Þjóðviljinn - 19.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.07.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudaginn 19. júlí 1938. ÞJÓÐVILJINN Sovétflugmaðurinn Gromoff heiðraður á 38. þingi Alþjóðasambands flugfélaga(F. * ✓ . j . ....: A. I.) i Berlín fyrir heimsmet í langflugi. Þýzku nazislarnir reyna árangurslausi að breiða yfir afrek sovétflugm. í þágu menningar og framfara Eftir S, A. Danilín einn af fulltrúum Sovétríkjanna á þinginu. Það er sérstaklega erfitt fyr- ir Sovét-borgara að gera sér glögga grein fyrir ástandinu í Þýskalandi. Maður hefir sífelt á tilfinningunni, að hér hvílir hið þunga farg herbúðaragans á fólkinu, menn þora ekki að anda frjálst eða tala svo, sem þeim býr í brjósti. Við, borgarar hins glaðvær^ Sovétlands, finnum sérstaklega til þess, hvað lifið hér er dap- urt og gleðisnautt. Það voru lika ömurlegar mót eftir getu til að kynnast ásíand- inu. Það var ekki auðvelt verk. Allsstaðar voru lögreglunjósnar ar á hælum okkar. Þeir lágu fyrir okkur við húsdyr, þutu á leftir okkur í bifreiðum, fylgdu okkur fótgangandi á götunni og snuðruðu uppi hvert okkar fótmál. „Það er nóg af njósn- urum og lögreglu í Þýskalandi. Það ber víst lítið á atvinnuleys- inu í þeirri starfsgrein. En með öllu þessu er ekki unt að breiða yfir hin mörgu brauðjs — og að borða mikið af brauði sé hegningarvert óhóf Að verða að hlusta á þvílíkt þvaður soltinn og matarlaus, er vart til þess fallið að gera þýzkum borgurum glatt í geði. í stað náttúruafurða koma hvarvetna gervivörur. Allir þessir „miklu árangr- ar“ þýskrar efnafræði eru hvorki bragðgóðir og því síður saðsamir. Fátæktin, sem fasistarnir hafa leitt yfir landið, blasir ekki að- Nasistarnir gaspra, sem kunn ugt er, mikið um yfirburðihins norræna kynstofns og alls, sem hann afrekar. Við vorum þarna um sama Ieyti og flugið frá Berlín til | Kairo fór fram. Og var það af i blöðum og víðvarpi útbásúner- i að sem hið voldugasta alþjóð- lega flugafrek. Flugvélinni var hrósað, sem hinni fullkomnustu í heimj, og kunnátta flugmann- anna var óviðjafnanleg. Flug- vélin varð samt að nauðlenda í bakaleiðinni frá Kairo. — í sama mund barst okkur fregnin af flugi vinar okkar, Kokkinaki,. frá Moskva til Vladivostok. Þið getið gert ykkur í hugarlund fögnuð okkar og hrifningu. Dáð ir og afrek Sovétlandsins verða ekki dulin eða þögð í hel til lengdar, hvað sem fasistarnir leggja á sig í því skyni. Þau munu brjóta sér braut aðhjört- um fólksins. Morð nazistanna á Liselotte Her- mann oq féiðonm bennar veknr viðbjóð nm alian heím. Hví þegja íslensku borgarablöðin nm þenuan glœp. Flugvélin sem Gromoff noíaði, er hann fiaug yfir heimskauíLð t0g setti heimsmet í langflugi tökur, sem fasistaríkið bjó okk- ur sendinefnd sovétanna, sem vorum þangað komnirtilaðtaka þátt í 38. ráðstefnu Alþjóðlega flugferða bandalagsins. Stra.x við landamærin vorum við skiid ir frá hinum farþegunum, og embættisliðið við landamærin rannsakaði með mikilli ná- kvæmni öll okkar skjöl og skil- ríki, og stóð það yfir í meira en hálfa klukkustund. En alt reyndist að vera í lagi og sendi nefndin komst klaklaust