Þjóðviljinn - 15.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.07.1938, Blaðsíða 2
Föstudaginn 15. júlí 1938. P JOÐVILJINN Æskulýðsmótið í Ála- % borg 6.-7. ágúst. Æsban og s|Alfstæðlsmilln Sú kynslóð, sem nú er að al- ast upp á íslandi, þekkir sjálf- stæðisbaráttuna aðeins af af- spurn. Hún hefir alist upp og mótast í stjórnarfarslega frjálsu landi og notið þannig þess arfs sem eldri kynslóðin og bestu forverðir sjálfstæðisbaráttunnar lögðu henni uppj í hendur. Framtíð íslands sem sjálf- stæðs ríkis byggist að miklu leyti á því, að unga fólkið í landinu kunna að meta frelsið, skilja hverja baráttu það kost- aði og gera sér fulla grein fyrir því, hvað' í húfi er, ef þjóðin glatar frelsi sínu og sjálfstjórn. Það ber sjaldan við nú orðið, að það sé brýnt fyrir æskulýðn- um að gæta vel fengins frelsis og réttinda þjóðarinnar. Undan- tekning frá þessu eru þó skrif Morgunblaðsins um „dönsku hættuna“ og hinar kunnu ræð- ur Sigurðar Eggerz um sama efni. Og því undarlegra er þetta hvorttveggja ,þar sem það er á almanna vitorði, að einmitt flokkur Sig. Eggerz og Mbl.,, er nátengdari Dönum en nokkur annar stjórnmálaflokkur í land- inu. í**1 •$. Að athuguðu máli munu allir (Frh. á 4. síðu.) Vonandi ber friðarþing æsk- unnar í Nevv York gæfu til að taka þessi mál svo föstum tök- um, að friðinum í heiminum Passionaría, leiðtogi spánska Kommúnista- flokksins verður sennilega einn ræðumanna. Eins og Þjóðviljinn hefir áður um getið, verður æskulýðsmót Norðurlanda háð í Álaborg í Danmörku dagana 6.—7. ágúst. Það er þegar vitað, að þetta mót verður stærsti viðburður- ínn í æskulýðshreyfingu Norð- urlanda á þessu sumri. Mörg hundruð æskumanna og kvenna í Svíþjóð og Noregi hafa tilkynt þútttöku sína, og í Danmörku sjálfri búa sig þúsundir undir för til Álaborgar. Þátttakan verð ur þannig miklu meiri í ár en hún var í fyrra á hinu ágæta æskulýðsmóti í Gautaborg síð- astliðið sumar, og var það þó m. a. sótt af 300 æskumönnum og konum frá Noregi. En það er þó ekki aðeins hin fyrirsjáanlega mikla þátttaka, sem mun setja svip sinn á æsku lýðsmótið, heldur og einnig hin fjölbreytta og aðlaðandi dag- skrá þess. Sama dag og komið verður til Álaborgar verður ferðast um umhverfi hennar, merkir staðir skoðaðir og að lokum kqmið saman á gestgjafahúsi, matast þar og síðan stiginn dans. Daginn eftir, kl. 10 að morgni hefst aðaldagskráin með því að þátttakendur safnast saman og fánar verða dregnir að hún. Síðan verður haldið til íþrótta- vallar, þar sem íþróttasamkepni mótsins fer fram. Þar ætla knatt Passionaria. spyrnuflokkar frá Kaupmanna- höfn og Svíþjóð, Noregi og Ála- borg að keppa. Klukkan V/a verður komið saman á stærsta torgi borgar- innar, „Gröntorvet", og þaðan gengið fylktu liði til aðal-sam- komuhúss Álaborgar, „Aalborg Hallen“, þar sem fundur verð- ur haldinn. Á fundinum, sem verður þungamiðja mótsins, munu útlendir gestir frá Spáni, Frakklandi, Tékkóslóvakíu, Eng landi ,Noregi, Svíþjóð og fleiri löndum, tala og færa æskulýðn- um kveðjur. Það er gert ráð fyrir, að hin heimsfi'æga frelsis- hetja og stolt spönsku þjóðar- innar, Passionaria, muni koma til mótsins og tala þar. Og fari svo, er ekki vafi á því, að mót- ið mun bergmála um gervöll Norðurlönd og verða hin stærsta og mesta sýning á frið- ar- og frelsisvilja æskulýðsins, sem nokkurn tíma hefir þekst í Danmörku. Æskulýðsmótið í