Þjóðviljinn - 08.07.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.07.1938, Blaðsíða 3
P JOÐ VIL JINN Slysfarir á sj*ó á árinu 1937 minni en undan- farin ár Skýrsla Slysavarnafélags Islands •8E61 JIPÍ "8 uuiSEpn;soj itiiiitiiiiiiiiuumiiiiiiiimiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimumiMiiiiiiiiiiimHiiniiiiiiiiiiiiiimiiiimiimuiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiu Refkjanesferð F. U« K, Félag ungra kommúnista efnir um næstkomandi helgi til ferðalags suður á Reykjanes. Lagt verður af stað kl. 6. eftir hádegi á morgun, laugardag, frá Laugaveg 38 ,og ekið, í bílum alla leið til Reykjanessvita og tjaldað þar. Þaðan verður gengið á næsíu fjöll og umhverfið skoðað. Ennfremur verður hægt að baða sig í heitri „sjólaug''*, sem gerð er af náttúr- unnar hendi. Öllum er heimil þátttaka. Þeir sem ljósmyndavélar eiga eru hvattir til að taka þær með. Áskriftarlistar liggja frammi á afgr. Þjóðviljans. Hér birtist mynd frá Reykjanesvitanum. | Verkamannabréf 1 38SS8S8B8S8S8f K8SS$SSSsÍ Gamli kJarninD lifir. gMÓOVlUlieil Málgagn Kommúnistaflokks tslands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga ncma mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. I lausasölu 10 aura eintakio. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Hverju svara hægri foringjaruir? Árum saman hefir Kommún- istaflokkurinn unnið að því að sameina alla íslenska alþýðu. Flokkurinn hefir litið svo á, að alþýðan hefði ekki efni á því að eyða orku sinni til innbyrðis- baráttu. Ástandið í heiminum, hættan af fasismanum í fylgd með heimskreppum og hvers- konar félagslegum ófögnuði væri svo yfirvofandi, að gegn þessum staðreyndum hlytuönn- ur þýðingarminni dagskrármál að dragast í skuggann, þó að þau skipti mönnum annars í flokka, hvað viðhorf snertir til fjöldamargra þjóðmála. Kommúnistum hefir og verið það ljóst, að það var ekki að- eins alþýðan í bæjuiium, sem átti hér sameiginlegra hagsmuna að gæta, gegn sameiginlegum fjendum heldur einnig öll frjáls- lynd alþýða, sem býr í sveitum landsins. Þegar áþján Lands- bankans, fjársukk Kveldúlfs og fasistiskt lýðskrum íhaldsins er á öðru leitinu, falla hagsmunir og framtíð allrar alþýðu um sama farveg. Skoðanir kommúnista á þess- um málitfjj hafa rutt sér braut út til alþýðunnar, ekki aðeins þeirra ,sem fylgja kommúnist- um að málum, heldur einnig hinna, sem fylgja Alþýðuflokkn- um og Framsóknarflokknum. —• Samstarf þessara flokka hefir aukist víðsvegar og má nú heita víða um land hið besta. Það er oinkum á síðasta ári, sem skilningur Alþýðuflokks- manna hefir aukist í þessum efnum. Tæpt ár er liðið síðan Dagsbrún samþykkti áskorun til beggja verkalýðsflokkanna um að sameinast. Því máli reiddi þannig af að ýmsir af hægri foringjum Alþýðuflokksins klufu hann, eins og kunnugt er og ó- þarft er að rekja. I sumar sendi Jafnaðarmannafé- lagið Kommúnistaflokknum og stjórn Alþýðusambandsins til- lögur um sameiningu beggja flokkanna. Kommúnistaflokkur- inn hefir svarað þessum tillög- um játandi og stjórn flokksins lýst því yfir að hún muni leggja til við deildir og þing flokksins, að ganga að tillögum þessum. Alþýðubl.. hefir svarað tillög- um þessum með svívirðingum og bjálfalegum skætingi. 