Þjóðviljinn - 30.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.07.1938, Blaðsíða 2
Laugardagurinn 30. júlí 1938. ÞJÓÐVILJINN Landið þarsem allir eru »jafnir« Eftir Göngu-Hrólf. Ljósaskreyting í París í tilefni af komu bresku konungshjóji- ' anna. Akstnr erlendra ferðamanna Bifreiðasambandfið fær B3112°|0 af öllom akstrl frá erlendum skemmtiferöaskipssi3 > ; 3- • orliðd 5 Svo er sagt, að einhverju sinni var Englandskonungur á ferð og heimsótti sveitaþorp nokkurt. Dyra- vörðurinn í húsi einu, sem konung- ur kom í átti tvo páfagauka, og var annar þeirra mjög næmur og lærði fljótt að hafa eftir orð og setningar er fyrir honum voru hafð- ar, en hinn var þverlyndur og tor- næmur. Pegar dyravörðurinn heyrði að konungs var von, kenndi hann hinum námfúsa páfagauk að hrópa: „Quð varðveiti konunginn". Lærð. fuglinn það bæði fljótt og vel. Um síðir kom hinn langþráði dag- ur og konungurinn kom og þótti dyraverðinum miklu skifta hvern- ig gengi og var hinn ánæggðasti með páfagaukinn, sem hrópaði í sii fellu: „Guð varðveití konunginn". Konungur hló, en hlátur hans óx um allan helming þegar hann sá framan i dyravörðinn og heyrði hinn páfa- gaukinn, sem öllum að óvörum gall við: „Haltu þór saman andstygðar asninn þinn“. ** Úr prédikun: —---------„Hið heil- aga guðspjall þessa dags„ gefur oss einkum þrent til íhugunar, mínir kæru bræður og systur. Fyrir það fyrsta tógum við sérhverjir með öðr um að íhuga, hvert þeir tveir læri- sveinar gengu, sem fóru með frels- aranum til Emaus, í öðru lagi eigum við að ihuga, hvert þei/r gengu þess ir tveir lærisveinar, sem fóru með frelsaranum til Emaus, og í þriðja lagi eigum vér að íhuga, hve margir þeir tveir lærisveinar voru, sem gengu með frelsaranum til Emaus. ** Einu sinni var hjálpræðishermað- ur að vitna á samkomu og komst. -bannig að orðí i ræðunni: -----Jesús minn, ég þakka þér fyrir það, að ég er kominn í hjálpræðisherinn, og skal nú aldrei láta drottinn minn hræra í mér framar, og hvernig sem heimurinn hamast skal ég aldrei úr honum fara. Amen"“. ** Maður nokkur sagði svo frá: — „1 dag heyrði ég spilað á barómet- er“. „Ætli það hafi ekki heldur ver- ið orgel, gall við í einhverjum, seím var nærstaddur". „O, nei, láttu mig nú þekkja hljóðfæri'. ** Miðillinn: Frú mín góð, maður- inn skipar yður að fara tafalaust heim. _ Skipar mér, — nei, þá er það ekki maðurinn minn. Prófessorinn: „Þessi vasi er 2000 ára gamaH““. Stofustúlkan: „Verið alveg ó- hræddur, ég skal fara eins var- lega með hann og hann væri nýr“. • • Lars kemur inn í lyfjabúð og vill fá flösku af morfíni handa tengda- móður sinni. Lyfjasveinninn: „Morfín er eiturj en hafið þér lyfseðil?'* Lars: Nei, en ég hefi mynd af henni. Það er ekki sjaldan, að^ stólpagripir þjóðfélagsins tala með fjálgleik um að hér sé enginn mismunur á kjörum manna. Stéttaskiftingin að þeirra dómi er aðeins sú, að annars- vegar eru verkamenn, sem að miklu leyti geta lifað áhyggju- litlu lífi, en á hina síðuna þraut- píndir atvinnurekendur, sent bera allan hita og þunga þjóðfélagsins. Og þegar íslensk ur verkalýður möglar yfir því að svelta, sem ekki er nú fyr ien í síðustu lög, því oft virðist okkur það kappsmál að bera allsleysið og hungrið með sem mestri