Þjóðviljinn - 03.07.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.07.1938, Blaðsíða 3
p JÖÐVILJINN Sunnudaginn 3. júlí 1938. FnlltrAaþlngi Sambands islenskra barnakennara er nýlega loklð ■ 50 fnlltrnar ár illnm sýslnm Imdsins sóftn þinfgið* þlÚOVIUINN Málgagn Kommnnistaflokks Islands. Ritstjóri: Kinar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2J81. Kemur út alla dága nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Slmi 2864. Unglingavinnan Eitt af þeim höfuðvandkvæð- um, sem hafa að undanförnu verið á hag unglinga hér ífoæn- um er atvinnuleysið. Um leið og unglingarnir koma út úr barnaskólunum, bíður þeirra ekki nokkurt starf, sem þeir gæfu leyst áf hendi. Hefst þá fyrir mörgum þessara ungling? eirðarlaust flakk og ráp um götur bæjarins, barátta við hverskonar skort og vand- ræði. Allir menn, sem hafa lát- ið skoðun sína, í ljósi á þessum efnum eru sammála um að hér sé hin mesta hætta á ferðutn fyrir hina uppvaxandi kynslóð, hætta, sem kann að hafa áhrit um ófyrirsjáanlegan tíma. Eftir. því sem atvinnuleysi ungling- anna vex, hækkar tala þeirra, sem lenda út á hverskonar glap stigu, og hitt er víst, að fleiri bíða þess alvarlegt tjón en hægt er að telja tölum. Öllum hefir verið það ljóst, að hér yrði að hefja fram- kvæmdir til þess að hindra það, að atvinnuleysi og skortur dragi æskulýðinn niður í svaðið. Ýmsum tillögum hefir verið hreyft í þessum efnum. Sumir hafa viljað hækka skólaaldur- inn til muna og þá má enn- fremur minna á hinar athyglis- verðu vinnuskólatilraunir Lúð- víks Guðtnundssonar, skóla- stjóra á ísafirði, bæði þar og( hér í Reykjavík. Höfuðatriðið er vitanlega að hægt sé að skipa hinni vaxandi kynslóð sæti í atvinnulífi þjóð- arinnafö um leið og hún kemur frá námi sínu, hvort heldur það er meira eða minna. En mc\ð núverandi atvinnuleysi er c{kki slíku að heilsa. Á fyrstu kreppu- árunum var atvinnuleysi ung- linga hérí í bæ hreinasta bæjar- plága, og er það að ýmsu leyti enn, þó að nokkuð hafi verið gert til þess að bæta úr því á síðustu árum. Ríki og bæjarsjóður hefi>- undanfarin 3 ár efnt til ung- lingavinnu austur við Þingvalla- vatn, og skipt kostnaðinum á milli sín til helminga. Hefir vinna þessi yfir höfuð heppnast vel, unglingarnir unnið sér inn nokkurt fé og losnað úr atvinnu- leysisráfinu um götur Reykja- víkur. Höfuðannmarkar ung- lingavinnunnar hafa verið þeir, að allt of margir urðu að sitja heima auðum höndum. Fjár- framlagið, sem fór til unglinga- vimnumar var allt of lágt. - Undanfarna daga hefir full- trúaþing Sambands ísl. barna- kennara verið háð hér í Reykja- vík. Sátu það um 30 fulltrúar úr öllum sýslum landsins. Pingið var sett meðræðufor- manns sambandsins, Sigurðar Thorlacius, skólastjóra, mintist hann m. a. tveggja sambands- félaga, er látist höfðu á árinu, þeirra Helga Guðmundssonar, þjóðsagnaritara og Ögmundar Sigurðssonar, fyrrverandi skóla stjóra í Hafnarfirði. Minntust fundarmenn þeirra með því að rísa úr sætum sínum. Þá voru kosnir forsetar þings- ins þau: Friðrik Hjartar skóla- stjóri Siglufirði, Gísli Jónasson yfirkennari, Reykjavík og Krist- björg Jónatansdóttir pennari, Akureyri. Voru því næst kosn- ir aðrir fastir starfsmenn þings- ins og þingnefndir. Aðalmálin, sem þingið tók til meðferðar voru þessi: a) Kennaramenntunin. Kennarar hafa almennan á- huga fyrir