Þjóðviljinn - 28.06.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.06.1938, Blaðsíða 1
3. ARGANGUR l»|6llveriahelmsdknlnj þRIÐJUD. 28. JONl 1938. ber rm-^rmm^ 146. TÖLUBLAÐ Knaltspyrnnráðið enga ábyrgð á aiglðpnm Gísla SlgnrbjBrnssonar* Fyrsli kappleiknrinns Þjóðverfsir nnnu íslenska nrvaisliðið með 2:1 Tilraunir Gísla Sigurbjörnssonar og kumpána hans í mót- tökunefnd þjóðverjanna til að setja pólitískan áróðursblæ á heímsóknina, hefir mælzt mjög illa fyrir meðal íþróttamanna •og annarra íþróttavina í bænum. þjóðviljinn átti í igær tal við formann Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, hr. Lárus Sigurbjörnsson og hr. Guðjón Einars- son, knattspyrnudómara. Töldu þeir báðir óheppilegt, að geng ið hefði verið á snið við ákveðið pólitískt blað með fregnir og aðgang að kappleikjunum, og hefði það ekki verið gert að tilhlutun knattspyrnuráðsins. páttur Gísla Sigurbjörnssonair í þessu máli, er orðinn svo ó- skemmtilegur, að sjálfsagt er að hann verði tafarlaust látinn víkja úr móttökunefndinni. Að öðrum kosti er hætt við að kappleikirnir og pjóðverjarnir verði látnir gjalda glópsku hans. Kappleikurinn i gærkvöldi Knattspyrnuveður var ekki gott, allhvöss norðanátt og frek ar kalt. Þjóðverjar kusu að leika með vindi. Barst leikur- inn til og frá milli marka og bar ekkiá sérstakri leikni hjá aðil um. En brátt tóku Þjóðverjar að sækja og léku mjög fallega. Var mark íslendinga oft í Jhættu en Hermann bjargaði snilldar- vel. íslendingar gerðu mörg upphlaup, en þau strönduðu öll. Er 20 mín. voru af leik fékk Linken, hægri innframherji Þjóðverja knöttinn fyrir marki íslendinga og skaut óverjandi skoti, 1 :0. Leikur Þjóðverja var nú mjög fallegur, léku ákaflega vel saman. Hermann fékk mörg hættuleg skot, en varði með afbrigðum vel. Björgvin Schram var alstaðar og mátti telja hann bezta manninn á vellinum. Sig- urður Halldórsson var einnig á- gætur. Samleikur íslendinga ' var mjög í molum, en gerðu þó nokkur góð upphlaup. Björgvin Bjarnason miðframherji virtist mjög illa fyrir kallaður og kom hann varla við knöttinn. í seinni hálfleik batnaði leik- ur tslendinga nokkuð, en tókst samt sjaldan að eyðileg-gja hinn hárfína samleik Þjóðverjanna. Er 12 mín. voru af Ieik skoruðu Þjóðverjar mark, 2 :0. Qekk nú á ýmsu og lá heldur á íslend- ingum, en þeir vörðust vask- lega. Björgvin var sem áður allsstaðar og gaf Sigurður hon- um nú lítið eftir. Samleikur ís- lendinga var enn í molum. Hafði vindstaðan nú breytzt íslendingum í óhag. Er, 10 mín voru eftir af leik tóku Is- lendingar að sækja og tókst þeim nú að ná góðum samleik. Björgvin 'Schram tók sér nú stöðu sem miðframherji í stað Björgvins Bjarnasonar. Er 4 mín. voru eftir af leik gerðu íslendingar ,snarpt og fallegt upphlaup og skoraði Högni prýðilegt mark, 2:1. Kom nú fjör mikið í leikinn og virtust íslendingar ætla að jafna, en leikurinn var nú á enda. Menn höfðu búizt við mikl- um yfirburðum Þjóðverja, og er það mjög ánægjulegt, að ís- lendingar stóðu sig svona vel. Þegar þess er gætt, að knatt- spyrnumenn okkar stunda þessa íþrótt aðeins í frístundum sín- um, en þéssi flokkur Þjóðverja mun stunda íþróttina nær ein- göngu, eru þessi úrslit mjög mikil meðmæli með íslenzkum knattspyrnumönnum. Lið íslendinga var ekki nógu vel samæft. Má þakka dugnaði einstakra leikmanna þennan ffóða áranjgur. Fyrst og fremst má nefna Hermann, Björgvin °g Sigurð, og ,var ánægjulegt að sjá Björgvin bera af þýzk- um úrvalsmönnum. Næsti kappleikur verður á miðvikudag, þá keppa Þjóðverj arnir við Islandsmeistarana, Val. Iþröttaför Ak- ureyrioga til Vestm.eyia. Sunnudaginn 26. júní kbm hingað til bæjarins 23. manna sund- og knattspyrnuflokkur frá