Þjóðviljinn - 26.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.07.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudaginn 26. júlí 1938. ÞJÓÐVILJINN Baue nn Hann var íeiðtogí austurríska Jafn- aðarmannaflokksins og einn mikil- hæfasti jafnaðarmaður síðarí tíma. 4. júlí s.l. andaðist Otto Bau- er, aðalforingi austurríska jafn- aðarmannaflokksins. Hann dó í útlegð í París fjarri ættjörðu sinni og aðal-baráttustöðvum. Með Otto Bauer er til grafar genginn umsvifamesti forringí austurrískra jafnaðarmanna og um leið einn mikilhæfasti mað- "ur II. Alþjóðasamb. frá því um 1914. Otto Bauer hneigðist strax í æsku að hugsjón sósílismans. Hann bjó yfir miklum hæfileik- um iog er ritleikni hans og ræð- um viðbrugðið. Hann hafði víð- tæka þ'ekkingu á marxismanum og bera fræðiðit hans þess ljós- an vott, því að enda þótt þau nái hvergi þeirri reisn, sem ein- kendi Marx og Engels og bestu eftirmenn þeirra, skara þau þó mjög fram úr í ffæðimensku jafnaðarmannaforingja á síðari tímum. Alt um þetta tókst þó Otto Bauer aldrei að losa sig við afsláttarstefnuna. pegarbar- áttan hófst í þýska flokknum milli vinstri armsins með Lux- emburg, Liebknecht og Mehu ings í fylkingarbrjósti, ogfylg- ismanna Kautskys, skipaði Otto Bauer sér eindregið í lið með Kautsky-sinnum. í heimsstyrjöldinni var Bauer liðsforingi í austurríska hern- um og var tekinn til fanga af Rússum 1915. — Losnaði hann fyrst úr haldi í rýssnesku febr. úarbyltingunni 1917. Skömmu áður en rússneska verkalýðsbyltingín brausí út, skrifaði hann bækling, þar sem hann reynir að meta ástandið og þá möguleika, sem fyrir hendi séu. Hann sér aðeinstvær leiðir, annað hvort sígur rúss- nesku stórveldastefnunnar, eða lýðræðisbyltingar, sem g:rði skjótan enda á styrjöldimr. Á sigur botaévikkmna trúji r.nmi ekki, en hneigðrst helst að men- sévikkunum. — TvMm vikum síðar sigraði bylting rttesneska verkalýðsins. í afstöðu sinni gagnvart Sov- étríkjunum hefir hann aldréí lagst eins lágt og Kautsky og ýmsir fleiri jafnaðarmannafor- ingjar. Hann skildi hv.ersu skað legur sá rógur og æsingar geg^i Sovétríkjunum voru, sem Kaut- sk-liðarnir lögðu mesta stund á. Hann reyndi að taka upp milliafstöðu, greina í sundur já- kvæðar — og neikvæðar hlið- ar. Framkvæmd fimm-ára-áætl- ananná og uppbygging sósía- lismans höfðu mikiláhrif áhann. Hann viðurkendi sósíalismann í Sovétríkjunum. ,,Á hinu víð- lenda svæði frá Eystrasalti — og Svartahafi til Kyrrahafs erhið sósílistiska þjóðfélag að verða að veruleika. Þar rís voldugt sósíalistiskt ríki og í bandalagi við það munuð þið, verkamenn heimsins, vinna sigur á auð- valdsskipulaginu og byggja upp sósíalistiskt þjóðfélag....."' Þannig farast Bauer orð í bók sinni ,,Milli tveggja heimsstyrj- alda". En svo koma öll hans „ef" og „en" —, varnaglar og fyrirvarar um ónógt lýðræði í Sovétríkjunum o. s. frv. Eftir styrjöldina og hin opin- beru svik þýsku jafnaðarrr anna> foringjanna eins og Eberts, Scheidemanns, Noske o. fl. reyndi Otto Bauer enn að finna einhverja millileið. Hann for- dæmdi pólitík Eberts og hans nóta, en hann varðist þess að tileinka sér lærdóma rússnesku byltingarinnar. Það var millileið milli hins byltingasinnaða marx isma og afsláttarstefnunnar, sem átti að fara. Pað var stofnað nýtt Alþjóðasamband, sem standa skyldi mitt á milli II. og III. Alþjóðasambandsins og venjulega var kallað 2y2. al- þjóðasambandið. Þegar austurrískla