Þjóðviljinn - 06.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.07.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudaginn 6. júlí 1938. a ÞJOÐVILJINN Ipróttafðr Aknreyringa til Vest- maaiaeyja Ferðin tókst vef, og íþróttamennirnir fengu ágætar viðtökur. Þjóðviljinn hefir áður minnst á för íþróttamannanna frá Ak- ureyri til Vestmannaeyja. Var það 23 manna sund- og knatt- spyrnuflokkur frá íþróttafélag- inu „Þór“ og sundfélaginu „Gretti". Fararstjóri var Tryggvi Þor- steinsson íþróttakennari. Þriðjudagskvöldið 28. júní var fyrsti knattspyrnukappleik- urinn háður, við íþróttafélagið „Þór“ Ve. og fór hann svo að Vestmannaeyingar unnu með 2:1. Miðvikudaginn 29. júní hófst sundkeppni milli Vestmannaey- inga og Akureyringa. Urðu þessi úrslit: 50 m. sund, frjáls aðferð. 1. Vigfús Jónsson Ve. 30,2 sek. 2. Magnús Guðmundsson Ak. 31.1 sek. 2. Jónas Einarsson, Ak. 31,1 sek. 3. Jóhannes Snorrason, Ak. 31,5. sek. 4. Rögnvaldur Jónsson, Ve. 32,9 sek.. 5. Erla ísleifsdóttir Ve. 34,4 sek. 6. Jóhann Kristinsson, Ak. 34.4 sek. 7. Jóhannes Tómasson, Ve. 34,8. g. Björn Bjarnason Ak. 9. Þórarinn Þorsteinsson, Ve. 36.5 sek. 10. Lilja Guðmundsdóttir Ve. 37.2 sek. 11. Snæbjörn Jónasson, Ak, 42,4 sek. 40 m. baksund. 1. Jón Sæmundsson, Ve. 30j4 sek. 2. Jónas Einarsson, Ak. 32,9 sek. 3. Erla ísleifsd., Ve. 33,1 sek. 4. Jóhann Kristinss., Ak. 34,1 sek. 5. Lilja Guðmundsd., Ve. 35,4 sek. 100 m. bríngusund, karlar. |. Kári Sigurjónsson, Ak. 1 mín. 28,5 sek. 2. Vigfús Jónsson Ve. 1:29,8. 3. Ragnar Sigurðsson, Ak., 1:39.1. 4. Baldvin Ásgeirsson, Ak., 1:54.3. 5. Jón Kristinsson, Ak., 1:44.0. Flokksskrifstofan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. 6. Bragi Brynjólfsson, Ak„ 1:54.3. 7. Jóhannes Snorrason., Ak., 1:28.2. 4x40 m. boðsund: A-sveit, Akureyri, 1 mín. 42,7 sek. Sveit frá Vestm.e. 1:47.6. B-sveit, Ak., 1:59.6. Fimmtud. 30. júní kepptu Ak- ureyringar við knattspyrnufélag ið ,,Týr“, Ve. Fóru leikar svo að Akureyringar unnu með 2:1. Á laugard. 2. júlí kepptu Ak- ureyringar við úrvalslið úr Ve. Unnu Vestmannaeyingar með 4:1. Akureyringarnir láta mjög vel af förinni og róma gestrisni og góðar viðtökur í ‘Vestmanna eyjum. Þingmaður enska íhalds- flokksins, Locker-Lampson höf- uðsmaður í breska hernum, hélt 13. júní sl. ræðu í Leeds, þar sem fram kom mjög skýr viðurkenning á hernaðarlegum varnarmætti Sovétríkjanna. í ræðunni koin einnig fram ósk um það, að England gerði bandalag við Sovétríkin gegn fasismanum. Ræðan er sérstak- lega þýðingarmikil með tillititil þess, að Lockér-Lampson hefir hingað til verið kunnur sem einn mesti kommúnista- og Sovétfjandmaður meðal breskra íhaldsmanna. Ræðan sýnir hvernig villimenska sú, sem fas- isminn sýnir af sér nú á dögum, er að ganga fram af þeiin full- trúum sjálfra burgeisastéttarinn ar, sem hafa ekki þegar varp- að fyrir borð öllum hugsjónum siðgæðis úg mannúðar. Orðrétt sagði Locker-Lampson, meðal annars: „Hin andlega stefna, sem nú ríkir í Þýskalandi, er þrælasið- fræði — því meigum vér ekki