íþróttafélaginu „Þór" og sund- félaginu „Gretti" á Akureyri. Eru þeir á leið til Vestmanna- eyja til að keppa þar í sundi og knattspyrnu. í sundflokknum eru 12 menn frá báðum félög- unum. Síðastl. sumar kom sund- flokkur frá Vestmannaeyjum til Akureyrar og keppti jiar en fór, halloka. Sumarið 1935 keppti knattspyrnuflokkur frá Eyjum á Akureyri og sigraði. íþróttafélagið „Þór" er stofn- að 6. júní 1915. og því elsta og stærsta starfandi íþróttafélag á Akureyri Eins og nærri má geta hefir oltið á ýmsu með félagið á svo mörgum árum. Síðastlið- ið, haust sigraði það í öllum knattspyrnukappleikjum á At-- ureyri og allt virðist benda til að það eigi góða og athafnaríka framtíð fyrir höndum. Núverandi formaður félags- ins er Kári Sigurjónsson prent- ari. Hefir hann vakið athygli á sér sem mjög góður bringu- sundsmaður. Sundfélagið „Grettir" er stofnað síðastliðið ár og nýtur mikilla vinsælda á Akureyri eins og „Þór". Fararstjóri ferðarinnar til „Eyja" er Tryggvi I>orsteins- son. Víggirðingar stjórnarhersins á Castellon-vígstöðvunum. MussoSin lýsir því yfiraðhannteSjiMa orca ítalskt land. Enn nýjar loftárásir á bresk skip. LONDON í GÆRKV. F. U. það Ieikur ennþá nokkur vafi á því, hvað spánska stjðrnin ætlaðist raunverulega fyrirbeg>. ar hún hdtaði mótaðgerðum. Hvört hún átti við að árásir skildu gerðar á ítalskar borgir eða hvort að loftárásir yrðu gerðar á Majorca. pýzk og ít- ölsk blöð, sem í þessu máfó endurspegla vilja hlutaðeigandi ríkisstjórna, segja að Ioftárásir af hálfu stjórnarinnar á Major ca, mundu verða skoðaðar sem hernaður á hendur ítalíu, þar sem eyjan er að miklu Ieyti und ir ítölskum yfirráðum og aðal- stöð ítalskra flugvéla, sem berj- ast með uppreisnarmönnum. — Hvað sem spanska stjórnin hef- ir haft í hyggju, þá hefir hún engar sérstakar ráðstafanir gert ^pg! í London og" París eru menn að vona, að það 'takist að miðla málum. Enn var skotið á tvö brezk .skip í spönskum höfnum; í dag. Annað varð fyrir sprengjuárás á höfninni í Valencia. Rúmensk ur maður af skipshöfninni var drepinn og það er talið að all- margir hafi særzt. í skipinu kviknaði og yar það dregið log- andi út á sjó, er tí^ið að það muni vera með öllu eyðilagt. Á hitt brezka skipið var ráðizt á höfninni í Ajlicante. Þrír af skipshöfninni — allir brezkir — voru drepnir, en nokkrir aðr- ir særðir. Skipið var að flytja matvæli og var trúnaðarmaður frá ¦ hlutleysfsnefndinni á skip- inu. { Lofforflstir i Efoa LONDON í GÆRKV. F. U. Kínverjar telja sig hafa skot- ið niður 5 japanskar flugvélar í Iqftorustu yfir Jangtse. Japan ir hinsvegar telja sig hafa skot ið niður 35 kínverskar flugvélar en játa að hafa misst 3. Þá telja Kínverjar sig ennfremur hafa gert sprengjuárásir á tvö jap- önsk herskip á Jangtse-fljóti og fcveikt í þeim. Ennfremur eyði- lagt fyrir Japönum 4 flugvél- 'ar, sem vor!u í lendingarstað. Þá segir loks íleinni fregn frá Tokio, að Japanir hafi brotizt þvert yfir flóðasvæðið í grenná við Gulafljót og hafi sigrast á kínverskum hersveitum í sókn aleiðis tíl Qh'mgcliow. líin trdarbrðnðio!! LONDON í GÆRKV. F. U. Áhangendur hinnar nýju nor- rænu trúar í Þýzkalandi söfnuð ust saman í gærkvöldi á fjall- inu Hessjleberg, sem Hitler lýsti yfir fyrir nokkrum árum, að vera skyldi heilagt fjall. Á fjall- inu hafa verið kynt stórbái, og ávarpaði Julius Streicher mann- fjöídann. Hann sagði m. a.: „Eftir að hafa horft inn í penn- an he«(laga eld og varpað synd- um vorum á bálið, göngum vér niður af f jallinu með hreinar sál ir. Vér þurfum ekki að játa syndir vorar fyrir prestum. Vér erum vorir eigin prestar, og vér crum nær Quði eftir að hafa kiifið þetta heilaga fjati"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.