keisara- dæmið liðaðist í sundur 1918, risu allstaðar upp verkamanna- ráð, er heimturðu að fyígtværi fordæmi Bolsévikkanna og valdatak'a alþýðunnar fram- kvæmd — og óx þessi hreyf- ing enn örar eftir að ráðstjórn- ir hófust til valda í Ungverja- landi og Baiern. Ötto Bauer og fylgismenn hans börðust gegn því að þessi leið yrði farin, Peir trúðu ekki á, að verkalýð- urinn fengi haldið völdunum í nábúð við ýms auðvaldsríki. Sameining við Pýskaland var eitt aðaikjörorð þeirra. Með áhrifum sínum) í.verkalýðshreyf ingunni tókst þeim að hindra verkalýðsbyltingu í Austurríki. Það yiðurkennir Otto Bauer sjálf ur — f í bók „Bylting'in í Aust- urríki" — og reynir að rétt- læta þessa afstöðu. Sameining- in yið Pýskaland var að vísu ekki framkvæmd þá,enrúhefir hún verið framkvæmd af Hitlei með blóði og járni — ofan frá — og Otto Bauer leit á þessa sameiningu sem framför þrátt fyrir alt. Hér kom til greina hin ranga afstaða Bauers í þjóðern- ismálum. Á unga aldri reithann bækling um þessi mál, sem var skarpjega gagnrýndur af Stalin og rrieira að segja af Kautsky. En hann hélt engu að síður lítt breyttri afstöðu sinni í þessum málum. Það var því örlagarík- ara, sem þjóðernismálin voru eitt aðalvandamál Austurríkis. Hitt er rangt og villandi, að ætla sér að réttlæta þetta með samanburði við afstöðu Marx og Engels á alt öðrum tíma og við alt aðrar aðstæður. Otto Bauer tókst ekki að finna neina færa millileið milli hins byltingasinnaða marxisma og afsláttarstefnunnar. Þegar afturhaldið hafði fest sigl í sessi; eftir byltingarótið og kreppuna eftir stríðið, liðaðist 2% Alþjóða sambandið í sundur og Otto Bauer hafnaði í Alþjóðasam- bandi jafnaðarmanna, að vísu í vinstra armi. Pólitík Austurríska jafnaðar- mannaflokksins var í eðli sínu hrein endurbótapólitík. — Hin- ar byltingasinnuðu hótanir reyndust hjóm, þegar á reyndi, bæði í júlí 1927, í mars 1933 — og loks í fiebrúaruppreistinni 1934. Bak við þær stóð enginn óskiftur vilji til byltingarsinn- aðra dáða. í útlegðinni reyndi Otto Bauer að endurmeta fyrri afstöðu sína En honum tók'st ekki að kryfja þar til mergjar — eða að segja fyllilega skilið við fortíð sína. Hann sá að vísu og viðúrkendi' nauðsyn samfylkingar, en varð aldrei virkur liðsmaður í þeir^i baráttu. — Og nú er hann hniginn til moldar fyrir aldur fram. Hann var aðeins 56 ára gamall. Hann var sá maður, sem var einna mest hataður af afturhaldinu austurríska. Hann hné að lokum í val- inn fyrir ofsóknum þess, hrak- inn í útlegð, fjarri vinum og fyrri samherjum. Erfiðleikar út- legðarinnar — áhyggjur og sorg yfir því, að sjá æfistarf sitt lagt í rústir, hafa eflaust átt mikinn þátt í því, að hann skyldi falla frá, svo rnjög fyrir aldur fram. Qtto Bauer var mikill per- ^ónuleiki og hæfileikamaður. Einmitt þess vegna verði ör- lög hans enn sorglegri ög um leið táknræn. Það er austró-marxisminn í kenningu.og framkvæmd, sem hefir beðið ósigur. Það yar mót sögnin milli hins sósíalistiska markmiðs og afsláttarpólitíkur- innar, sem reyndist óleysandi. í því fálust hin sorglcgu örlög. jafn glæsilegs foringja og per- sónuleika, sem Otto Bauers. — Þau eru sjálf þyngsta dómsfell- ingin á austro-marxismann og afsláttarstcfnuna í heild. wsPt mm ^^j^^;^ ¦whWhBm . . ¦ ¦ . : ¦ ¦ .: ¦ ¦ ¦ • ¦ ¦; ¦ . -...¦£- - ¦'- * ." ¥:s^---.