yfir landamærin. Á ráðstefnunni létu fasistarn- ir einskis ófreistað til að þegja í hel og breiða yfir það, að Sovétflugmönnunum var veitt- ur de-la-Oeaux-heiðurspening- urinn. Afhendingar-athöfnin fór mjög hátíðlega fram að við- stöddum fulltrúum 24 ríkja, stjórnarsendisveitum og þýsk- um flugmönnum. En hvorki blöðin eða kvikmyndahúsin mintust á það einu orði að sov- étflugmennirnir hefðu hlotið heiðurspeninginn. Jafnvel mynd tökumenn kvikmyndahúsanna, hurfu á þessu hátíðlega augna- bliki út úr salnum. í getuleysi sínu til að draga á nokkurn hátt úr flugafrekum Sovétríkjanna, reyna fasistablöðin að dylja þau fyrir almenningi. Þannig leið ráðstefnar.. pkkair í Þýskalandi notuðum viff sérkenni í lífi hins nýja Þýska- lands. Sérstaklega verður Sov- borgarinn hissa á hinum mikla sæg „marsérandi“ manna. Á strætunum mætir maður við hvert fótmál fylkingumj í meira eða minna hernaðarlegum ein- kennisbúningum. Á gangstéttun um sjást brúnskyrturnar þjóta fram hjá. Andlit fólksins á göt- unni eru döpur og óánægjuleg — eins og þau hafi stirðnað í dapurlegum kvíðafullum hugs- unum. Auðsjáanlega fcllur verkalýð Þýskalands þessi hernaðargaura gangur ekki í geð. Sérstaklega er ömurlegt að sjá börnin. Á leiðinni til Dresden sáum við sæg af þeim smáhermönnum í brúnum einkennisbúningum. Það er sagt, að börnin fari grát- andi til herbúðanna. Þar verða þau að sofa á hálmi og eru þjálfuð þar og útþvæld frá | morgni til kvölds. Auk þtss fá þau ekki nóg að borða. Hvííík- ar andstæður, ef við berum það saman við hinar glaðværu tjald búðir unghcrjanna okkar. Yfirleitt getur þýska þjóðin ekki borðað sig sadda. Smjör fæst aíls ekki í búðum og í veit- ingahúsum ber þjónninn aðeins nokkrar brauðsneiðar á borð. En víðvarpið öskrar því hærra og stöðugar, um að kart- öflur geti fyllilega komið í stað eins við manni í búðum. Jafn- vel höfuðborgin sjálf, Berlín, ber það utan á sér. Við höfðum búist við að sjá hreinlega borg, þar sem alt væri í stökustu röð og reglu. — En göturnar voru fullar af ryki og bréfarusli, sem vindurinn .þyrlaði til og frá. Við komum einnig til Ham- borgar. Þar er meiri umferð, enda setur hin alþjóðlega höfn svip sinn á borgina. En hvergi er djúpið meira milli fátækra og ríkra. Annarsvegar dýrleg skrauthýsi í skrúðgrænum görð- um, hinsvegar ömurlegustu fá- tækrahverfi með dimmum, rök- um og óvistlegum húsum. Við höfurn allir verið áður í Þýska- landi — og okkur er ekkert Ijósara en að lífskjör alþýðunn- ar hafa stórkostlega versnað. L e i k h ú s i n, k v i k m y n d a h i s ■ in og söfnin eru auð að fólki. Við gengum gegnum mann- tóma safnsalina og \erð hugs- að til Tretjakoffssafnsin: ■r.kkar eða keisarahallarhmnr, og a.lls þefs reginfjölda verkamanna, samyrkjubænda og rauðliða, sem skoða þau daglega. í hin- um stóra kvikmyndasal —UFA höllirini sem rúmar nokkrar þúsundir manna ,voru aðeins tvö hundruð áhorfenda. Njósn- irnar hafa gert þýsku þjóðina að heimakúrum, sem forðastall an félagsskap. Mánuður er nú liðinn síð- an Hitlersböðullinn var látinn hálshöggva hina ungu móður, Liselotte Herrmann, ásam't þrem meðföngum hennar. Vér höfum nú