Þjóðviljinn - 16.06.1938, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.06.1938, Síða 3
Þ J<§ © V I L J I N N Fimtudaginn 16. júní 1938. gUÓOVILHNN Mfilgagn KommúnistaflokkB íslands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstiórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur öt alla daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakio. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Morgunblaðið ger- ir kröfu í þrotabú tSkjaldborg arinnar4 íhaldið skipulagði stuðning við hægriklíkuna, í Dagsbrúnar- kosningunum. Sjálfstæðisflokk- urinn skipaði fylgjendum sín- um í Dagsbrún að greiða at- kvæði gegn lagabreytingunum, og með fulltrúum hægri-krat- anna á Alþýðusambandsþing. íhaldsmennirnir í Reykjavík, örgustu fjandmenn verkalýðs- samtakanna, 'stóðu við hlið Guðjóni Baldvinssyni, Guð- mundi R. Oddssyni og Erlendi Vilhjálmss,ynj smöluðu með þeim atkvæðum og fleyttu þess- um verkalýðshetjum inn á Al- þýðusambandsþingið í Ihaust. Rjóðviljinn og Nýtt land hafa skýrt frá þessum staðreyndum. En verkamönnum er vorkunn, þó að þeir trúi ekki fyrr en þeir taka á, að slíkar baráttuað- ferðir séu notaðar innan verka lýðssamtakanna. Morgunblaðið tekur í gæraf öll tvímæli um þessa nýju, ó- , óþverralegu breiðfylkingu. I- hajdið hefir ekki getað þolað, að Alþýðublaðið eignaði ,,A1- þýðuflokknum“ allan „sigur- inn“. I ritstjórnargrein kemst Mbl. svo að orði: „Hinsvegar er ástæðulaust fyr ir Alþýðuflokkinn að hrósa sigri . , . það sem því veldur, að kommúnistar urðu undir, er ekki nein efling Alþýðuflokks- ins, heWur hitt, að Sjálfstæðis- mejtinirnir í Dagsbrún greiddu atkvæði gegn kommúnismanum . . . Andstæðfngar kommúnista unnu sameiginlegan sigur í Ðagsbrún“. Pví verður ekki framar mót- mælt, að menn, sem dirfast' að nefna sig forsvarsmenn verka- lýðsins, hafa unnið „sameigin- legan sigur“ á verkalýðnum og málstað hans, rneð örgustu fjandmönnum verkalýðssamtak- anna. Það þýðir ekki að neita þeirri staðreynd, að í Dagsbrún er tals- verður hópur manna, sem eru íhaldsmenn. Pað þýðir ekki að neita þeirri staðreynd, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefir séð sér leik á borði vegna klofnings- brölts hægri kratanna, og skipu- lagt fylgismenn sína í Dagsbrún — stofnað félag sem telur um 200 manns, og starfar sem eins- konar lið íhaldsins að innanfé- Iagsmálum Dagsbrúnar. Það er hættulegt að loka aug- Hvað á að gera til þess að verjast mæðiveikinni?- Nýtt rit um sauðfjárpestina, eftir Guðmund Gíslason lækni. Guðmundur hefir unnið að rannsókn veikinnar á Rannsóknarstofu Háskólans ásamt dr. Níels Dungal Birni Sigurðssyni lækni og fleirum. Mæðiveikin er fyrir löngu hætt' að vera viðfangsefni ís- lensku bændastéttarinnar einn- ar. Pessi skæða sauðfjárpest, er hefir strádrepið bústöfn bænda í í fjölda sveita, er orðið vanda- i mál, sem alla þjóðina varðar. Stórar upphæðir eru nú árlega veittar af almannafé til varnar útbreiðslu veikinnar og til hjálp ar þeim bændum, er orðiðhafa fyrir þyngstum búsifjum af völdum hennar. Sérfræðingarn- ir, dýralæknarnir, liggja í heipt- úðugum ritdeilum og virðist koma saman um fátt, svo að almenningur á örðugt með að átta sig á því, sem gerist í rannsókn veikinnar. Nýti rit um mæöi- veikina- Það er því góðra gjalda vert, að nú hefir verið gefið út rit um tnæðiveikina, þar sem sam- an er komin í aðaldráttum sú vit neskja, er fengist hefir um veik ina. Rit þetta „Um mæðiveiki“ eftir Guðmund Gislason, lækni, er sérprentun úr Búnaðarritinu, 37 bls. að stærð. Guðmundur Gíslason er ungur læknir, er unnið hefir undanfarið að rann sóknum mæðiveikinnar á Rann sóknarstofu háskólans, ásamt dr. Níels Dungal o. fl. — Bæk- lingurinn hefst á kafla er nefn- ist „Lýsing og einkenni sjúk- dómsins“. Aðrir kaflar eru: „Samanburður á einkennum við lungnapest og mæðiveiki“. Þá eru línurit um fjárstofn