Þjóðviljinn - 20.07.1938, Side 2

Þjóðviljinn - 20.07.1938, Side 2
Mjðvikudaginn 20. júlí 1938. ÞJÓÐ VILJINN AtviBMleysið i Hafiarfirði. 200 atvinnuleysingjar, engin atvinna * Verkamenn krefjast vinnu af ríki og bæ. Kona nokkur sem var við lestur á föstudaginn langa, og heyrði lesna piningarhistóríuna, segir eftir lest urinn: „Mikil er sagan ef hún væri sönn“. • • Vestfirskur skipstjóri ,sem þótti harður í fyrirskipunum sínum við háseta, var eitt sinn á innsiglingu. Þegar komið var nærri legunni er stýrimaður búinn að ganga svo frá akkeri skipsins, að ekki þurfti ann- að en sleppa því lausu. Matsveinn- inn var ungur piltur og gáskafull- ur, hin mesta hermikráka, en skip- stjóri var sérkennilegur í rnáli. Þeg- ar inn á höfnina kom, en þó langt frá legustaðnum, og skipið enn á mikilli ferð, kallaar matsveinninn: „La gaa!‘“ (láttu fara). Stýrimaður bregður við og sleppir akkerinu, og alt í sjóinn. — Segir skipstjóri þá, sem frægt er orðið: „Hver andsk ... . sagði la gaa, la gaaj! sjálfur gat ég sagt La gaa, la gaa‘“. •• Þann 9. júlí 1876, var uppi fótu' og fit i Reykjavik. Ekkert póstskip var þó komið. En hvað var annars um að vera? Við vatnspóstinn í Aðalstræti voru konur og unglingar að segja fréttir en aðrir hlustuðu á, vöguðu á stað með vatnsföturn- ar og sögðu þegar heim kom óvana- leg og ný tíðindi, en þau voru þessi: „Áttæringur frá Isafirði er kominn. Formaðurinn heitir Sölvi Þorsteins- son og þrír með honum. Þeir sigldu fyrir öll annes og voru tvo sólar- hringa á leiðinni". Fréttin þótti mörgum ótrúleg ,en samt var hún sönn. Jón Magnússon, fyrrum Vest- urlandspóstur, keypti skipið þar vestra og lét færa það hingað. — Hver mundi hafa vitað um nú, þó t. d. „Fossamir" hefðu komið með trillubát að vestan? Líklega fáir nema þeir, sem bátinn fluttu og þeir sem vinna hjá Eimskip. — Þann 9. þ. m. voru 62 ár síðan þetta skeði. — (Aðsent). ** Um aldamótin síðustu var maður einn á Vesturlandi sem Jón hét. Hann kunni allar Andrarímur utan að og kvað úr þeim við raust. Einu sinni er hann hafði lokið kveð- skap sínum, sagði hann: „Það er ég viss um, að aldrei hcfir neinn kappi Islandi verið annar eins og Andri‘“. Var honum þá bent á Gunn- fir á Hlíðarenda og Grettir Ásmunds son. „Já“, segir Jón. „Ég hef oft ver ið að hugsa um það með sjálfum mér, að hvernig á því hefir stað- ið að þeir reyndu aldrei með sér, þó hafa þeir Grettir og Andri altaf verið að ráfa hér um fjöllin í 20 ár“. *• Eitt sinn er lömb voru rekin á fjall og rekstrarfóikið kom heiin aftur, hafði það orð á hve illa lömbin hafi rekist. Kona ein á bæn- um furðaði sig hvað mest á þessu bg segir: „Alveg er ég hlessa! Ogg lömbin sem eru rekin þessa leið á hverju ári“. Viimur gjaldeyris nefnd að því að auka atvinnuleys iö í landinu — í þágu erlendra iðn aðarhringa? Hagtíðindin fyrir júní skýra frá því, að innflutn- ingurinn til maíloka hafiver ið sem hér segir á tveim vöruflokkum, og eru aftan við settar tölurnar yfirsama tíma; í 'fyrra: Efnivörur til iðnaðar 1938, 910 þús .kr., 1937, 1051 þús .kr., 1937, 53 þús.kr. þús. kr. Hreinlætisvörur 1938, 104 Hráefnin til innlenda iðnað- arins hafa minkað, en út- lenda iðnaðarvörurnar í hreinlætisgreininni hafa tvö- faldast. M. ö. o. vörunum frá Lever Brothers, Henkel & Co. og öðrum erlendum hringum eru veitt sérréttindi, heildsalarnir í þeim vörurm fá helmingi meiri innflutn- ing en áður, — en innlenda iðnaðinum er neitað um hrá- efni, takmarkað við hann meira en fyrr. Vill gjaldeyrisnefnd gefa skýringu á þessu fyr- fyrirbrigði? Maður nokkur samdi grafskrift eftir vin sinn látinn svo hljóðandi: Þú, Pétur Sigurðsson, sætlega blund þr ríú, í lífsuiiprisu von, átján hundr uð og þrjú. