Þjóðviljinn - 30.06.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.06.1938, Blaðsíða 3
P JOÐVIL JINN Fimmtudaginn 3ö. júní þióoviyiKN Málgagn íslands. Konimúnisiaflokks Ritstjóri: Kinar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrii- stofa: Laugaveg 38. Sími 218!. Kemur út alla dapa ncrna mánudaga. Áskriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. I lausasölu 10 aura einiakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Dagsbrún ræðir við ríkisstjórnina. Stjórn Dagsbrúnar fór í gær- morgun á fund ríkisstjórnar- innar og bar fram fyrir hana kröfur félagsins í atvinnuleys- ismálunum. Hafði Dagsbrúnar- stjórnin tal af öllum ráðherrun- um og tóku jreir sæit lega undir kröfur félagsins, lofuðu jtó engu og báðu um írest í nokkra daga til þess að íhnga málið. Höfuðkrafa Dagsbi’úCliir að þessu sinni var sú, að ríkis- stjórnin hlutaðist til um að komið yrði á laggirnar vinnu fyrir atvinnulausa fjölskyldti' menn og eldri menn, er ekki hafa aðstöðu til þess að sækj.a vinnu út úr bænum í sumar. Engu skal um það spáð hverjar hinar endanlegu ákvarðanir rík- isstjórnarinnar verða í þessum efnum, en hins er að vænta, að hún sýni fullan skilning á þeim vandkvæðum, sem eru á hag átvinnulausra verkamanna hér í bænum. Á undanförnum árum hefir ríkisstjórnin efnt til sum- arvinnu fyrir 30—40 þeirra manna, sem hefir verið þaðlítt kleift að sækja atvinnu úr bæn- um að sumarlagi. Að þessu sinni er þó brýnni þörf fyrir slíkar aðgerðir a'f hálfu ríkÞ stjórnarinnar, þar sem vinna er lítil í bænum, og engin vinna til, sem getur jafnast við Sogs- virkjunina undanfarin ár. Ennþá er með öllu óvíst, hvenærvinna hefst við hitaveituna og jafnvel vafi á, að hún verði nokkur í sumar. Er jrví æskilegt að ríkis- stjórnin hefjist handa um at- vinnubætur í stórum stíl, fyr- ir þá menn, sem ekkert bíður annað en atvinnuleysið. Samkvæmt skráningu Vinnu miðluriarskrifstofunnar eru þar um 300 skráðir atvinnuleysingj^ ar. Hjá Ráðningaskrifstofu Reykjavíkurbæjar eru skráðir á fimmta hundrað atvinnulausir verkamenn. Eftir líkum að dæma sem fengist liafa í ’sambandi við atvinnuleysisskráninguna munu nær fjögur hundruð verkamenn vera að staðaldri atvinnulausir og við þá tölu bætist 300—400 manna hópur, er aðeins hafa stopula ígripavinnu. Pað ættiþví ekki trð leynast fyrir ríkisstjórn- inni, að ástandið er svo alvar- legt, að ekki verður komisthjá því að bæta úr því. En raunar er það ekki ríkisstjórnin ein, sem hér á hlut að máli. Sömu kröfu verður að gera til bæjar- Alybtanlr flmta lands- 1 mm -®m inndar hvenna. Fnudnriim samdi fjölda merkra álykt- ana nm ýms aðkallandi mál. Landsfundi íslenzkra kvenna lauk seint í fyrrakvöld eða kl. 111/2 Þegar fundi var lokiðsöfn uðust fundarkonur til kaffi- drykkju í Miðbæjarbarnaskólan um. Kvöddust konur þar og voru haldnar margar ræður. Meðal þeirra sem töluðu var hinn aldurhnigni brautryðjandi kvenréttindamálanna frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Auk hennar töluðu Elísabet Eiríksdóttir, Laufey Valdimarsdóttir, Hólrn- fríður Pétursdóttir, Jónína Jón- atansdóttir, Guðrún Snorra- dóttir og ýrnsar fleiri. Jafnrétti karla og kvenna í atvinnumalum. Á fundinum á mánudaginn komu fram eftirfarandi tillögur !um atvinnumál og atvinnunám kvenna og voru þær samþykkt- ar: 5. landsfundur kvenna skorar á ríkisstjórn og Aljúngi að breyta lögum frá 1911, um að- gang kvenna til opinberra enr- bætta, á þá leið, að jafnrétti þetta nái til allra starfa, sem launuð eru af ríkisfé, jrannig, að konur fái sömu laun fyrir sömu vinnu, og sömu hækkunarmögu ieika og karlar. 