og fjár- dauða á 12 bæjum í Borgarfirði frá 1934—38, og „sýna línurit þessi, að stofninn hrynur mest unum fyrir þessum staðreynd- um, og það er hættuleg „þró- un“ verklýðsmála, þegar menn, sem telja sig sósíalista, telja sig forvígismenn verkalýðssamtak- anna, gera bandalag við skipu- lögð afturhaldsöfl innan verka- lýðshreyfingarinnar, og vinna með þeim „sameiginlega sigra“, til sundrungar og eyðileggingar þeim samtökum, er kostað hefir áratuga harða og þrautseiga bar áttu að byggja upp. En þeir eru skelkaðir núna, þessir „verkalýðsforingjar“, setn stjórnuðu hinum „sameiginlega sigri“. Peir vita, að verkamennirnir hvort sem þeir telja sig til kom- múnista eða Alþýðuflokksins, hugsa þeim þegjandi þörfina. Þeir vita, að nú er að rísa meðal verkafólksins í Reykjavík liærra og hærra þessi ákveðna krafa: Burt með bandamenn íhalds og atvinnurekenda úr verkalýðs- samtökunum! piður á tveimur til þremur miss- erum, en þá er nær allsstaðar komin greinileg stöðvitn í fjár- dauðann“. Þá kemur kafli um „Mæðiveiki og fjárkynið“, og loks lokakaflinn: „Hvernig eiga bændurnir að haga sér gegn mæðiveikinni, ef dæma skal eft- ir reynslu, sem þegar er fengin, og að hve miklu Ieyti geta þeir vonast eftir að sleppa betur framvegis?“ Vegna þess að gera verður ráð fyrir að fleiri hafi áhuga á að fylgjast með þessum mál- um, en þeir sem fá Búnaðar- ritið, birtir Þjóðviljinn hér að- atriði þessa síðasta kafla. En öll- um þeim, sem vilja afla sér nán- ari fræðslu um núverandi stig rannsóknanna, er ráðlegt að ná sér í bækling Guðmundar. Hvernig er skynsam- legast að setja á? „Bændum þeim, sem fengið hafa mæðiveikina í fé sitt', hef- ir um ásetning lamba flestum farið á einn veg. Fyrsta árið, þegar þeir heyrðu um veikina í kringum sig og gátu búist við því, að hún væri komin í fé sitt', settu þeir á lömb, eins og ekkert hefði í skorist. Annað árið, þegar veikin var í algleym ingi hjá þeim, settu þeir enn á allmikið af lömbum og treystu því, að betur mundi fara, en á horfðist, en þegar þeir svo á næsta misseri, fara að missa bæði lömbin og veturgamla féð, þá er að vonum kjarkurinn þrotinn hjá flestum, og er þá víðast lítið eða ekkert sett á af lömbum. í ljósi þeirra athugana, sem hefir verið lýst hér á undan er þetta það allra hættulegasta Lömbin frá áruiuim áður en veikin kemur fram og einnig lömbin, sem sett eru á árið sem veikin er skæðust, hrynja oft- ast niður, en úr því fer að lifa mikill hluti af þeim. Með því að setja þetta unga fé á má líka búast við því, að veikin magn- ist, og jafnvel meira falli af stofninum en annars hefðiorð ið. Reynslan bendir því tvímæla- laust á það, að réttast sé að slátra og koma í verð unga fénu, eftir því sem hægt er, frá árunum áðu ren veikin fer að gera usla og frá árinu, sem hún geysar mest, en fara síðan strax að koma upp nýjum stofni. Svo mikið er nú kunnugtorð- ið um útbreiðslu mæðiveikinn- ar, að það mun í flestum til- fellum vera hægt að ákveða nokkru áður en dauðsföll fara að byrja, hvort féð á bænuin sé smitað. Þetta gildir að vísu ekki um fyrstu bæina á nýjum svæðum, en reynslan sýnir, að á þeim bæjum gengur veikiu yfirleitt hægara, og ef þeir bændur hafa samvinnu við Rann sóknastofuna um það að finna fyrstu kindurnar, sem veikjast, ætti í þeim tilfellum að vera hægjt í tíma að gera ráðstafanir gagnvart unga markaðsfénu. Við slíkar ráðstafanir vinnst tvennt. Fullt verð fæst fyrir unga féð og sóttin nær sér ekki ‘fúðri í eins miklu af mótstöðu- lausu fé, og því von um, að hún geti ekki magnast eins mikið. Þegar hér er komið verður að mestu að bíða átekta og láta það koma í ljós, hve mikla mótstöðu féð hefir gagnvart veikinni. Þó verður bóndinn ef mögulegt er, að útvega sér hrút, sem reynst hefir vel, eða er af sterku kyni með tilliti til mæði- veikinnar. Þá getur komið til mála, strax á næsta hausti að byrja að koma