Þjóðviljinn - 04.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.08.1938, Blaðsíða 2
Fimtudaginn 4. ágúst 1938. ÞJÓÐVILJINN van Arsdale heitir maður hátt á sextugs aldri, sem misti konu sína fyrir tveim árum, van|n í verk- smiðju í New Jersey og leiddist, fór og auglýsti eftir konuefni, að ráði kunningja síns ,sem hafði feng- ið- sér besta kvenmann með þeirri aðferð. Svo hann sagðist vilja fá' konu dálítið efnaða, prifna, duglega og blíða í mnd og borgaði 5 dali einum, sem hefir atvinnu að ganga á milli í pessháttar málum. Hann fékk myndir og tilboð frá 80 og fór að skrifast á við tvær, May og Nellie, sem báðar áttu heima langt í burtu. jy[ay varð fyrri til að koma á fund hans. Honum leist vel á kvenmanninn og bað hennar og trú- lofuðust þau og dagsettu brúðkaup- ið. En áður en það fór fram var brúðarefnið kallað heim vegna veik- inda dóttur hennar. Svo leið nokk- ur tími, brúðguminn frétti ekkert frá henni og hélt hún ætlaði ekki að sinna sér framar, gerir Nellie boð að koma og sendi henni far. gjald. I því bili kemur May a^r tilbúin að giftast og rétt á eftir kemur svo Nellie og segir: „Henni getur þú ekki gifst, þvi þú verður að eiga mig"". Brúðgumanum varð ekki bylt, en stillti þær og bað þær að vera hægar og tala rólega um mál- ið. Hann fór til fógetans og bað hann ráða, en fékk það svar, að hver sem drýgði svona flónsku ætti ekki annað betra skilið. Karl rölti þá til vinnu sinnar en kvenmenh- irnir sátu heima á nefndarfundi. „Þetta eru nettheitakvenmjsnn", — sagði hann, „fyrirtak til heimilis- verka og báðum lízt vel á mig, ekki finnst mér það vanta. Ég er að vona að þær geri út um það sín á milli". Heldur sagðist hann vilja eina konu en tvær bústýrur, en stendut á sama hvor er. ** A- Talar konan þín mikið? B. Biddu guð fyrir þér. Pó að ég missti málið, mundi hún ekki taka eftir því, fyr en eftir heilan mánuð. ** Ibn Saud, sem margir kannast við og miklar vonir eru tengdar við meðal Múhameðstníarmanna, — varð nýlsga fyrir þeirri hamingju, að eignast hundraðasta barnið sitt 1 tilefni af því var 3500 mönnum boðið tíl veislu í höll hans í Mekkal *• — Ég skil ekki hvernig á þvi stendur að þú skulir ganga í svonai lélegum buxum, eins og þú ert í fallegum frakka. "_ Þekkir þú nokkurt. veitinga- hús, þar sem menn geta haft skifti á buxum. •• Hvernig stendur á þvi að Hansens hjónin eru farin að læra hollensku. _ Þau hafa tekið hollenskt barn til fósturs og kunna betur við að skilja það, þegar barnið byrjar að tala. Reykvíski? verkamenm bafa beðið effir viitatn meir ©n háift snmarftð* Hvenœa* feesMiar a$ efndnKinn? WftÍ¥Íll«BD Það er sannleikur, sem hver líðandi dagur staðfestir, að við verkamenn erum seinþreyttir til vandræða. Þetta sumar er eitt hið mesta vinnuleysissum- ar, sem komið hefir hér í þess- um bæ. Um það eru verka- menn yfirleitt sammála. Nokkr- ir eru þeir, sem telja þetta að- eins barlóm, vinnuleysi sé ekki meira nú en undanfarin sumur. En ef við aðeins nennum að athuga staðreyndir, sem fyrir Jiggja í þessu máli, kemurfljótt annað í ljós. Nú er Sogsvinnunni lokið, er tók 200 menn og stundum fleiri í sumarvinnu. í höfninni vinna að minsta kosti 30' mönnúm færra í sumar en undanfarin sumur. í