Þjóðviljinn - 30.06.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.06.1938, Blaðsíða 2
Fimmtudaginn 30. júní 1938 PJOÐVILJINN I Ameríku er nú verið að undir- búa nýja Tarzan kvikmynd, sem á að heita „Tarzan og græna gyðjan'“. ** Við hátíðahöldin í Danmörku i tilefni af því að hundrað og fimt íu ár voru liðin frá pví að átthaga- fjötrarnir voru leystir, flutti Friðrik krónprins ræðu þar sem hann sagði meðal annars, að það væri ósk sín að honum sem krónprinsi auðnaðist að gera jafnmikið fyrir danska bændur og krónprinsinn danski gerði um pær mundir, sem átt- hagafjötrarnir voru leystir. Ýmsum Dönum pótti petta vel mælt ai prinsinum og minntust pess að hlut- verk hins inarglofaða krónprins vai svo mikið af peim ástæðum einuin að faðir hans var mestan hluta æf- innar brjálaður vesalingur. ** 1 tilefni af pessu komst eitt dönsku blaðanna svo að orði, um áhuga krónprinsins i bændamálum: „Hvað krónprinsinn snertir er pað tákn- rænt fyrir pað hlutverk, sem hann vildi eiga í hátíðahöldunum, að hann lét ekki sjá sig við hátíða-- höldin í ráðhúsinu eða við stytt- una. Það var ekki fyr en búið var að bera á borð í National-Scala, sem hann lét sjá sig og taiaði nokk- ur þýðingarlaus orð. ** Það er orðinn nokkur tími síðan hingað hefir kornið kvikmynd, sem Harold Lloyd hefir leikið. Nú hefir hann tilkynnt, að hann ætli að leika í nýrri kvikmynd sem á að heita „Gætið yðar, prófessor1". Býst Lloyd við að myndin verði tilbúin í haust. Svissneskt lilað skýrir frá pví ný- lega að pýzkur bóksali einn liafi sett út í glugga lijá sér ýmsar lielgi- myndir, sem einkum voru ætlaðar til isplu handa fermingarbörnum. hafði bóksalinn verið vanur pessu frá fornu fari. Einn morguninn tek- ur liann eftir pví, að fyrir glugg- ann hafði verið limt bréf og letrað á það: „Trúið pið ennþá á pessi svik". Bóksalinn sneri sér þegar til lögreglunnar og bað hana að taka áletrun þessa af giugganum, en hún l sinnti pví engu. Þá tók bóksalinn pað ráð, að i hann fékk sér myndir af Hitlei, : Göbbels og Göring og öðrum naz- 1 istasprautum og nokkur eintök af j „Mein Kampf'" og setti út í glugg- ann í stað helgimyndanna, en lét áletrunina standa. Dreif nú að múg- ur og margmenni til pess að virða fyrir sér gluggasýningu pessa og j ekki er annars getið en að lögrejgl- ( an hafi nú reynzt bóksalanum hjálp- j leg að ná burtu áletruninni. j Fiokksíélaoar og aðrir Iesendur! Skiptið við þá, sem aug- ; lýsa í þjóðviijanum, og lát- . ið blaðsins getið! Alþýðnblaðið reynir að gera Signrð Qnðnanndss. að pislarvettl. Framhald af 1. síðu. hontim þýðir ekkert að reyna að ganga frá nafni sínu þar En slíkar falsbréfaskriftir voru út af fyrir sig ærin ástæða til að víkja hverjum trúnaðarmanni sem var úr trúnaðarstöðu sinni. í fjórða lagi hafi bigurður falsað kjörskrá félagsins fyrir þetta ár, með því að setja þar inn menn, sem vegna skulda voru ekki íullgildir félagsmenn. 