'Það hefir ekkert minnst á þörfina fyrir einingu alþýðunnar, sem Þjóðviljanum hefir borizt Ár- <bók Slysavaimafélags íslands 1937, myndarlegt rit og ýtarlegt um starfsemi Slysavarnafélags ins á síðastliðnu ári, sjóslyis á árinu og margt fleira. Birtir Þjóðviljinn hér kafla úr skýrslunni: SLYSFARIR OG SLYSA- VARNIR Á LIÐNU ÁRI. Slysfarir á sjó hafa verið með minnsta móti eða nokkuð fyr- ir neðan meðallag, frá því er Slysavarnafélag Islands var stofnað. Samtals hafa 27 inn- lendir menn drukknað á árinu, þar af 8 skolað út eða fallið fyrir borð á skipum, 11 drukkn-' að út af bryggjum og fast við land, og 8 drukknað af bátum, sem fórust. Meðal þeirra voru tveir unglingspiltar, sem drukkn uðu af smábát (kajak) í Þor- lákshöfn 4. apríl. Auk þess fórst einn enskur togari, „Loch Mor- ar“ frá Aberdeen, með allri á- höfn, 12 mönnum. Skipið strandaði að næturlagi milli það hrópaði hæst um í fyrra- haust og taldi þá „mál mál- anna“. Nú segir Alþýðublaðið að baráttan fyrir einingunni sé barátta gegn Alþýðuflokknum. Foringjar „Skjaldborgarinnar“ hafa ekkert látið til sín heyra í þessum efnum. Þeim hefirenn sem komiðer ekki þótttakaþví að virða tillögur þessar svárs. Hvað þeir gera síðar skal ósagt látið. Þrátt fyrir það þó að ýms á- kvæði í stefnuskrá og starfs- skrártillögum Jafnaðarmaunafé- lagsins mættu vera ljósar og afdráttarlausar orðuð en hér er gert marka þær þó öruggt spor í áttina að fullri sameiningu Al- þýðu- og Kommúnistaflokksins, þegar í haust. Grundvöllurinn er þegar fyrir hendi í öllum höfuðatriðum. Spurningin er eins ein, hvað gera hægri for- ingjar Alþýðuflokksins, er af- staða Finnboga Rúts afstaða þeirra eða ekki? Fyrir jól í Vetur taldi Stefán Jóhann Stefánsson sameiningar- málið það mál, sem skipti einna mestu fyrir alþýðuna, í bréfi sem hann ritaði Kommúnista- flokknum. Er hann enn á þeirri skoðun inn við beinið, þráttfyr- ir alla framkomu sína á Alþýðu- sambandsþinginu, í bæjarstjórn- arkosningunum og eftirþær, eða eru öll hans orð fals, nema þeg- ;ar hann vegur að alþýðunni? Þetta er sú spurning, sem öll alþýðan veltir fyrir sér, undir svari hennar verður afstaða al- þýðunnar til hægri foringjanna komin. Hvað gerir Stefán Jó- hann og sálufélagar hans? Verða þeir með eða móti al- þýðunni, þegar hún byggir upp einhuga samhentan flokk? Stokkseyrar og Eyrarbakka, í suðaustan stormi og aftaka brimi, 31. marz. Voru allir skip- verjar drukknaðir, þegar vart varð við strandið snemma morg uns, enda engar líkur til að mannbjörg hefði orðið, þótt fyrr hefði verið vitað um strand ið. Fjórir vélbátar yfir 12 smá- lestir fórust á árinu, og 9 vél- bátar undir 12 smálesta. Auk þess strönduðu 3 vélbátar yfir 12 smálesta ,er náðust út, og var gert við. Eitt síldveiðiskip, sökk, en skipverjar björguðust allir. Eitt vélskip, danskt, strand aði, en skipverjar björguðust allir. Fjórir enskir togarir hafa .strandað hér við land á árinu, auk þess sem áður var getið, en ekkert slys á mönnum hlot- izt af. Tveir þeirra náðust út aft ur og var gert við þá hér á landi svo að þeir kæmustheim. Hinir tveir eyðilögðust, „Fa- vorita“ og „Regal“. Sjötíu og sjö manns hefirver_ ið bjargað úr sjávarháska hér við land á arinu, þar af um eða yfir 40 fyrir atbeina Slysa- varnafélagsins; auk þess veitt margskonar hjálp og aðstoð eða óbeinlínis bjargað fólki. Á 1 árinu hefir félagið keypt björg- unartæki fyrir um 5000 kr., auk þess sem greitt hefir verið upp í björgunarskútuna, sem ætl- að er að starfa hér við Faxa- flóa og er nú hingað komin. Tvær slysavarnadeildir hafa verið stofnaðar á árinu, önnur á Húsavík, kvennadeild, og hin á Hólmavík. Félagatala S. V. í. mun svipuð og um næstu ár'a- mót á undan eða máske fleiri, eitthvað á níunda þúsund. Starf- semi félagsins hefir átt sömu vinsældum að fagna eins og á undanförnum árum. Velvilji al- mennings til þeirrar viðleitni fé- lagsins að draga úr sjóslysum, hefir komið berlega í ljós á ýmsan hátt, t. d. með margvís- lcgum peningagjöfum, áheitum, kaupum á minningarkortum o. fl. Á