vegunum umhverfis Reykjavík er 30—40 mönnum færra en áður. Um þetta leyti umliðin sum- ur hefir verið hafin vinna fyrir 40—50 menri í Síberíu, en eng- in nú. Þessi vinna öll hefir tekið full 300 manna, en er engin nú og ekkert í hennar stað. Enn'fremur er vitað að bygg- ingarvinna er mun minni í sumar heldur en í fyrra. Vöru- flutningar til landsins afartak- markaðir og vinna þeirraVegna því mjög lítil og síldarvertíðin að öllum líkindum ákaflega lé- Iegj í ár. í atvinnumálum verkalýðsins er enginn ljós blettur á þessu sumri. En yfir hin erfiðu kjör líðandi daga hefir verkalýður- inn breitt hina stóru von um atvinnuauka hitaveitunnar. En í því máli horfir svo við, að sú atvinnuvon er að erigu orðin á þessu sumri. Og framundan er ekkert annað en hin sárasta ncyð meðal hins vinnulausa verkalýðsfjölda bæjarins. Valda menn bæjar og ríkis virðast vera sinnulausir með öliu um þetta alvarlega ástand. Og meira en það. Þeir hafa sýnt verkalýð bæjarins hina mestu lítilsvirðingu í sambandi við þessi mál. Nægir þar að minna á að ríkisstjórn hefir svikiðgef- in loforð um vinnu í Síberíu og bærinn fjölgar um eina lOmenn í bæjarvinnunni, vitandi um öll hin mörgu hundruð, sem vinnu laus bíða. Við höfum að vísu heyrt það verkamenn að fé vantaði til þess að bæta úr atvinnuleys- inu og það er vafalaust rétt, að erfiðir tímar fara í hönd. En hinu höfum við tekið eftir, að fé virðist vera til og það all- verulegar upphæðir til annara hluta. Það er hægt að eyða I tugum þúsunda í danskan prins, sem lætur svo lítið að ferðast hér um í nokkra daga, engum að gagni, og Reykjavík hefir iefni á að kosta 50—100 krónum á dag í hinn lánlausa borgar- stjóra til þess að auglýsa aum- ingjaskapinn í hitaveitumálinu. Við reykvískir verkamenn höf um nú beðið eftir atvinnu meira en hálft s'umarið. Atvinnuyonir þær, sem okkur hafa verið vaktar hafa reynst tálvonir og svik, eða mér finnst svo þegar fjölgað er um 10 menn í bæj- arvinnunni á þeim tíma, sem hitaveitan átti í síðasta lagi að hefjast. Mér virðist að við get- um því ekki lengur beðið. Það er sjáanlegt að ráðamenn bæj- arins aðhafasl ekkert í þessu efni af sjálfsdáðum. Þeir virð- ast bíða þess að þrengingarn- ar leiði til alvarlegri aðgerða, því úrræðum á þessu ástandi verður vissulega ekki slegið á eilífan frest. Ég geri ekki ráð fyrir að þeir óski beinlínis eft- ir öðrum 9. nóvember, eða öðru af því tagi, en þeir mega vera þess fullvissir að ekkert annað bíður þeirra, ef þeir halda á- fram að þverskallast við bót- um á ástandinu svo sem þeir hafa gert hingað til. f!g hefi sýnt fram á það hér að framan, að atvinnurýrnunin* hér í bænum frá því í fyrra nemur að minnsta kosti rúm- lega 300 verkamanna. Við hljót- um því að setja fram þá kröfu að vinna verði nú þegar hafin fyrir minnst 300 menn. Hún er undirbyggð af óhrekjandi rök- um. Og ef þau ekki duga, þá hljótum við verkamenn að beita harðfylgi samtaka okkar tilþess að knýja hana fram. Hvorn kostinn kjósið þ;ð ráða menn Reykjavíkur: að Iátasann- færast af sterkum rökum og haga ykkur samkvæmt því, eða bíða ósigur í opinni, harðvít- ugri baráttu? Pví undan.verðið þið að láta áður en líkur.' Dagsbrúnarfélagi nr. 2022. Kaupendur Þjóðviljans