5. landsþing kverina skorar á konur um allt land að vera á verði um hagsmunamál sín, vinna að því að konur fái sönni laun og karlar fyrir sömu vinnu, og að konur séu ekki útilokaðar frá neinni starfsgrein, en fái ó- lúndraðan aðgang 'að öllum störfum í framleiðslunni og op- inberu lífi. 5. landsfundur kýenna skorar á ríkisstjórn 0g bæjarstjórnir að takmarka vinnutíma stúlkna, sem vinna fyrir Iaun á heimil- um, og skorar á alla meðlimi landsfundarins að beita sér fyr- ir þessu máli á sínum eigin heimilum og þeim félögum, sem þær eru fulltrúar fyrir. Hver stúlka, sem ræður sig í vist,’sé skyldug að sýna bðk, þar sem greint er, hvar hún hefir verið; í vist og hve lengi. 5. landsfundur kvenna álítur réttlátt, að stúlkur þær, sem ráðnar eru í ársvist, eigi rétt á 7 daga daga sumarfrú. 5. landsfundur kvenna álítur nauðsynlegt að við húsmæðra- skóla þá, setu í ráði er að stofna sé kontið á stuttiun verklegum námskeiðum fyrir ungar stúlkur sem vinna við heimilisstörf. stjórnarinnar. Hún verður líka að hefja framkvæmdir í þessurtt efnum. Krafa verkamanna erað ríki og bær bæti úr þeim at- vinnuskorti, sem hér er, að minnsta kosti fram til þesstíma er vinna hefst við hitaveituna. Sumarhvild mæðra. pá lagði landsfundurinn á- herslu á að húsmæðrum yrði gert kleift að njóta hvíldar frá störfum sínum svo sem viku- tíma á ári. Eftirfarandi tillaga var samþykkt um það efni: 5. landsfund'tir kvenna telur hvíldarviku hið mesta nauð- synjamál, bæði frá heilbrigðis- legu og hagfræðilegu sjónar- miði. Brýnir fundurinn það ein- dregið fyrir kvenfélögum víðs- \egar tun landið að beita sér, af alefli fyrir þessu aðkallandi vandamáli húsmæðra og hrinda því í framkvæmd eftir því sem best hentar á hverjnm stað. Landið eitt framfærslu- hérað. Um framfærslumálin urðu nokkrar umræður og voru eftir- farandi tillögur samþykktar í þeim efnum, meðal annara: 5. landsfundur kvenna mælir nteð eftirfarandi breytingum á framfærslulögunum: 1. Landið verði eitt framfærslu- hérað. Til vara: 2. Úrskurður unt meðlags- greiðslur falli ekki úr gildi við giftingar. 3. Konur öryrkja hafi sama rétt til meðlaga og ekkjur. 4. þegar maður, sem þiggur opinbera hjálp vanrækirfram færsluskyldu stna sökum ó- reglu má ekki afhenda hon- um framfærslustyrkinn, held ur konunni. Enda þótt landsfundur kvenna hafi samþykkt nokkrar breyt- ingartillögur við' núgildandi framfærslulög, þá Iítur hann þó svo á, að fullkomnasta og eðli- legasta réttarbótin til handa mæðrum séu mæðralaun, þar sem með því móti er fyllilega viðurkennt starf húsmóðurinn- ar á heimilinu. Verðlaun fyrir dugnað í heim- ilisstjórn. 1 5. landsfundur kvenna mæl- ir tneð stofnun verðlaunasjóðs, sem veitt verði úr verðlaun handa barnakonum, sem s}'nt hafa sérstaka alúð og dugnað við heimiíisstjórn og barnaupp- eldi. Hjúkrun og heilsuvernd Um bætta heilsuvernd í sveit- um og kauptúnum var eftirfar- andi tillaga samþykkt: 5. landsfundur kvenna telur hjúkrun og heilsuvernd í sveit- utn og kauptúnum ntjög ábóta- vant, söktitn vöntunar á hjúkr- unarkonum. I náinni framtíð er Ittið útlit fyrir að breyting verði á þessttm málum, og á meðan svo stendur álítur fundurinn hið heppilegasta, að reynt ver-ði að fá hjálparstúlkur á þessa staði sem , ef til vill hefðu dvalið nokkra mánuði á spítölum, en síðan verði ráðnar 2 eða fleir’t hjúkrunarkonur í hverri sýsltt eftir fólksfjölda og staðháttum, og ferðist þær um og kenni og leiðbeini í spítalahjúkrun, skóla eftirliti og yfirleitt öllum