8kiptu menn þessit lokkrum tugum. Þarf vitanlega ekki um það að spyrja, af hvaða sauða- húsi þeir menn eru, sem hafa notið slíkra ívilnana á kostn- að félagsins. Á sama hátt hafi Sigurðut' án nokkurra heimilda látið tugi félagsmanna greiða lægri ársgjöld, en aðalfundur hefir ákveðið í hveit sinn. Höfuðsök Dagsbrúmrstjórnar innar telur Alþýðublaðið þó vera, að Sigurður Guðmunds son skuli vera vændur um van- rækslu í stárfi sínu, þ. e. ínn- heimtu félagsgjaldanna. Ensam kvæmt reikningum Dí gsbrúnar síðastliðið ár hafði Sigurður innheimt alls í apríllok kr. 4736,52, en á sama tíma í ár, eða þegar Sigurður lét af störf- um, hafði hann aðeins innheimt kr. 1853,08, eða kr. 2883,44 minna en á sama tíma í fyrra. þessi innheimta Sigurðar hrökk aðeins liðlega fyrir kaupi hans þessa fjóra mánuði, sem var kr. 1500,00. Sést bezt af þessu að Sigurður hefir varla gert annað fyrir Dagsbrún en að inn heimta svo að hann gæti borg að sjálfum sér út. Um hitt hirti hann ekkert, þó að tekjur fé- lagsins rýrnuðu um nær þrjú þúsund krónur, miðað við sama tíma fyrra ár. Alþýðublaðið varast að minn- ast á þessar staðreyndir, þessi trúnaðarbrot og vanrækslu í starfi Sigurðar. „Skjaldborgar- menn“ hafa engin rök fram að færa gegn þessari ákvörðun Dagsbrúnarstjórnarinnar, og grípa því til þess að hafa hátí og láta glymja í tómum asna- kjálkunum. Einu vopn þeirra eru blekkingar og aukvisalegt hug- arvíl. Ef Alþ)'ðublaðið óskar eftir nánari skilgreiningu á orsökum þess, að Sigurði Guðniundssyní v<ir sagt upp starfi sínu, er hægt að leggja fram nokkra tugi dærna til skýringar því, sem þegar hefir verið sagt. Joe Lonís æfir sig. Enn er mönnum í fersku minni kappleikurinn milli Joe Lu- is og Max Scluneling um heimsmeistaratignina í lmefaleikjum þyngsta flokki. Fóru leikar svo, að Joe Louis s’graði Schmeling- í 3 lotum og hélt þannig heimsmeistaratitlinurr með mesta sóma. Á myndinni sést Joe Louis vera að æfa sig undir kapp- leikinn við Schmeling. Pjálf-arinn er cmnig frægur tinefa- leikari: Armstrong, heimsmeist-ari í „fiðurvigt“. Bæjarstjórnakosiiiisgarii' ar í Tékkóslóvakin vorn « signr iyrir lýðræðisöflin KommúBistaflokkariiiB og fiokk- nr Benesrikisforsetaunna mest á Undanfarna mánuði hefirbar- áttan um sjálfstæði Tékkóslóva- kíu vakið athygli manna um allan heim. I’ýski fasisminn hef- ur ekki farið dult með þá fyr- irætlun sína að ráðast á Tékkó- slóvakíu, eins fljótt og færi gæf- ist. Með stöðugri undarilátssemi lýðræðisstjórnanna í Vestur-Ev- rópu í Spánarmálunum og gagn vart sjáltstæði Austurríkis þótt- ist þýski fasisminn hafa fengið þá staðfestingu á valdi sínu, að hann væri fær í áframhaldanþi stórræði. En' í jnálum Tékkósló vakíu rak Hitler sig á mót- spyrnu, sem nægði til að af- stýra árás þýzka hersins: Varn- arvilja þjóðarinnar sjálfrar og öflug bandaríki, Sovétríkin og Frakkland, sem vitað var að hefðu staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Tékkóslóvakíu e\ á landið hefði verið ráðist. Undir slíkum kringumstæðum verða atriði, sem annars hafa ekki stórpólitíska þýðingu, að hörðum átökum milli hinna ráðandi afla. Þannig urðu bæja- og sveitastjórnakosningaiTU r er fóru fram í Tékkóslóvakíu 22. og 29. maí og 12 júní að at- burði, er allur heimurinn fylgd- ist með. Af þeim fregnum, er borist hafa, er hægt að fá heildar- mynd af kosningaúrslitunum. Allstaðar í tékknesku