Þjóðviljinn - 15.07.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.07.1938, Blaðsíða 1
3. ARGANGUR FÖSTUDAGINN 15. JÚLI 1938 161. TÖLUBLAÐ:, Henlein hefir I hótunnm. LONDON í GÆRKV. F. U. Fagfélög, sem tilheyra Hen- lein-flokknum í Tékkóslóvakíu, hafa komið sér saman um að jgera tilraun til þess, að koma á allsherjarverkfalli á morgun, í þeim tilgangi að knýja fram kröfur Súdeten-Þjóðverja. Til- efni þessarar ákvörðunar er sagt það, að Krofta, utanríkis- málaráðherra, hafi haldið ræðu Og sagt, að ríkisstjórnin sæi sér ekki fært að verða við öllum kröfum Henleins. Takist félögunum að knýja fram verkfall þetta óttast menn að afleiðingarnar geti orð ið mjög alvarlegar. Skemflferð Æskulýðsklúbburinn „Spart- akus" iefnir til skemmtifarar wm n. fc. helgi upp að Sand- skeiði. Lagt verður af stað á sunnudagsmiorgun kl. 8 f. h. og tjaldað undir Vífilfelli. Gengið verður á Víhlfell fyrir hádegi og síðan horft á svifflugsýning una. Ef næg þátttaka fæstverð tir farið á laugardagskvöld kJ- 8 og hafst við í tjöldum um nóttina. Þeir þátttakendur, sem tjöld eiga, eru beðnir að taka þau með sér. Öllum heimil þátttaka. Áskriftarlistar liggja frammi á afgreiðslu „Nýs lands" og í bókaverzl. „Heimskringla". Lagt verður af stað frá afgr. ,,Nýs lands", Hafnarstr. 21. Kimversklr smáskæm- hðpar Agna elnnlg Pelplng Kímrerskl fIngtaerlnn taef»r slg snjög 1 firamml. SeinMð Mamsfnknó^iiiaiiiia gerir nppreisn gegn Japonnm. EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐV. MOSKVA 1 GÆRKV. Yfirforingi áttunda kínverska hersins, kommúnistahers- höfðfeiginn Tsjú-de, hefir í símskeyti til blaðanna í Hankau skýrt frá sigrum smáskæruhópanna í Peiping-héraðimi. I Dagana 7. og 8. júlí stóðu harðar orustur við Mentork- ov fyrir vestan Peiping, og var Peiping dögum saman raf- magnslaus. Hinn 7. júlí náðu kínverskir smáskæruhópar járnbrautar- stöðinni Liansiang, fyrir sunnan Peiping, á sitt vald. Kínverj- ar tóku þar mikið herfang, skotfæri og fanga, og eyðilögðu járnbrautarlest. Japanir sendu þegar hjálpar- Hð frá Peiping, og með því fjórar hernaðarflugvélar. En Kínverjar eyðilögðu alla síma- þræði og járnbrautarlínur í kringum járnbrautarstöðina,og hefir Japönum ekki enn tekizt að ná borginni. Frá Hankau berst sú fregn, að 2. júlí hafl setulið maiisjú- kúó-manna í borginni Kútsjen,g í suðvesturhluta Sjansí-fylkis, gert uppreisn gegn Japönum. Hófst uppreisnin með því, að uppreisnarmennirnir brenndu nokkrar japanskar flugvélar er stóðu á flugvelli borgarinnar, og drápu flugmennina. HsatiflDflina lokið. Hughes kom til New York í gœr eftir 91 klst. flug. LONDON í GÆRKV. F. U. Samkvæmt útvarpsfregnum frá New York eru hnattflugs- mennirnir lentir heilu og höldnu. Ógurlegur mannfjöldi hafði safnazt saman til þess að fagna þeim, og voru fagnaðar^ lætin meiri en dæmi eru til viQ kbmu flugmanna til NewYorfc Flugmennirnir lentu kl, 5.37 eft- ir íslenzkum tíma. Flugmennirnir voru 3 sólaa> hringa, 19 klukkustundir og ca, 17 mínútur í hnattfluginu. KómmúziistaflokkuriÐe fær þrjá menn i hreppsaefndir á Jokul- dal, HröarstuDguog Eiðaþínghá Við hreppsnefndarkosningar í Múlasýslum hafði Kommún- istaflokkurinn lista í kjöri í 3 hreppum. í Hróarstunguhrepp fékk listi Kommúnistaflokksins 19 atkv. og var Sigurður Árnason bóndi á Heiðaseli kosinn. Framsókn fékk 29 atkv. og einn mann, íhaldið 48 atkv. og 3 menn. Kommúnistar vildu hafa sam- vinnu við Framsókn og fram- Sóknarmenn ýmsir vildu það líka, en aftu-rhaldið í jFramsókn varð ofan á, einkum fyrir at- beina Þorsteins kaupfélagsístj. á Reyðarfirði. Sameinaðir hefðu kommúnistar og fram- sóknarmenn fengið meiri- hluta. — Hinsvegar kusu þeir saman í sýslunefnd og sigruðu — og eins í fræðslu- nefnd. I Jökuldalshreppi var og kos- inn einn kommúnisti, Þórður Þórðarson, bóndi á Gauksstöð- um, — einn framsóknarmaður og 3 íhaldsmenn. í Eiðaþinghá var kosinn einn kommúnisti, Einar Björnsson, Mýi-nesi, og 4 framsóknar- menn. k nokkrum stöðum annars- staðar austanlands, hafði verk- lýðshreyfingin lista í boði, t. d. bæði á Vopnafirði Dg Reyð arfirði. ^ Reyðarfirði komst 1 verklýðssinni að með 47 atkv., Framsókn hafði 98, en íhald- ið rúm 40 atkv. Tsjú-de. Kínverski herinn var í sókn í áttina til Kútsjeng, og náði hann borginni á sitt vald 4. júlí. 1 norðurhluta Kiansi-fylkis, á vígstöðvunum fram með Jang- tse-fljóti, hefir kínverski her- inn gert gagnáhlaup og unnið aftur nokkuð af stöðvum þeim, fcr Japanir hafa tekið síðustu vikur. Flugher Kínverja hefir sig mjög í frammi. 