þeim málttm, sem að heilsuvernd lúta. Þessar hjúkrunarkonur starfi undir stjórn héraðslækna,, og laun þeirra verði greidd að hálfu úr sýslusjóði og að hálfu úr ríkissjóði. Barátta gegp. áfengis- nautn og tóbaki. í áfengismálunum voru sam- þykktar 3 tillögur og birtast 2 þeirra hér. 5. landsfundur kvenna viíl vekja athygli allra htigs- andi manna á því geigvæn- lega böli og hættu, sem vofir vfir íslenzku þjóðinni í efna- legu, siðferðilegu og heilbrigð- islegu tilliti, verði haldið á- fram á þeirri háskaleg-u braut áfengis- og tóbaksneyzlu, sem nú virðist heltaka svo mjög þjóð vora, og eru dæmin degin- um ljósari. Skorar fundurinn eiu dregið á Alþingi og ríkisstjórn að láta þetta alvörumál þjóð- arinnar til sín taka, með ráð- stöfunum gegn þeint þjóð- arvbða og þjóðarsmán, sem hér er yfirvofandi, verði ekkert að- hafst. Einnig telur fundurinn brýna þörf á sjúkfahæli fyrir áfengissjúklinga og að rækileg löggjöf verði samin um með- ferð og ráðstöfunarrétt á þeim mönnum, sem svifta sjálfa sig viti, heilsu og fjármunum með áfengisnautn. 5. landsfundur kvenna skorar á ríkisstjórnina að verða við beiðni Siglfirðinga og loka út- sölu áfengisverzlunarinnar á Siglufirði um síldveiðitímann. FlokbsskriFstofan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilyíslega. Bæjarstjórna- kosningarnar I Téfefeóslðvafeín. Framh. 2. síðu. og öruggt fylgi víða í Sudeta- héruðunum. Af vinstri flokkun- urn hefir Kommúnistaflokkurinn náð beztum árangri, einmitt vegna þess, að alþýðan treystir kommúnistum öðrum betur til baráttunnar gegn fasismanum. Þrátt fyrir þá óskaplegu kosn- ingakúgun og ofsóknir gegn flokknum, sem fasistar í Súdeta- héruðunum beittu, kom Komm- únistaflokkurinn út úr kosning- unum með svo til óskert at- kvæðamagn sitt frá þingkosn- ingunum 1935. I 145 þýiskum kjördæmum fékk Kommúnista- flokkurinn nú 22882 atkv.,(19J35 27927 atkv.). í 50 þýskum kjör- dæmum hafa kommúnistar unn- ið á. Þýsku jafnaðarmennirnir hafa orðið miklu verr úti. í sömu kjördæmum fengu þeir nú 12. júní 27335 atkv., (1935: 42464 atkv.). En sameinaðir eru flokkar kommúnista og jafnað armanna sterkur veggur gegn ásókn fasismans, í Teplitz hafa þeir samanlagt 250,o atkvæð- anna, í Warnsdorf 22°o, í Schat- zlar 44 o/o. Sérstaka athygli vökíu kosn- ingarnar í Slóvakíu. Foringi slóvakiskra þjóðérnissinna, Hliuka, lýsti því yfir í kosn- ingabaráttunni, að hann rriundi berjast ásamt Henleinflokknum fyrir framkvæmd á kröfum fas- istanna. Flokkur hans vann að vísti nokkuð á í bæjunum, en tapaði út um landið, einmittþar sem Hlinka hefir átt mestu fylgi að fagna. Kommúnistafl. tapaði talsverðu fylgi í Slóvakíu en þó langt frá á við það sem hann vann í tékknesku héruð- unum. Sem heild gengur Konnmir istaflokkur Tékkóslóvakíu marg falt sterkari frá kosningunum, en til þeirra. Lýðræðisöflin ganga rnarg- falt sterkari frá kosningun- um. Tékkneska þjóðin hefir auglýst það öllum heimi, að hún ætlar sér að standa saman um málstað friðar og sjálfstæðis. Henlein tókst ekki sú fyrirætl- un að fylkja öllum Súdetabúuni um íasismann. Áætlanir Jrýsku og tékknesku fasistanna hafa mishepnast. Málstaður lýðveldis- ins, lýðræðis og friðar, stendur stvrkari fótum en áður. Tilkynnlng til áskrifenda nti á landi. Giolddagi blaðsins er I. júlí og greiðist þá argialdið í cinu lagi. Gialdfrestur efh'r þennan auglýsta gjalddaga er að- eins einn mánuður, þannig að til þeirra. sem ekki hata greitt blaðið 1. ágúst verða stöövaðar scndingar Afgreiðslar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.