Þjóðviljinn - 22.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.07.1938, Blaðsíða 2
Föstudaginn 22. júlí 1938. ÞJÓÐVILJINN Æskan og þjöðfélagið Auðvaldsspillingin og alþýðuæskan. Hópganga æskuíólks í Sovéí-ríkjunuir. Því hefir verið að nokkru lýst í fyrsta kafla þessa greinaflokks, hversu íslenskt auðvald hefirbú ið að alþýðuæskunni um efna- leg kjör og afkomu. Skal rakið hér nokkru nánar, hversu að- búð þessi orkar á andlegan þroska og skaphöfn æskunnar. Atvinnuleysið er ekki aðeins orsök í efnalegum skorti og basli. Það er jafnframt stærsti bölvaldur í uppeldi þjóðar- innar. Hundruð gerfilegra æsku manna, sem eru fullir af starfs- þrá og áhuga, fá engin verk- efniHil að glíma við. Lífsorka sú og sköpunarþrá, sem er ein- kenni alírar heilbrigðrar æsku, finnur engan hagnýtan farveg. Hún er kæfð og bæld eða villist út á glapstigu. Það er þessi tilfinning um að manni sé ofaukið — hvergi handtak að fá — alt sé tilgangs- laust, það er hún sem skapar tómlæti og rótleysi æskunnar. — Lífsstefna hennar og siðferði legt viðnám er brotið á bak aftur — mönnum „er sam'a um alt“. Og það er reynt, að krydda þetta tilgangsleysi með fánýtri dægrastyttingu og skað- legum nautnum. Ef til vill á at- vinnuleysið og fylgjur þess stærri þátt í hinum vaxandi drykkjuskap og afbrotum ungra manna, en okkur grunar, En drykkjuskapur æskunnar er, sem kunnugt er, sífelt að áger- ast — og er þegar orðið' þjóð- félagslegt vandamál, hversu við megi sporna. Þetta rótleysi æsk imnar, gerir hana að auðfengn- ari bráð fasistiskra lýðskrums- flokka, svo fremi að hún finni ekki nauðsyn eigin samtaka og markvissrar baráttu. Og ætti slíkt að vera ærið umhugsunar- efni hverjum sönnum íýðræðis- ^innaj í landinu. Það er því ekki aðeins, að auðvaldið íslenska sói sköpunarmætti og starfsþrá fjölda æskulýðs í tilgangs- laust rölt atvinnuleysisins og hindri þannig stórkostlega verð- mæta sköpun fyrir íslenska þjóð félagið, það skaðar jafnframt þjóðina, í heild og sýkir og veik- ir komandi kynslóðir, Það er þó ekki aðeins atvinnu leysið og fylgjur þess, sem hér eru að verki. Jafnvel sá æsku- maður, sem hefir atvinnu, kemst ekki síðúr í kynni við spillingu auðvaldsins. Fjármálaspillingin blasir allsstaðar við. Mest og auðsæjust er hún í háborg auð- kýfinganna sjálfra — þar á hún líka upptök sín og þaðan er reynt að dreifa henni allt inn í raðir alþýðunnar. Við háborð- in sitja herrarnir sem hafa 10— 50 þús. kr. árstekjur. Þar skifta menn um pólitískar skoðanir, eftir því hver hæst býður. — I auðvaldsþjóðfélagi er reynt að gera aft að vörum, líka sannfær ing manna. Og það er leitast við að dreifa þessari spillingu ínn í raðir fólksins. Öll atvinnu- veiting er gerð að pólitísku braski. „Þú færð ekki vinnuhjá mér góði minn nema að þú fylgir okkar flokki". Þessi auð- valdsspilling er jafnvel farin að senda sýkla sína inn í’ yerkalýðs samtökin. Og æskumaðurinn, sem eý í atvinnu — eða atvinnu leit, mætir ósjaldan slíkum að- stæðum, sem þessum. „Annað hvort verðurðu að selja sannfæringu þína, eða þú færð ekkert að gera“. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að enginn frjálslyndur maður má láta það afskiftalaust Það tíefir jafnan þótt aðal hvers frjálsborins manns-, að þora að hafa sínar eigin skoðanir — og selja aldrei manndóm sinn og sannfæringu við fé. Það er slíkur manndómur, sem borið hefir uppi alla frelsis- og fram- 'farabaráttu í heiminum. Án þess værum vér íslendingar enn kúg- uð hjálenda. Enginn Skúli fó- geti, engir Fjölnismenn, enginn Jón Sigurðsson hefði verið til. Sjálfsvirðing og manndómur á þessu sviði er skilyrði allra fram fara — er skilyrði þess, að al- þýðan geti unnið sína sigra. Hér verður því að reisa rönd við. Heilbrigð æska þráir jöfn- uð og réttlæti — og svigrúm til að þroska hæfileika sína og hæfni. Hún mun halda háttkjör orði Ingjaldo(r íHergilsey: „Ég aldrei við svívirðu sæmd mína gef, þú selur mér tórandi aldrei mitt líf1'. En til þess að verða sigursæl í þessari baráttu gegn kúgun og spillingu auðvaldsins, verður hún að smíða sér þau samtök og beita þeim baráttu-aðferð- um, sem einhlítar eru — og verður það nánar rætt í næsta kafla. Atvinnuleysi æsk» unnar og úrræða- leysi valdhafanna. Framtíðarmöguleikar æskunn ar á íslandi eru langt frá því að verða glæsilegir um þessar mundir. Hundruðum saman ganga ungir menn atvinnulaus- ir stóran hluta ársins og verða að neita sér um flest lífsþægindi og jafnvel brýnustu nauðþurft- ir. Undanfarin sumur hefir síld- arvertíðin verið það eina sem fjöldi ungra manna hefir lifað á'. Ennúvirðast allarlíkur benda til þess, að einnig þessi þrautalend ing ætli að bregðast, þar sem veiði er nú sem sagt engin. Það ástand, sem hlýtur að skapast með haustinu, verður því ekkert glæsilegt. Fram und- an blasir við eitthvert ömur- legasta ástand, sem énn hefir skapast í málefnum íslenska • jV-.