Þjóðviljinn - 16.07.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.07.1938, Blaðsíða 3
PJOÐVILJINN Laugardaginn 16. júlí 1938. lilðOVIUINN Málgagn Koinmúnistaflokks ístands. Ilitstjðri: Eixiar Olgeirsson. Ritstiórn: Hverfisgata 4, (3, hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftargjald ú mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. í lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Skipulagsbreytieg Kommúnista og jafnaðarm. greindi á um skipulag verka- lýðshreýfingarinnar, löngu áð- ur en Kommúnistaflokkurinn var stofnaður hér á landi. Eft- ir því ,sem áhrif kommúnista uxu í verkalýðsfélögunum, fór að koma fram markvís við- leitni jafnaðarmanna til að gera fagfélögin að flokkspólitísku einokunartæki, þó að það tæk- ist ekki nema með því að kljúfa félögin og lama samtökin. Þessi viðleitni þeirra fer stöð ugt vaxandi, þar til samþykkt er að útiloka alla aðra frá full- trúaréttindum fyrir verkalýðs- félög á Alþýðusambandsþing, nema yfirlýsta janfaðarmenn. Jafnframt er gert ráð fyrir því, að menn af öðrum flokkum haldi áfram að vera meðlimir félaganna, eigi bara að vera réttindalægri en aðrir. Með þessu móti hefir orðið til skipu lagsleg flækja, sem orðið hefir fagfélögunum til bölvunar og hindrað eðlilega þróun þeirra. Kommúnistar hafa frá byrj- un barizt fyrir því, að stofnað yrði fagsamb., er væri skipulag lega óháð pólitískum flokkum, og þar sem allir meðlimir væru jafnréttháir um mál samband^- ins. Um þetta hefir baráttan staðið, og þessi stefna hefir átt sívaxandi fylgi að fagna. Nú er svo komið, að þorri Alþýðu- flokksmanna hefir gert sér ljóst, að sá skipulagslegi hræri- grautur, sem nu er í alþýðusam tökunum, sé þeim til trafala, og eru fúsir á að vinna með kommúnistum að nýju og betra skipulagi verkalýðshreyfingar- innar. Samband verkalýðsfélaga, er byggt væri upp eftir þeirri stefnu, sem kommúnistnr hafa frá því fyrsta barizt fyrir, gæti þegar í stað orðið stórveldi í verkalýðsmálunum í landinu, og rekið sterkari og öruggari hagsmunabaráttu fyrir meðlimi sína, en verkalýðsfélögin eru fær um nú. Hinsvegar væri þá bundinn endir á það ófremdar- ástand, að meðlimir stjórnmáía- flokka, sem eru andvígir sósí- alismanum, geti haft meiri og minni áhrif á stjórnmálaflokk alþýðunnar, og þá stefnu, er sá flokkur tekur á einstökum tímum. Til að sýna hve fjar- stætt þetta er, má benda á, hvernig yfirvöld Sjálfstæðis Á að láta heildsalana græða á neyð félksftns, eða á að gera alvðra ár því að nota gróða þelrra til að bæta ár bágtnd» nm verbamanna. bæada oa fiskimanaa Ástandið í landinu er orðið mjög alvarlegt. Þorskveiðin hef- ir brugðist jafnilla og undan- farin ár. Með síldveiðina lítur enn sem komið er svo aivarlega út, að til hruns horfir, ef ekki verður bráð breyting á. I sveit- unum, einkum norðan- oganst- anlands er grasspretta slærn og þurkur enginn. Það sverfur að verkamönn- um, bændum og fiskimönnum um land allt. Á Siglufirði bíða þúsundir atvinnulausar eða vinna fyrir gýg. Og í Reykjavík er atvinnuleysið skelfilegra en nokkuru tíma hefir verið síð- ustu árin og horfurnar fram- undan hinar ískyggilegustu. Ofan á þetta bætist svo síð- asta svar breska bankavaldsins til ríkisstjórnarinnar fyrir munn Magnúsar Sigurðssonar: Ekkert lán, nema rétt til að standa í skilum með afborganir og rent- ur af ríkisskuldunumk. -— Og Pétur Halldórsson flækist á naz istafundum utanlands, til að spilla þannig fyrir lánstrausti landsins, — en ekkert gengur með hitaveitulánið. Erfiðíeikarnir frá náttúrunn- ar hendi og lánsneitun erlenda auðvaldsins þýða það, að ís- lenáka þjóðin verður að spara. En hvað á hún að spara —það er málið, sem nú verður deilt um og barist um. Tslenska