Haraldur Pétursson, safnhús- vörður. Nikuiás Friðriksson, rafmagns- verkfræðingur. Pétur Lárusson, fulltrúi. Björn Jónatansson, húsvörður. Arngrímur Kristjánsson, skóla- stjóri. Guðmundur Jónsson frá Múla, verkstjóri. Ágúst Jósefsson, heilbrigðis- fulltrúi. Friðgeir Björnsson, skrifstofu- stjóri. Vilhelm Jakobsson, hjá áfeng- isverzluninni. Kjartan Ölafsson, múrarameist ari. Einar Björnsson, fulltrúi. Guðrnundur R. Oddsson, for- stjóri. Verkamenn ættu að athuga vel nöfn þessara s,stéttar bræðra" sinna, og minna þá á að mæta nú fljótt og vel næst þégar verkalýðssamtökunum Íiggur á að safna liði sínu. Von andi bregðast þeir þá ekki síður fljótt og vel við eins ogf í þess- ari kosningu. Jafotefli milli K. R. og Fram. K. R. og Fram keptu á ís- landsmótinu í gær, og lauk leiknum með jafntefli: 1:1. Knattspyrnuveður var ágætt, en leikurinn var fremur daufur, Höfðu K.R.-ingar betra vald á leiknum og voru fremur í sókn, einkum í fyrri hálfleik. Setti K.R. mark er fimm mínút- ur voru liðnar af leiknum. Seint í fyrri hálfleik slasaðist K.R.- ingurinn Hans Kragh, og gekk úr leik, og kom vaarmaður í hans stað. f seinni hálfleiknum sótti Fram sig, og skoraði mark er 6 mínútur voru eftir af leikn- Lauk leiknum með 1:1. á síld SjómonnQfélög Reykjavíkur á að kalla strax saman fund til að ákveða hvað gera skuli til að knyja fram sómasamlegt verð. Bræðslusíldarverðið hefir verið ákveðið kr. 4,50. Viðurkent er að verðið gæti vel verið að minstá kosti kr. 5,00, án þess að verksmiðjunum stafaði hætta af. Það, sem er að gerast er þetta: Landsbankinn er að. koma fram þeirri stefnu sinni að lækka bræðslusíldarverðið svo Kveldúlfur geti grætt. Er það afleiðing af lögunum, sem Fram sókn op- íhaldið píndu fram í fyrra. Ást Jónasar frá Hriflu og Ölafs Thors á sjómönnunum er nú að sýna sig í verkinu. — Jón- as svíkur sjómennina og Ólafur útgerðarmennina, Báðir með sömu fleðulátunum. Pað sem þarf að svara þessu með er áð skipuleggja sameig- inlega baráttu á móti þessari kúgun, — barátta sjómanna og smærri útgerðarmanna, sem ekki eru bræðslueigendur um leið. Alþýðublaðið þykist standa með sjómönnum og Ö kr. verði. Pappírinn er þolinmóður, — en hvað feerir Sjómannafélagið til að knýja fram 5 kr. verð? Þar er valdið, sem eitthvað get- ur gert. Þeir herrar Sigurjón og Co. geta sýnt vilja hægri mannanna í verki. og þeim er best að gera það strax, ef þeir meina eitthvað með þessu. — En Iíklega verða þeir ekki eins ákafir eins og þeir voru á seinasta Sjómannafélagsfundi enda var Sigurjón þá að vinna í samræmi við óskir Ölafs Thörs en nú yrði hann að þora að vinna á móti honum. Tafarlausar aðgerðir frá hálfu Sjómannafélagsins og Alþýðusambandsins, til að knýja fram 5 kr. verð, crkraía sjómannanna. — 1 Þeir lifa ekki á þvaðri Al- þýðublaðsíns. Tvð blf reiaslFS á Mnreyn in síðastlMna helgi. Um helgina urðu á Akureyri tvö bílslys. — Fréttaritari út- varpsins lýsir þeim á þessa leið; Síðastl. sunnudag kl. 15.30, ók maður á bifhjóli suður eft- ir Brekkugötu á Akureyri. Kvenmaður gangandi var sömu megin á götunni og gekk einnig suður. Sá er ók á bifhjólinu flautaði og virtist þá sem fát hafi komið á stúlkuna, og beygði hún í veg fyrir öku- manninn og varð árekstur. Öku- maðurinn, Hafliði Guðmunds- son, fekk heilahristing, en hafði^ þó meðvitund, er hann kom í sjúkrahúsið, en man ekki atvik að slysinu. — Stúlkan, sem heit ir Halldóra Sigurbjörnsdóttir, Pg er úr Grímsey, varð einnig fyrír meiðslum. Brotnuðu báðir leggir í hægra f ramhandlegg og einnig er höggvið í olnboga grunt sár. Hún var einnig flutt í sjúkrahús. Síðastl. Iaugardagskvöld var Ingibjörg Þorleifsdóttir fyrirbíl í Hafnarstræti á Akureyri og meiddist töluvert á fæti, en ekki hættulega. Öllu þessu fólki líð- ur nú sæmilega eftir atvikum. Heimild fréttaritara er frá sjúkrahúslækni og lögreglunni. HJÓNIN SEM SLÖSUÐUST A BLÖNDUÓSI ERU A BATA^ VEGI. Samkvæmt símtali viðfrétta. ritarann á Blönduósi, gerirhér- aðslæknirinn þar sér góðarvon- ir um bata kaupfélagsstjórans á Skagaströnd og konu hans, sem slösuðust fyrir nokkrum dögum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.