kurteisi, þá telja atvinnu- rekendur upp öll sín töp og hvergi á að vera til peningur. Það hefir stundum litið út fyr ir það og ekki síst nú, að við sé um farnir að trúa þessari kenn- ingu. Séu allir svona fátækir og all- ir svona jafnir, hvernig stendui þá á þeim hyldýpis mismun á lífsskilyrðum manna á þessu landi. Sánnleikurinn er nefnilega sá, að það skiftir engu máli, hvort einn stóratvinnurekandinn á 5 aura eða skuldar 5 miljónir. Það eru yfirráðin yfir fr;amleiðslu- tækjunum sem gefa honum rétt til að lifa og kúga aðra menn eins og 5 miljóna banditt. Þegar Kveldúlfur skuldaði 7 miljónir fram yfir eignir, þágat hann bygt sér nýtt arðránsvígi fyrir iy2 miljón. í fyrra sumar, stórjukust skuldirnar og það þegar aðrir græddu mill- jónir, og(í ár bætast við skulda- súpur þessar nýjar miljónir. E;n hverjum dettur í hug að þessir „lánsmenn“ og þeirra pakk þurfi eftir sem áður að neita sér um nokkrar smákröf- ur, sem borgaralegur heili get- ur framleitt? g;n hver er aðstaða fátæka vinnuþrælsins með 5-eyringinn? Svo undarlega vill til, að hann á alt sitt líf undir þeim sem skulda miljónirnar, og svo hefir þessi sérstaka tegund miljönera aftur skipulagðar nefndir, sem taka við þessum 5 aura mönn- um til að búa þá undir dauð- ann með sérstökum undirhún- ingi á stöðum sem eru kendir við alheiminn, t. d. Pólar, Borg- ir o. s frv. Við sjálfir verkamennirnir verðum að gera okkur það ljóst hvernig stendur á því, að skuld uga stéttin getur haft öll ráð og veitt sér alt, og að það vaytar aldrei peninga nema handa okk- ur sem vinnum og ekki höfum efni á því að skulda. Þennan sannleika verðum við að grafa fram sjálfir, annars er hann okk- ur einskis virði, eða við kunn- um aldrei að meta hann. Það getur enginn verkalýðs- foringi hjálpað okkur til að gera það, sem við ekki skiljum eða viljum gera, hversu góður sem hann er. En þá tegund tnanna eigum við að þekkja sundur á því, hvort þeir hvetja okkur til virkrar baráttu, eða til þess að skapa gerfimynd af verkalýðs- hreyfingu innan húss. 400 manns fá ekki handtak hér í Reykjavík yfir hábjarg- ræðistímann, og hvorki bærinn eða ríkissjóður geta lagt neitt af mörkum. Ríkissjóður mint- (st á 7 þúsund til að veita þessu fólki atvinnu ef bærinn legði önnur 7. gn það eru til 10—20 þúsund í ferðapeninga handa Pétri „lán- lausa'“‘ til að sigla hitaveitunni í strand. Og það eru til 100 þúsundir til að færa krónprins- ínum „kveðju frá landinu“ (sem betur fer ekki þjóðinni). Við hefðum alls ekki talið eft- ir að taka látlaust og sómasam- lega á móti þeim gestum, enda hefði það sjálfsagt verið best þegið. Ríkisstjórn sem ekki hef- ir 7 þúsundir handa 400 verka- mönnum leyfir sér að ausa 100 þúsundum í vanmeta lýð Reykjavíkur, til að auglýsa skrið dýrshátt sinn. Það er sú höfuð- sök sem við verðum að fylgja til dóms. Við eigum að muna' 40 fínustu bíla bæjarins sem fóru í þessa för. Hefðum við verkamennirnir vitað hvað verkalýðsbarátta var og hvað hún þýddi, þá hefð- um við átt að fylkja liði niður á uppfyllingu þegar prinsinn kom. Þar áttum við að standa stoltir og rólegir við hlið bur- geisanna til að sýna jöfnuðinn. Við áttum að sýna með okkar flöggum ástandið eins og það er. Láta það koma skýrt fram, að þessar 100 