Þjóðviljinn - 03.08.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.08.1938, Blaðsíða 3
Þ JOÐVILJINN Miðvikudaginn 3. ágúst 1938. Hneykslanleg framkoma Alþýð sambandslns í Djftpnviknrdeilnnnl Eftlr EyiólfJfalgelrsaon rifara ferkalýðsfélags Arnesbrepps; iSJÓÐViyiNN Málgagn Kommúnistaílokks tslands. Ritstjöri: Einar Olgeirsson. Ritstjóm: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. *r ... ■ Hernaðarbrjálæði fasismans. Brjálæði fasismans.þekkir auð sjáanlega engin takmörk. Fyrst fasistunum í ÍEvrópu hefir hald- ist uppi að undanförnu að. ræna frelsi Abessiníu, halda uppi inn- rásarstyrjöld á Spáni í tvö ár, stela sjálfstæði Austurríkis, þá halda japönsku fasistarnir ag þeim leyfist einnig alt. Þeit rændu Manschukuo 1931, réð- ;ust á Shanghai 1932, lögðuund- ir sig Jehol og Tschahar 1935 og hófu stríðið við Kína 1937, án þess að Þjóðabandalagið haf ist nokkuð að gagnvart ofbeldi þeirra, yfirgangi og múgmorð- um. Svo viltir eru hinir fasistisku herforingjar Japana orðnir í land vinningabrjálæði sínu, að þeir halda að hægt sé að bjóða hinu sósíalistiska ríki alþýðunnar sömu meðferð og þeir láta Eng- lendinga sæta í Shanghai. Þvert ípfan í jalla stjórnmálalega skyn- semi, sem ætti að bjóða Japön- um að halda sér á mottunni gagnvart Sovétríkjunum, þá egn ir japanska herforingjaklíkan þau þvert á móti til ófriðár. Ef til vill er hér um örþrifaráð ör- vinglaðrar valdaklíku að ræða, sem mænir til heimsstyrjaldar sem síðasta hálmsstrásins, — ef til vill um framferði herfor- ingjaklíku, vitstola af þjóðernis- gorgeir, sem hætt er að sjá fyr- ir afleiðingiar verka sinna. En viðtökurnar, sem sá jap- anski her, sem réðist að nóttu til inn fyrir Sovétlandamærin, fékk, sýna fasistunum að þeir þurfa ekki að hugsa sér að bjóða frjálsri alþýðu sósíalism- ans þá meðferð, sem þeir reyna að beygja þjóðir borgaralegu Iýðræðislandanna undir. Rauði herinn í Síberíu er nægilega sterkur til að tortíma þeim fas- istaherjum, sem ráðast þar á landamæri Sovétríkjanna. Og bak við þann rauða her friðar og frelsis, stendur samúð allrar alþýðu heimsins, samúð allra, sem vilja frið í heiminum og fall fasismans og styrjaldarbrjál æðisins. Utb' elði þjéðviJjau S NUWPRU'umspmr*"- ^ Alþýðublaðið birtir þann 12. júní grein um Verkalýðsfélag Árneshrepps og deilu þá er það hefir átfc í í 'vor við Alþýðusam- bandið og h.f. Djúpuvík Við ,sem staðið höfum( í þess- um málum f. h. Verkalýðsfél Árneshrepps, höfum að vísu kynnst ýmsu miður góðu frá hendi þeirra manna er forustu hafa f Alþýðusambandinu en mér verður á að undrast þá ó- skammfeilni af þeim, að hætta sér út í blaðaskrif um þessi mál. Greinin er að vísu framhald af þeirra „heiðvirðu“ framkomu í okkar garð, og birt í þeifn til- gangi að gera V. Á. hlægilegí og sverta þaði í augum aðkomu fólks er vinnu stundar hér á Djúpuvík og ekki hefir átt kost á að kynna sér gang málsins. Vegna þess hve við hér erum einangraðir hvað samgöngur snertir, hefir dregist að svara þessari grein. En ég mun nú í sem stystu málí gefa yfirlit yfir aðalatriði deilnanna og dvelip einkum við þau, sem greinin fjallar um. Það eru tilhæfulaus ósannindi að Héðinn Valdimarsson eða kommúnistar hafi átt nokkurn þátt í þessari deilu. Við hringd- um fyrst til H. V. eftir að Alþ.- sanib. hafði neitað okkur um stuðning til að knýja fram hin- ar réttlátu kröfur 'okkar. Mælt- umst við til þess að hann sæi um að Dagsbrún léði okkur lið- sinni, sem og hann gerði að svo miklu leyti sem hann gat. Sýndi hann með því að hann skortir hvorki vilja né skilning til að aðstoða jafnvel hin smæstu verkalýðsfélög í bar- áttu fyrir tilveru sinni. En hitt er víst, að forkólfar Alþýðusamb. höfðu frá byrjun illan bifur á V. Á. og hafa þess- vegna hugsað sér strax að kné- setja það. Og þegar þeir fréttu að við hefðum leitað stuðnings Dagsbrúnar þá ruku þeir til og undirskrifuðu 6o/o hækkunartil- boð H. P. Djúpuvík, eða það sama og það sendi okkur í byrjun og við neituðum að ganga að. En þeir athuguðu samt að lækka þá mannatölu, er V. Á. hafði við verksmiðj- una í 'fyrra úr 35 og niður í 30, þótt það væri ekkert deiluatriði frá hendi H.F. Djúpavík. Það er að vísu satt, að í samningum Alþýðusamb. 