alþýðan er vön við að spara — og vön við sparnað arprédikanir eyðsluseggjanna. Og íslenskir verkamenn, bænd- ur og fiskimenn eru líka reiðu- búnir til að spara, til að neita 'sér um enn fleira en þeir neita flokksins hafa fengið aðstöðu til að blanda sér í innanflokks deilurnar í Alþýðuflokknum. Allmargir verkamenn telja sig sjálfstæðismenn. Stjórnir og blöð flokks þeirra hvetja þá til að styrkja eflir megni ann- an deiluaðilann innan Alþýðu- flokksins, og þessi stuðningur flokks, sem er fjandsamlegur sósíalismanum, og verkalýðs- hreyfingunni,' getur á vissum augnablikum hafí úrslita-áhrif. Slíkt skipulagsástand verka- lýðshreyfingarinnar er óhæft með öllu. Pað verður í náinni framtíð að þoka fyrir öðru fyr- irkomulagi, er tryggir heil- brigða þróun hreyfingarinnar. Skipulagslegur skilnaður -póli- tísku og faglegu hrevfingar- innar, óháð fagsamband með fullu lýðræði ineðlimanna og sósíalistískur • verkalýðsflokkur, er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir sterkri og lífhæfri verkalýðs- hreyfingu. sér um nú, þegar óviðráðan- legir erfiðleikar náttúrunnar eða þeirra eigin frelsisbarátta krefst þess, — en þeir fara ekki að láta sultinn sverfa að konum stnum og börnum, með- an þúsundir auðmanna og há- tekjumanna lffa óhófslífi á kostn að almennings og græða svo miljónum króna skiííi, þrátt fyr- ir vaxandi neyð fólksinjs(. Pjöðin verður að spara sér heildsalana. Ef innflutningurinn til lands- ins verður að minka, sökum erfiðleikanna, þá verður fyrsta verkið að verða það, að svifta heildsalana algerlega öllum yfir ráðum yfir innflutningnum, láta gjaldeyririnn til samvinnusam- takanna og smákaupmannanna, — en spara þjóðinni þær 3—4 miljónir sem heildsalar Reykja- víkur hafa grætt að undanförnu árlega. Nær það í. d. nokkurri átt, að einn lyfsali í Reykjavík geti grætt 100,000 til 200,000 krónur árlega meðan þúsundir manna hafa vart til næsta máls? Þjóðin hefir ekki efni á að láta heildsalana raka af sér 3—4 miljónir króna á ári. pað fyrsta, sem íslenska þjóðin verður að spara við sig, eru heildsalarnir og okur þeirra. Meðan þeir eru til og halda áfram að græða, þýðir ekki fyrir valdhafana að tala um sparnað við hið vinn- andi fólk. Pað verður að skera nið- ur háu launin. Þegar búið væri að svifta heildsalana möguleikunum til þess óhófslífs, sem þeir íiúlifa í á kosinað almennings, væri stórt spor stigið til að lækka lífs-„standard“ yfirstéttarinAar í Reykjavík og heildsalaMíkan yrði þá ekki lengur til þess að framkalla með samkepni sinni þau háu laun, sem nú eru höfð í þeim fyrirtækjum, sem hið opinbera hefir áhrif á, af því ella gætu menr. þeir, sem hið opinbera vill fá í þjónustu sína, haft svo og sVo mikinn gróða af vcrslunarbraski. Þá væri hægt að byrja fyr- ir alvöru að lækka háu launin í þeim fyrirtækjum, sem ríkið á, styrkir eða á annan hátt heldur uppi. Þá mætti byrja með að afnema það hneyksíi að 6 menn í Landsbankanum skuli samtals hafa 100 þúsund krónur í laun. Það er engin ástæða til að menn eins og Magnús Sigurðsson, KieharO Thors og aðrir slíkir sitji með yfir 20 þúsund króna laun, þeg- ar þjóðin á við neyð að búa. Og það er heldur ekki ástæða fyrir ríkið til að styðja þau fyr- irtæki með 200 þús. kr., sem íhafa í árlegan gróða upp undir miljón króna og greiða for- stjóra sínum um 25 þús. kr. í laun, eins og Eimskipafélag ís- lands. Sama máli yrði að gegna um þau fyrirtæki, sem ríkið heldur ■uppi með framlögum bankanna — meðan það ekki lætur gera þau upp. Kveldúlfur og önnur slík fyrirtæki eiga ekki að hafa leyfi til að greiða forstjórum sínum hærri Iaun, en þeir vilja sjálfir skamta sjómönnunum,— annars væri ef til vill tilvalið, að láta Jón Pálmason ákveða laun Kveldúlfsforstjóranna