Þjóðviljinn - 19.06.1938, Page 1

Þjóðviljinn - 19.06.1938, Page 1
Lands möti laak stidentanna i gasr. SlSðvar lýðveldlslierinr sðbn faslstaherlanna f Ályktanir sampykktar um hagsmunamál og félagsmál stúdenta. Stúdentamótinu var haldið á- framj í Reykjavík í gær og lauk því í gærkvöldi m'eð hófi að Hótel Borg. Um morguninn störfuðu nefndir þær er kosnar voru á Ringvallafundinum, en eftir hádegi söfnuðust stúdent- ar sarnan suður við Garð og jgegnu í skrúðgöngu til Alþingis hússins. Er þangað var komið, flutti > Sigurður Nordal, prófessor, snjalla ræðu af svölum þing- hússins og var henni útvarpað. Kl. 4 var fundur settur íNýja Bíó. Skiluðu nefndir þar álitum og fluttu tillögur. Urðu um þær fjörugar umræður. Þessar tillögur voru samþyktar: 1. Landsmót íslenskra stúd- enta telur að gagnfræða- og stúdentsmentun eigi að vera al- menn og standa öllum opin, en að nauðsyn geti borið til að takmarka tö!u sérmentaðra fnanna í leinstökum greinum við þarfir I>jóðfélagsins“. ^Breytingartillaga um að fella niður síðari málslið þessarar til- lögugreinar var feld með litl- um atkvæðamun). „Landsmótið telur það óhjá- kvæmilegt, að fjölga möguleik um stúdenta til framhaldsnáms með því að stofna kennaradeild og atvinnu- og viðskiftadeild við Háskóla Islands“. 2. Landsmót stúdenta skorar á þing og stjórn að hækka stúd- entastyrki til móts við það, sem var á fyrstu árum Háskóla Is- lands, og á bankana, að setja fastar reglur, sem fylgt verði um afgreiðslu á gjaldeyri iil ís- lenskra stúdenta erlendis. 3. Fyrsta landsmót íslenskra stúdenta skorar áþingogstjórn: að setja nánari ákvæði um (Frh. á 4. síðu.) Hátiðahöld íþróttamanna á IþFóttavellinnna í dag. Þeitn var frestað sökum riguiugar 17.Ljúní íþróttamenn hafa á undanförn um árum helgað sér 17. júní. Hafa þeir efnt til margskonar íþróttasýninga þann dag. íþróttamenn ætluðu einnig að þessu sinni að efna til íþrótta- móts 17. júní, en það fórst fyrfr sökum rigningar og verður mót- $ð háð í dag. Hátíðahöld íþróttamanna hefj ast kl. 1.15 e. h. með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leik ur fyrir framan Mentaskólann. Kl. 1.45 verður gengið suður á íþróttavöll og mótið sett kl. 2 af forseta í. S. f. Ben. G. Waage Að því búnu hefjast íþróttirn- ar með því að Noregsfarar Ár- manns sýna leikfimi. Þá verður og hundrað metra hlaup, 80 m, hlaup stúlkna, spjótkast, hástökk 500 m. hlaup, pokahlaup (stúlk- ur), 1000 metra boðhlaup og langstökk. Að íþróttakepni þessari lokinni verður hlé kl. 8.30. síð- degis. Pá leikur Lúðrasveit Reykjavíkur á íþróttavellinum. Orvalsflokkur drengja úr Ár mann sýnir fimleika. Ennfrem ur verður 800 metra hlaup, kringhikast, hoðhlaup kvenna hástökk (stúlkur), stangarstökk og pokahlaup (piltar). Að lok um verður reiptog á milli Reyk- víkinga og Keflvíkinga og kl 10,30 hefst dansleikur í Iðnó. 17. júní-mót íþróttamanna hafa æfinlega verið vinsæl og vel sótt og varla þarf að búast við því, að aðsókn verði minni að íþróttavellinum þó að mótið dragist til hins 19. Stjórn Glímufélagsins Ármann sér um mótið. Gyðingaofsóknir. Fréttaritari Reuters í Berlín hefir ferðast um götuna, þar sem ráðist var í gærkvöldi inn í verslanir Gyðinga og þæf skemdar eða jafnvel eyðilagðar. Fréttaritarinn segir að ómögu- legt hefði verið að ralda jafn miklu tjóni og raun varð á, á jafn skömmum tíma og gert var nema að lögreglan hafi verið í vitorði með spellvirkjunum. Erlendir blaðamenn segja, að þótt áhorfendur skiftu sérekk- ert af því sem var að gerst, hafi mátt sjá að spellvirkjarnir nutu ekki samúðar þeirra. (FO) LONDON ! GÆRKV. F. Ú. Tilraun uppreistarhersins til ;að sækja fram suður fyrir Cas- tellon virðist mæta mikilli mót- spyrnu af hálfu stjórnarhersins. Spánska stjórnin tilkynnir að hersveitir hennar hafi tekið Vil- Iareal, sex mílum fyrir sunnan Castellon, en þennan bæ tóku uppreistarmenn þegar á fyrsta degi eftir fall Castellon-borgar. Orustur hafa nú brotist út á ný í grend við Teruel. Barc lona, Valencia og Alicante urðu allar fyrir loftárásum í gær. 1 Alicante biðu 12 menn bana. Flóttamenn á leið heim til Spánar frá Frakklandi. Del Vayo mótmællr því að spánski flóttamenn sén sendir til laslstanna. Del Vayo, Utanríkismálaráð- herra Spánar, hefir mótmælt því að Frakkar skyldu láta atkvæða- greiðslu fara fram meðal her- manna „týndu“ hersveitarinnar, um það hverjir vildu hverfa til Franoo-Spánar. Það er álitið að Franco muni nú endurnýja sókn sína á Pyrennea-vígstöðv- unum. Kafbátur, sem er eign spönsku stjórnarinnar, lagði af stað úr franskri höfn í gær, og hefir ekkert spurst um hann síð an. Búist er við að hann muni reyna að komast fram hjá skip- um uppreistarmanna í Gibralt- arsundi. Gandía varð fyrir loftárás í nótt, og voru tveir menn drepn- ir en 6 særðir. Alicante varð fyrir ákafri loftárás og biðu 11 bana en 30 særðust. Yfirdómurinn í ;London hefir ' felt úrskurð í 'máli, sem reis út af kröfu sem bæði spánska stjórnin og stjórn Francosgerðu til skips nokkurs sem legið hefir í Lundúnahöfn. Kröfu spönsku stjórnarinnar var vísað frá. Hámark lýðskrnmslns! Morgunblaðið ræðst á lög sem íhaldið hef« ir barizt fvrir og sett - en kommúnistar einir barizt á móti. I gærmorgun gefur að líta í Morgunblaðinu ádeilu- grein á að fargjöldin milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur skuli hafa verið hækkað um 50<>/o upp í 75 aura. Og er það vissulega ámælisvert og skömm fyrir þá, er þessi lög hafa samþykt, að hafa léð svo illu máli fylgi sitt til að losa togara- útgerðina við útsvör, en hækka fargjöld á alþýðu fyrir (engin fargjöld eru hækkuð á eigendum einkabíla). En hverjir fluttu þetta mál á þingi og hverjir börð- ust á móti þvi? pað voru þingmenn „SlfstæðisfIokksins“, sem fluttu þetta mál og börðust með því í báðum deildum og hjálp- uðu því í gegnum þingið. En einu mennirnir, sem börðust á móti málinu voru þingmenn kommúnistaflokksins. Pessi framkoma er einkennandi fyrir framkomu íhalds- ins: Samþykkja allar svívirðingar á þingi — og reyna svo að slá sér upp með lýðskrumi á móti þeim út á tneðal fólksins. Þetta er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. En hvað lengi á flokk að haldast uppi að hafa fjölda- fylgi hjá þjóðinni með slíkt fals og fláræði. SoDdmeist aramðtið hefst i dag. Sundmeistaramótið hefstíc': ikl. 4 e. ih'. í Sundhöll Reykjav I ur. Stendur sundmótið í þr daga og verður því halc. áfram á mánudags og þriðj’ dagskvöld kl. 81/2. Á sundmóti verður meðal annars ákveði hverjir fari á sundmeistarani' Evrópu, sem haldið verður , Englandi í sumar. \ dag verður kept í þessr: . greinum: 100 metra frjáls aðférð karl 25 m. frjáls aðferð, telpurin an 12 ára. 100 m. frjáls aðferð, konur. 200 m. bringusund karla. 50 m. bringusund drenr undir 14 ára. 4x50 m. boðsund karla. Mánudagurinn: 400 m. frjáls aðferð karla. 25 m. frjáls aðferð dreny undir 12 ára. 50 m. frjáls aðferð dren; undir 16 ára. 50 m. bringusund stúll :. undir 14 ára. 100 m. baksund karla. priðjudagur: 400 m. bringusund karla. 200 m. bringusund kvenna. 100 m. bringusund dreng ; undir 16 ára. 1500 m. frjáts aðferð kar .

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.