Þjóðviljinn - 21.06.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.06.1938, Blaðsíða 4
ssfs Níý/afiio sg Róssnesk örlðg Spennandi og áhrifamikil ensk stórmynd er gerist í Rússlandi fyrir og eftir bylt inguna og sýnir viðburða- ríka sögu um rússneska að- alsmær og enskan bblaða- mann. I \ðalhlutverkin leika: MARLENE DIETRICH og ROBERT DONAT. Börn fá dkkí aðgang. I & 0amla!?>id % Marfa Staart Hrífandi og tilkomumikil amerísk talmynd gerð eft- ir leikriti Maxwell Andersons „Mary of ScotIand“ Aðalhlutverkin tvö, Maríu Stuart og Bothwell jarl leika hinir ágætu leikarar Katharine Hepburn og Fredric March ' ÞJ0Ð7ILJINN Sandmeistaramótið Framhald af 1. síðu. varð Ragnh. Sóley Steingríms- dóttir á 1 mín. 33,1 sek., en íslandsmetið er 1 mín. 22,0 sek. og á Erla Tsleifsdóttir Vestm.- eyjum það. Pá var 50 m. bringusund, drengir innan 14 ára. Fyrstur varð Einar Steinarsson úr Ægi, á 44,3 sek. Síðan var 4x50 m. boðsund, karlar. En svo illa tókst til, að kepni tveggja bestu sveit- anna frá Ármanp og Ægir varð ógild, en sveit K. R. vann sund ið á 2 mín. 9,4 sek. Að loknu mótinu setti svo A-sveit Ægis met á 1 ;58.2. Sundmeistaramótið hélt á- fram í gærkvöldi og voru þá um 76 keppendur alls frá sömu félögum. I Fyrst var keppt í 400 metra frjáls aðferð, karlar. Fyrstur varð Jónas Halldórsson, Æ., á 5 mín. 10,7 sek. og setti þar með nýtt met. Eldra metið átti Ekkl ðtsala! Venjulegt verð okkar er svona lágt: KARLMENN: Rykfrakkar frá kr. 44.00 Peysur frá — 12.00 Vesti, frá — 7.00 Manchettskyrtur frá — 6.90 Sokkar — 1.45 Skjalatöskur, leður — 15.00 DÖMUR: Peysur frá Golftreyjur Silkiundirföt Skinnbelti Skinnhanskar Tölur og hnappar — 9.85 — 12.75 — 8.95 — 2.50 — 10.75 — 0.05 petta er aðeins lítið sýnishorn af verði okkar. Við höf- um fjölbreyttasta og fallegasta úrval landsins af allskonar prjónavörum fyrir karla, konur og börn. Laugaveg 40. \fESTA Sími 4197. hann einnig frá því í fyrra og var það 5 mín. 12,7 sek. Auk þess setti hann í þessu 400 m. sundi njtt met á 200 m. á 2 mín. 26,7 sek., en eldra metið á þeirri vegarlengd var 2 mín. 29,4 sek. Þá var 50 m. bringusund, stúlkur innan 14 ára og varð Þóra Steinþórsdóttir R., fyrst á 47,2 sek. Næst var 25 metra frjáls að- ferð, drengir innan 12 ára. — Langfyrstur varð Birgir Þor- gilsson, Æ., á 16,0 sek. Síðan var 50 m. frjáls að- ferð, drengir innan 16 ára og varð Jón Baldvinsson, Æ.,fyrst ur á 33,0 sek. Að lokum var 100 m. bak- sund, karlar. Fyrstur varð Jón D. Jónsson, Æ., á 1 mín. 23,0 sek. íslandsmetið er 1 mín. 21,3 sek. sett af honum'. í fyrra. Sundmeistaramótið heldur á- framj í kvöld og verður því þá lokið. Næturlæknir Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6B, sími 2614. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegs- apóteki. Otvarpið í dag: 20.15 Erindi: Um plöntusjúk' dóma, L, Ingólfur Davíðsson magister. 20.40 Symfóníutónleikar: a. Symfónía nr. 1, c-moll, Op. 68, eftir Brahms. bb. Lög úr óperum. 22,00 Dagsskrárlok. Maður verður bráðkvaddur. Á laugardagskvöldið, þegar Dr. Alexandrine var að leggjast að bryggju hér, varð einn af farþegunum bráðkvaddur. Hét hann Jóhannes Þórðarson og var frá ísafirði. FuHtrúaráð verkalýðsfélagansia heldur fund í kvöld ki. 8,3i í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu Utvegsbanki Islands h.f. Aðalfnndnr Útvegsbanka íslands h.f. verður haldinn í Kaupþingssalnum, Pósthússtræti 2 í Reykjavík, miðvikudaginn 22. júní 1938, kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegsbank- ans síðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerð fyrir ár- ið 1937. 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdastjórnarinnar fyrir reikningsskil. 4. Kosning tveggja manna í fulltrúaráð bankans. 5. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 21 6. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins. 7. Önnur mál. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir í skrifstofu bank- ans frá 17. júní og verða að vera sóttir í slðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða ekki afhentir nema hluta- bréfin séu sýnd. Útibú bankans, enn fremur Privatbanken i Köbenhavn og Hambros Bank Ltd., London, hafa umboð til að athuga hlutabréf, sem óskað er atkvæðisréttar fyrir. og gefa skilríki um það til skrifstofu bankans. Reykjavík, 16. maí 1938. F. h. fulltrúaráðsins. Stefán Jóh. Stefánsson Lögreglunni var tilkynt þetta og náði hún þegar í lækni og var líkið'flutt í líkhús. í gær- morgun var það svo flutt í Rannsóknarstofu háskólans. Trúlofun 17. júní opinberuðu trúlof- un sína Solveig Sæmundsdóttir Lokastíg 28 og Ólafur Elíasson húsasmiður Njálsgötu 94. \ Alexander Avdejenko; Eg elska .. 