og einkasöluforstjóranna, jafnhá bæði, svo íhaldið þyrfti ekki yfir hlutdrægni að kvarta. Pannig fengjusi miljónir iil að efla atvinnulífið Míeð því að þurka upp gróða hieildsalanna og lækka stórum laun hálaunamannanna, má spara þjóðhrni upp undir 5 miljónir króna. Við það aðlétta hinum þunga skaííi af atvinnu- lífinu, sem gróði hringanna og heildsalanna nú er á því, er beinlínis verið að gera ráðstaf- anir til þess að atvinnulífið geti blómgast, eða að minsta kosti sligni ekki undir þeim þungu höggum, sem það verður fyrir af náítúrunnar völdum. Og með sparnaði á búskap ríkisins, banka og þeim skyldum fyrir- tækjum má spara stórfé, sem verja. má til aukinna fram- kvæmda ríkisins, til að draga úr böli atvinnuleysisins. Það, að afnema gróða heild- salanna og lækka laun hátekju- manna, þýðir því alls ekki að draga úr atvinnulífinu, heldur þvert á móti að efía það. Meira að segja, gróðamöguieikar þeirra atvinnurekenda, sem setja fé sitt í hagnýta fram- leiðsln, væru alls ekki skertir með þessu. Það, sem væri af- nufnið, er hinsvegar okurversl- unarauðvaldsins og spillandihá- tekjur einstakra manna í opin- berri þjónustu. Þessar aðgerðir yrðu að vera fyrsta svar þjóðarinnar við vax- andi kreppú, auknum erfiðleik- um af náttúrunnar völdum og þarafleiðandi bágindum. Yfirgnæfandi meirihluti ís- lensku þjóðarinnar stendur bak við þessar kröfur. Mönnum eins og Ólafi Johnsen, Stefáni Thor- arensen, Scheving Thorsteins- son eða hverjum oðrum há- tekjumanni, er ekkert vand- Pétur Sigurcsson, tráboci, skrif- ar í gœr postullega grein i Nýja dagblabil), um bindindi, og illt inn- rceti bladamanfia. Einkum finnst honum að stjómmdlaflokkarnir geri mikið að pví að ala upp leti og ómennsku í mönnum, með pvi að dekra fyrir peiin. ** ' Margt af orðum Pétims er at- hyglisvert, ekki siðnr en orð nafna hans gamla ,sem lika var trúboði. En pað er ekki nóg með pað að stjómmálaflokkarnir spilli mönnun- um, heldur er pað lika svo, að mennimir spilla stjórnmálaflokkun- uni með pvi að dekm fgrir peim og ala upp i peim ýmsa iesti. ** Til eru skrifanar og postular, sein passa sig alltaf með að skrifa ú vixl i blöð peirra stjómmálaflokka, er mest hafa völdin ú Alpingi, segja peiin öllum ofurlítið og al- mennt til sgndanm, en gœta pess aa stgggja engan pað mikið, að pað geti 'skert vel peginn rikisstyrk, sem hinir spilltu stjómmálaflokkar verða að sampgkkja árlega. * Petta gefst Ijómandi vel. Stef- rín Jóhann hugsar meo sér: ■ „Hann skrjfar jú i Alpýðublaðið, vinsam- lega!“‘ jónas frá Hriflu lwislar: „Skrifar hann ekki í Nýja dagblað- ið, Gísii?“ Og Magnás dósent imn eftir greininni i Morgunbiaðinu. — Allar hendur pjóta i ioft. En post- ulinn fer heim og grkir skammar- kvœði um pá menn, sem lifa á op- inberum stgrk. - Svona gengur pað tíl í lifinu, Pétur minn. ** Pýski Moggi aughjsti ekki jarð- arför frá Litvinoffs i ga r, — ekki komu heldur neinar frpgnir um pað, ,lwernig veslings Dimitroff liði i fangelsinu. Pað hlýtur pó að heyr- ast eitthvað meira um svo sögulega viðburði. ara að lifa á 2000—6000 krón- urn en sjómönnunum á Gull toppi, bændunum i Kelduhverii eða verkamönnunum á möiinni í Reykjavík. Eigi að spara, þá verður að byrja að spara þar, sem eitthvað er til að spara, — og það er- það sannarlega hjá þeim mönnúm, sem hafa 100 þúsund krónur í árstekjur og þar yfir. íslenska þjóðin krefst þess af vinstri flokkum landsins og stjórn þeirri .sem njóta vill stuðnings verkamanna og bænda, að hún geri nú þegar ráðstafanir til að framkvæma þessar sparnaðarráðstafanir þjóðarinnar. Og þá fyrst, ef þær væru ffamkvæmdar, mætti fara að athuga fleiri, ef þetía ekki reyndist nóg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.