1936 var forgangs krafa okkar 25 menn. 'En við stækkun verksmiðjunnar í fyrra: fengum við með prívatsamning um við H. F. D. þá tölu hækk- aða upp, í 35 eða sömu hlutföll við stækkunina. Einnig fengum við í fyrra með aðstoð Jóns A. Péturssonar mélstúfun í skipi greidda með kolavinnúkaupíog tunnustúfun með Siglufjarðar taxta. Alþýðusamb. hefir sjáanlega haft óbeit á þessu vegna þess að það stóð ekki í ^fömlu samn- , ingúnum, og hefir þess vegna sleppt mjölstúfuninni. Þá segir í greininni að við höfum boðist til þess að ganga að lægri söltunartaxta en gildir við Húnaflóa og slept trygg- ingu söltunarfólks. (Var þetta önnur höfuðástæðan, sem Al- þýðusambandsstjórnin færir fyr ir framkomu sinni). Þetta er ekki rétt, nema að einhverju leyti; á sérverkunarliðunum t. d. var ekkert fengizt við að flaka síld, og smásíldarsöltun er hér engin fyrir hendi, og raunar ekki matjessöltun, þar sem hún er ekki leyfð á þess- um stöðvum. Maður skyldi nú ætla, að tryggingin hefði orðið gífurleg hjá Alþýðusambandinu. Jú, það hefir fengið tryggingu fyrir að fólkið yrði ekki svelt — annað ekki. Það hefðum við eflaust getað fengið líka. En við sáum enga ástæðu til að hafa það með, úr því að við gátum ekki fengið annað. Mér vitanlega hefir ekki tryggingum verið Jíómið á á öðrum söltunarstöðv- um við Húnaflóa, og söltunar fólkið á Djúpuvík hefir undan- farin sumur borið meira úr být- um en nokkursstaðar annars- staðar. Enda veit ég það, að Alþýðusambandið hefði ekki verið í vandræðum að finna aðra ástæðu fyrir framkomu sinni, þótt þessi hefði ekki ver- ið fyrir hendi. Síðustu samningar voru, eins og kunnugt er, gerðir 1936, milli Alþýðusambandsins og H. f. Djúpavík. Á aðalfundi V. Á. þ. 18. jan. í vetur, var samþ. að biðja Alþýðusambandið að segja þeim upp. Einnig var því falið að semja „fyrir þess hönd“ eins og tekið er frarrý í bréf. inu þar að lútandi. Því eins og þar er sagt: „Treystum við því“ — þá — „til að ná góð- ium árangri í samningum“!. — En reynslan hefir sannað okkur það gagnstæða. Alþýðusambandið sagði samn ingunum aldrei formlega upp, þ. e. a. s. ,uppsögnin kom til H.f. Djúpavík þ. 10. febrúar í staðinn fyrir að hún átti að vera komin fyrir þ. 8., og auk þess var hún stíluð til H.f Alliance í staðinn fyrir H.f. Djúpavík. En svo segir í greininni að þeim hafi verið sagt upp þ. 6. Alþýðusambandið viðurkennir svo ekki annað fyrir okkur, en að H.f. Djúpavík sé skyldugt að taka uppsögnina til greina, þar sem hún sé dagsett þ. 6. Það var ekki fyr en í apríl, að við fengum það klárt frá Óskari Sæmundssyni, að uppsögnin væri ógild. Lítur helzt út fyrir, að þetta hafi verið með vilja gert hjá Alþ.samb. að draga það á langinn, því samningarnir áttu að renna út þ. 8. maí. Við fengum því þó til leiðar komið að H. f. Djúpavík byrj aði að semja ,en þó með því skilyrði frá hennar hendi, að „við semdum sjálfirog aðnæstu samningar giltu til áramóta J939—40“. Var þetta gert með vitorði Öskars Sæmundssonar og án athugasemda frá honum. Og svo segir í greininni að við höfum byrjað að semja án um boðs frá Alþýðusamb. Hvílík firra. Þann 15. maí hélt V. Á. fund Höfðu þá samningaumleitanirn- ar staðið yfir hálfan mánuð. Á þeim fundi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að undanskildum tveim að við hafðri leynilegri atkvæðagr. að‘. halda fast við síðasta samningís- tilboð er við höfðum s^nt H.f Djúpavík og þýddi 15—18<y0 kauphækkun“. Getur það ekkl talist mikil kauphækkun mið- að við það hve kaupið var Iágt áður og hvað borgað erviðaör ar verksmiðjur. Einnig var á þeim fundi samþykkt að: „Ef samkomulag hefði eigi náðst fyr ir 19. maí skyldi V. Á meðsama stuðningi Alþ.samb. leggjanið- ur