Þjóðviljinn - 17.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.07.1938, Blaðsíða 2
Simnudaginn 17. júlí 1938. P JOÐVILJINN Norrant lýðræðl og þýzM elnræðlsvald. Hðfandnr greinnr þessarnr Caleb J. Anderson, er Jafnadarmaðar. Birtlst grelnin nýlega í sænskn jafnaðarm.blaðl Það þarf «kki að dvelja lengi í Suður-Jótlandi til að komast að því, að hinn „stór-þýsk'i“ áróður á þar við erf'iðar ástæð- ur að etja. Félagsleg og at- vinnuleg afkoma Suður-Jót- lands hefir batnað stórlega undir stjórn Dana s.l. 18 ár og hinsvegar er Þýskaland svo mærri, að íbúunum er auðvelt að afla sér sæmilegrar fræðslu um ástandið þar og gera sam- anburð. Mann fer fljótlega að gruna, að s'ú togstreita milli Dana og Þjóðverja hér, sem blöðin láta sér svo tíðrætt um, eigi aðal- upptök sín við ritstjórnarborð- m. » : Það verður ekki annars vart, en að þýski minnihlutinn lifi í góðri sambúð við meirihlut- ann danska. Við atkvæðagreiðsl una 1920 taldi þessi minnihluti 25% allra kjósenda við síðustu þjóðþingskosningar. 1935 var var hann aðeins 15.4%, 12.621 kjósandi. Þjóðverjar skilja hér undan- tekningarlítið dönsku og mæla gjarna á danska tungu. Á gest- gjafa- og kaffihúsum sitja Dan- ir og Þjóðverjar hverjir innan um aðra og eru ósköp kumpán- legir. Einangraðir árekstrar geta vitanlega komið fyrir og óróa- seggir og æsingamenn eru að sjálfsögðu til hér eins og ann- arsstaðar, en hitt, að Þjóðverjar Suður-Jótlands séu óánægðir með dönsk yfirráð, er fölsun á staðreyndum. Og þegar blöð þriðja ríkisins tala um kúgaðan og hundsaðan minnihluta í Suður-Jótlandi, er óhætt að vísa því til föðurhúsanna sem blekkingu og lýðskrumi. Það er áreiðanlega sein fundinn ann ar staður, þar sem minnihluta þjóðarbrot býr við manhúðlegri aðstæður en einmitt hér. Meðan Þjóðverjar ríktu hér var dönsku skólunum lokað hverjum af öðrum, svo að 1888 fyrirfanst enginn skóli í Suður- Jótlandi, þar sem kent væri á dönsku, þó voru íbúar lands- ins að yfirgnæfandi meirihluta Ðanjjrv Nú eru 32 almenningsskólar og 54 einkaskólar, þar sem kenslan fer fram á þýsku — og alls eru aemendur í þessum skóluæ um 4000. í hverjum hrepp, sem hefir minst 20% þýskra kjósenda sem eiga til samans 10 börn, er séð um að kensla fyrir þau fari fram á þýsku. Hinir mörgu ei.nkaskól- ar njóta einnig ríkisstuðnings eftir almennum reglum. í mörg um skólum fara fram reglulega guðsþjónustur á þýsku. Þjóð- ernislega minningardaga getur» hver haldið hátíðlega eftir vild •mg í tímarit sín geta Þjóðverj- arnir skrifað eins og þeim best líkar. Það er vissulega torráðin gáta, hvað nazistarnir þarna eiga við, þegar þeir í blöðum sínum eða á mannfundum eru að krrefjast menningarlegrar sjálfstjórnar fyrir þýsku íbúana. Þeir gæta þess líka að skil- greina ekki nánar þetta hugtak. Stór hluti Þjóðverjanna, hversu þýsksinnaðir sem þeir kunna að vera, stendur miklu nær Dan- mörk nútímans en þriðja ríkinu — og um fram alt er þeim ljós sá reginmunur, sem er að at- vinnulegum og félagslegum kjörum beggja landanna. Danskur kaupsýslumaður sagði við mig fyrir skömmu: „Ef Þjóðverji er óánægður mjeð ástandið hér, ráðleggjum við honum að fara í heimsókn yfir landamærin. Það dugar venju- lega“. Þegar ég kom að landamær- um við Krusaa, sá ég að þetta var virkilega haldgott varnar- lyf gegn áróðri nazismans. Kru- saa er ekki stór bær, en þar eru margar verslanir. Ég ætlaði að ná í landslagskort og fór inn í búð í því skyni. En það var undarleg sjón, sem blasti við mér. Á búðarborðinu lá stærð- arhrúga af smá-pökkum. Éggat