Þjóðviljinn - 13.07.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.07.1938, Blaðsíða 1
3. ÁRGANGUR MIÐVIKUD. 13. JCLÍ 1938. 159. TÖLUBLAÐ Munið leshringinn í kvöld. ¦ i Svifflugvél. Þrjár konur fljúga þvert yfir Sovétríkin án millilendinga. Pær eru liðsforingiar í flug- her Sovéiríkjanna. IEINKASKEYTI TIL ÞJÖÐV. MOSKVA 1 GÆRKV. þrjár sovétflugkonur hafa enn á nf vakið athygli alls heimsins á flugafrekum í Sovétríkjunum, með því að fljúga á ein-hreyfils sjóflugvél án mill'lendingar þvert yfir Sovétríkin, frá suðri til norðurs. Fhigkonurnar eru liðsforingjarnir Polina Qsipenko, Vera Lo- mako og Marina Raskova. Pær lögðu af stað á laugar- dagsmorgun frá Arkangelsk-fló- anum, með það fyrir augum, að fljúga frá Svartahafinu til Hvítahafsins, þvert yfir landið, Flugvélin hóf sig auðveldlega til flugs og íenti að 10y2 k|st. liðnum á Kolmosu-vatninu, 15 km. fyrir sunnan Arkangelsk. . Leiðin- var 2416 km. og var því flogið með .228 km. hraða á íklstJ til jafnaðar. • " Mestöll leiðin er yfir land að fará ,og jók það á hætturnar við að fljúga í sjóflugvél. Veð- urskilyrði voru mfög slæm mik- inn hluta leiðarinnar, og urðu flugkonurnar hvað eftir annað að fljúga gegnum skýþykni eftir áhöldum einum. Polina Osipenko og Vera Lo- mako eru báðar framúrskarandi liernaðarflugmenn og gegna báð ar trúnaðarstörfum innan flug- flota Sovétríkjanna. Marina Ras- kova er lærisveinn flughetjunn- ar Beljakofs. Hún er ágætur flugmaður og kennir við flug- háskóla Rauða hersins. Sem stendur er hún að búa sig undir flugferðir í heimskautaföndun- um. Sovétstjórnin sendi flugkonun um heillaóskaskeyti í tilefni af afreki þeirra. l FRÉTTARITARI Esperantófélagið í Reykjavík boðar til fundar miðvikudag- inn 13. júlí kl. 9 e. h. á Hótel Skjaldbreið. Búlgarski rithöfund urinn, Ivan Krestanoff, flytur þar kveðjuerindi, og síðan verð- ur tekin ljósmynd af fundar- nvönnum. Ivan Krestanoff feraf landi burt næstu daga með Sel- fossi eftir rúma sjö mánaða dvöl hér á landi og óskar að geta kvatt sem flesta íslenska esoer- antista, bæði eldri og yngri, á fundinum. Oerið því svo vel og sækið vel fundinn. Norrænt ken»- aramót að Laugavatni í gær kl. 6 e. h. var sett norrænt kennaramót að Laug- arvatni. Erlendir þátttakendur eru um íjjörutíu, þar af 15 frá Noregi, 10 frá Danm^rku, 9 frá Sví- þjóð og<3 fra Finnlandi. Islenzkir þátttakendur eru um tuttugu. Mótið stendur yfir alla þessa viku og verða haldnir margir fyrirlestrar um íslenzk efni og icrlend, og fleira gert til fróð- leiks og skemmtunar. Um helg- ina verður ferðast til Skálholts, Gullfoss og Geysis, og á mánu- daginn fara mótsmenn til Ping valla og þaðan til Reykjavíkur. Lýkur mótinu með miðdegis- veizlu norræna félagsins að Hótel Borg n. k. þriðjudag, Hlatleysisstefnan í framkvæmd. LONDON í GÆRKV. F. U. Spánska stjórnin birtír í gær langt ákæruskjal gegn Itölum. M. a. er því haldið fram, að ítalskir hermenn séu nú látnir, ganga í spanska málaliðið (út- lendingasveitina) undir öðrum en sínum eigin nöfrium, tilþess iað komast hjá því að