Þjóðviljinn - 15.06.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.06.1938, Blaðsíða 1
Breskar flugvélar að „hlutleysisgæslu“ við Spán. Brezka st|órniia neltar að vernda ensk verzlnn- arsktp við Spén. Chambcrlain gcfur Franco frjálsar hcndur um loftárásir á hlutlaus skip. LONDON í GÆRKV. F. U. OREZKA þingið iók afiur iil siarfa í dag eíiir hvíia- sunnufríið og gáfu ýmsir af ráðherrunum merki legar skýrslur og upplysingar í spurningaiima dag Un Spánarmálin sagði forsœiisráðherrann Ne- ville Chamberlain i- d. að sijórnin hafi litið svo á að veiia þeim skipum fulla vernd sem sigldu við Spán- arsirendur, meðan þau væru innan landhelgi. Þeiia gæii hún því aðeins, að hun íæki raunverulegan þáij í borgarasiyrjöldinni. Stjórnin hefði vandlega íhug- að hvað hún gæti gert til þess að vernda breskar siglingar við Spán, án þess þó að gera hlut- leysisstefnuna að engu, og hún hefði komist að þeirri niuðr- stöðu, að slíka vernd væri að- eins hægt að veita með loft- varnarbyssum eða herskipum, sem lægju á sjálfum viðkomu- höfnum hinna bresku skipa. E$ til þessa ráðs væri gripið, yrði Jað nota loftvarnarbyssurnar gegn öllum flugvélum sem nálg- uðust hafnirnar og gæti það aug ljóslega haft hinar alvarlegustu afleiðinagr. Það væri sama sem íhlutun um stríðið. Stjórnin hefði einnig hugleitt', hvort unt væri að koma fram mótaðgerð- um, en hún væri ekki við því þúin að gera slíkar ráðstafanir. Uppreistarmenn segðu að þeir gætu ekki komist hjá að nota flugvélar vegna þess að stjórn- in fengi hergögn frá öðrum lönd um, og þeir héldu því fram, að bresk skip tæku þátt í flutningi hergagna til spönsku stjórnar. innar. Forsætisráðherrann minti þingmenn á það, að bresk skip hefðu strangar fyrirskipanir um það, að taka ekki þát't í vopna- flutningum til Spánar. ,Bláa kápan‘ á Norðurlandi Hljómsveit og leikendur, leik- ferðar þessarar, komu hingað í fyrri nótt. — Hafði ferðin tek- ið 9 daga og leiknar 7'sýning- ar, á Húsavík, Akureyri og Blönduósi. Var aðsókn geysi- mikil og leikförin sú glæsileg- asta sem farin hefir verið hér- lendis. (36 manns), Fjárhagslega varð árangurinn og hinn allra besti. Nöfn nokkurra „verkamanna44 er réðu urslitum í Dagsbrúnarkosning- unni Magnús V. Jóhannesson, „fá- tækrafulltrúi“- Haraldur Guðmundsson, for- stjóri. Sigurliði Kristjánsson (Silli & Valdi), kaupm. Erlendur Vilhjálmsson, skrif- stofustjóri(?). Guðjón, Baldvinsson, fulltrúi. Kristínus Arndal, forstjóri. Ólafur Friðriksson, endurskoð- andi. Felix Guðmundsson, kirkju- garðsvörður. Haraldur Pétursson, safnhús- vörður. Nikuiás Friðriksson, rafmagns- verkfræðingur. Pétur Lárusson, fulltrúi. Björn Jónatansson, húsvörður. Arngrímur Kristjánsson, skóla- stjóri. Guðmundur Jónsson frá Múla, verkstjóri. Ágúst Jósefsson, heilbrigðis- fulltrúi. Friðgeir Björnsson, skrifstofu- stjóri. Vilhelm Jakobsson, hjá áfeng- isverzluninni. Kjartan Ólafsson, múrarameist ari. Einar Björnsson, fulltrúi. Guðmundur R. Oddsson, for- stjóri. Verkamenn ættu að athuga vel nöfn þessara ;,stéttar bræðra“ sinna, og minna þá á að mæta nú fljótt og vel næst þegar verkalýðssamtökunum liggur á að safna liði sínu. Von andi bregðast þeir þá ekki síður fljótt og vel við eins ogf í þess- ari kosningu. Jafotefli milli K. R. og Fram. K. R. og Fram keptu á ís- landsmótinu í gær, og lauk lciknum með jafntefli: 1:1. Knattspyrnuveður var ágætt, en leikurinn var fremur daufur, Höfðu K.R.