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hélt fund um at- vinnuástandið í bænum s. 1. inánudag, eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær. Á fundinum var eingöngu rætt um atvinnuleysið og hvaða ráð- stafanir bæri að gera til þess, að bæta úr því neyðarástandi, sem nú ríkir í Hafnarfirði. — Voru verkamenn á einu máli um það, að beita samtökum sín um til hins ýtrasta, til þess að knýja fram vinnu af hendi rík- isstjórnarinnar, og var sam- þykkt í einu hljóði áskorun til hennar um að hefja að nýju vinnu í Krísuvíkurveginum. — Nefnd frá bæjarstjórn hafði tal af ríkisstjórninni s. 1. mánudag, og mun nefnd þessi hafa reynt að fá stjórnina til að hefja ein- hverja vinnu fyrir Hafnfirð- inga. — Nefnd þessi mætti þó ekki á fundi verkamannafélags ins, og ekki heldur neinn af bæjarfulltrúum verkalýðsins. Verður það að teljast óviðfelld- ið af þeim mönnum, sem vilja teljast forystumenn hafnfirzkra verkamanna, sömu mönnunum, sem ákafast biðla til fylgis al- þýðunnar í kosningum, að hundsa svo samtök verkalýðs ins, að þeir geta ekki einu sinni gefið sér tíma til að koma á fund stærsta verklýðsfélagsins í bænum, til að skýra verka- mönnum frá viðtali sínu við ríkisstjórnina, né ræða við þá hvað gera skuli. I sambandi við atvinnubætur í Hafnarfirði sjálfum, var sam- þykkt áskorun á hafnarnefnd og bæjarstjórn um að hefja und- irbúning að því, að smíði báta- bryggju gæti hafizt í bænum í haust, en í kösningunum í vet- ur, var smíði þessarar bryggju ein af þeim verklegu frarn- kvæmdum, sem bæjarfulltrúar verkalýðsins hétu að beita sér fyrir. — Annars verður ekki kómizt hjá því, að gagnrýna það úrræða- og framkvæmda- leysi, sem bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hefir sýnt í atvinnumál- um bæjarins, þar sem bærinn hefir, þrátt fyrir óvenjulega mik ið atvinnuleysi, ekki hafið neinæ vinnu fyrir verkamenn. Hafn- firzk alþýða má ekki láta það viðgangast, að sigrar þeir, sem hún hefir unnið yfir afturhald- jnu í bænum, séu aðeins notað ir til að skreyta hnappagöt þeirra manna, sem alþýðan hef ir falið að stjórna bænum fyr- ir sína hönd. Það má vænta þess, að kröÞ ur hafnfirzkra verkamanna á hendur ríkisstjórninni beri nú einhvern árangur, en það er og víst, að sú vinna, sem ríkið kann nú að hefja fyrir Hafn- firðinga, nægir enganveginn til þess að bæta að nokkru veru- leggu leyti úr því neyðarástandi sem nú ríkir í bænum. Verka- menn í Hafnarfirði verða því að gera þá kröfu til bæjarins, að liann hefji þegar í stað at- vinnubætur. Þessari kröfu verða verkamennirnir að fylgja fast fram liver og einn, og þeir verða að láta forráðamönnum bæjarins skiljast það, að það Framh. á 4. síðu. Grimmúðugar Gyðinga- ofsóknir í Austurríki. Úr Contemporary Review Gyðingaofsóknir nasista í Austurríki hafa enn á ný vakið andstygð alls hins mentaða heims á kynþáttafræði nasista og ofsóknum þeirra gegn Gyð- ingakynþættinum. Hin nýju yfir völd Austurríkis létu það verða sitt fyrsta verk að stofna til Gyðingaofsókna í stórum stíl. Með valdatöku Hitlers í Aust- urríki hófust ofsóknirnar með öllum þeim aðferðum, er fimm ára „æfing" í Þýskalandi hafði gefið nazistunum. ÞúsundirGyð inga voru teknir fastir og þeir sendir í fangabúðir, fyrir það eitt að þeir voru Gyðingar. Þúsundir Gyðinga urðu fyrir á- rásum og rupli stormsveiíanna, á heimilum sínum, á götunni, í búðum og skrifstofum. ÖIlu var rænt sem hönd á festi, pen- ingum og verðmunum, einnig venjulegum nytjaáhöldum. Ræn ingjarnir komu venjulega fjórir saman til að brjóta alla mót- spyrnu á bak aftur og ná sem mestum ránsfeng. TRánið átti að líta út eins og opinber frarn- kvæmd, stormsveitarmennirnir skrifuðu kvittun fyrir því sem þeir rændu, en auðvitað var hún einskis virði. Ef kært var á lögreglustöðina, fekst það eitt svar, að ránið hlyti að hafa ver- ið framið af „kommúnistum í einkennisbúningi nazista og lög reglan mundi tafarlaust