Þjóðviljinn - 02.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.07.1938, Blaðsíða 2
fJÖÐVILJINN Laugardaginn 2. júlí 1938. FSr snnnlenskra bænda tll Norðnrlands. Viötal vlð Þorsteln Þ. Víglundsson skölastjora 1 Vestmannaeyjum. Á aðalfundi Búnaðarsam- bands Suðurlands í fyrra, var ákveðið, að bændur og bænda fólk af sambandssvæðinu efndi til kynnisfarar á þessu -ári til Norðurlands til þess að efla samhug milli sunnlenskra og norðlenskra bænda og til þess að kynnast búnaðarástandi og búnaðarframförum í þeim landshlutum, sem farið var wn. í för þessari tóku þátt um 140 manns, af sambandssvæðinu, er nær yfir Árnes- og Rangárvalh- sýslur, Vestmannaeyjar og Vestur-Skaftafellssýslu og lögðu þeir af stað þann 15. fyrra mán- aðar. Einn þeirra manna, sem var 'með í förinni, Þorsteinn Þ. Víg- lundsson skólastjóri í Vestm.- eyjum hefir skýrt Þjóðviljanum frá för þessari og segist hon- um svo frá: Við lögðum af stað þann 15.. júní og vorum um 140 saman, þar af um 30 konur. Við fór- um frá Ölfusárbrú snemma morguns og var förinni heitið að Korpúlfsstöðum. Þar skoð- uðum við búið. Síðan héldum við að Brúarlandi, en þar veitti Búnaðarsamband Kjjalarness okkur góðgerðir og fagnaði komu okkajr í héraðið. Frá Brú- arlandi fórum við að Reykjum í Mosfellssveit, skoðuðum þar gróðurhiísin og ýmsar fleiri framkvæmdir. Frá Reykjum fórum við eins og leið liggur inn fyrir Hvalfjörð, um I eirár og Melasveit að Hvanneyri. Þar gistum við um nóttina og skoð- uðum byggingarnar, gríðarstórt fjós og heyhlöður, jarðyrkju- verkfæri og aðrar búnaðarfram- kvæmdir. Einn af kennurum skólans sýndi okkur þetta á- samt piltum', sem stunda þar verklegt nám í sumar. Daginn eftir var haldið af- stað og næsti náttstaður ákveð- inn á Blönduósi. En í leiðinni var komið að Reykholti ogsát- um við þar veislu í boði Bún- aðarsambands Borgarfjarðar. Frá Reykholti fórum við norð- ur í Miðfjörð að samkomuhúsi sveitarinnar. Voru Húnvetning- ar þar fjölmennirfyrirog veittu þeir ferðamönnum hið bezta Þaðan var haldið í Vatnsdal, tíl þess að sitja annað boð, sem Austur-Húnvetningar hélduokk ur. Var > langt liðið af nóttu, er við náðum gististaðnum á Blönduósi. Þriðja daginn var ferðinni heitið að Hólurh í Hjaltadal en komið við á Sauðárkróki. Að Hólum skoðuðum við búnaðar- framkvæmdir qg auk þess kirkj- una, sem er eitt af elstu og merkustu mannvirkjum hér á landi. Leizt leiðangursmönn- um vel á hvorttveggja og róm- uðu fegurð staðarins mjög. Fjórða daginn héldum viðfrá Hólum, norður Öxnadalsheiði . „' ?„ -- ¦,*** V ~'í l'í^ Dátttakendur í bændaförinni. og til Akureyrar. Daginn ef!ir fórum við svp inn í Eyjafjörð að Saurbæ, skoðuðum búnað- arframkvæmdir og önnur si;k mannvirki þar um sveitir. Það skyggði þó nokkuð á gleðina, að þann dag rigndi til muna og veður var slæmt. Um kvöldið var svo aftur haldið til Akur- eyrar og gist þar um nóttina. Sjötta daginn höfðum við stutta dagleið og.fórum aðeins að Laugum og daginn eftir iif Híisavíkur. Áttunda daginn fórum við að Ásbyrgi. Þann dag var bjart veður o'g glaða sólskin. Varþað einhver unaðslegasti dagurferð- arinnar,. enda er Jandslag þar töfrandi fagurt. Um kvöldið héldúm við svo ausíur yfir Jök- ulsá á Fjöllum að Skinnastöð- um. Lituðumst við þar um dá- litla stund, eins og við gerðum allstaðar á ferð okkar. Hvar sem við komum voru menn boðnir og þúnir til þess að sýna okkur alla þá alúð og vinsemd er þeir máttu, skýra fyrir okk- ur það sem fyrir augun bar, hvort sem það var fögurfjalla- sýn eða framfarir í búnaðar- háttum. Við komum svo að Húsavík um nóttina og gistum þar. Dag- inn eftir var haldið heimleiðis frá Húsavík, komið við á Akur- eyri, og gist um nóttina að Reykjum í Hrútafirði. Fimmta daginn var svo farið suður Holtavörðuheiði, um Norðurár- dal, Reykholtsdal, Hálsasveitog þaðan um Kaldadal til Þingvalla Á Þingvöllum var svo haldin skilnaðarhátíð og • dreifðust menn þaðan, hver til sinna heimkynna. Ferðin gekk