eru ániRRtir um ai greiia áskrif í- argjaldið skilvís- le^a FíefeWtifsíofea er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. m^msmmsmmm ' ...",':: ! Wm Alheimsþing friðarvina í París. Pravcía: um friðar- þingið í Parí Undanfarið hefir staðið yfir í París fundur friðarvina og annara þeirra er vilja vinna gegn styrjöldum og hafa marg- ir heimsfrægir menn sótt mót þetta. Pravda hefir ritað grein um þýðingu þessa fundar og kemst svo að orði meðal annars: „Árásarþjóðirnar og hjálpar- hellur þeirra vígbúast allt hvað af tekur. Orsakir þessa vígbún aðar eru íyrst og fremst þær, hve ástandið er alvarlegt í fas^ istalöndunum og hvernig allt er að rifna af innri andstæðum og fólkið að rísa upp gegn stjórn málastefnu fasistanna og siyrj- aldaræði. Friðarþing það, sem nú stend ur yfir í París, og skipað er fulltrúum 34 þjóða ásamt rii höfundaþingi því, sem þar stendur einnig yfir sýnir best að meðal allra menningarþjóða er háð harðvítugt og markvisst stríð gegn fasismanum ogþeirri styrjaldarhættu, sem af honum stafar. Herir Spánar og Kína standa í miðri þessari eldraun og styrkjast í baráttunni dag frá degi. 1« ágúst er hinn • alþjóðlegi baráttudagur gegn stríði ogfas isma. Sá dagur mun að þessu sinni sýna að andúðin gegn fas- ismanum er mikil meðal ailra þjóða og fer vaxandi, og að hún mun sigrast á fasismanum, þrátf fyrir allar árásir hans og öll þau öfl er vilja koma honum til styrktar. Fregnir þær ,er, við höfum fengið hvaðanæfa úr heiminum sýna, að 1. ágúst mun kjörorð friðarvina vera á þessa leið: Rekið hina fasistisku innrásar- heri burt af spanskri og kín- verskri grund. Hindrið að Pjóð verjar ráðist inn í Tékkóslóva- kíu, það er öruggasta ráðið til þess að fasismanum takist ekki að hleypa öllum heiminum í loga. • Víða um heim hefir verka- Iýðurinn ákveðið 1. ágúst að leggja fram sem svarar dag- Iaunum, til þess að rétta þeim hjálparhönd, sem versthafaorð- ið úti fyrir innrásum fasismans og eyðingu á borgum og fólki á Spáni ogl í (Kína. Á þatm hátt mún alþýðan um allan heim sýna samúð sína með kínversku og spönsku þjóðunum. 1. agúst — á hinum alþjóð- lega baráttudegi gegn stríði og, fasisma — draga andfasistar um allan heim línu milli friðarstefnu Sovétríkjanna og árásarstefnu fasistaríkjanna, og við slíkt upp- gjör v^rður heldur ekki gleymt ,,hlutleysis"-stefnu vesturev>- rópisku stórveldanna gegn árás- um fasistaríkjanna". Guðbjörg Magnúsdóttir Grettisgötu 47. sextug. GUÐBJÖRG MAGNOSD. Frú Guðbjörg Magnúsdóttir, Qrettisgötu 47, er sextíu ára í dag. Guðbjörg hefir árum saman starfað í verkalýðshreyfingunni, bæði í verkakvennafélaginu Framsókn og í Alþýðuflokkn- um', í ldaglegu lífi hefir íítið bor ið á henni, hún hefir unnið sitt 'starf í ikyrþei, bæði fyrir heim- ili sitt og stétt sína. Hún hefir verið eih af þeim fjölda manna og' kvenna, sem á fyrstu frum- býlisárum verklýðshreyfingar- innar skipaði sér undir merki hennar, og lagði þá hornsteina sem bæði hún og aðrir hafa síðan verið að byggja ofan á. En starf þessara manna og kvenria er síst minna og óveg- legra, þó að það sé unnið utan við háreysti hinna pólitísku víg- valla. (Frh. á 4. síðu.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.