Þjóðviljinn - 09.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.08.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudaginn 9. ágúst 1938. Súla, algengur sundfugl við strendur íslands, er svo ágætur kafari, að hún kemst í meira en 40 m. dýpi. *» Lengsta leið, sem brunalið liefir þurft að fara til þess að slökkva eld, var ábyggilega þegar brunalið New York-borgar fór í febrúar 1904 með 9 brunaliðsbíla og 2 stiga til Baltimore, sem er 200 km. frá New York. ** Nemandinn: Kennari, hversvegna eru svertíngjarnir svartir? ■ Kennarinn: Nú spyrðu heimsku- lega drengur minn, ef þeir væru ekki svartír, væru þeir alls ekki svertíngjar! ** Á steinkolatimabilinu lifðu gull- smiðir, sem höfðu 25 cm. vængja- haf og margfætlur, sem urðú 25 cm. langar. ** Japanskeisari var til skamms tima ekki einungis einvaldur stjórnandi landsins, heldur einnig guð þess. í meira en 2000 ár bönnuðu erfða- venjumar keisaranum að umgangast dauðlegt fólk og það var óhugsandi að hann eða hans nánustu stigu fæti sínum til annara landa. Þegar Hirohito, núverandi keisari, ferðað ist til Evrópu árið 1921, þá krón- prins, varð mörgum Japönum svo mikið um, að þeir frömdu harakiri (kviðristu). ** A: Nú fer ég heim, ég hefi ekki sofiðf í 5 sólarhringa. B: Og hvemig getur þu þolað þetta maður? A: Nú! Heldur þú að nokkur mað- ur getí sofiðl í 5 sólarhringa? ** A: Það er undarlegt, að hvítu hestarnir mínir skuli éta meira en þeir brúnu! B: Af hverju getur það stafað? A: Ætli það sé ekki af því, að jég á 4 hvita hesta, en ekki nema tvo brúna. ** Læknirinn: Góðan dag, frú, hvern ig líður yður? Frúin: Mér líður ágætíega. Læknirinn: En manninum yðar? Frúin: Sömuleiðis. Læknirinn: En börnunum? Frúin: Læknirinn verður að fyrir- gefa, að við eruin öll sömun frísk. ** Hvað er þetta, þú ert kominn í nýjan frakka. — Já, eg skal segja þér eins og það vildi til. Ég gat nefnilega ekki komið með gamla frakkan líka heim; frá veitingahúsinu. •* Tveir stúdentar voru að ræða um hvernig þeir ættu að eyða kvöldinu. Loks kom þeim saman um að varpa hlutkestí um hvað gera skyldi og kasta um það 5-eyringi. Ef krónan kemur upp ,förum viðTi Bíó. Kbmi hin hliðin upp, fömm við á dans- leik, en ef peningurinn kemur nið- ur á rönd, sitjum við heima og les- um. ÞJÓÐVILJtNN Slpnrður fluiuuudssou. Mínníngarorð. Sigurður Guðmundsson Ég kynntist honum á hress- ingarhælinu í KópaVogi sumar- ið 1931. Á berklahælunum blas- ir við manni íslenzk æska, vor- nál þjóðfélagsins í fölva hausts- ins, — sjálft lífið í umsátri dauðans. Á slíkum stöðum sem þessum gefst manni kostur á að kynnast, þó á skömmum tíma sé, manngildi og persónustærð- um, sem annars væru manni óþektar, betur en víða annars- staðar. I hópi berklasjúkhnga hefi ég kynnst einna bezt ís- lenzku þolgæði, viljaþreki og hugprýði, — hetjuskap manna, sem verjast og berjast geig- lausri baráttu til hins síðasta blóðdropa. Sigurður Guðmundsson var einn slíkra manna. Þegar við kynntumst var hann á bezta aldursskeiði, hinn gjörvilegasti útlits og hélt lengst af sínum ytri persónuleik svo vel, þrátt fyrir veikindin, að furðu sætti, — aðeins silfurlitar hærurnar yfir enni þessa manns gátu borið þess vott, að hann væri eldri „að sárum en árum“. En þessi ytri karlmennska stóð vit- anlega í nánu sambandi við hið raunverulega manngildi Sigurð- ar: meðfædda eiginleika hans, hagnýta lífsreynslu, skapgerð og lífsskoðun. Sigurður Guðmundsson var eldheitur verklýðssinni frá því er ég hafði fyrst spurnir af hon- um. Mun hann hafa verið orð- inn ákveðinn sósíalisti löngu áður en við urðum persónulega kunnugir, — og tilheyrði Kommúnistafl. Islands frá því að flokkurinn var stofnaður. Það er ærið sorgarefni þegar slíkir persónukraftar sem þessa manns f jötrast árum saman við sjúkrabeðinn á sama tíma sem alþýðan hefir svo óumræðilega mikla þörf einmitt fyrir svona menn. Þetta, að