Þjóðviljinn - 05.07.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.07.1938, Blaðsíða 1
3. ÁRGANGUR þRIÐJUDAGINN 5. JOLI 1938 152. TÖLUBLAÐ Sfldveiðln meir en heimingi minni en nm sama leytií fyrra Freyja frá Reykjavík hæst með 2212 máJ. m LAUGARDAGSKVÖLDIÐ voru 110148 hektólítrar aí ^^ bræðslusíld komnir á !and,iog er það meir en hdmingi minna en á sama tíma í fyrra og h. u. b. þrisvar sinnum miana ¦en á sama tíma sumarið 1936. Hæstan afla hefir „Freyja"frá Reykjavík, eða 2212 mál. Fer hér á eftir skýrsla Fiskifélagsins um síldveiði, eins og hún var laugardaginn 2. júlí. j Síldveiöi á öllu landinu. 2. júlí 1938 BræðslusuV hektój. Vestfirðir og Sírandir 6'".-.'.......... 336 Siglufjörður, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Hofsós . . 63,076 EyjaíjörðÐr, Húsavík, Raufarhöfn ...... 45,149 Austfirðir............... 1,587 Sunnlendingaf jórðungur .......... „ Samtals 2. júlí 1938 . . . Samtals 3. júlí 1937 . . . Samtals 4. júlí 1936 . . ; Botnvörpuskip: Arinbjörn Hersir, Rvík, 218 Brimir, Neskaupstað, 1058. Rán, Hafnarfirði, 281, Surprise, Hafnarfirði, 224. "Fryggvi gamli, Reykjavík, 272. Línugufuskip: Alden, Stykkishólmi, 1059. Andey, Hrísey, 1418. Ármann, Reykjavík, 243. Bjarki, Siglufirði, 207. Bjarnarey, Hafnarfirði, 910. Björn austræni, Helliss., 1436. Fjölnir, Þingeyri, 750. Freyja, Reykjavík, 2212. Fróði, Þíngeyri, 1376. Hringur, Siglufirði, 1003. Hvassafell, Akureyri, 1217. Jarlinn, Akureyri, 1683. fflaría Flðvenís- dóttir á Aknreyri 90 ára María Flóventsdóttir að Barði við Akureyri var níræð í dag. — Hún hefir dvalið á Akureyri og í nágrenni síðan hún var á tvítugsaldri. Heim- ili hennar hefir verið að Barði síðan 1880. Ekkja hefir hún ver- ið síðustu 14 árin. María er greind kona og hefir verið þrek mikil og vinnuhneigð. FO. í fyrradag. Maríu verður nánar getið síð ar hér í blaðinu. 110,148 262,528 326,842 Sæasli fim- IPltíSilÍftiflfPf.. IGIðallUlilltal~ 'merloiins Fyrsta sýningin á Iþróttav. í kvold. 0 ÆNSKI fimleikaflokkurinn **¦? kom með Dronning Al- exandrine á sunnudagskvöldið. Mikill-mannfjöldi hafði safnazl niður á hafnarbakkann til að taka á móti flokknum. For- maður móttökunefndarinnar hr. Guðlaugur Rósinkranz, bauð gestina velkomna með ræðu, og tók mannfjöldinn undir með húrrahrópum. Fararstjóri Sví- anna svaraði með stuttri ræðu. í gær kl. 4 bauð norræna félagið gestina velkomna með tedrykkju að Hótel Borg. Þar fluttu ræður Stefán Jóh. Stefáns son, Erik Thor, kennari flokks- ins og fararstjóri, Otto Johan son, aðalræðismaður Svía og Ouðlaugur Rósinkrans. í gær skoðuðu Svíarnir söfn p. fl. í .Reykjavík. í kvöld sýnir flokkurinn fimleika á íþróttavell inum. Verður lagt af stað frá Menntaskólanum og gengiðsuð ur á Völl með lúðrasveit í far- arbroddi. Fimleikasýningin hefst kl. 8,30. Tveir foringjar stjórnarhersins, Modesto, til vinstri, og Lister. Breska stjórnin hikar við aðgerðir tii að stððva loftárásir Francos LONDON í GÆRKVELDI (F. Ú.) * W FJARVERU Chamberlains forsætisráðherra gerði Sir John Simon grein fyrir svari Francos við mótmælum Breta vegna loftárása á brezk skip við Spánarstrendur, í neðri málstoíu brezka þingsins í dag. iSir John sagði að þar sem ennþá færu fram orðsendingar milli London ög Burgos út af pessum málum, yrði að nægja að þessu sinni að skýra í aðaldráttum frá svari Francostjðrnar- innar. Sigurður Kristínsson 42félðg.með 108D5 neyt- endiim- Viðsbipti S.l.S. hsfa ank ist um 512 milión AÐALFUNDUR Sambands íslenzkra samvinnufélaga hófst í gær að Hallormsstað. Fundurinn