-ingar betra vald á leiknum og voru fremur í sókn, einkum í fyrri hálfleik. Setti K.R. mark er fimm mínút- ur voru liðnar af leiknum. Seint í fyrri hálfleik slasaðist K.R.- ingurinn Hans Kragh, og gekk úr leik, og kom vaarmaður í hans stað. f seinni hálfleiknum sótti Fram sig, og skoraði mark er 6 mínútur voru eftir af leikn- uxn, - ' Lauk leiknum með 1:1. mána rverð á bræðslu Sjómannafélag Revkjavíkur á að kalla sirax saman fund iil að ákveða hvað gera skuli til að knýja fram sómasamlegt verð. Bræðslusíldarverðið hefir verið ákveðið kr. 4,50- Viðurkent er að verðið gæti vel verið að minsta kosti kr. 5,00, án þess að verksmiðjunum stafaði hætta af. Það, sem er að gerast er þetta: Landsbankinn er að koma fram þeirri stefnu sinni að lækka bræðslusíldarverðið svo Kveldúlfur geti grætt. Er það afleiðing af lögunum, sem Fram sókn og íhaldið píndu fram í fyrra. Ást Jónasar frá Hriflu og Ólafs Thors á sjómöniiunum er nú að sýna sig í verkinu. — Jón- as svíkur sjómennina og Ólafur útgerðarmennina, Báðir með sömu fleðulátunum. Það sem þarf að svara þessu með er að skipuleggja sameig- inlega baráttu á móti þessari kúgun, — barátta sjómanna og smærri útgerðarmanna, sem ekki eru bræðslueigendur um leið. Alþýðublaðið þykist standa með sjómönnum og 6 kr. verði. Pappírinn er þolinmóður, — en hvað ^erir Sjómannafélagið til að knýja fram 5 kr. verð? Þar er valdið, sem eitthvað get- ur gert. Þeir herrar Sigurjón og Co. geta sýnt' vilja hægri mannanna í verki. og þeim er best að gera það strax, ef þeir meina eitthvað með þessu. — En líklega verða þeir ekki eins ákafir eins og þeir voru á seinasta Sjómannafélagsfundi enda var Sigurjón þá að vinna í samræmi við óskir Ólafs Thors en nú yrði hann að þora að vinna á móti honum. Tafarlausar aðgerðir frá hálfu Sjómannafélagsins og Alþýðusambandsins, til að knýja fram 5 kr. verð, erkrafa sjómannanna. — i Þeir lifa ekki á þvaðri Al- þýðublaðsins. 1 Tpö bifreiðaslys á Aknreyri m slðastliðna belgl. Um helgina urðu á Akureyri tvö bílslys. — Fréttaritari út- varpsins lýsir þeirn á þessa leið; Síðastl. sunnudag kl. 15.30, ók maður á bifhjóli suður eft- ir Brekkugötu á Akureyri. Kvenmaður gangandi var sömu megin á götunni og gekk einnig suður. Sá er ók á bifhjólinu flautaði og virtist þá sem fát hafi komið á stúlkuna, og beygði hún í veg fyrir öku- manninn og varð árekstur. Öku- maðurinn, Hafliði Guðmunds- son, fekk heilahristing, en hafði, þó meðvitund, er hann kom í sjúkrahúsið, en man ekki atvik að slysinu. — Stúlkan, sem heit ir Halldóra Sigurbjörnsdóttir, Pg er úr Grímsey, varð einnig fyrir meiðslum. Brotnuðu báðir leggir í hægra framhandlegg og einnig er höggvið í olnboga grunt sár. Hún var einnig flutt í sjúkrahús. Síðastl. laugardagskvöld var Ingibjörg Þorleifsdóttir fyrirbíl í Hafnarstræti á Akureyri og meiddist töluvert á fæti, enekki hættulega. Öllu þessu fólki líð- ur nú sæmilega eftir atvikum. Heimild fréttaritara er frá sjúkrahúslækni og lögreglunni. HJÓNIN SEM SLÖSUÐUST A BLÖNDUÓSI ERU A BATAa VEGI. Samkvæmt símtali viðfrétta. ritarann á Blönduósi, gerirhér- aðslæknirinn þar sér góðarvon- ir um bata kaupfélagsstjórans á Skagaströnd og konu hans, sem slösuðust fyrir nokkrura dögum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.