mér fyrst til ,að þetta mundu vera brjóstsykurspakkar, því að þeir gátu varla vegið meira en 100 gröm hver. Mér varð samt fljótlega ljóst, að mér hafði skjátlast og að þessir smápokar höfðu að geyma ýmiskonar vör- ur. Hinumegin við búðarborð- ið stóð röð af kössum, sem voru fullir af þessum jafnstóru — eða öllu heldur jafnlitlu — pokum. Þaðan tók búðarþjónn- inn þessa smápoka og lagði í ihrúguna á borðinu, eftir þvl sem viðskiftamaðurinn las upp • af pöntunarlistanum. Áður en viðskiptamaðurinn fékk troðið pinklunum í bakpokann, kom ég tölu á þá — þeir voru 53. Þegar búðin tæmdist skömmu síðar, lét ég undrun mína í ljós við einn búðarþjóninn, yfir þessari smásöluverzlun. — Já, þetta lítur máske dá- lítið undarlega út, svaraði hann en hér er allt miklu ódýrara en í Þýzkalandi. Þar kostar t. d. sykurpundið 39 phenninga en 21 eyri hér, og svo eru margar vörur, sem fást þar alls ekki. Franskbrauðið er alveg grátt á litinn. Hveiti er ekki til. — Þjóðverjar hafa leifi til að flytja með sér héðan tollfrjálst undir 100 grömmum af ýms- um vörutegundum — samt ekki öllum — og við höfum hér tilbúna 98 gramma poka í þessu skyni. Flestir viðskipta- mennirnir leru frá Flensborg, sem cr 6—7 kílémetra héðan. Hve marga þýzka viðskipta- vini hafið þér á degi hverj- um? spurði ég. — Það eru ekki svo margir — 50—60 á dag — og stund- um uppj í hundrað. Áður, þegar við gátum selt smjör, ost og egg — stóðu menn í löngum röðum hér fyrir framan og biðu eftir afgreiðslu. En upp á síðkastið hefir þeim verið bannað að taka þessar vörur — Sögðuð þér, að sykur- pundið kostaði 39 pfenninga í Þýzkalandi? — Já, sykurinn þar kostar svona þrefalt—fjórfalt meira en hér, ef reiknað er eftir gengi. Og hvernig eru launin? Qetið þér séð mursteinsþakið þarna fyrir handan, hélt hann áfram og benti í suðaustur. „Það er koparverksmiðja. Nokkrir af verkamönnum þar eru viðskiftavinir okkar. Viku- laun þeirra eru 28—30 mörk — og þeir eiga fyrir konu og börn- um að sjá“. „ .... Þá ráðleggjum við þeim að fara í heimsókn yfir landamærin. Það dugar venju- lega“. Þessi orð danska kaup- sýslumannsins endurhljómuðu í eyrum mér. Án stuðnings frá þriðja ríkinu mundi suður-jóski nazisminn þegar verið liðinn undir lok. En með þessari aðstoð sunn- an að getur hann rekið sína há- væru lýðskrums- og auglýsinga starfsemi — og dregið fram líf- ið. En þessir talsmenn fyrir end urskoðun landainæranna Þjóð- verjum til ávinnings, eru svo gjörsnauðir að rökum, að út- breiðslustarf þeirra getur vart gert Danmörku mikið tjón. Nazistarnir eru nóg'u skynsam ir til þess að hrópa ekki vígorð sitt um „blóð og jörð“. Allir vita, að frá örófi alda hefir Suður-Jótland verið dansktland og er enn. Nazistarnir eru meira að segja farnir að tala um, að landamæri sem byggð eru á skoðanalegri afstöðu fólks, séu hin einu réttu. Nazistarnir á Suður-Jótlandi geta að vísu vakið óró og ó- vissu meðal íbúanna og spilt þannig fyrir sambúðinni milli þýska minnihlutans og danska meirihlutans, en án þýskrarinn- rásar verður Suður-Jótland’ aldrei lagt undir Þýskaland. Drukknun. 