vinnu hjá H.f. Djúpavík“. Verkalýðsfélagið eða formað- ur þess hafði þá staðið daglega í símasambandi við Óskar Sæ- mundsson og taldi hann engin vandkvæði á því að Alþýðu- samb. mundi styðja verkfallið. Og það var ekki fyr en að sambandsstjórn hafði fjallað um málið á fundi þ. 16. að við feng- um veður af því að þaðjan væri engrar aðstoðar að vænta. Þann 18. kom kolaskip, og í- trekuðum við þá beiðni okkar um stuðning, en sem svar við því fengum við skeyti frá Al- þýðusamb. þ. 20. s. m. um að það styddi alls ekki verkfallhjá okkur, en bauðst hinsvegar til þess að semja sjálft. Það vildum við ekki þyggja því það hlaut óhjákvæmilega að þýða tals- verða lækkun frá því sem við höfðum sett okkur. Þann 24. maí tilkynnir Alþýðu sambandið að það muni taka af okkur samningana af þeirri á stæðu sem áður er getið. pessari framkomu mótmælt um við* í 2 samhljóða skeytum, er við sendum Alþýðusamb. og H. f. Djúpavík, þar sem við kváðumst ekki taka til greina þá samninga, sem gerðir yrðu í forboði okkar. H. f. Djúpavík eða ólafur Jónsson hefir þá verið farinn að sjá, að betra væri að halla sér að Alþýðu- sambandinu og þar af leiðandi gengið á bak orða sinna um að semja við okkur. Hinsvegar var óskar Ottesen, framkvæmda stj. H. f. Djúpavík alltaf þess fýsandi að málið yrði leyst við V. Á. og hefði Alþýðusamband- ið aðeins látið málið afskipta- laust (þótt það neitaði verk- fallsstuðninginn) hefðum við ináð í gegn 10o/o hækkun. 4. júlí undirskrifar það svo samninga við H. f. Djúpuvík, sem eru eins og áður er sagt 6«/o hækkun svo nákvæmlega, útreiknuð að látið er standa á 3 aurum. Dagvinnukaupið er t d. kr. 1,13, e. v. kr. 153, helgi dagav. 1,80. Mánaðarkaupið er kr. 297,00 og eftirvinna þróar manna og kyndara hækkar um V2°/o o. s. frv. Með þessari framkomu hafði Alþýðusamandið sýnt dæmafáa frekju. — pað tekur málin úr höndum félagsins í þeim eina tilgangi að halda niðri kaupinu. Okkur gat heldur ekki skilist að þetta væri hlutverk þess, en höf- um hinsvegar álitið að það ætti að styrkja félögin er þau leituðu aðstoðar þess og fylgjast með málunum og benda á ef eitthvað fer miður. Að öðru leyti ættu þau að hafa frjálsar hendur um sín innri mál. V. Á. gerði sér þetta heldur ekki að góðu. Þann ]3. júlí -hóf félagiðverk- fall í þeim tilgangi að knýja samningana í sínar hendur og til að spyrna gegn því, að ein- hverjum 5 mönnum yrði vísað heim. Stóðu allir verkamenn úr V. Á. er þá unnu á Djúpuvík óskiftir að þeirri samþykkt og synir það Ijóslega að þrátt fyrir sundurleitar skoðanir í pólitík, standa þeir saman þegar á reyn- ir. Stjórn Dagsbrúnar hafði einn- ig fyrirskipað sínum mönnum, er hér unnu að leggja niður vinnu. En vegna þess að AI þýðusamb. studdi ekki deiluna voru nokkrir þeirra ekki fúsir til þess, og hringdi foringi þess- ara manna til St. Jóh. Stefáns sonar. Sagði hann að Stefán hefði sagt þeim að HALDA Á FRAM AÐ VINNA og hefir hann þá þar gripið fram fyrir hendur Dagsbrúnarstjórnar. Formaður félagsins, Sigurð ur Pétursson, hringdi þessvegna til Héðins Valdimarssonar og sagði honum þetta, og kom hann því til leiðar að þeir hættu alllr vinnu. Sigurður Pétursson átti þá um daginn tal við Stefán Jóh. Stefánsson. Var hann fyrst harð ur og illur og kvað þetta vera uppreisn gegn Alþýðusamb. — Bauðst hann þó til að breyta undirskrift og yfirskrift samn- inganna þannig að þeir yrðu milli H. f. D. og V. Á. — ef Alþýðusamb. fengi umboð til þess frá V. Á. Verkalýðsfélagið hafði þarna náð annari kröfupni í gegn og um leið fengið Alþýðusamb. til að viðurkenna að það hefði framið órétt. Viðvíkjandi manna kröfunni höfðum við fengið yf- irlýsingu frá Óskari Ottesenum að hlutafélagið tæki sömu tölu manna og sl. sumar. Við höfð- um því fengið þær kröfur í gegn er við börðumst fyrir.Að ætla sér að gera kaupbreyting ar á samningunum hefði orðið þýðingarlaust eins og f pott- (Frh. á 4. síðu.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.