gleyma. Þýska þjóðin er nú þrælkúguð þjóð. En vér megum þó ekki missa móðinn. . Tími er til kominn að sýna sjóræn- ingjunum, í tvo heimana. Dauði komi yfir allt einræði, lifi bar- áttuiiðsmenn frelsisins! Það verður að binda enda á þessa þróun dýrsleikans og tryllingU fasismans, sem geisar nú um all an heim. Vér megum ekki gleyma því, að Rússland hefir yfir að ráða loftflota, sem tek- l„Enda*pött vísinda- rannsóknir hvors okk>- ar liggi á sínu sérstaka sviðK Hinn mikli líffræðingur Dar- win, aðalhöfundur kenningar- innar um þróun líftegundanna, skrifaði Karli Marx bréf, þar sem hann þakkaði honum fyrir eintakið af aðalriti sínu um auðmagnið, sem Marx hafði sent honum. I bréfinu kemst Darwin svo að orði: „Enda þótt vísindarannsóknir hvors okkar liggi á sínu sér- staka sviði, held ég þó, að við viljum báðir leitast við að auks, og útbreiða þekkinguna og1 þessi þekking held ég að muni með tímanum stuðla að auk- inni hamingju mannkynsins“. Marx og Engels höfðu miklar mætur á Darwin og rannsókn- um hans, en kenningar Dar- wins hafa hinsvegar jafnan ver- ið illa séðar af hinum aftur- haldssamari hluta burgeisastétt- arinnar. Sjálfur var Darwin a- kveðinn andstæðingur þræla- halds og hverkyns kúgunar. ur öllu fram, sem til er í Ev- rópu. Ef svo skyldi fara, að önnur styrjöld brytist út, þa sigrar eflaust sá styrjaldarað- ilinn, sem hefir Rússland að bandaríki.“ * 60 milj. rðblaa til visimiastarfa Árið 1937 veitti sovétstjórnin, vísindafélaginu rússneska 60 miljónir rúblna (4 miljónir árið 1929). I Sovétríkjunum eru nú starfandi 37COO vísindamenn. Á keisaratímunum voru þeir að- eins 3000. Á sviði 1 ífeðlisfræði og jarðvegsrannsókna eru nh sovétvísindin almennt talin fremst í heimi. Á sviði jarð- fræði, jarðefnafræði og erfða- fræði standa þau í fiwmitu röð. Æ fleiri alþjóðaráðstefnur vís- indamanna eru nú haldnar í Sovétríkjunum. Á þessu áriverð ur VII. alþjóðaþing erfðafræð- inga lialdið þar í landi. Vísinda- félagið fær stöðugt fjölda bréfa frá vísindamönnum í Ameríku, Þýskalandi og öðrum auðvalds- löndum, sem óska eftir tæki- færi til að komast til ‘Sovét- ríkjanna og starfa þar að vís- indarannsóknum sínum. á Valdalæk á Vatnsnesi, haslbúnaoi. Hann átti þar eina kú og varð oft heylaus handa henni. Kona hans hét Björg. Þegar Arnbjörn var orðinn gamall og löngu hættur búskap, sagði hann oft sögur af búnaði sín- um á Valdalæk, einkum af því hve mikið hann hefði heyjað, og sagði: „Ég átti þar 18 rima stiga, og svo var hátt töðuheyið, að þegar ég stóð í hæsta haftinu og hún Björg mín stóð á öxlunum á mér, og teygði sig, þá náði hún upp undir kolltorfuna". ** Þegar kerling nokkur lieyrði lesna söguna af Adani og Evu um synda- fallið, sagði hún: Svo fór best sem fór. Það hefði ekki verið lítill hof- tnóðurin|n í henni veröldu, hefði allir verið heilagir. \ ** Jón „tíkargjóla“, sem frá er sagt í þ jóðsögum Jóns Árnasonar, var af Kjalarnesi. Hann réri lengi frá ör- firisey og Álftanesi. og þótti mesti sjógarpur. Eitt sinn sem oftar er Jón reri, hafði