Þjóðviljinn - 07.07.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.07.1938, Blaðsíða 1
3. ÁRGANGUR FIMMTUD. 7. JCLI 1938. 154. TÖLUBLAÐ Elnlngln getnr orðlð að vernlelka í kanst. Framkvæmdaráð KommúiisíaSIokksins mmm leggja til við flokksdeildirnar og ping flokkslns að tlllðgur Jafnaðarinannafélagslns verði lagHar tll grundvallar við elnlnguiia, Verðnr ,Sk|aldborginc með eða móii? FYÐIÐ nokkru síðan sendi Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur Kommúnistaílokknum og sljórn aI~ jDýðusambandsins filboð um sameiningu beggja verk lýðsflokkanna í einn sósíalisfiskan lýðræðissfnnaðan verkalýðsflokk ásamt tillogum um stefnu-og starfskrá , Framkvæmdaráð Kommúnistaflokksins svaraði tilboði þessu í gær til bráðabirgða, og heitir að mæla með því, að tillögur Jafnaðarmannafélagsins um sameininguna, verði sam- þykktar af deildum flokksins og þingi hans, er kemur saman í haust. Bréf Framkvæmda- ráðs Kommúnista- flokks Islands Kommúrjistaflokkur íslands framkvæmdaráðið. Reykjavík, 6. júlí 1938. Jafnaðarmannafél. Reykjavíkur, Reykjavík. Framkvæmdaráð Kommún- istaflokks íslands hefir tekið sameiningartillög'ur Jafnaðar- mannafélags Reykjavíkur til umræðu og ákveðið að senda yður eftirfarandi svar til bráða- birgða. Framkvæmdaráðið fagnar þeirri tilraun, sem Jafnaðar- mannafélagið hefir gert með til- lögum þessum, til þess að hrinda sameiningu verkalýðs- flokkanna endanlega í fram- kvæmd. Framkvæmdaráðið á- lítur að með tillögum þessum sé stigið nýtt þýðingarmikið spor í sameiningarmálunum, er mun verða tekið með fögnuði af öllum þeim, er vilja að íslensk alþýða standi sameinuð. Umræður um stefnuskránaog starfsskrána iog tillögur yðar í heildsinni, verða nú teknarupp í öllum deildum Kommúnista- flokksins. — Við viljum einp- ig stuðla að því að tillögurnar verða ræddar í ;öllum verklýðs- félögum á félagslegan hátt, með alvöru og festu, þannig að sem mestur árangur geti orðið af þeim umræðum. Enda þótt framkvæmdaráðið kysi að skýrar væri kveðið á um margt bæði í stefnuskránni, drögunum að starfsskránni og öðru því er lýtur að pólitískum og skipulagslegum málum hins sameinaða flokks í tillögum yð- ar, þá teljum við þessi frum- vörp yðar öruggan grundvöV að sameiningu flokkanna, og munum leggja eindregið til við deildir flokksins og flokksþing- ið, sem kemur saman í haust, að fallast á tillögur yðar, þann- ig að sameining flokfeajma geíi farið fram á grundvelli þeirra. Með stéttarkveðju Framkvæmdanefnd Kommúnistaflokks íslands Bieski tillðgarnar sam- stjórniaBÍ og Franco LONDON í GÆRKV. F. U. BREZKU tillögurnar um brottflutning erlendra sjálf boðaliða á Spáni vora í dag sendar til Spánar og verða að líkindum lagðar fyrir stjórnina á Spáni og stjórn Francos á fimmtudaginn. ítölsk blöð láta í dag í ljós ánægju yfir samkomulaginu er náðist á fundi hlutleysisnefnd- (arinnar í London í gær og segja að það marki skref í átt- ina ftil gildistöku ensk-ítalska sáttmálans. Frönsk og þýzk blöð eru aft (ur á ,móti ekki trúuð á að tekist geti lað hrinda í framkvæmd brottflutningi erlendra sjálfboða liða, eins fljótt og Bretar virð- ist gera sér vonir um, og bú- ast ekki við neinum árangri í því sambandi fyr en undir ára- jmó£t í fýrsta lagi. Kínverskir flugmenn í heimsókn hjá dr. Kung forsætisráðherira (til vinstri á myndinni). StyrpldlQ i Kíia hefirstaðiðíeittár Koooye ptins ræðst álaflep ð Siaig Kai Shek LONDON I GÆRKVELDI (F. t .) MORGUN er eitt ár liðið frá því styrjöldin — eða eins og Japanir nefna það — deilan, hófst í Kína. I