Þjóðviljinn - 25.06.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1938, Blaðsíða 4
Sfs f\íý/ðJi'ib sjs I vlðjnm ðsta og ðrlagg (La Bonheur) Frönsk stórmynd.. Aðal- hlutverkin leika: Charles Boyer og Gaby Mortay. Með þessari áhrifamiklu mynd hafa Frakkar enn á ný s)mt yfirburði sína á sviði kvikmyndalistarinnar. Ofboíglnn! Næturlæknir Ölafur Porsteinsson, Mánag. 4, sími 2255. Næturvörður er í Ingólfs og Laugavegs apóteki. Otvarpið í dag. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Létt kór- lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Upplestur: Saga (frú Ragnheiður Jónsdóttir). 20..40 Strokkvartett utvarpsins leikur. 21.05 Hljómplötur: Lög úr óper um eftir Wagner. 21.30 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Skipafréttir. Gullfoss er í Kaupmanna- höfn, Goðafoss er væntanlegur hingað í kvöld, Brúarfoss er í Reykjavík, Dettifoss kom til þlÚÐVIUIMM Grimsby í gær, Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar, Sel- foss er á leið til útlanda frá Vestmannaeyjum. Gamla Bíó sýndi undanfarið kvikmynd- ina „María Stuart“, með hinum heimsfrægu leikurum Katharine Hepburn og Frederic March. Er hér á ferðinni eitt af beztu listaverkum kvikmyndalistarinn- ar, enda er. efni þetta, líf skozku drottningarinnar Maríu Stuart, löngum eitthvert hugð- næmasta efni skáldanna. Há- marki sínu nær myndin er þær mætast andstæðurnar og frænk urnar, Elísabet Englandsdrottn- ing og María Stuart. Þau fáu orð, er þær mæla hvor til ann- arar bregða skæru ljósi yfir hið ólíka skapferli þessara tveggja kvenna — önnur var fyrst og fremst þjóðhöfðinginn, hin fyrst og fremst ’kona — og hvernig það áskapaði örlög þerra, gæfu og ógæfu. Von- andi sýnir Gamla Bíó þessa á- gætu mynd aftur um helgina. Slðastl DANSLEIKUB vorsins í Iðnó í kvöld kl. 10,30. Aðgöngumiðar á kr. 2,00 í Iðnó frá kl. 6 síðd. Hljómsveit: BLUE BOYS Sími Gömlu og nýju dansarnir. 3191 Atvlnna Ungur maður, sem hefir verslunarþekk- ingu og hefir unnið við verslunarst^rf, getur fengið atvinnu nú þegar. Umsækjendur snúi sér, fyrir 10. júlí n. k., til skrifstofu „Ið}u“ (Al|>ýðuhúsinu) a Gamlöl3ib jl Fyrirmyndar- stúlka Afar skemtileg talmynd, eftir skáidsögu Samuel Hopkins Adams. Aðalhlutverkin leika: Joan Crawford Robert Taylor Lionet Barrymore Franchot Tone rTn~nrprrTM: i .i M b. Skaftfellingnr hleður í dag til Skaftáróss. Flutningi óskast skilað fyrir ,hádegi í dag. Vörur til Víkur einnig teknar ef rúm Ieyfir. mánudaga og þriðjudaga frá kl. 8-9 e.h. eða Bjorns Grímssonar framkvæmdasfj. Akureyri. Vinnumiðlunarskrifstofan óskar þess getið, að gefnu til- efni, að Danif hafa haft jafnan rétt til atvinnubótavinnu og aðrir atvinnuleysingjar. Árið sem leið fengu t. d. um 20 Dan- ir atvinnubótavinnu í Reykja- vík. Ríkisskip. Esja fór frá Reykjavík kl. 8 í gærkvöldi áleiðis til Vest- mannaeyja og Glasgow. Súðin var á Patreksfirði kl. 3,30 ííigær. U. M. F. Velvakandi fer gönguför að Klerfarvatni (Og í Krísuvík’ á morgun.. Upp- lýsingar hja ferðanefnd fé- lagsins. Spánarsðfnnaiii Framh. 2. síðu. lega fyrir miklu tjóni af loft- árásum. Undirtektir frændþjóðanna á Norðurlöhdum sýna, að þar er meiri skilningur á þýðingu þeirrar baráttu, sem nú er háð á Spáni, en hér heima á Is- landi. FriðarféTagið hefir fyrir nokkru hafíð fjársöfnun til lýs- iskaupa handa spönskum börn- um. Allir, þeir, sem eitthvað geta af mörkum látið, ættu að styrkja þessa söfnun. Framköllun og kopiering hjá K R O N, glervörudeildinni í Bankastræti. Brúarfoss fer á mánudagskvöld 27. júní, um Vestmannaeyjar til Gríms- by og Kaupmannahafnar. Alexander Avdejenko; Eg elska .. 