að öllu leyti að óskum. Sunnlendingarnir mættu allstaðar hinni mestu gestrisni og velvild bænda þar sem þeir fóru um. Ég tel ferðina hafa reynst okkur lærdómsríka og hafa náð takmarki sínu í öll- um atriðum: að treysta vináttu- bönd milli landsfjórðunganna. Ég býst við að flestir hafi eign- ast þær endurminningar úr fójr- inni, sem ekki líði þeim úr minni æfilangt. Utbreiðið Þóð viljann L B. bílllnn Stærsti vinningur sem nokkurntíma hef- ir fengist fyrir 1 krönn 20. júli verður dregið Fyrir nokkru síðan, kom fyrir dómstólana í Danmörku hjónaskiln- aöarmál, sem vakti allmikið umtal. Konan gaf nefnilega þá skýringu fyrir réttinum að hún hefði gifst manni sínum til þess að liann ann- aðist hana í framtíðinni, og hún fengi hlut í eignum hans ef þau skildu. En þegar hún hafði verið með manninum nokkra daga kvaðst hún hafa komist að þeirri niður- sttiðu, að það borgaði sig ekki fyrir hana að láta manninn sjá fyrir sér. Rétturinn úrskurðaði líka, að hún skyldi ekki fá neitt. ; ** Næst elzti sonur Conan Doyles, Adrian Conan Doyle, giftí sig ný lega danskri stúlku, Önnu Ander- sen. Eiginmaðurinn segist hafa kynnzt þessari brúði sjnni við kon- ungskrýninguna ensku í fyrra sum ar, en hún hafi komið þangað til þess að fylgjast með hátíðahöldun- um, og um leið til þess að gera innkauþ á ýmsum fegurðarvörum. Brúðguminn lætur einnig þau orð falla um hana, að hún sé ein af allra fegursta konan í Damnörku. Hefir hann skýrt Irá öllum þessum „ósköpum'" i viðtali við ehskt blað, en nú er eftir að vitai hvað hann segir um þessi inál, t d. að ári liðnu. ** Nýlega var haldið hátíðiegt 100 ára afmæli dýragarðsins i Amster- dam, og í tilefni af því var þar- haldin ráðstefna með forstöðumönn um dýragarða frá 50 löndum. ** Pað hefir verið bannað um nokk- urt skeið í Pýzkalandi að selja þeyttan rjóma. Nú hefir því bannE verið aflýst með þeim forsendum að hvalveiðar Þjóðverja hafi gengið vel að undanförnu og eins hafi' mjólkurframleiðsla Pýzkalands vax- ið við sameiningu Pýzkalands og: Austurríkis. Thorvaldsen-safnið danska hefir ir nýlega fengið að gjöf hring einni forkunnarfagran, sem Thorvaldsen átti. Á mynd þeirri, sem Eckersberg: málaði af Thorvaldsen, sést hann með liring þennan, en Thorvaldsen gaf málaranum hringinn að laun- um, og hefir hann verið á flækingf ^ síðan, unz hann fyrir skömmu síð- an var gefinn til safnsins, þar sem- flesiir minjagripir um Thorvaldsen eru geymdir ásamt listaverkum hani Toivo Antikainen Baráttukveðia frá Kommúnista- flokki Finnlands til foringjans í fangelsinu. Þrátt fyrir allt ert þú ekkí einn í dag, þú ert mitt í vorum hópi og styrkir okkur með þín- um óbílandi kjarki og bjartsýni. Á dekstu tímunum, þegar aft- urhaldið reyndi að þurrk^ út hvern snefil af lýðréttindum í landi voru, og heimtaði líflát þitt, þá stóðst þú sem hetja fyr- ir dómstóli afturhaldsins, og varðir málstað verkalýðsinsr þann málstað, er þú hefir barist fyrir allt þitt líf. Vér erum stoltir af því að geta sagt þér frá því þenna dag, «ið í frelsisstríði spönsku alþýð- unnar berst finnsk vélbyssu- sveit, sem ber nafn þitt, ásamt annari liðssveit, er ber nafn finska bændaleiðtogans Jaakko Ilkka. Staðreyndirnar sýnaokkurað bjartsýni um málstað vorn áttí fullan rétt á scr. Staðreyndir, svo sem hetjubarátta spönsku þjóðarinnar gegn innrásarherj- um fasistanna, þjóðarvakningin og sjálfstæðisbaráttan í Kína, og þó framar öðru hinir glæsi- Iegu sigrar Sovétríkjanna. Einnig hin afturhaldssama burgeisastétt Finnlands hefir Framh. á 3. síðu. Antikainen, leiðtogi finnska kommúnistafl. Toivo Antikainen, finnska verkalýðshetjan, sem setiðhtif- ir í dýflissu sem pólitískur fangi árum saman, varð fertugur 10. júní. Kommúnistaflokkur Finn- lands sendi honum eftirfarandi afmæliskveðju: „Við sendum þér innilegar baráttukveðjur á fertugsafmæl- inu, inn í fangelsið, þar sem stéttaróvinurinn hefir þig í haldi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.