þúsund voru með al árslaun 50 fjölskyldumanna í Reykjavík. Þetta hefði verið hreinn liður í verkalýðsbaráttu sem áreiðanlega hefði borið ár- angur. En meiningin er ekki að gráta þetta tækifæri, heldur taka þau næstu. Við verðum hver og einn að drífa sjálfa okk- ur til að halda fjöldafundi út af ástandinu eins og það er, og allir verða að sækja, hvort þeir hafa atvinnu eða ekki. Fylkja liði á þá staði, sem við vitum að féð er og knýja það yfir í atvinnuna. Þannig eigum við að stefna að jöfnuðinum. Við eigum’ í skjóli atvinnunnar að verða ábyrgir fyrir okkar eigin lífi, en ekki búa okkur undir dauðann á vegum Péturs „lánlausa"". Göngu-Hrólfur. Bifreiðasambandið hefir að undanförnu staðið í samning- um við Ferðaskrifstofu rikis- í.ns, um fyrirkomulag og skipt- ingu á akstri erlendra ferða- manna milli bifreiðastöðvanna og með góðum árangri. Ferðalög erlendra manna hér um land aukast nú ár frá ári. I ár kóma hingað 17 skemtiskip og eru það fleiri skip, en kom- ið hafa hingað nokkru sinni fyr, en auk þess eykst hingað straumur ferðafólks með milli- ferðaskipunum. Ferðast fólk þetta víðsvegar um landið, og hafa ti'peiðaeigmdrr, haft af þessu alliriklar tekjrr. En sá galli hefir verið á, að þessar tekjur hafa aðallegalent hjá einum bifreiðaeiganda, og allir aðrir orðið næsta hlut- skiptir. Fyrir tilstilli „Hreyfils“ hafa bifreiðastöðvarnar haft sam- band sír/ í niill'j í 3 'ár, er nefn- Bifreiðasambandið. Hefir sam- band þetta að undanförnu átt í samningum við skrifstofur þær sem annast móttöku hinna er- Iendu ferðamanna, um réttlát- ari skiptingu þessa aksturs. Árangur samninga !>íf>sara er sá, að í ár hefir Ferðaskrif- stofan úrskurðað að Bifreiða- sambandið skuli hafa 63y2°/o af öllum akstri frá erlendum skemtiferðaskipum. I Bifreiða- sambandinu eru allar bifreiða- stöðvar í bænum, nema Bif- reiðastöð Steindórs Einarssonar Er þetta hinn besti árangur fyrir bifreiðastjóra og smær^i bifreiðaeigendur, sem (il þessa hafa verið mjög afskiptir við úthlutun þessa aksturs. Kaupum gamlan kopar ávallt hæsta verði. VERZL. GRETTISGÖTU 45 (Grettir). Rafveitan á Akureyri. (Frh. af 1. síðu.) hægt verði að koma vélunum fyrir næsta vor. En auk þess verður unnið að frekari tlnH- irbúningi virkjunarinnar, sem, hefst í raun og veru að sumri. Þegar krónprinshjónin voru fyrir norðan, var knónprins- inn látinn „skjóta“ fyrsta skot- inu við grjótsprengingarnar á staðnum og var það af sumum kallað svo, að vinna væri haf- in. Frá Spáoi. Framhald af 1. síðu. hafi enn sótt fram 4 enskar míl- ur. Franco hefir orðið að senda herlið frá öðrum vígstöðvum og hafið gagnsókn fyrir norð- an Gandesa, sem hann Ieggur allt kapp á að komja í ^veg fyr- ir, að stjórnarherinn nái. Stjóþn arherinn segir, að gagnárás Francohersveitanna hafi verið hrundið. Sfldin Framhald af 1. síðu. I gær voru saltaðar í Siglu- firði 4,824 tunnur síldar. Alls höfðu verið saltaðar á landinu í gærkvöldi 44,378 tn. Skiptist það þannig eftir verk- unaraðferðum: Saltsíld 29,356 tn„ magadregin saltsíld 2,788 tn. hausskorin og krydduð síld 7,207 tn., hausskórin og maga- dregin síld 4,200 tn., sykursölt- uð síld 411 tn. og flött síld 114 tunnur. FO. í gærkv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.