Þjóðviljinn - 15.06.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.06.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudaginn 15. júflí 1938. I»J(5«VILJI&1N ■ w Wðutflklng að njndast í Englandi. Kommúnistar, samviHnnmenn.jiberalir 09 fjöldi verkalýðsfélaga 09 flokksfélaga Verktmanga- flokksins ganga í bandalag gegn faslsma og stríði flægri kratarnir berjast vonlanst gegn elnlmginmi Otbreiðsla fasismaijs í heim- inum veltur nú mjög á lýðræð- isríkjunum í Vestur-Evrópu og þá fyrst og fremst á afstöðu Englands. Þegar þýski herinn settist að í Rínarhéruðunum, var Frakk- land reiðubúið til að láta hart mæta hörðu, en breska stjórn- in sagði sig úr leik, gg Frakk. land þorði ekki einsamalt. — Frönsku stjórninni var kunnugt um fyrirætlun Hitlers um Aust- urríki mörgum dögum áður en landránið fór fram, og var ekki ófús á að krefjast þess að sjálf- stæði landsins yrði haft íheiðri. En enska utanríkisráðuneytið vildi ekkert aðhafast og franska stjórnin gafst þá upp við að gera nokkuð. Þetta sama hefir gerst í Spán- armálunum. Hvað eftir annað hefir franska stjórnin verið að því komin að láta undan kröfu alþýðunnar í landinu um vopna- sölu til Spánska lýðveldisins. I öll skiptin hefir England kom- ið í veg fyrir það, eða réttara sagt enska íhaldsstjórnin. ENSKU „MUNKAHETT- URNAR“. Það er þannig enska stjórnin, sem heldur á örlögum álfunn- ar í höndum sér, eða réttara sagt: klíka Hitlers-aðdáendanna utan um ^hamberlain, Halifax Lord Astor og Lady Astor, — klíka þessi er í nánum tengslum við bresku auðjöfrana. Það er þessi litla aðalsklíka, er nefnd hefir verið „ensku Munkahetturnar“, sem ræður stefnu bresku stjórnarinnar, og hefir þarafleiðandi úrslitaþýð- ingu í pólitík álfunnar. Og stefna stjórnarinnar í heimspóli tíkinni, sem Iýsir sér ekki síst í viðleitni til að koma á fjór- veldabandalagi Bretlands, Frakklands, Þýskalands og ít- alíu, er beint sé gegn Sovét ríkjunum, og sífeldri undanláts- semi við fasistaríkin, -r- hefir Harry Pollitt. að vonum vakið ugg og ótta, meðal lýðræðissinna í Englandi, enda er nú ekki um annað meira ritað og talað meðaj þeirra, en leiðir til að steypa í- haldsstjórninni. ^ þingræðisgurndvelli er þetta mögulegt með því að sam þykkja vantraust á stjórnina í Neðri málstofunni. En lítil lík- indi eru til að það verði gert. Stjórnin hafðii öruggan meiri- hluta meira að segja á slíkum æsingadögum og í byrjun ít- ölsku samninganna, er Anthony Eden var látinn segja af sér og talsverður hluti íhaldsflokks- ins undir forustu Churchills, virtist vera kominn í andstöðu við stjórnina. íhaldsflokkurinn hefir 384 þingmenn jmeðflokks brotum frjálslyndra og verka- manna, er styðja stjórnina 424) í Neðri málstofunni, en alls eiga þar sæti 615 þingmenn. Af þingmönnum íhaldsflokksins munu um 50 fylgja Churchill, en ekki þýðir að reikna með þeim í stjórnarandstöðunni. „FRIÐARSAMBANDIД - UNDANFARI ALpÝÐUFYLK- INGAR. Hugsanlegt er að íhaldsstjórn in óski sjálf að ganga til kosn- inga, áður en kjörtímabilið er útrunnið, til þess að hún geti þakkað sér þá eflingu atvinnu- lífsins, er orðið hefir undan- farin ár, en hefir nú þegarsnú- fist í afturför. Verkamannaflokkurinn hefir 154 þingmenn í Neðri málstof- unni. Engin von er til þess að hann einn geti