vita sig óvígan að mestu á vetvangi fjöldabar- áttunnar, vissum við, sem bezt þekktum Sigurð, að féll honum þyngst, enda þótt hann æðrað- ist hvergi. Sigurður var maður, sem hafði vitsmuni og þrek til að halda sér í baráttustöðu fyrir góðum málstað í hinum ótrú- legustu kringumstæðum, — jafnvel á sjálfri banasænginni. Maður kom aldrei svo að rúmi þessa manns, að hans hugfólgn- asta umræðuefni væri ekki frelsisbarátta alþýðunnar í ein- hverri mynd. Hann skyldi, á sínum tíma, manna bezt, nauð- syn kommúnistaflokksins og lét sér mjög hugað um gengi hans. Með glöggskyggni sósíalistans og stéttvísi verkamannsins fylgdist hann með á örðugustu stundum flokks okkar í inn- byrðisbaráttu hans við hægri tækifærisstefnuna og síðar vinstri einangrunarstefnuna og skildi manna bezt samfylking og einingarpólitík flokksins, sem mörkuð var af þriðja flokksþinginu, — og sá í henni fólgin sigur alþýðunnar og lýð- ræðisins yfir afturhaldi og fas- isma. Sigurður heitinn mun hafa legið rúmfastur og þungt hald- inn síðastliðin 5 ár. Sem ferða- langur og gestur, kom ég af og til að sjúkrabeði hans. En hversu ójafnan leik sem Sigurð- ur átti í baráttu sinni við hvíta dauðann, var þar jafnan fyrir mér hinn sami víðsýni og gunn- reifi baráttufélagi frá því í gamla daga, — maður, sem ekki lét sér koma til hugar að eyða á gest sinn einni setningu við- víkjandi eigin örðugleikum, nema þá með karlmannlegu og uppörfandi spaugi, rétt eins og hans væri það hlutverk, að hug- hreysta, en ekki mitt. Hér hitti maður fyrir sér manninn, sem lét til sín taka þjóðfélagsleg við- fangsefni af lífi og sál, — allt frá heimspólitík til landsmála, frá stórpólitískum fjarsýnum íslenzkra sósíalista til einbrotn- ustu og nærstæðustu verkefna í dægurbaráttu alþýðunnar, með hugan jafnan þar sem bardag- inn var harðastur. Fráfall Sigurðar Guðmunds- sonar vekur ekki aðeins sáran harm. ættingja hans og vina. Með dauða hans höfum við ís- lenzkir sósíalistar á bak að sjá einum af okkar sönnustu og beztu samherjum. Með félaga Sigurði er til moldar hniginn einn þeirra mörgu atgerfismanna, sem fall- ið hafa í valinn fyrir einni fylgi- plágu auðvaldsþjóðfélagsins, hvíta dauðanum. Það væri þó hin frekasta lít- ilsvirðing við minningu þessa fallna ágætismanns, að minnast hans með einum saman tárum, — til þess hefir hann með lífi sínu gefið of glæsilegt og skýrt dæmi til að breyta eftir. Yfir moldum Sigurðar Guð- mundssonar getum við ekki metið rétt það sem tapast hef- ir við fráfall hans, nema við festum augun á því, sem við eig- um eftir ómisst og okkur ber skylda til að verja. „Af skaða við nemum hin nýtustu ráð“. Við margföldum krafta okk- ar í baráttunni fyrir einingu aiþýðunnar gegn hinum fasist- isku bandaöflum hvítadauðans, — fyrir ríki lýðræðis og sósíal- isma, — fyrir kollvörpun auð- valdsþjóðfólagsins. Á meðan við ekki gerum þetta, liggja þeir Sigurður Guðmunds- son og félagarnir, sem fallnir eru, óbættir í moldu. 5. ágúst 1938. Jón Rafnsson. Bandarfik|aanðvaldlð rœðst á verklýðshreyf* ingnna og lífsk|ðr al- þýðnnnar. Effíir Gcorgc Morifís (Ncw Yofk), Verkamenn í Bandaríkjunum eiga nú í harðvítugri baráttu gegn afturhaldsöflunum í land- inu, er leitast við að velta byrð- um kreppunnar yfir á lierðar verkalýðsins með því að þrengja lífskjör hans, lækka launin o.s. frv. Hringaauðyaldið reynir eft- ir megni að nota vald sitt yfir atvinnugreinunum til að koma Rosewelt á kné og gera stefnu hans óframkvæmanlega. „Verk- föll“ hringaauðvaldsins í at- vinnuvegunum að viðbættum niðurskurði fjárveitinga til op- inberra framkvæmda á árinu sem leið, hefir mjög flýtt fyrir alvarlegri kreppu. Enn hefir þó ekki komið til verulegrar launalækkunarher- ferðar, og er það fyrst og fremst því að þakka, að verka- lýðsfélögin eru margfalt sterk- ari en þau voru á kreppuárun- um 1931—32. Nú eru til sterk verkalýðssambönd í þeim at- vinnugreinum, sem mestu ráða um launin alment, svo semstál- iðnaði, bílaiðnaði, kofanámu- greftri og skipaflutningum. Þessi sambönd eru stofnuð af „C. I. 0.