1 fyrradag fannst lík ungrar ,stú!ku í höfninni. Reyndist það vera Hanna Helga Kristjáns- dóttir ,starfsstúlka á Sjúkrahú(Si Hvítabandsins. Hanna var um tvítugsaldur, utan af landi. Á J>eim tíma þegar hreppstjórar voru margir í liverri sveit, bjuggu eitt sinn tveir hreppstjónar í Bjarn- eyjum á Breiðafirði. Þar voru og fleiri bændur. Svo bar við að prest- ur kom að húsvitja í eyjunum, og voru þá hreppstjórarnir báðir við- staddir og sátu saman meðan á yfirheyrslunni stóð. Prestur spyr þá einn bóndann hver séu náðarmeðul- in. Bóndi þegir, en prestur sér að annar hreppstjórinn brosir við, ogvtíkur sér að honum með spurn- ingiina og segir: „Máske þér vilduð segja mér það“? Hér kom enn þögn á móti, en þá vikur hinn hreppstjór- inn sér að embættisbróður sínum og segir: „Segðu guðs orð“. Hinn áræddi ekki að hafa það eftir, en ýtir á hann og segir: „Segðu það sjálfur", og svo lauk, að hvoruguij þorði að kveða upp úr fyrir prest- inum. •• Þjóf einum sem var sagt að bæta ráð sitt og liætta að stela, tók því vel og sagði: „Það verður alt að fara eftir hentugleikunum". ** Formaður nokkur í Bjarneyjum, sem Guðlaugur hét, sagðist ekki geta kastað þungum steini á guð, þó hann gæfi sér ekki meira en öðrum. •* Maður nokkur sagði ,að alt væri, forgengilegt nema það ,seni guð hefði sjálfur skapað. * Einu sinni var karli sýnt nýfætt barn, og spurður að hvernig hon-' um litist á það. Honum þótti barnið óburðugt og sagði: „Það er ekkert verk á barninu". •• Bóndi nokkur á Belgsá í Fnjóska- dal, sem bjargaðist sæmilega og þurfti lítið til annara að sækja, var líka hreykinn yfir sjálfum sér og hafði fyrir. orðtak: „Gott er það sem guð og menn gefa, ep best er þó að taka hjá sjálfum sér. ** Kona ein sem lá á banasænginni og vissi að hún mundi innan skams deyja, sagði: „Drottinn minn! að dey.ja nú frá allri málnytunni". ** Kerling kom eitt sinn á prests- setur þar sem hæns voru; en þau hafði kerling aldrei séð. Þegar hún kemur heim sagði hún fréttimar, og meðal annars sagði hún: „Það eru skrítnir hundarnir hjá prestinum okkar". •• Maður nokkur sem var að byggja sér smiðju, en var fátækur af bygg- ingarefni, sagði: „Það er ekki gam- an að vanefnaskortinum, þegar mað ur má til að kljúfa tro raftana í einn“. ** Gamall hestajárningamaður sagði: ^Ég herði æfinlega svo fast snæri utan um flipann á hestunum, sem ég m^ian ég er að járna þá“. — En ég gef þeim vænt högg sitt undir hvorn“, sagði aðstoðarmaður hans. ** i Karl var einu sinni að hjúkra veikum kvenmanni ,sem Guðrún hét og var að gæta að hvort hún væri lífs eða liðiin. En af því hann var í vafa um hvort væri, sagði Iiann: ^Segðu til þess Gunna hvort þú ert dauð“. Næturlæknir: í nótt: Karl S. Jónasson, Sól- eyjarg. 13, sími 3925. Aðranótt: Grímur Magnússon, Hringbraut 202, sími 3974. Helgidagslækn- ir í dag: Kjartan Ölafsson, Lækjargötu 6 B, sími 3003. Næturvörður verður í Ingólfs- og Lauga- vegsapóteki þessa viku. Útvarpið í dag. 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í DómkirkjunnL Prrestvígsla. Guðmundur Helgason cand. theol. vígður að Staðastað. 12.20 Hádegisútvarp. 15.00 Útvarp fra flugstefnu á Slandskeiði. 17.40 Útvarp til útlanda. (24.52 m. 19.10 Veðurfrcgnir. 19.20 Hljómplötur: Klassisk göngulög. • 19.40 Auglýsingar 1960 Fréttir. 20.15 Erindi: Frá París til ís- landsmiða, I. Adólf Guð- mundsson, dómtúlkur. 20.40 Hljómplötur. a. Söngvar úr óperura. b. 2105. „Hnotubrjótur", svíta eftir Tchaikowsky. 21.30 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: „ i 10.00 Veðurfrcgnir. 12.00 Hástegisútvarp. 15.00 VteðurfregHÍr. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Vöggu- söngvar. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Sumarþættir. V.Þ.G. 20.40 Hörpuleikur. Frú Nanna Egilsdóttir. 21.05 Útvarpshljómsveitm leik- ur alþýðulög. 21.30 Hljómplötur: Kvartett, Op. 18, nr. 3, eftir Beeth«ven 22.00 Dagskrárlok. ^ 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.