aukinni mentun stétt- arinnar og krefjast mikilla end- I næstu viku hefst unglinga- vinnan í fjórða skipti austurvið Ringvallavatn í Sogsveginum. Hefir ríkið lagt til framkvænR. anna 15 þúsund krónur og bær- inn annað eins á móti. Vinnain fer fram undir stjórn vegamála- skrifstofunnar og verkstjóri er eins og að undanförnu Jón Jóns son frá Flatey. Kaupið, sem unglingarnir fá er 90 aurar um klukkustund og unnið er 7 tíma daglega. Unglingarnir búa í tjöldum og skúrum og kosta fæði sitt, nema hvað þeir fá matreiðslu og eldivið ókeypis. Kennarar eru með í förinni, og sund og útiíþróttir eru stundað- ara eftir því sem föng eru á. Um helgar skiptist hópurinn. Sumir fara í bæinn, að hitta aðstandendur sína, en aðrir fara gönguferðir um nágrennið. Hundrað atvinnulausir ung- lingar eru nú skráðir hjá Vinnu- miðlunarskrifstofunni og álíka margir hjá Ráðningaskrifstofu Reykjavíkurbæjar. Gera má að vísu ráð fyrir að einhverjir þess ara unglinga séu skráðir á báð- um stöðum, en hinsvegar er það fullvíst, að ýmsir atvinnu- lausir unglingar hafa alls ekki látið skrá sig. Búist er við að í unglinga- vinnuna fari um 50—60 ung- lingar á aldrinum 14—18 ára, svo að eitt er víst að margir verða eftir atvinnulausih í bæn- um, þó að 50—60 manna hópur fari austur að Pingvallavatni. urbóta í því efni. Hafa þessi mál verið til umræðu á undan- förnum kennaraþingum og ár- angur þess orðið m a. sá, að fyrir síðasta Alþingi var lagt fram frumvarp þess efnis, að stofnað skyldi embætti í upp- eldisvísindum við Háskólann hér. Er ætlunin að kennarargeti stundað þar' nám aðailega í frí- stundum sínum. Málið dagaði uppi á Alþingi, en í því sam- bandi voru samþykktar svo- hljóðandi tillögur á þessuþingi: 1. „Fulltrúaþing S. í. B. 1938 beinir þeirri eindrejgnu áskor- un til Alþingis, að stofnaðverði nú á næsta Alþingi prófessors- embætti í uppeldisvísindum við Háskóla íslands“. Fulltrúaþingið felur stjórn S. í. B. að vinna að því, að starf- andi kennurum verði gert klcíift að hagnýta sér kennslu í fyrir- hugaðri deild í uppeldisvísind- um við Háskóla íslands“. b) Atvinnumál. Um það mál voru samþykkt- ar eftirfarandi tillögur. 1. „Fulltrúaþing S. \.. B. skor- ar. á stjórn sambandsins að vinna að því eftir megni, að haldið verði áfram undirbúningi þess að koma á fót opinberum vinnuskóla fyrir unglinga á aldrinum 14—18 ára. Leggur bingið sérstaka áherslu á að vinnuskólinn starfi fyrst og fremst að vetrinum og hafi með höndum það fjölbreytl vinnubrögð, að sem flestirung- lingar finni þar viðfaugsefni við sitt hæfi. Pó telur þingið sjálfsagt að halda áfram að auka þú sum- arvinnu, sem þegar er hafin af liálfu ríkisins og nokkurra bæj- arfélaga, og treystir því, að haldið verði áfram því undir- búningsstarfi, sem nú er verið að vinna, uns fengin er viðun- andi lausn málsins, t. d. í sam- ræmi við tillögur þær, er af- greiddar Voru frá fulltrúaþingi S. í. B.. 1936. 