“, „Iðnaðarskipulags- nefndinni“, undir forystu John Lewis, og þeim hefir enn tekist að afstýra launalækkun í þess- um atvinnugreinum. Aftur a móti hefir launalækkun átt sér btað í atvinnugreinum, þar sem róttæku verkalýðsfélögin hafa ekki náð fótfestu. í véfnaðarvöruiðnaðinum hef- ir verkafólkið orðið verst úti. Þar eru róttæku verklýðsfélög- in á byrjunarstigi, en fleygir fram.Flest fyrirtækin hafa lækk- að Iaunin um 12y2o/0. Samagegn ir um skógerð, utan New York- borgar. Einnig í öðrum grein- um léttaiðnaðarins hafa launin verið lækkuð. Jafnframt geng- ur verr og verr að ná heildar- samningum. í skraddaraiðnaðinum er sterkt o g róttækt verklj'fðssamband. Þar hefir tekist að hindra launa- lækkun. Nýlega gerði Kúrsch- ner-verkalýðssambandið verk- fall, undir stjórn Ben Gold, sem er kommúnisti og forseti sam- bandsins. Félaginu tókst að hækka launin og bæta vinnu- skilyrðin. Síðastliðið ár hefir meðlimum sambandsins fjölgað úr 10,000 meðlimum upp ' 45,000. Barátta Kúrschner-anna er dæmi um það, hvað hægt er að vinna með ákveðinni bar- áttu, einnig á krepputímum. En hótunin um almenna launa lækkun liggur á verkalýðnum eins og mara. Þýðingarmesta vígið ief sem stendur samtök járnbrautarmanna og stóriðnað- armanna. Ef tekst að berja í gegn launalækkun í þessum ,,slagæðuma iðnaðarins, má bú- ast við, að ekki takist að verj- ast þeim í öðrum þeim iðnaðar- greinum, er skyldar eru. Við járnbrautirnar vinnur ein miljón verkamanna. Stáliðnaður inn veitir urn 750,000 manns vinnu. í samningum er nú standa yfir, krefjast jarnbraut- areigendur 15°/o launalækkunar. Enn hefir stálhringurinn ekki borið fram slíkar kröfur, en margt bendir til þess að þær þéu í uppsiglingu. Járnbrautarreksturinn í Banda ríkjunum hefir verið algerleg?; á valdi einkaframtaksins^ og er nú víða „sjúkur" atvinnuvegur, vegna vitlausrar samkepni og skipulagsleysis. Er sennilegt að honum verði ekki komið á he?i- brigðan grundvöll nema með rækilegri íhlutun hins opinbera,, helst þjóðnýtingu járnbrautanna Lagafrumvörp í þá átt munu .yera í undirbúningi. En meðan spjallað er fram og aftur um endurbætur á atvinnurekstrin- um, heimta núverandi valda- menn hans 15% launalækkun. En baráttuvilji meðlimanna í verkalýðssamböndum járnbraut armanna hefir aukist svo, að hú undanfarið hafa þeir hvað eftir annað tekið ráðin af hinum aft- urhaldssömu stjórnum þeirra. Ýmsir af foringjunum meira að segja hafa tekið undir kröfu meðlimanna um allsherjarverk- falls-atkvæðagreiðslu. Undan- farnar vikur hafa járnbrautar- mannafélögin víða samþykt að svara Saunalækkun með verk- faHi. __ Járnbrautarverkamennirnir yrðu þó að sigrast á ýmsum erf iðleikum til þess að sigrá Í verkí falli. Verkalýðsfélog þelrra eru klofin. Fjögur stærstu félög verkamanna og sýslunarmanna, utan sjálfra lestanna, eru óháð. Aðrir járnbrautarstarfsmenn skiftast á um hin ýmsu stéttar- félög A. F. og L. (verkalýðs- sambands jafnaðarmanna). Fé- lög þeirra hafa með sér lauslegt samband („Railroad Union Exe- cutives Association“)- En þeg- ar á hefir reynt, hafa oftast nær komið upp alvarlegar mótsetn- ingar milli þeirra. En járnbrautarverkamennirn- ir eru bundnir af lögum um jsáttatilraunir í járnbrautarvinnu- deilum, er fyrirskipa sáttatil- raunir mánuðum saman, áður en leyfilegt er að leggja niður vinnu. Samt er launadeiTa járn- brautarmannanna orðin alþjöð- armálefni, verkalýðurinn telur, að erfitt muni að standast launa lækkunarherferðina ef vörnin bili hjá járnbrautarmönnunum. Þessi almenna athygli verður sí- vaxandi hvöt til ríkisstjornar- innar til að beita áhrifum sínum gegn járnbrautareigendum. Niðurl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.