64 færi frami í eldhús, næði þar í hníf og dræpi Anton- itsj.. Eigum við að bíða þess, að svona geti farið fyrir sérhverjum okakr? Boris hélt áfram ræðu sinni og talaði af miklum móði, eins og hann væri þess albúinn að ráðast á allan hópinn. — Eigum við að bíða, uns röðin kemur að okkur? Allir þögðu um hríð. Ég stóð nálega undir lambanum, svo að birtan frá honum féll um mig mjög greinilega, og mér fannst eins og ég stæði úti í steypirigningu. Mig langaði mest til pess að þjóta út og hlaupa eitthvað langt í hurtu. Sá fyrsti sem rauf þögnina var Petkja. Hann ruddist inn til Boris, en datt ofan af pallinum þegar hann ætlaði að hlaupa upp til hans. í fundarsalnum hafði verið komið upp einskonar ræðupalli. Varð af þessu hinn mesti hlátur, en Petkja veitti því enga eftirtekt og var hinn hratt- asti er hann kom uþp á pallinn. Hann byrjaði þegar að tala. en fáir veittu því eftirtekt,,. sem hann sagði eða hlustuðu á hann. Alvara fundarins var komin út í veður og vind. — Eg ætla að segja ykkur, byrjaði Petjka — Sanj er nýkominn hingað. Hann vill setia sig á háan hest við okkur hina og skipa hér forsæti í öllum greinum. Það er Sanj, sem gerir okkur líf- ið óbærilegt. Þegar hann réðst á mig öskraði hann upp af heift og sagöi, að sér yrði ekki mikið fyrir því að drepa hvert einasta mannsbarn á heim- ilinu- Það þótti mér verst, að Boris skyldi ekki lofa< mér að taka til mínna ráða. Eg hefði gengið að snáðanum og lofað honum að finna til handanna á mér. Mér hefði ekki orðið nein skotaskuld úr því að slita tunguna út úr slíkum rógbera. Þegar Petjka hafði lokið ræðu sinni ætlaði hann að ganga niður af pallinum og í hóp félaga sínna, En þeir tóku honum svo fálega, að hann þorði ekki ann- að en að hörfa upp á pallinn aftur. B'ezti renni- smiðurinn á hælinu, hann Koljka, stóð upp og talaði af miklum þunga: — Hvað á þessi fundur að þýða? Þekkið þið ekki hann Petjka? Hann hefir á allri sinni pestar- æfi í raun og veru aldrei gert sig sekan um neitt. í skjóli þess vill hann koma Sanj í klípuna, af því aö hann hefir ef til vill í ýmsum atriðum vafa- samari fortíð. En Petjka gengur öfundin ein til fjandskapar við Sanj. Sanj hefir verið hér aðeins í þrjá mánuði og hann er þegar orðinn ágætur rennismiður, Petjka hefir aftur á móti verið hér í tólf mánuði og það væri synd að segja, ef sagt væri, að hann hefði tekið eins miklum framförum og Sanj, Munurinn er sá einn, að ég hefði síður viljað ráðast á hann einmana úti í geymslu. Eg hefðí lofað honum að finna til hapdanna á mér svo að allir sæju, Pasja eldsveinn hljóp upp á ræðupallinn og sagði með háðslegum hlátri: — Hjá okkur í eldhúsinu er reynslan sú, að fresskötturinn er miklu heiðarlegri en Petjka. Sé kettinum ekki gefið, þá étnr hann heldur ekkert. En ég hefl tvisvar sinnum rekist á Petjka í eldi húsinu, þar sem hann var að kýla vömbina á stolnum hrísgrjónagraut. Andúðin gekk eins og stormbylgja uin salinn, ekki gegn mér, heldur gegn Petjka. Það var engu líkara en réttarhöld væru byrjuð gegn honum, En Boris vildi ógjarna láta slá sig út af laginu. — Ðrengir, Sanjka hefir ekki haft rétt fyrir sér hyað sem þessu líður. Við erum hér til þess að leggja niður ýmsan óvanda frá flækingsárunum. Við verðum að taka hart a framferði eins og Sanj- ka hefir gert sig sekan um. Aftan úr salnum heyrðist hlístur og ólæti. Með- limir ráðsins sáu þann kost vænstan að fara nið- ur af ræðupallinum og hasta á hávaðseggina. Við Boris urðum einir eftir uppi á ræðupallinum. Bor- is var augsýnilega dálítið hikandi. Svo reyndi hann að finna leið út úr klipuuni. — Drengir, við skulum greíða atkvæði um mál- ið. Hverjir greiða atkvæði með því að Sanjka sé refsað — — —? Enginn. Hverjir vilja greiða at- kvæði með því, að við fyrirgefum honum að þessu sinni, en refsum honum ef þetta endurtekur sig? Allir réttu upp hendurnar. Svo sleit Boris fundi og slökkti ljósið á ræðupallinum. Um nóttina kom Boris til mín í rúmið og spurði mjög vingjarnlega:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.