koma, ef hún væri kölluð til sl kra aðferða". En væri kallað á lög- regluna, kom það ekki fyrir að hún léti sjá sig fyrr en ræningj- arnir voru komnir sína leið með ránsfenginn. En Gyðingarnir voru látnir borga 20 sjiilinga fyrir gabb við lögregluna! Stór vöruhús voru rænd ai einkennisbúnum nazistum, er báru vörurnar út í stóra vöru- bíla og óku í burt með þær. .Ránsferðir þessar, bæði í Vín og öðrum austurrískum borg- urn voru svo vcl skipulagðar, að auðséð var að ræningjarnir höfðu nákvæma lista yfir bú- staði Gyðinga. I Seitenstettengasse í Vín er aðalkirkja (Synagoge) Gyðing- anna. Vikum saman héldu naz- istarnir þar til. Þeir tóku Gyð- inga úr nágrennínu, drógu þá til kirkjunnar, og neyddu þá til að íklæðast bænarskrúða og vinna, þannig klæddir, hvers- konar óþrifaverk, en á meðan urðu þeir að syngja HorstWes- sel-sönginn.. Aðrat Gyðinga- kirkjur í Vín voru ver leiknar, brotnar innan og saurgaðar. Gyðingarnir í Steiermark og öðrum fylkjum landsins urðu illa úti. En versta útreið fengu Gyðingarnir er bjuggu í Burg- enland. Þar bjuggu gamlarGyð ingaættir, er mann fram af manni höfðu átt þar heimkynni. Nú kom skipun frá Berlín um að enginn Gyðingur mætti eiga heima nær tékknesku eða ung- versku iandamærunum en 50 km. Þeir sem nær bjuggu, voru reknir frá heimilum sínum, eign 1 j ir þeirra gerðar upptækar* cg I þeir sjálfir hundeltir úr einu hér aðinu í annað, yfir landamæri Tékkóslóvakíu og Ungverja- lands, þaðan aftur í héndur þýzku stormsveitarmannannr. Meðal þessa fólks var margt gamalmenna og barna. Gyðingarnir í Austuríki eru glötun vígðir, en fyrst verða þeir að reyna kvalir og þreng- ingar. Allir embættis- og sýsl unarmenn af gyðingaættum, við háskóla, dómstóla, lægri skóla, sjúkrahús eða aðrar stofnanir, voru reknir úr stöðum sínum. Aðeins þeir læknar, sem ómiss- andi eru, fá að halda áfram starfi, og er þó mjög þrengt kosti þeirra. Leikhús, tónlistarstofnanir, kvikmyndaframleiðslan, blöð og tímarit, voru „hreinsuð“, þar mega engir Gyðingar koma nálægt. Öll verzlunarfyrirtæki voru neydd til að segja upp þeim starfsmönnum sínum, ef gyðingaættar voru. Gyðingar, er eiga verzlanir eða önnur at- vinnufyrirtæki, verða að taka nazistiska skrifstofumenn, er hafa eftirlit með öllum rekstri fyrirtækisins. Víða voru Gyð- ingar neyddir til að láta slík fyrirtæki af höndum við „Aría“. Engar þjáningar eru of skelfi- legar, engin óvirðing nógu sár, engin kúgun nógu grimm handa hinum varnarlausu fórn- um „norræna menningarand- ans“. Það er því engin furða, þó að þeir grípi til sjálfsmorða, hundruðum saman. Auk þess er rnargt af þeim „sjálfsmorð- um“, sem frá er sagt, ekkert annað en morð. Þýzka stjórnin hefir í hyggju að útrýma öllum Gyðingum úr Austurríki, og þá fyrst og fremst úr Vín á fjórum næstu árum. Og Gyðingar væru manna fúsastir til að yfirgefa það föðurland, sem ekkert hef- ir að bjóða þeim annað en kúg- un og ofsóknir. En hvert eiga þeir að fara? Tugir og hundr- uð umsókna liggja fyrir hverju einasta erlendu konsúlati í Vín. Ekki færri en 80.000 umsóknir um innflutningsleyfi hafa kom ið fram, beiðnir um að mega setjast að í nágrannalöndunum, Vestur-Evrópu, Bandaríkjun- um, Kanada, Ástralíu, Nýja-Sjá- landi Palestínu, Paraguay, En Gyðingar fá innflutningsleyfi af skornum skammti og með afar- kostum, og þýzka stjórnin mein ar þeim að flytja úr Iandi. Hún hefir sett þau lög, að allar eig- ur Gyðinga erlendis, er nema yfir 5000 marka verðmæti, skuli „skrásettar“ og gefnar upp, sva að þýzka stjórnin geti ráðstafað þeim eftir geðþótta. „Norræni andinn“ lætur sér ekki nægja að ofsækja Gyð- inga. Hann ofsækir samtímis allt það, sem dýrmætast er af menn ingu nútímans með óskaplegri, villimannslegri grimmd, er vart á sinn líka í sögunni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.