Þjóðviljinn - 23.07.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.07.1938, Blaðsíða 1
IflLJIN 3. ARGANGUR LAUGARD. 23. JÚLÍ 1938. 168. TÖLUBLAÐ Eon einn hneykslanlegur prófessoradómur: Hasllréttnr Amerbtr dé; nndlrréttar i lyfsalamðl- inn vegna Jorm'galla. Þai vantar efckl vlðkvæmnlita, pegar yflrstéttin á 1 hlnt. I gær kvað Hæstiréttur upp dóm í lyfsalamálinu al- ræmda. Eins og menn muna, kvað héraðsdómarinn, Ingólfur Jóns- son, lögfræðingur, upp þunga sektardóma yfir 11 lyfsölum <og nokkrum aðstoðarmönnum þeirra, fyrir br|ot á áfengislög- unum, gjaldeyrislögunum, hegmingarlögunum og fleiri lögum og reglugerðum. Var sá dómur kveðinn upp 23. júní í fyrra- sumar. Var málinu áfrýjað til Hæstaréttar, og hefir Hæstiréttui: )með dómi sínunt í gær ómerkt alla meðferð málsins fyrir undirrétti og hinn áfrýjaða dóm, en allur sakarkostnaður, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, greiðist úr ríkissjöði. Varð samkomulag um að ttaka formhlið málsins til mál- flutnings og dómsálagningar út- af fyrir sig, og er ómerkingin eingöngu byggð á „formgöll- <um“ í málsmeðferðinni. í forsendum hæstaréttardóms ins, segir m. a.: Á rannsókn og allri meðferð málsins hefir orðið óhæfilegur dráttur. Málinu gegn hverjum einstökum hinna kærðu lyf- sala mátti ljúka á skömmum iíma eftir að rannsókn gegn honum var hafin. Með því að steypa öllum þessum óskyldu málumi í eitt, og draga auk þess inn í málið menn, sem dómar- inn hafði ekki dómsvald yfir, seinkaði ekki einungis stórlega málum þeirra, sem fyrst var hafin rannsókn gegn, heldur einnig málum hinna, því að vegna umfangs síns varð mál- ið mjög seinmeðfarið. Verður því að telja, að með þessari málsmeðferð hafi mjög verið brotið gegn þeim rétti hinna ákærðu að veita þeim greiða úrlausn mála þeirra. / Hinir ákærðu hafa þannig á fleiri en einn veg orðið fyrir réttarspjöllum vegna rangrar málshöfðunar og málsmeðferð- ar og þykir því af framan- greindum ástæðum ekki verða hjá því komizt, að ómerkja með ferð málsins fyrir aukaréttinum og hinn áfrýjaða dóm einnig að því, er varðar hina ákærðu lyf- sala: Hans A. Svane, Gunnar Juul, Otto Gregers Nors Grundtvig, Johan Gerhardt Ole Ellerup, Odd C. Thorarensen, Qle Bang/ Aage Riddermann Schiöth, Sören Ringsted Kamp- mann, Jóhannes Sigfússon, Por stein Scheving Thorsteinsson, Jóhönnu Dagmar Magnúsdótt- ur, Peter L. Mogensen og Stef- án Thorarensen. Eftir þessum málalokum verð ur að dæma ríkissjóð til að greiða allan kostnað sakarinnar bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti, þar með talin málflutnings laun skipaðs sækjanda fyrir hæstarétti, hæstaréttarmálaflutjn ingsmanns Gunnars Porsteins- sonar, er ákveðast 300 krónur, skipaðs verjanda hinna ákærðu Jóhönnu Dagmar Magnúsdótt- ur og Stefáns Thorarensens, hæstaréttarmálaflutningsmanns Framh. á 2. síðu. Tékkneska stjórnin leggur fram mélamiðlunarlillögur. LONDON í GÆRKV. F. U. Birtar hafa verið nokkrar af tillögum þeim, sem tékkneska stjórnin leggur framf í því skyni að jafna ágreining sinn við hina þjóðernislegu minnihluta í land Italir nndirbúa Gyðingaofsókn ir að hætti þýzkra nazista ítölsku blöðin hafa skyndi- lega byrjað að birta greinar, sem innihalda árásir á Gyðinga, eða fjalla um nauðsyn þess, að ítalir haldi stofni sínum hreinum. Gyðingar eiga ekki heima í Evrópu, segir Tribuna. Signor Gayda hefir og í blaði sínu birt grein um ákveðnari $tefnu í þessum málum. LONDON í GÆRKV. F. ¥. inu. Ein tillagan er á þá leið, að landinu verði skipt í fjögur umdæmi: Bohemiu, Moravíu, Slóvakíu og Rutheníu. Stjórn- in í Prag á samkvæmt tillögun- um að annast öll fjármál rík- isins, utanríkismál