þessu ári hefir Slysavarna félagið einnig tekið upp slysa- varnir á landi, og hefir Jón Oddgeir Jónsson haft mest með þá starfsemi að gera. I Árbókinni er bent á þá stað- reynd, að á árunum 1880 til 1926, drukknuðu 70 íslending- ar hér við land að meðaltali á ári, en á tímabilinu 1928 til árs- loka 1936, eða frá því að Slysa- varnafélagið var stofnað, hefir drukknanatalan lækkað ofan í 43 að meðaltali á ári, þrátt fyr- ir óvenjumiklar slysfarir árin árin 1933 og 1936. Eru menn hvattir til að ganga í félagið og styrkja starfsemi þess. Ár- gjöld félaga undir 20 ára aldri er 1 króna, árgjöld félaga yfir tvítugt er 2 krónur, en æfi- tillag 50 krónur. Þriðjudaginn 28. júní síðastl. stóð fyrirspurn í Þjóðviljanum. Spurt var um það, hvað fram- færslufulltrúarnir í Reykjavík meintu með því að láta mann, sem er um áttrætt og auk þess heilsuveill og efnalaus, hafa 80 krónur um mánuðinn sér til framfæris, og borga af þeim 50 krónur í :húsaleigu. En þarna eiga hjón hlut að máli, en ekki einstaklingur, eftir upplýsingum sem ég hefi aflað mér. Útkom- an verður því enn verri, bara algerlega og nettskornar 15 kr. á nef til matar og annara nauð- synja. Nú hafa réttir aðilar enn ekki svo ég viti, svarað nefndri fyr- irspurn. Ég leyfi mér því að segja nokkur orð sem snerta það sem um er spurt. — — Meðferð sú og mannvirðing sem styrkþegar Reykjavíkur eiga við að búa, er bygð á þeim skrælingja hugsunarhætti, sem ríkjandi var fyrir mörgum öld- um síðan. Kjarni hans var á þessa leið: Þeir, sem af einhverjum á- stæðum reyndust ófærir um að bjarga sér sjálfir, voru látnir sæta allskonar mjög illri með- ferð. Sjálfsagt þótti það og rétt- mætt. Gamalmennum og öðr- um ómögum var Iógað á hrylli- legan hátt, og sumir látnirdeyja hungurdauða. Vitanlega voru engin framfærslulög þá, en sönn mannúð notar ekki og þarf ekki lög undirskrifuð af konungi. Hún fer ekki eftir neinum dutl- ungum valdasjúkra, vanþrosk- aðra sérgæðinga, sem naumast meta nokkurn mann neinsvirði nema hann hafi fullar !v '::r fjár. — Nú er búið að setja ný lög í 79 greinum, sem köíluð eru „framfærslulög“, en lítið bæta þau úr „skák“ gmnla vv - ans. Að yísu mæla þau svo fyr- ir, að styrkur fátækra sé svo mikill sem nauðsyn krefur, en framfærslunefnd skal dæma um hvað „rétt er“. Þarna er glompa á þessum lögum, sem nefndin mun einatt nota sér til að fara eftir hugsunarhættinum gamla og þrælslega. Því er álitamál hvort dæmið, sem hér varnefnt og litli styrkurinn til aldraða mannsins stjórnast ekki af hugs- uninni, sem ríkjandi var hér á landi fyrir rúmum 960 árum. Enda virðist framfærslunefndin, með fulltrúum sínum, stefna að því að styrþegar hreint og beint veslist upp og hverfi. Því all- ir vita, að sultur og klæðleysi verkar eyðandi á lífsþrótt hvers manns. Og það sem er enn meira, sálin þjáist með líkam- anum. Af tvennu illu, held ég að betra væri að stytta fólki aldur á fljótvirkari hátt en þann, að smá murka úr því líftóruna á löngum tíma, uns það hnígur í valinn fyrir skörðóttum brandi þröngsýnna þrælmenna. Svona til fróðleiks og betri skilnings á taugakerfi fram- færslunefndar má geta þess, að Jakob Möller mun vera for- maður hennar og fleiri góð- menni af sama stofni munu siíja þar og signa tillögur hans. Mér þætti vel, ef einliver vildi stinga niður penna og segja álit sitt um framfærslu- fátækra hérna í ’jhöfuðstað lands ins, Reykjavík. Z. (Frh. af 1. síðu.) ir . verklýðsíéiaganna. Það er skilyrðislaus krafa, að gérfi- nieirihluii Skjaldborgarinnar | siali Rauðhólum og öðrum eign j um verklýðsfélaganna til réttra | cigcnda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.