2. Fulltrúaþing S. í. B. telur nauðsynlegt að upp verði tekin nánari samvinna en verið hefir milli skólanna, heimilanna og vinnumiðlunar- skrifstofanna um atvinnuútveg- un handa unglingum, sem eru að yfirgefa skólann. Ættu skól- arnir sérstaklega að gera séi' far um að athuga og rann- saka hæfileika barnanná, tilþess að geta látið þein^ í té lioll ráð og bendingar um, á hvaða sviði hvert einstakt barn ætti að leita sér atvinnu, sem líkindi væru til að gæti orðið Jiví til fram- búðar“. c) Ríkisútgáfa skólabóka: um og útgáfu nýrra kennslu- bóka. Er það eindregin ósk kennarastéttarinnar að fá meiri íhlutunarrétt um þau mál, en nú er. Um það var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Fulltrúaþingið leggur ríka áherslu á, að Ríkisútgáfa náms- bóka gefi ekki út aðrar náms- bækur handa barnaskólum, en þær, sem skólaráð barnaskól- anna leggur til að verði lög- giltar. Enda vinni skólaráðið að því, að starfandi kennarar fái þá íhlutun um samning kensiu bókanna, sem nauðsynleg er barnanna vegna“. Þá var rætt um tóbaksnautn barna og samþykktar tillögur þess efnis að unnið verði að því að koma á banni á sölu og afhendingu á tóbaksvörum til barna og unglinga innan 16 ára aldurs og auka fræðslu barna og foreldra um skaðsemi tó- baksnautnarinnar. Önnur mál. Ennfremur var rætt um nauð- syn þess að útrýma lúsinni og samþykkt eftirfarandi áskorun til heilbrigðismálastjórnarinnar: „Fjórða fulltrúaþing S. í. B. beinir þeirri áskorun til heil- brigðismálastjórnarinnar, að hún láti gera nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að útrýma lús- inni samtímis alls staðar á land- inu. Samkvæmt eðli málsins er augljóst að útrýming lúsarinnar er framkvæmanleg, en hvorki skaðlaust né vansalaust fyrir þjóðina að una við það ástand sem nú er — a. m. k. sumstað- ar á landinu. Virðist einsættað læknar, kennarar, hjúkrunar- og yfirsetukonur um land alltlegg- ist á eipa sveif í þessu máli undir forystu heilbrigðismála- stjórnarinnar. Mörg fleiri mál hafði þingið til meðferðar og má af þeim nefna: kvikmyndakenslu í skól- um, útgáfu landakortabókar, móðurmálskennsluna, lífeyri kennara, launamál þeirra og undirbúning að hátíðahöldum á 50 ára afmæli kennarasamtak- anna næsta ár. Or stjórninni gengu 4 af 7, sem skipa stjórn S. í. B. og voru kosnir: Sigurður Thorlaci- son. Þinginu lauk með ferð full- trúanna austúr að Sogsfossum og útifundi í Þrastaskógi. Þar voru m. a.. flutt tvö erindi,ann- að af Ármanni Halldórssyni, magister: Frásögn frá Vín, en hitt af Gunnari M. Magnúss: Um undirbúning fræðslulaganna fvrir 30 árum. Að öðru leyti var umræðum um það mál frestað vegna fyrirhugaðra há- tíðahalda næsta ár, eins og áð- ur er getið. Geir jónasson magister les, í kvöld kl. 20,15 upp úr endurminningum Frí- manns B. Arngrímssonar. Frí- mann var maður mjög víðförull og dvaldi naen tuttugu ár í Par- ís, auk þess sem hann dvaldi í ýmsum öðrum stórborgum Ev- rópu og Ameríku. Hefir hann skrifað endurminningar um dvöl sína í London og Paj-ís og koma þær út í haust. Þess má geta, að það var Frímann B. Arngrímsson, sem fyrstur hreyfði því að Reykjavík vrði raflýst fyrir méira en 40 árum. Hallbjörn Halldórsson fyrverandi prentsmiðjusfjóri, er fimmtugur í dag. 60 ára er í dag Grímur Þórðarson. Grettisgötu 22 B. FínleikssýniHS ð iDíðttavellimiíH Driðjud. 5 ióii hl. 8,30 síðdeýif!. Besti fimleikaflokkur Svia K F U. M.-Vlokkurlnn frá Stokkhólmi Ki. 7,45: Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir framan Mentaskólann. Kl. 8: Lagt af stað suður á íþróttavöll Kl. 8,30: Sýningin hefst. Einstakt tækifær! Möttokunefndin. Rætt var þeirra laga um framkvæmdir í einstökum atrið- us, Pálmi Jósefsson, Guðjón Guðjónsson og Bjarni M. Jóns-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.