12. júlí vörp uðu kínverskar flugvélar sprengjum á japönsk herskip á Jángtse-fljóti. Urðu 9 skip- anna fyrir skemmdum. 10. júli flugu tvær kínverskar flugvél- ar yfir SjangKai í mikilli h'æð, en sneru aftur til heimkynna sinna án þess að varpa nein- um sprengjum. FRÉTTARITARI Dagsbrúnarmenn. Munið að þeir félagsmenn, sem ekki hafa greitt árstillag sitt fyrir árið 1937 innan 1. ágúst þ. á. eru ekki lengur full- gildir félagsmenn. Þeir fé- lagsmenn, sem ekki hafa greitt tillag sitt fyrir s.l. ár, eru því mintir á |ið gera skil hið fyrsta. — Skrifstofa félagsins er opin daglega frá kl. 5—7 e. h. Glæsilegurflugdag- ur á Sandskeiði. Kjarlan Guðbrandsson er yfir 5 klukkusíundir í lofíi samflevíí. í )gær var tíðindamönnum blaða -og útvarps boðið upp( á Sandskeið, til þess að horfa á svifflug og kynnast vinnu- brögðum þar og námstilhög- un. Einnig var þeim skýrt frá undirbúningi undir flugdaginn á sunnudaginn kemur, og regl- um um próf, bæði í renniflugi og svifflugi. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, er hér nú þýzkur svifflugleiðangur frá Aero- Club von Deutschland, til þess að kynna mönnum hér nýjustu tækhi í svifflugi og renniflugi. Hefir leiðangurinn meðferðis svifflufifur af ýmsum gerðum og stærðum og auk þess eina hreifilflugvél. Foringi þessa leiðangurs er Baumann flugkennari og auk hans Ludwig svifflugkennari og Springbock svifflugmaður. Er hér nú starfandi nefnd frá öllum flugfélögum landsins, sem hefir annast móttöku hins' þýzka leiðangurs og hefir einn ig á hendi allan undirbúning undir flugdaginn. Guðbrandur Magnússon for- stjóri skýrði blaðamönnum frá störfum nefndarinnar, erfiðletk um hennar og sigrum. Bað hann blöðin að geta þess, að ýmsir einstaklingar og stofnanir hafi veitt nefndinni: margháttaðan stuðning, og- hann óskaði sérstaklega að þess yrði getið, hve miklá velvild og skilning blöðin hefðu sýnt þessari starfsemi. Að lokinni skoðun á flugtækj um og áhöldum var mönnum boðið í hringflug um nágrenn ið í hreyfilflugunni, sem Bau-i mann stjórnaði. Afaapr dagsins ^Samkv. uppl. Ludwigs yfir- flugkennara). Fyrstur hóf sig til flugs Kjart an Guðbrandsson á renniflug- unni Zögling, og hélt sílg) í þpp- st;reymissvæðinu í hlíðinni norð an við Vífilfellið í!36 mín. Leifur Grímsson fór næst |ippl í sömu flugu og var uppi í 22 mín. Næst flaug einnig Leif- &r í '25 mín. ; pá. Kjartan, og nú á svifflugu Var hann hafin.ti íil flugs á vírstreng kl. 13,05 með skipun um að koma ekki fýr niður en leftír 5 klst., ef verða mæltíi. Lenti hann aftur heilu og höldnu á flugvellinum kl. 18,07, 0a eftir 5 klst. og 2 mífi. sam- fellt flug. Hélt hánn sig í upp- streymi af undirfellum Vífil- fells, lengst af í 400 m. hæð, en komst hæst í 860 metra hæð. Uppstreymið reyndist vera 4—5 metrar á sek. ; Meðan á þessu langa og erf- iða flugi Kjartans stóð, skeði margt á Sandskeiðinu. Leifur flaug tvö flug í 16 mín. hvort, og hafði þannig lokið prófi sem kallað er meira C. Næstur flaug Björn Pálsson og náði C-prófi í annari at- rennu, og þá með 12 mín. flugi. Þá. Hafliði Magnússon, sem tókst að ná C-prófi í fyrstu atrennu með 34 mín. flugi. Allir þessir þrír flugu á skóla vél. Þessu næst flaug Leifur, og nú á sviffiugunni Grunau Baby, hinni sömu og Kjartan, og með sömu fyrirskipanir. Að 42 mín, liðnum lenti hann sakir þess, Framh; á 3. eíðtt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.