Álaborg verður háð í tákni friðar og lýðræðis, í tákni baráttunnar gegn sókn fasismans norður á bóginn, fyrir sjálfstæði Norður- landa og einkum þó Danmerk- ur. En samtímis verður það skemtileg viðkynning æskulýðs hinna norðlægu landa og til- valið tækifæri fyrir þá, sem geta til að nota sumarfrí sitt til þátt- jtök!ui í mótinu og njóta um leið hinnar fögru dönsku náttúru. Þátttaka íslensks æskulýðs í Álaborgarmótinu er erfið- leikum bundin, bæði vegna fjar- lægðar og þó einkum kostnaðar Samt vonum við fastlega, að hin íslenska frjálshuga ogfram- sækna æska muni eiga sína full- trúa á þessu móti;, og því fleiri sem þeijr verða, því traustari böndum tengist hún samherjum sínum á Norðurlöndum í bar- áttunni fyrir lýðræði, frelsi og friði. AlþJ éðaftur ey iflng æskniiii- ar til varnnr friðnnm. II. fridarping æskunnar vcrður í New York dagana 15. til 22. ágúst, Það hefir áður verið getið um II. friðarþing æskunnar sen\ haldið verður í ;New York 15. —22. ágúsit í sumar í ;æskulýðs síðu Þjóðviljans og skýrt nokk- uð frá undirbúningi þess, sem jnú er í 'fullum gangi um allan heim, að fasistalöndunum, Þýskalandi, ítalíu og Japan frá- töldum. » 1. friðarþing æskunnar sem haldið var í Genf, sumarið 1936, þar sém m. a. var mætt- ur núverandi sambandsstjóri U. M. F. í., kom því til leiðar, að síðan hafa víðsvegar um heim verið skipulögð friðarsam tök æskunnar. Og að þessu standa því sterkari og fjölmenn- ari samtök en að þinginu íGenf I þessi samtök hefir æskan safn- ast, þrátt fyrir mismunandi skoð anir á pólitík, trúmálum og slíku, og af öllum kynflokkum. Þar starfa saman sambönd ungra kommúnista, bindindis- Allar upplýsijngar vi/ðvíkjandi æskulýðsmótinu í Álaborg verða gefnar á ritstjórn Þjóðviljans eftir kl. 1 e. h. — Sími: 2270. sambönd, kristileg sambönd ungs fólks o. s frv. En þessari æsku er allri sameiginlegt þafr áhugamál, að verja friðinn í heiminum, að vilja gera alt, sem unt er til að koma í veg fyrir nýtt heimsstríð, þar sem æskumenn, fegurstu og hraust- ustu synir þjóðanna séu brytjað ir niður, þar sem varnarlaust kvenfólk og börn sé drepið á hryllilegasta hátt í þúsunda og miljóna tali. Hinni friðarsinnuðu æsku heimsins er líka stöðugt að verða það betur ljóst, að það er ekki nóg að lýsa fylgi sínu við friðinn og andúð sinni á villimensku styrjaldanna, held- ur þarf einnig að benda á hvað- an stríðshættan stafar og hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar tU þess að tryggja friðinn. Þessvegna taka þessi 40 milj. félög hinnar friðarsinnuðu æsku óhikað afstöðu gegn yfirgangi fasistaríkjanna í Abessiníu, Kína og á Spáni. En það þarf að gera meiia. Æskan verður líka að benda á og beita sér fyrir ráð- stöfunum gegn friðarspillunum. Hún verður að krefjast refsiað- gerða, sem ekki séii eintómt kák, gagnvart öllum friðrofmcn. Hún verður að fordæma hik- laust alla undanlátspólitík, sem gefur fasistunum undir fót- inn og berjast gegn henni ísínu eigin landi. Hún verður að þora að skoða Sovétríkin sem Örugg- asta og djarfasta málsvara frið- arins í heiminum og tengjast æsku þeirra nánari vinarbönd- um. Og hún verður að finna' það, að sameining allrar alþýðu gegn hinu fasistiska afturhaldi í heiminum er öruggasta leiðin til þess að tryggja friðinn. Fundur á æskulýðsmótinú í G’autaborg. verði verulegur styrkur að.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.