um mánaðarskeið beðið þess með athygli, hvort „hinir sívakandi málsvarar mann úðarinnar“, Morgunblaðið, Al- þýðublaðið & C., tækju nú ekki bráðum að birta eitthvað af sín- um funandi vandlætingargrein um um grimmdaræði og blóð- veldi. Einn hinna hálshöggnu var ungur meðlimur kaþólsks félagsskapar — og er ekki Mbl. málsari kirkju og kristni? Einn var ungur jafnaðarmaður, en annar starfsmaður verklýðsfé laga — og er ekki Alþýðubl. talsmaður þeirra aðilja? Og öll fjögur voru líflátin fyrir sakleysi, aðeins vegna sinna andíasistísku skoðana. — En „málsvarar mannúðar- innar“ meðal íslenzkra borgara blaða þegja eins og stéinar. — Morgunblaðið brosir í kamp- inn með velþóknun í hveíi skipti sem Hitlersböðlarnir fremja nýtt níðingsverk, og Al- þýðublaðið lætur sér vera fjand ans sama. Öðruvísi var, þegar stórglæpamenn voru teknir af Iífi í Sovétríkjunum, að dómi og lögum, og heiminum þar með bjargað frá þeirri styrjöld, sem þeir höfðu stofnað til og undirbúið. Þá var ekki djúpt á „mannúðinni“ hjá blöðum í- haldsins og Skjaldborgarinnar. Hér skulu nú birt nokkur um- mæli, sem sýna, hvernig er- lend blöð og fréttastofnanir líta á þetta síðas'a níðingsverk naz- ista: Blaðið „République“ í Stras- bourg skrifar: 1 „Að dæma menn ti! dauða fyrir skoðanir þeirra, að láía hálhöggva unga möður með handöxi — það geta ekki aðrir jgert en þeir menn, sem nú uní fimm ára skeið haía verið að leiða þýzku þjóðina nær og tiær glötuninni“. Svissneska blaðið „National Zeitung“, Basel, skrifar: „Nazistastjórnin virðist eklít telja sig trygga í ses,si, þar sem fangelsi og fangabuðir nægja íekki lengur til að kæfa mót- þróa almennings aí rún lega 5 árum liðnum, og hún verður að Jgrípa til þess svívirðilega bragðs, að íaka af lífi konu, unga móður“. Blaðið „Freiheit“ í Zurich skrifar um morðið, og hvetur flokka og félög til að mótmæla: því. Blaðið segir: „Enginn má láta sem slíkir óheyrilegir glæpir séu honum! óviðkomandi“. Svipuð eru ummæli annara svissneiskra blaða, og eins hol- lenzku blaðanna „Het Volk“ og „Het Volksdagblad“. „Escher Tageblatí“, Luxem- burg', skrifar: petta nýja níðingsverk al- ræðisstjórnar Hitlers hlýtur að vekja viðbjóð um ?l!m heim og herða alla frjálslynda menn í þeim ásetningi að berjast gegn þessari ógnarstjórn, sem dag- lega eykur tölu píslarvotta sinna úr stétt verkalýðsins“. Blöðin í |Prag fluttu því nær öll fregnir af morðinu ogeins ýms blöð á Norðurlöndum, ■eins og t. d. „Ny Dag“ í Sví- þjóð. R. Sörensen, þingmaður Verkamannaflokksins enska, skrifar: „petta er hroðalegasta ó- dæði nazistastjómarinnar þýsku . . . en vér erum sannfærðir um, að dauði þessara fjögjra andstæðinga fasismans hefir ekki verið til einskis“. Frú Corbeít-Ashby, varafor- seti Frjálslynda flokksins í Eng- landi, segir í viðtali við frétta- ritara fréttastofunnar „Agence- France-Mande“ í París: „petta morð á hinni ungu þýsku móður er glæpur, sem- mun vekja andúð og skelfingu um allan heirft. f nafni flokks míns og alls almennings í Eng- landi læt ég1 í Ijósi hinn megin- asta viðbjóð á þessu skelfilega morði“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.