^ W -P4' -'<£¦'¦- '¦'¦ >&y Utbreiðid Þjóöviljann Álþýðufylkingin franska hélt í sumar friðarfund í Farís, cg mættu á- honum um 4000 fulltrúar. — Myndirnar í fundarsaln- um eru af Barbusse og Rolland. S ldveiðiskýrslan (Frh. af 1. síðu.) Erna, Akureyri 1299 Freyja, Súgandafirði 404 Frigg, Akranesi 355, 90 Fylkir, Akranesi 172, 992 Garðár, Vestmannaeyjum 2548 Geir, Siglufirði 619 Geir Ooði, Reykjavík 2164 Gotta, Vestmannaeyjúm 51 Grótta, Akureyri 2095 Gulltoppur, Hólmavík 887 Gunnbjörn, ísafirðí 705 Haraldur, Akranesi 368, 1113 Harpa, ísafirði 273 Helga, Hjalteyri 190 Hermóður, Akranesi 268,' 420 Hermóður, Reykjavík 603 Hrefna, Akranesi 193 Hrönn, Akureyri 1170 Huginn I., ísafirði 1617 Huginn II., ísafirði 1620 Huginn III., ísafirði 2082 Höfrungur, Reykjavík, 110, 794 Höskuldur, Siglufirði 479 Hvítingur, Siglufirði 560. ísbjörn, ísafirði 613 Jón Þorláksson, Reykjavík 2422 Kári, Akureyri 434, 1539 Kolbrún, Akureyri, 657 Kristján, Akureyri 1880 Leo, Vestmannaeyjum 416 Liv, Akureyri 865 Már, Reykjavík 1293 Marz, Hjalteyri 282, 990 Minnie, Akureyri 2453 Nanna, Akureyri 1368 Njáll, Hafnarfirði 145 Olivette, Stykkishólmi 21, 519 Pilot, Innri Njarðv. 495 Síldin, Hafnarfirði 250, 1195 Sjöstjarnan Akureyri 1389 Skúli fógeti, Vestmi 248, 479 Sleipnir, Neskaupstad 115, 1722 Snorri; Siglufirði 639 Stella, Neskaupstað 3744 . Sæbjörn, ísafirði 1299 Sæhrímnir, Siglufirði 1650 Valbjörn, ísafirði 401 Valur, Akureyri 219 Vébjörn, ísafirði 1267 Vestri, ísafirði 865 Víðir, Reykjavík 323, Þingey, Akureyri 6 Þorgeir goði Vestm. 102 53 Þórir, Reykjavík 207 Þorsteinn, Reykjavík 317, 1175 Hilmir, Vestmannae. 155, 538 Gloria, Siglufirði 174, 1827 Sæfinnu, Neskaupstað 187, 460 Unnur, Akureyri 37, 908 Björgvin, Vestmannae. 193 Hajlteyrin, Akureyri 358 Sjöfn, Akranesi 894 Móíorbátar 2 um nót: . Anna—Einar Þveræingur, Ólafsfirði 956 * NÝ SOVÉTFRIMERKI. Á næsi unni verða gefin út ný sovétfrí- merki, til minningar um Papanin- leiðangurinn. Verða það 10,20, 30, og 50 kópeka merki. Á 10 og 20 kópeka merkjunum verður mynd af því, er visindamennirnir' fara um borð í ísbrjótinn af jakanum, en á hinum verða myndir af Papanin, Krenkel, Fjodoroff og Sjirsioff um ))orð i ísbrjótnum. ** * DORIOT, franski fasistaleiðtog- inn, er eitt sinn var í 'Kojmmúnísta- flokknum, og mjög dáður af Stef- áni Péturssyni fyrr og síðar, var nýlega í heimsókn hjá Franco í Burgos. Var Doriot tekið hið bezta af spænsku landraðamönnunum. ** * FULLTRÚAR LÝÐRÆÐIS- FLOKKANNA í búlgarska þinginu hafa ákveðið að ganga út úr þing- salnum er hásætisræðan verður flutt, í mótmælaskyni við stefnu rikisstjórnarinnar. Einn af lýðræðis- sinnum, þingmaðurinn Angel Stan- koff, las "upp á þingfundi nýlega yfirlýsingu um þetta. Hefir þessi ákvörðun lýðræðisflokkanna vakið mikla eftirtekt úm allt landið, og rignir yfir stjórnina mótmælum gegn stefnu hennart bæði í innan- lands- og utanríkismálum. ** * N. OGNJEFF, rússneskt skáld, þekktastur i Vestur-Evrópu fyrir bækurnar um Kostja R]abzeff („Dag bók Kostja Rjabzeffs'" „Kostja Rjabzeff á háskóla'")'er nýlega lát- inn. Eggert—-Ingólfur, Sandgerði 173, 728 Erlingur I.—Erlingur II., Vestmannaeyjum 128, 875 Fylkir—Gyllir, Neskaupst. Í61 Gulltoppur—Hafaldan, Vestmannaeyjum, 300 Hannes lóðs—Herjólfur, Vestmannaeyjum, 411 Lagarfoss—Frigg, Vestmannaeyjum 189, 349 Muninn—Ægir, Sandgerði, 153, 675 Óðinn—Ófeigur, Vestmannaeyjum 531 Jón Stefánsson—Vonin, Dalvík 329. Villi—Víðir, Sigluf. 94, 1245 Þór—Christiane, Ólafsf.' 945

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.