> V-.;.- æskulýðsins. Bæjarstjórn Reykjavíkur sef- ur sínum langa svefni. Nú eru þau gleymd, loforðin, sem íhald ið gaf unga fólkinu fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. íhaldið veit, að tíminn, til næstu kosn- inga er nokkuð langur og því óþarfi að flýta sér að efna kosn- ingaloforðin frá því í vetur í bili. Svipað má segja um ríkis- stjórnina. Hennar aðgerðir ímál um æskunnar eru næsta smá- vaxnar. Ætti henni þó að vera ljóst það ástand, sem nú ríkir í þessum málum og sem enn á þó eftir að versna að miklum mun. En æskan sjálf finnur hvar skórinn kreppir að. Landiðerað miklum hluta ónumið, þúsundir Leikhússtjóri einn fann upp gott ráð til að fá kvenfólkið til að taka ofan hattana. Rétt áður en sýr.ing byrjaði kom svolátandi aug- lýsing á leiktjaldinu: Leikhússtjórnin vill sj.ara eldri frúm öll óþægindi. Peim er því velkomið að hafa hatta sína áfram á höföinu. Mver cinasti kvenmaður í hús- inu tók tafarlaust ofan hattinn. ** — • Ég sé að séndiherra Þjóð- verja og fleiri þýzkir valdsmenn eru hér viðstaddir. Ég vil því nota tækifærið til að óska: Guð hjálpi Þýzkalandi. Úr ísl. stóiræðu. verkefna bíða hinna starfsfúsu handa, sem vilja vinna en fá ekki. Til þess að úr þessum vanda fáist bætt, þarf unga kynslóð- in að láta þessi mál til sín taka. Því að meðan æskan er sinnu- laus um sín eigin mál og sér engin ráð út úr öngþveitinu, er þess varla að vænta, að núver- andi valdhafar ríkis og bæjar hreyfi sig til hinna minstu að- gerða. Fyrir æskulýðnum liggurþví það verkefni fyrst og fremst, að skilja gildi samstarfsins, því sameinaður getur æskulýðurinn lyft þeim Qrettistökum, sem eru honum sundruðum um megn. Og leggi æskulýður bæjarins sameinaður til orustu við þá margþættu erfiðleika sem að honum steðja, mun hann fljótt komast að raun um, að undan samstiltum kröftum hans verður hið steinrunna bæjarstjórnarí- hald og hin aðgerðarlitla ríkis- stjórn að láta undan síga. Frumstæðustu kröfurnar sem ger.a verður til hvers þjóðfélags er, að það sjái sér fært, að sjá þegnum sínum fyrir atvinnu og lífsviðurværi. Qeti það ekki sint jafn réttmætum kröfum og em- földum, ber það dauðann í eig- in brjósti. Þá verður það að víkja og annað nýtt að taka við. Þetta eru sannindi sem vald- hafarnir ættu að hafa í huga áður en þeir hundsá jafn sjálf- sagðar kröfur og þær að geita eitthvað til þess að bæta úr því ófremdarástandi sern nú ríkir í atvinnumálum ungu kynslóðar- ínnar. Eeniffiteíil- ar faJsa læli I {þfóðitjféfn arráðtani* Kínverska ríkisstjórnin hefir skipað „þjóðstjórnarráð“, er ásamt stjórninni á að hafa á hendi æðstu völdj í Kínaj. í ráði þessu eru fulltrúar frá öllum fylkjum og stórborgumj í íand- inu og eiga þar m. a. sæti sjö Ieiðtogar Kínverska Kommún- istaflokksins, þar á meðal Mao- #Tse-Dun og Van Min. Kommúnistarnir í „Þjóð- stjórnarráðinu“ gáfu út eftir- farandi yfirlýsingu um leið og þeir tóku sæti í ráðinu: „Miðstjórn Kommúnista- flokks Kína hefir gefið okkur leyfi til að verða við skipun ríkisstjórnlarinnar. Stofnun „Þjóðstjórnarráðsins“ sýnir, að stjórnmálalífið í Kína færist í lýðræðisátt, og að samfylking flokkanna og þjóðarinnar allr- ar treystist. Þó að Ráðið sé. þannig skipað og samsett, að ekki sé hægt að líta á það sem sanna mynd af þjóðarviljanum, þá er það þó stórt spof í áttina til lýðræðislegrar stjórnarmeð- an á styrjöldinni stendur. Við munum leitast við að gera Ráð- ið að eiginlegu fulltrúaráði þjóð arinnar, en jafnframt taka þátt í starfi þess með einlægni og hrifningu. Við lítum svo á, að starf kommúnistanna í Ráðinu muni hjálpa mjög til með skipu- lagningu á vörn borganna Vu- háng, Hanká, Hanjang og Veit- sjang. Kotamúnistaflokkur Kína tekur sæjtri í Ráðinu til þess- að efla samstarfið við Kuomintang og aðra þá flokka, sem vilja vinna að sigri kínversku þjóð- airnnar yfir japönsku landræn. ingjunum, og leggja grundvöli undir sjálfstætt, frjálst og ham- ingjuríkt Kínaveldi. Til að þessu marki verði náð, verður að efla herinn og auka enn smáskæfuhernaðinn. Þörf er á endurskipulagningu fram- kvæmdarvaldsins, og þátttöku enn stærri tíluta þjóðarinnar f baráttunni gegn Japönum'. I at- í i Framh. á 3. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.