héruð- unum hefir straumurinn legið til vinstri, tékknesku lýðræðisflokk arnir og verklýðsflokkarnir vinna stórum á. Einkum var á- berandi vinningur Benes-flokks- ins og Kommúnistaflokksins í höfuðborginni, Prag, en þessir flokkar bættu einnig mestu við sig úti um tékknesku héruðin. T ékkneski Kommúnistaflokk- urinn vann allstaðar á. Fylgi hans fór Iangt fram úr því, sem hann átti við síðustu bæjar- stjörnarkosningar, en flokkurinn hafði einnig bætt við sig fjölda atkvæða frá þingkosningunum 1935. í fimmtíu stærstu iðnaðarbæjunum í Tékkóslóva- kíu, er kosið var í 12. júní, fékk Kommúnistaflokkurinn árið 1935 rúm 30 þúsund atkvæði, en fékk 5iú í kosningunum tæp 36 þús- und atkvæði. Flokkur Benes ríkisforseta, er nefnir sig „Tékkneska.sósíalista' vann einnig á allstaðar, og fékk einkum atkvæðaaukningu sína frá afturhaldsflokkunum. Sigur Benes-flokksims er tvímælalaust því að þakka liversu ákveðna afstöðu hann hefir tekið í land- varnarmáíunum. í sömu fimtíu bæjunum, sem áður er um get- ið, fékk Benes-ijlokkurinn 1935 a,lls rúm 36 þúsund atkvæði, en fékk nú tæp 42 þúsund. Jafnaðarmenn hafa yfirleitt haldið fylgi sínu, en töpuðu þó á nokkrum stöðum vegna þess að þeir beindu kosningabarátt- áttunni fyrst og fremst gegn Kommúnistaflokknum. 1 þeim fimmtíu bæjuin, er áður getur fengu jafnaðarmenn 1935 alls 35608 atkv., en nú í kosningun- um 35805 atkv. Yíirleitt má því segja, að verkalýðsflokkarnir og lýð- ræðisöflin hafi unnið sigur í kosningunum. I Prag og öllum helstu tékknesku borgunum fengu vinstri flokkarnir þrír á kveðinn meirihluta. Og þarna er um annað og meira að ræða, en stjórn nokkurra tékkneskra borga. Sigur \instri flokkanna á þessum þýðingarmiklu stöð- um hefir rnikla stórpólitíska þýðingu. Með því að fylkja sér um þessa flokka hefir tékkneska þjóðin sýnt, að hún er ákveðin í að láta ekki undan hótunum fasismans, en í 'þess stað fylkja sér til varnar sjálfstæði sjálf- stæði sínu. Afturhaldið í tékkn. héruðun- um beið mikinn ósigur. Tékkn. borgaraflokkarnir fengu að kenna á afsláttarpólitík sinni gagnvart ásókn fasismans, fólk- ið trúði þeim ekki lengur. Stóru tékknesku afturhaldsflokkarnir, sem í mörgurn borgum höfðu úrslitaáhrif, eru nú svo að segja allsstaðar orðnir áhrifalitlir. Eftir þessar bæjarstjórnar- kosningar, er það ljóst, að Hen- lein getur ekki reiknað með neinum bandamanni, sem nokk uð kveður að, í tékknesku hér- uðunum. Pá er að víkja að kosningun- um í Súdetahéruðunum, þarsem baráttan fyrir lýðræðinu erheit ust. Enginn vafi er á því að kosningarnar 12. júní urðu Henlein bitur vonbrigði. Hann hafði ætlað sér að sýna með kosningum þessum, að fólkið, sem í Sudetahéruðunum b)ír, skipaði sér um kröfur fasist anna. Eftir þeim fregnum, sem borist hafa úr 226 þýskum kjör- dæmum fékk Henlein-flokkur- flokkurinn þar alls 4505 fulltrúa, en Kommúnistar, þýskir jafnað- armenn og tékknesku flokkarn- ir 1525 fulltrúa, þriðjung allra fulltrúanna. Eftir þessar kosningar getur Henlein ekki stært sig af því, að hann liafi með sér „einhuga \ þjóð“. Lýðræðisöflin eiga fast Framh. á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.