og landvarn- armál. Enn hefir ekki verið á- kveðið, hvernig lögreglumálun- um skuli fyrir komið, og talið er, að mjö.g örðugt rnuni reyn- ast að ná samkomulagi um það atriði. Einn af foringjum Sudeten- Pjóðverja lét svo um ntælt í gærkveldi, að sá tími kynni að kóma, er þeirn auðnaðist ekki lengur að halda þjóð sinm » skefjum, en kvaðst þó vona, að takast mætti að leysa máJ- in á friðsamlegan hátt. , Vél höfum reynt ,hvað stríðið er“, sagði hann, ,,og vér vitum, að ef til stríðs kæmi, þá myndi leikurinn fyrst berast inn í Súdetahéröðin og þau verða verst úti. Sovélstjórnln svarar striðs»singum japðnskn faslslanna. %Hótanir um valdbeitingu duga ekki gagnvart Sovétríkjunum.“ EINKASK. TIL pJÓÐVILJANS MOSKVA I GÆRKV. I gær, 2C. iúlí, fcr japanski sendiherrann í Moskva, Sige- mítsu, á íund Litvi’offs og lýsti því yfir, að japanska stjörn- in héldi fast við kröfu sína um, að sovéthermennirnir, færu á fcurt úr fjöllunum vestan Has,angs-vatnsins. Litvinoff minníi Sigemitsu á þá staðreynd, að opinber sk'jöl hefðu þegar verið lögð fyrir sendiherra Japana, er sýadu greiniíega landamæralínfrna, og liti hann svo á, að meSl framvísun þessara skjala væri málið úr sögunni. Á lands- svæði Sovétríkjanna væri það sovétstjórnin ein, sem réði flutnmgi herliðs <il og frá, og myndi engin innblöndun ann- arra rífcaíj í þeim málum verða tekin til greina né liðin. Sovétríkin nota ekki her sinn til að senda hann inn í önn- ur lönd, eins og sum önnur ríki gera, heldur einungis til verndar landamærum heima- landsins. Við landamæri Sovétríkjanna og Mansjúkúó er allt með friði og spekt, og verður þeim friði ekki spillt nema frá hlið Japana og Mansjúkúó, og bera þau ríki fulla ábyrgð á friðrofum, ef til þeirra kæmi. Sigimitsu sendiherra lét í Ijó.° það álit sitt, að stjórn sín myndi ekki gera sig ánægða með svar Litvihoffs, og gæti svo farið, að hún teldi nauðsynlegt að koma á reglu á landamærasvæð inu, þó að þyrfti að beita valdi. Litvinoff lét í ljós undrun sína yfir því, að eins reyndur sendiherra og Sigemifsu, skyldi gera lítið úr opinberum og við- urkenndum landabréfum, er á- kvæðu landamæri ríkja. Hótuninni um valdbeitingu svaraði Litvinoff því einu, að slíkar hótanir hefðu að vísu reynzt ýmsum ríkjum vel und- anfarið, en ekki þýddi að ætla sér að beita þeim aðferðursl gagnvart Sovétríkjunum. Að lokum minnti Litvinoff sendiherrann á, að 19. júlí hefði japanskur óaldarflokkur ráðizt inn í sendiherrabústað Sovét- ríkjanna í Tokío, og dreift þar um móðgandi flugritum. Krafð ist Litvinoff þess, að hinum seku yrði hegnt og ráðstafanir gerðar til þess, að slík atvik endurtækju sig ekki. FRÉTTARITARI Flngvél sðkk vir dðnskn skipl utanvlð Bnrcelona. Flugvél hefir sökkt dönsku skipi, „Bodil“, undan Barce- lona. Enskt skip bjargaði áhöfn- inni og flytur hana til Marseille. í Kalundborgarfrétt segir að skipið hafi verið á leið til Frakk lands. Skipið var 1200 smálestir að stærð. Danska utanríkis- málaráðuneytið hefir fyrirskip- að, að tilraunir skuli gerðar til þess, að fá vitneskju um, hver hafi átt flugvélina, sem sökkti skipinu. F0. Síldveiðin gengnr treg lega. í nótt komu fjögur skip til Siglufjarðar, með 780 mál í •bræðslu. Sama og engin sölt- unarsíld hefir komið þangað síð an urn nónbil í gær. í dag er þoka og rigning víðast hvar a veiðisvæðinu. í gærdag ognótt voru saltaðar í Siglufirði sam tals 2435 tunnur síldar, þar af 94 tunnur sykursaltaðar, en hitt t var grófsaltað. Fitumagn Skaga fjarðarsíldar var mælt á rann- sóknarstofu ríkisverksmiðjanna í fyrradag og reyndist 16.9 af hundraði. F. Ú. í g-ærkvöldi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.