hófst með «kýrslu Sigurðar Kristinssonar for- stjóra og voru aðalatriði skýrsl- unnar eftirfarandi: f S. í. S. eru 42 félög með 10805 meðlimum og hafa 3 af þessum félögum gengið í sam- bandið á síðasta ári. Sala S. I. S. á undanförnu ári, bæði innlend og erlend, var fyr- ir um það bil 25 miljónir króna og er það 5V2 milj. meira en í fyrra.. Tekjuafgangur nam y8 miljón króna og sameignarsjóð ir sambándsmanna nema kr. 1.900.000,00. Fór Sigurður svo nokkrum almennum orðum um starfsemi S. í. S. og taldi árið hafa verið eitt hið bezta, þó að farið væri Framh. á 2. síðu. Franeostjórnin héldi því fram að loftárásir á spanskar hafnir væru réttmætar, með því að hafnirnar teldust til þeirra staða er hafa hernaðarlega þýðingu. Þá væri borið á móti því, að brezk skip hefðu verið höfð að sKotspæní öðrum skipum frem- ur. Loks byðist stjórn Francos til þess, að veita erlendum skip- um friðhelgi í ákveðinni höfn og hefði Almeria verið tilnqfnd, en stjórnin færi jafnframt fram á að ábyrgð lægi fyrir um það í hvert skipti, að skipin væru ekki með ólöglegan varning. Nokkrum spurningum var einnig beint til aðstoðarutanrík- isráðherrans, Butlers. Pví var m. a. haldið fram, að flugvél- arnar, sem notaðar hefðu ver- ið til árása á brezk skip, væru ítalskar og hefðu bæklstöð sína á Majorca og var Butler spurð- ur að því, hvort brezka síjórn- in vildi því ekki mælast til þess við ítölsku stjórnina, að hún flytti flugvélar sínar heim. — Butler svaraði því, að Burgos- stjórnin bæri ábyrgð á öllum loftárásum, sem jgerðar væru með flugvélum frá Majorca. pegar Butler var spurður, hvort fSkki hefði verið farið fram á það við ítölsku stjórn- ina, a,ð hún beitti áhrifum sín- um hjá stjórn Francos til þess að fá bundinti cnda á loftárásir á brezk skip, sagði hann, að formlega hefðu engin slík til- imæli verið lögð fram. Urvalsliðið er ekki nógu vel valið. Urslit kcppninnar: Þjóð- verjar unnu mcð 4:0 f fyrri háifleik iéku fslending- ar undan vindi. En pjóðverjar tóku samt strax að sækja og lá meira á íslendinga allan hálf- leikinjn. Er 16 mír. voru af leik fékk Linken knötiinn fyrir opnti marki, og skoraði þegar mark, 1 :0. Pað kom þegar í ^'jósf'í fyrri hálfleik, hvað íslendingar kunnu illa að gæía stöðu sinn- ar á vellinum. Tókst þeim aldr ei að ná góðum samleik. — Þjóðverjaf léku vel saman, en léku heldur hárt. Er ljótt að sjá hrindingar á bak, og að sjá þá halda mönnum. Var auðséð að þeir ætluðu að vinna leik- inn hyað'á'em það kostaði. Er 2V» mín. var liðin af seinni hálfleik skoraði Linken mark, 2:0. Lá nú mjog á fslending- um. Pó gerðu þeir nokkur upp- hlaup, en engin hættuleg. Er 25 mín. voru af leik, skor- aði Hohmann mark, 3 :0. Er 33 mín. voru af leik, hlupu Þjóðverji og íslendingur saman og féll Þjóðverjinn við. Varþað Rohr. Var dæmd vitaspyrna á" íslendinga fyrir og skoraði Hoh mann mark, 4 ; 0. Gerðu íslendingar nú nokkur góð upphlaup, en þau strönd- uðu öll^, og voru ekki skoruð fleiri mörk, ;, Úrvalsliðið var ekki sem.bezt skipað. Það er engu líkara en að þeir, sem velja me,nnina, hugsi eingöngu um það, að sem flestir menn fái að keppa: í lið- inu, en ekki um hitt, að það séu beztu mennirnir. Það er t. d. alveg óverjandi að láta Þorstein Ól. keppa. Hann er ekki nógu sterkur lefikmaður. Lá alveg beint við ,að láta hinn ágæta framvörð Fram, Sig'urð Halldórsson komia í hans stað. Þetta var aðalgallinn á valinu í úrvalsliðið. Næst keppir úrvalslið úr Fram og K. R. við Þjóðverjaha.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.