hann ekki annað liðsmanna en dreng einn, lítt harðnaðan. Þennan dag hvessti, svo Jón náði ekki landi og rak þá til hafs. Tók þá drengur- inn að skæla af vosbúð og hræðslu. Jón ávarpaði hann þessum orðum: „Því ertu að skæla, drengur minn? Nógur er flóinn“. ** Ólafur Jónsson á Akranesi, sem margir köliuðu „gossara" þótti stund um nokkuð drjúgur yfir sjálfum sér. Einu sinni komu bræður hans fjórir að heimsækja hann. Á þessa heimsókn mintist Ólafur seinna og sagði: „Það var fagur hópur, þar sem við gengum allir fimm bræð- urnir, og ég á undan‘“. Leftðras i Barcetou Framhald af 1. síðu. Barcelona-borgar, hefir orðið fyrir tveimur loftárásum síðan á miðnætti í nótt sem leið. — Fyrri árásin var gerð kl. 3 í nótt, en hin síðari kl, 8 í fnorg un. Flugu þá 13 Junker-flugvél- ar yfir borgina og vörpuðu nið- ur fjölda af sprengjum. Um 75 hús voru eyðilögð. Tala dauðra os: særðra er áætluð milh 50 —60 manns. Uppreisnarherinn heldur á- fram sókn sinni suður á hóginn j meðfram ströndinni frá Cast- j ellon. Segjast uppreisnarmejnn í j dag liafa náð hafnarbænum Bur j riana og vera því aðeins í 24 kílómetra fjarlægð frá Sagunto. mjög heyrnarsljór og sat löngum og prjónaði. Eitt sinn kemur sjó- maður til Ólafs og biður hann að prjóna handa sér sjósokka, klofháa, og lét þess getið að á vertíðinni mundi hann verða á kútternum „Kastor". Þegar maðurinn kveður segir Ólafur: „Ja, já, blessaður heilt lupp í klof á Kastor‘“. Einu sinni bjó austur í Árnessýslu maður, sem var orðlagður sauða- bóndi. Hjá honum var vinnumaður, sem var klaufvirkur með afbrigð- um. Bóndi lagði mikla stund á að sauðir sínir væru vænni en ann- ara, og keypti kynbótahrúta, oft í fjarlægum héruðum við liáu verði. Haust eitt keypti bóndi hrút af- bragðs vænan og feitan, og sendir vinnumann sinn að sækja hann. Hvor leið tók þrjá daga og þreytt- ist hrúturinn, og varð vinnumað- ur oft að leiða hann og draga. Þegar keinur heim í tún til eig- andans ýtir vinnumaður svo hart á e ftir hrútnum að hann stingst á höfuðið og hálsbrotnar. Ekki varð vinnumanni annað að orði en þettar „Það var vit í þvi, þegar það loks- ins kom . ** Það er haft eftir dönskum sýslu- manni, sem nýkominn var i embætti á Islandi, að hann liafi átt að segja eitt sinn er hann var að selja fé á uppboði: „Bjóðið þið nú i mó- rauðu æruna‘“. Sami sýslumaður sagði eitt sinn er tilrætt varð um bágindi í sýslunni: „Það eru ljótu harðindin þetta, þeir eru farnir að hórast hér í sýslunni‘“. 1 embættisbréfi sínu til amtmanns komst hann eitt sinn svo að orði: „Ég ætla að leyfa mér að stinga þessu uppi í (tipp á þessú við) herra amtmanninn". TEIKNISTOFA Sigarior Tboroddsen verkfræðings, Austurstræti 14. Sími 4575. Otreikningur járnbentrar steypu, miðstöðvarteikningar og önnur verkfræðingsstörf. Flokksfélagar og aðrir lesendur! Skiptið við þá, sem aug- lýsa í pjéðviljanum, oglát- ið blaðsins getið! „Bandamenn Rúss- % lands munu sigra í næsta stríði^ ‘Utnmæli pekkts ensks Ihaldmanns

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.