verða ^endir heim sem erlendir sjálf- boðaliðar. Samkvæmt opinberri tilkynn- lingu, sem birt var í Rómaborg í dag, hafa ítalskir flugmenn í liði Francos skotið niður 580 flugvélar fyrir stjömarhernum frá styrjaldarbyrjun óg' tíl þes&a dags. 180 ítalskir flugmenn hafa falh'ð í laftárásum, 21 verið teknir til fanga, en 9 er saknað. ABIsherjariKÖtið; ¥w\ú ný Islands- met setl, þrátt fyrtr kuldann. Allsherjarmótið hélt áfram í gærkveldi. Veður var kalt og áhorfendur fáir. prjú ný met voru sett, í 200 m. hlaupi, stangarstökki og kringlukasti. Fara hér á eftir úrslitin í hinum einstöku greinum: 200 m. hlaup: 1. Sveinn Ingvarsson, K. R., 22-8 sek., nýtt met. 2. Baldur Möller, Á., 23,4 sek. 3. Haukur Claessen, K. R., 24,3 sek. 4. Jóhann Bernard, FC R., 24,5 sek. Gamla metið var 23,3 sek, sett í fyrra af Sveini. Tími Bald urs er líka óvenjulega góður. Hástökk: 1. Guðjón Sigurjónsson, F. H., 1,60 m. 2. Sigurður Norðdahl, Á., 1,55 m. 3. Kristján Vattnes, K. R., 1,55 m. 4. Sigurður Qíslason, F. H. 1,47 m. 800 m. hlaup: 1. Einar S. Guðmundsson, K.R., 2:7,5. 2. Gunnar Sigurðsson, Í.R., 2:7,5. 3. Sigurgeir Ársælsson, Á., 2:7,6. 4. Ólafur Símonarson, Á., 2:7,6. Hlaupið var mjög spennandi, eins og sjá má af úrslitunum. Stangarstökk: 1. Karl Vilmundarson, Á., 3,45 m., nýtt met. 2. Hallsteinn Hinriksson, F. H., 3,30 m. 3. Ölafur Erlendsson, K. V., 3,20 m. 4. Ingibergur Vilmundarson, Á. Fyrra metið var 3,40 og átti Karl' það líka. Ólafur Erlends- son reyndi utan keppnmnar að stökkva 3,45. Pað mistókst að vísu, en hami skorti sýnilega mjög lítið, aðeins dálítið betra lag. v 1ÓÓQ0 m. hlaup: 1. Magnús Guðbjörnsson, K.R., 37:08,0. 2. Jón H. Jöhsson, K. R., 37:56,3. > 3. Þorkell Þorkelsson, Á., 38:19,6. Kringhikast: ,1. Oiafur Guðmundsson, I.R., 41,34 m., nýtt met. 2. Karl Vilmundsson, Á., 32,49 m. 3. Jens Magnússon, Á., 32,49 m. Kristján Vattnes átti gamla metið, sem var 41,09 m., sett í fyrra. 1000 m. boðhlaup: 1. A-sveit K.R., 2:07.6. 2. Fimleikafél. Hafnarf. 2:12,8. 3. Ármann 2:14,7. 4. B-sveit K.R. 2:17,8. Eftir daginn í gær hefir K.R. 125 stig, Ármann 87, og Fim- leikafélag Hafnarfjarðar 30. Síðasti dagur mótsins er í dag og fer þá fram fimmtar- þraut og kappgangan, sem þyk- ir eitt skemmtilegasta atriði mótsins. í kvöld verður haldinn dans- leiku'r í Iðnó fyrir keppendur og starfsmenn allsherjarmótsins og aðra íþróttamenn. Hefst hann kl. 10 og verða aðgöngu- miðar seldir í Clðjiór í dag. Heimsfrægnr skiðakennari til Islands. Öll líkindi eru til þess at næsta vetur komi hingað ti! lands heimsfrægur skíðakenn- ari, Tyrolarbúinn Toni Seelos. Stjórn í. R. skrifaði honum i vetur og spurðist fyrir um. hvort hann myndi fáanlegur ti^ að koma hingað. Hafa síðan far ið fram samningar og sam- þykkti Kolviðarhólsnefndin í fyrradag, að ganga að kostunr þeim, er Seelos seltti. . Er gert ráð fyrir, að hanr dvelji hér á landi þrjá mánuði næsta vetur við kennslu. Sviffluga flaug yfir bænum í gær- : kvöldi og komst húti upp í 1500 metra hæð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.