upp stofn- inum aftur, og séu þá valin til þess gimbralömb undan hrausta hrútnum og þeim hluta ánna sem best hafa reynst. fAerkileg dæmi am varnír gegn mæði- veikinni. Mikill hluti af þeim bæiidum, sem búa á hinum svokölluðu „grunuðu svæðum“, hafa vænt- anlega ekki enn fengið mæði- veikissmitun í fé sitt. Þess má vænta, að margir þeirra vildu léggja á sig allmikið aukastarf til þess að verja féð, jafnvel þótt ekki væri nema um eins eða fárra ára frest að ræða. Á Hrísum í Flókadal hefir tekist að verjast veikinni. Bær inn stendur efst í dalnum. Bónd- inn smalar fyrir fyrstu réttir á haustin og nær þannig mest- um hluta fjár síns. Til rétta koma aðeins fáar kindur, sem ekki eru teknar heim. Féð á nærliggjandi bæjum hefir haft sýkina síðustu tvö árin. Allan þann tíma hefir svo hundruð- um skiptir af sjúku fé gengið saman við féð á Hrísum, en ekki komið að sök. Mest hefir þó verið um samgang við féð á næsta bæ, sem heitir Hæll, Bændurnir á Hæli og Hrísum hafa haft þá reglu síðustu tvö árin, að ef kindur af Jiinum bænum lentu saman við heima- Iféð í smölun, voru þær annað- hvort reknar úr hópnum eða hýstar í hesthúsi, sömu reglu hefir og bóndinn á Hrísum haft við allt ókunnugt fé, sem þang- að kom. Fyrir’ einu og hálfu ári komust tvær mæðiveikar kindur inn í rétt með fénu á Hrísum, en voru strax teknar íburt. Ekki hefir komið fram nein sýking frá þeim. Á bæ einum í Lundareykjadal er til talsvert af fé frá Hrísum og hefir ekki tekið veikina. ,Jdér virðist því ekki vera um að ræða neina sérstaka mótstöðu í stofninum, heldur verður að álíta, að heilbrigði fjárins sé vörnunum að þakka. Féð í Fljótstungu í Hvít- ársíðu er að mestu leyti, ísér- stakri girðingu allt sumarið. Síðan mæðiveikin kom fyrst fram, hefir fjöldi af sjúku fé verið þar með því á 'sumrin og margt drepist þar í högun- um.. Samt sem áður kom ekki upp veiki í Fljótstungufénu fyr en síðastliðið vor, eða talsvert seinna heldur en á flestum bæj- um þar um slóðir. í fljótu bragði virðist þó, að féð á þess- um bæ hefði átt að sýkjast fyr vegna Fljótstungurétta, en þar kemur árlega fram fjöldi fjár úr Reykholtsdal. Skýringin virð- ist vera sú, að féð hefir sér- :stöðu í réttunum. Bóndinn smal ar sér og rekur féð í sérstak- an dilk, en dregur síðan strax úr aðkomuféð. Auðvitað var hér ekki höfð nein sérstök ná- kvæmni í frammi, þar sem ekki var talin nein von um, aðhægt væri ;að verja Fljótstunguféð smitun. Þrátt fyrir það virðast þessar kringumstæður hafa orð- ið til þess, að verja féð sýk- ingu í heilt ár. Hér var ekki um að ræða neina verulega mót stöðu hjá stofninum, því að féð hrundi niður seinni hluta síð- asta árs. Yfirleitt er það reynsla á „sýktu svæðunum“, bæðisunn anlands og norðan, að á þeimt bæjum, þar sem flest féð kem- ur fram við heimasmölun, kem- ur veikin síðar upp. Sé mikiU hluti fjárins rekinn til rétta, fer að bera á hinni almennu sýk- ingu í fénu allt að því ári fy*. íslenska réttafyrir- komulagið vel fallið til að dreifa fjársiuk*-* dómum. Réttafyrirkomulagið á íslandi er sýnilega vel til þess fallið, að .{jreifa fjársjúkdómum eg magna þá. Svo alvarleg er þesSi sýkingarhætta frá réttunum,að það væri raunar nægileg skýr- ing á því fyrirbrigði, hve mikl- um mun skæðari mæðiveikin er á íslandi, heldur en sami sjiSÉt- dómur eða skyldir í nágranna- löndunum. Ef bændur hér hefðu, eins og algengast er er- lendis, fé sitt á sama landssvæð- inu allt árið, það kæmi líti-ð sarnan við fé nágrannans og enginn samgangur væri við aðr ar sveitir, þá mundi landinu í heild stafa lítil hætta af mæði. veikinni. Það er því fullkomin ástæða til þess að taka réttafyrirkomu- lagið til nákvæmrar athugunu ar. Mér hefir t. d. dottið í hug, hvort ekki mætti gera eftirfar- andi breytingar á meðferð fjár- ins í réttunum: (Frh. á 4. síðu.)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.