náð meirihluta í næstu kosningum. Það er því síst að furða að enskir verk- lýðssinnar séu farnir að líta al- varlega í kringum sig eftir bandamönnum í baráttunni gegn íhaldi og fasisma og stríði ekki einungis vegna íhöndfar- andi þingkosninga, heldur líka vegna hins ískyggilega ástands. Fyrir ensku alþýðuna er barátt- an gegn fasisma og stríði orðin mál málanna, brýnasta úrlausn- arefnið. Þetta kemur m. a. fram í því, að vísir til alþýðufylk- í Bretlandi er rét't að mynd- ast, einmitt um þessi mál, svo- nefnt „Friðarsamband“. Um páskaleytið í vetur hélt „Friðarsamband“ þetta þing um Spánarmálin, og má telja það þing fyrsta stóra sigurinn í sköp un alþýðufylkingar í Englandi. Fulltrúarnir voru langflestir kosnir af alþýðusamtökum, verkalýðsfélögum, samvinnufé- lögum, verkamannafélögum og Kommúnistaflokknum. Fyrir Verkamannaflokkinn mættu bæði leiðtogar vinstrimannanna, t. d. Pritt, Cripps og Baker, og Attlee majór, leiðtogi flokksins á þingi. Þingið fékk þegar á sig pólitískan blæ, samþykkti m. a. áskorun til Verkamanna- flokksins um að láta einsk- is ófreistað til að steypa íhaldsstjórninni. Þingið mælti með Imyndun alþýðufylkingar gegn fasismanum. Ræða komm- únistaleiðtogans Harry Pollitt, vakti mjög mikla athygli. Þing- ið sendi nefndir til verkalýðs- félagasambandsins log Verka- mannaflokksins um að kalla þeg ar saman aukaþing í þeim til- gangi að sameina alla andstæð- inga fasismans til að steypa stjórninni og breyta utanríkis- pólitík Englands. Fyrir hönd Verkalýðssambandsins svaraði Citrine að slíkt kæmi ekki til mála, en tillagan var tekin upp á fundi framkvæmdanefndar Verkalýðssambandsins nýlaga, og urðu um hana heitar umræð ur. Friðarsambandið hefir fundið sterkan hljómgrunn í verkalýðs samtökunum ensku. Hvaðanæfa berast samþykktir og ályktanir frá þingum fagsambanda um stuðning við málstað þess, og áskoranir á Verkamannaflokk- inn um þátitöku í ,Samstarfi lýð- ræðisaflanna. Meðal hinna þýð- Ensk utanríkispólitík! Hitler og Halifax lávarður semja. í Brasilíu te^ru gefin út 15 dag- blöð á þýzku, og i landinu eru alls 1400 þýskir skólar. ** Torfi Eggertsson eða Eggerz hét islenskur nánismaður, sem dvaldi í Xaupmannahöfn á fyrri hluta i(<>- usfu aldar og andaðist þar ungur. Urn Torfa gengur sú saga, að þegar hann hafði lokið inn- tökuprófi þvf, er þá tíðkaðist við háskólann, hafi hann lagst veikur af kirtlasjúkdómi í hálsinum. Var farið með liann á Friðriksspítala og gerður á honum skurður. Sag- an segir að Torfi hafi Sjálfur hald- ið mundlaug undir blóðrásina, sem var mikil og brá hann sér ekki hið minnsta. En sár hans höfðust illa við og tóku þau hvern kirtilinn á fætur öðrum. Reyndu Iæknar bæði að brenna sárin með járnum og lækna þau á annan háff, en allf kom fyr- ir ekki- Lá hann í kröm þessari þrjú missiri og sá enginn honum bregða allan tímann og var hinn gamansamasti. Litlu áður en Torfi dó orkti hann vísu þessa: Illa þrífast eitmð sár, upp sig rífa í skyndi; sporin hnifa, bruninn bblár burtu drífa yndi. ** Einu sinni voru ferðamenn úr Reykjavík á skemtiferðalagi uppi í sveit; pað mun hafa verið á bann- árunum, þegar helst var hægt að ingarmestu félagsheilda má nefna Samband enskra sam- vinnumanna, er telur 5 miljónir meðlima. Þekktur samvinnumað