59 TUTTUGASTI OG FJÓRÐI KAPlTULI. En hvað nótttin er fljót að líða. Mér finnst ég nýbúinn að loka augunum. Hvernig stendur á því. að ég er svona vel sofinn. Ef til vill eru liðnir mánuðir síðan ég sofnaði — nei, lengra. Nokkur ár — nei, það er liðin eilífð síðan ég reyndi til þess að flýja. Allir á hælinu eru fyrir löngu búnir að glema því, I þrjá sólarhringa hreyfði ég mig ekki frá koddanum, og byrgði upp fyrir höfuð. Boris færði mér mat, og spurði mig einskis, eins og af honum var að vænta. Á laugardaginn komu drengirnir hlaupandi inn í stofuna þar sem ég lá. Þeir ráku mig upp úr rúminu og báðu mig að koma út með þeim til þess að byggja snjókerlingu. Þegar Boris klæddi sig daginn eftir rétti hann mér einnig vinnufötin mín. Eftir langar fjarvistir, kom ég aftur inn á vinnustofuna og stóð við vinnubekkinn. Þegar ég gekk framhjá félögum mínum, létu þeir allir eins og ekkert væri á seiði. Það. var sem ég hefði aldrei gert neina tilraun til þess að strjúka. Allan daginn var ég að þurka ryk af rennbekk- num, þvo hann upp úr benzíni og laglæra hann á allan hátt. En ég leit ekki upp á neinn og var mjög órótt innanbrjósts. Ég yfirgaf ekki rennibekkinn fyr en í myrkri. Þegar ég kem inn í herbergi mitt, kasta ég mér niður í rúmið í öllum fötum og er sofnaður áður en mig varir. Ég sofna í þeirri von, að á morgun væri ég veikur, eða hefi fengið 'lömun í fætur eða handleggi- Eina nóttina, þótti mér sem Antoritsj sæti á rúmstokknum hjá mér og allir drengirnir skipa sér umhverfis hann. Hann lýtur höfði í áttina til mín og sagði: — Honum fellurn þetta þungt En hann venst þvi með tímanum. Drengir, hjálpið Sanjka til þess að verða að manni. í gær var laugardagur, og ég lagðist ánægður til hvíldar, yfir því að á morgun mundi vera sunnudagur, þá máttum við sofa og sofa eins lengi og okkur langaði til. Ég var búinn steingleyma því að Antonitsj hafði sagt okkur að nú skildum við fara út á skíðum og ferðast um nágrennið. ** Antonitsj skellti báðum höndum utan um höfuð mitt og hristi það, Ég er búinn að setja á mig skóna og heljarmikla loðhúfu, og mér fynnst ég vera á kafi í leðju upp fyrir höfuð. Ég get nkki hreyft tunguna. augnalokin, né hendur eða fætur. Við komum saman við girðingu sem er skammt f burtu. Vindurinn þýtur framhjá okkur, og okkur vöknar um augu undan átaki hans. En það er sem einhver hluti minnar gömlu dlrfsku og gamla snarræðis komi aftur, þegar ég sé mannraunirnar framundan. Antonitsj beitir fyrir sér skíðastafnum og rennir sér af stað út f kafaldsbylinn. Um leið og hann fer af stað, kallar hann til mín: — Halló, Sanj, hertu þig nú og reyndu að ná í strákinn. Það var Boris, sem hann átti við með þessum orðum, en hann var kominn dálítið á undan okk- ur. Það var Boris, sem kenndi mér á skiðum. Eg þýt af stað og kemst brátt fram úr lærímeistaran- um. Ég er fljótástur af öllum í hópnum. Antonitsj er að vísu kominn nokkuð á undan, en þegar ég er búinn að ná öllum hópnum nema honum, herði ég mig ekki lengur, en fer mér rólega að öllu og læt upp vettlingana. Áður en ég er búinn að láta þá a mig, heyri ég hlátur Antonitsj úti við skóg- arjaðarinn, Ég þýt á eftir honum, en í sama bili skellur yfir él, svo að ég tapa honum úr sýn. Ég heyri aðeins til hans en get ekki áttað mig á því, hvaðan hljóðiö kemur. En litlu síðar styttir upp aftur og ég sé hilla undir Antonitsj á hárri brekkubrún. Sólin ryðst fram úr skýjunum og ég þýt til hans. Þegar ég næ honum þurka ég svitann af enninu. Antonitsj geng- ur til mín og bendir með annari hendinni á sól- ina. Hann horfir í augu mín eins og hann viljl skoða þau til botns. — Dásamlegt, Sanj, eða finnst þér það ekki? — Jú, Antonitsj. — Félagi, lífið er fagurt og við verðum að b.nlfða því í heiðri. / Antonitsj horfir lengi út yfir skóginnyog horfir á hann glampa í skínandi sólskininuu. Svo heldur hann af stað og rennir sér einý og fugl fljúgi niður brekkuna. Ég fer þegar af stað á eftir hon-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.