þessu sambandi hafa nokkrir helztu stjórnmálamenn Japana flutt ræð- Ipr í (dag og gert grein fyrir afstöðu japönsku stjórnarinnár til deilunnar. M. a. kvaddi Konoye prins, forsætisráðherra Japana, erlenda blaðamenn á sinn fund í da,g og skýrði þeim frá því, að Japanir myndu halda hernaðaraðgerðum sínum í Kma á- fram, þar til þeir hefðu náð takmarki sínu. Hann sagði, að gagnslaust myndi verða fyrir þriðja ríki að reyna að míðla þar málum. Meiri hluti ræðu forsætisráð- herrans var persónuleg ádejla á Chiang Kai Shek. Hann hélt því fram, að Chiang Kai Shek hefði komizt til valda í Kína með aðstoð rússnesku stjórn- (arinnar, en síðan hefði hann brugizt kommúnistumv þótf Hrottalegur leikur af hálfu Þjóðverja Guðjón Einarsson virðist ekki þora annað en dæma þeim í vil. - Urslitin voru 3:1 EIKURINN í gærkveldi sýndi hið rétta andlit þjóð verjanna. íslendingar sýndu strax í byrjun ákveðinn og góð an samleik. Á fyrstu 15 mín. fengu þeir mörg góð tækifæri. Rann knötturinn þrisvar sinn- um eftir marklínu þjóðverjanna en óheppnin elti íslelndingana og tókst þeim ekki að skora nema eitt mark í hálfleiknum. þegar þjóðverjar sáu hinn á kveðna leik Islendinganna, tóku þeir upp svívirðilegan leik. — Hrintu þeir og brugðu íslend- Ingum hvað eftir annað. Einn- ig slóu þeir knöttinn hvað eftir annað með höndunum. Dómar- inn tók hvgrgi nærri nógu hart á þessum fantaleik þjóðverj- ánna. Var engu líkara én hann væri hræddur við að dæjna ái þá. Er 3 mín. voru eftir af fyrri hálfleik, fær Linken knöttinn fyrir marki Islendinga, en var sýnilega rangstæður. Hann gaf knöttinn til Lindemann, sem skoraði mark, 1:1. Islendingar mótmæltu þessu marki sem vonlegt var. I seinni hálfleik sýndu Þjóð- verjarnir liálfu meiri fantaskap. Var engu líkara en að hér væri Rugby-spilarar að verki. íslend- ingar lágu oft 2 og 3 eftir á vellinum þegar Þjóðverjar fönt- uðust sem mest. Er 2y2 mín. voru af leik tókst Þjóðverjum að skora mark, 2:1, Um 10 mín. síðar tókst þeirn að skora annað, 3:1. íslendingar tóku nú upp á- kveðnari leik. Gerðu þe,ir mörg hættuleg upphlaup. Er 25 mín.. voru af leik gerðu þeir fall- egt upphlaup. Jón Sig. skaut fallega á markið. Markvörðut greip, en um leið hlupu tveir Islendingar að honum. Snéri hann sér þá, í hring með knött- inn og stóð á marklínunni. Var þetta sýnilega taiark, en dómarinn dæmdi það ekki. Gekk þetta þannig allan leik- inn. Þjóðverjar sýndu svívirði- legan fantaskap, en dómarinn dæmdi mjög hlutdrægt. Urðu úrslit leiksins 3:1. Ef dómar- Framh. á 3. síðu. hann nú á ný hefði tekið þá í sátt við sig, vegna þess að hann vonaðist eftir aðstoð Sov- ét-RússIands gegn Japönum. — Hvernig væri unnt að ganga til samninga við mann ,sem ekki væri áreiðanlegri en þetta? spurði Konoye prins. Japanska stjórnin, sagði hann, myndi aldr ei semja við Chiang Kai Shek. Ef stjórn hans ekki félli með falli Hankow-borgar, sem hann taldi yfirvofandi, þá myndi Jap- anir halda áfram hernaðarað- gerðum sínum í Kína, unz þar væri komin á laggirnar stjórn, sem unnt væri að semja við. Uppelsnsrtoean seni ast sæbja tf| Vale c’a |T PPREISNARMENN ^ á Spáni segjast sækja stöðugt fram í áttina til Val- encia og vera nú aðeins 48 km. frá borginni. Segjast þeir hafa tekið 2000 fanga, náð á sitt vald 100 fer- mílum lands. Stjórnin tilkynn- ir, ap sunnan við Castellon hafi' hersveitir hennar í idag hrund- ið tveimur áhlaupum upp- reisnarhersins og hafi mannfall í liði uppreisnarmanna verið gíf- úrlegt. FO. í gærkv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.