ur, Sydney Elliot, skrifaði grein í blað sambandsins og hvatti þar til stofnunar sambands milli samvinnufélaganna, Verka- mannaflokksins, Verkalýðssam- bandsins, Kommúnistaflokksins og Frjálslynda flokksins til sam- eiginlegrar baráttu gegn stríði og fasisma. Grein þessi var mikið rædd á þingi samvinnu- manna, er háð var um miðjan apríl, og samþykkti þingið að taka þessa stefnu upp, og kjósa fulltrúa á þing Friðarsambands ins. Samskonar samþykktir hafa þing stórra fagsambanda einn- ig gert. Nú er það afstaða Verka mannaflokksins, sem allt verka VERKAMANNAFLOK KUR- INN OG AFSTAÐAN TIL KOMMONISTA. En Verkamannaflokkurinn neitar enn allri samvinnu við Kommúnistaflokkinn. Stöðugter hamrað á því, að kommúnist- arnir séu svo „róttækir“ að þeir fæli kjósendurna í burtu. Síðustu aukakosningar, op þá einkum kosningin í Ipswich, hafa unnist fyrir þátttöku komm únistanna, bæði í sjálfri kosn- fá „dropa“‘ hjá lækifunum. Kom þeim félögum saman um að búa til Ivfseðla og reyna að fá út á þá hjá héraðslækninum. Rituðu þeir lyfseðlana á ýms nöfn, er þeir mundu eftir í svipinn, þar á meðal eins dáins manns, er þótti sopinrt góður j lifanda lífi. Fóru þeir svo til læknisins og báðu um spíritus- inn. Las læknir yfir seðlana og« þekkti þegar nafn dána mannsins, sem var kunningi hans, og seui hann vissi að var látinn.^ Horfir læknirinn á seðilinn um stund og segir: t .— Jæja, drekkur hann ennþá. • • Eiiríkur, faðir Sigurðar Breiðfjörð þótti raupsamur með afbrigðum en var alla æfi bláfátækur maður. Einu sinni konr hann í Hrappsey og varð mönnum tíðrætt um jarða- kaup og háar tölur. Varð þá Eirík-i að orði: „Þegar ég kem inn í Rif- girðingar, verður .mér ekki skota- skuld úr skattholi minu, 900 dölum“L Var þar Viðstaddur Jón bróðir Magnúsar Ketússonar og segir: — „Heyrðist mér níu skildingum“‘. ** Eiríkur var drykkjumaður mikill að sögn, á síðustu árum. Fór hann fiskiferð. Datt útbyrðis en var þó dreginn irm í skipið. Gekk þá wijög upp úr honum blóð. Lá hann um hríð og andiðst litlu síðar, og er sagt að hánn hafi orðið fáum harm- dauði. 3 I ingabaráttunni og atkvæða- . greiðslunni og bendir það ekki til þess að kjósendur „fælist“ kommúnistana. Afturhaldssöm- ustu foringjarnir í Verkamanna- flokknum eru farnir að ympra á alþýðufylkingu, þar sem komm- únistaflokkurinn væri útilokaður en sú hugmynd hefir engan byr fengið, — enda er „Friðarsam- bandið“ fyrst og fremst tilorð- j ið fyrir frumkvæði og starf Kommúnistaflokksins. Innan Verkamannaflokksins er afstaðan til alþýðufylkingar mjög skipt. Fjöldi flokksfélaga hefir upp á eigið eindæmi gengið í Friðarsambandið. ! flokksstjórninni berjast vinstri- mennirnir Pritt, Baker, Stafford Cripps eindregið fyrir málstað einingarinnar, og Attlee major, er hingað til hefir verið á móti einingunni, virðist nú vera að breyta um stefnu, — hann hefir dvalið á Spáni undanfarið. Ennþá liafa hægrimennirnir meirihluta flokksstjórnarinnar, og hafa stuðning afturhalds- samra fagfélagabrodda svosem Citrine. En fylgismenn einingar- innar eru í stöðugri sókn. Og þeim tekst tvímælalaust fyr eða síðar fyrirætlun sín.: að skapa enska alþýðufylkingu nógu sterka til að gerbreyta stjórn- málaviðhorfinu í Englandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.