Þjóðviljinn - 12.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.08.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudaginn 10. ágúst 1938. ÞJÖÐVILJINN \ Sigrar iækninnar - krðinr þjóðarlnnar. Á hótedi í London er stærsta gólf- ábreiða, sem menn vita um. Þekur hún gólfflöt, sem er 2000 fermetrar á stærð. Ábreiðan er 21 tonn að þyngd og parf 70 menn til þess að bera hana og breiða á gólf. ** •- — Viljið þér vera svo góðar frú Hanson, að gefa okkur eitthvað handa nýja drykkjumannahælinu, er við ætlum að koma á fót? Frú Hanson: Þér getið fengið hann Hanson. ** „Það er leiðinlegt, að geta ekki reitt sig á póststjórnina. Hvað er nú að henni? 1 síðustu viku sendi ég að minsta kosti hundrað bréf, og voru reikn- Jngar í öllum, sem áttu að greiðast innan viku, og fari það bölvað, sem ég hefi fengið einn grænan eyri. ** Ung hjón ,sem voru á brúðkaups- ferð, sátu kvöld nokkurt við sjó og voru að horfa á sólarlagið. Kon- an lagði hönd sína í hönd hans og mælti: Segðu mér í iéinlægni, leiðist þér ekki að wera alltaf með mér einni? Ertu nú alveg viss um að þú sjá- ir ekki eftir að hafa gifzt^ mér, og saknar þú ekki frjálsræðis þíns? — Nei, þú getur verið alveg viss um það. Ef þú t. d. tækir það fyrir að deyja á morgun, þá getur þú verið alweg viss um að ég gifti mig hinn daginn. ** Allar konur eru neiðubúnar að færa ást sinni fómir. Allar konur eru reiðubúnar að fóma sakleysi sínu og mannorði fyrir ást sína. En þér skuluð ekki vænta þess að konan kaupi einum kjól færra, eða fáist til að fara gangandi í 'Ieikhús- ið, þó að ást hennar krefjist. Það eru takmörk, sjáið þér, fyrir þeim fórnum, sem konan getur fært •• Til eru ýmsar einkennilegar venj- ur um að greiða landleigu. í Eng- landi — landi erfðavenjanna — fær konungurinn sent ofurlítið flagg frá hertoganuin af Wellington dag- inn áður en orustan við Water- loo stóð. Á þennan hátt greiðir af- komandi sigurvegarans við Water- loo leigu sína eftir landareignina, sem enska þingið á sínum tíma úthlutaði hinum fræga forföður hans. Eigandinn að landareigninni Cnen don á eftir erfðavenjunni að greiða leigu sína með sveig af rósum. 1 fyrri daga var það erfitt, en nú getur hver garðyrkjumaður ræktað rósir allt árið um kring. Eigandinn að Kepperton í greifa- dæminu Kent, sleppur þó enn bet- ur, enda mun hann aldrei krafinn um leiguna. Landsetur þetta var nefnilega einu sinni í gamla daga fengið í hendur aðalsmanni einum með þehn skilmálum, að hann og erfingjar hans gerðu konunginum þann greiða, að halda um höfuð hans, ef hamn yrði sjóveikur á sundinu milli Englands og Frakk- lands. Hver veit annars nema mað- ur þessi hafi verið með' í för Breta- konungs til Frakklands nú á dög- unum. „Við hvert framfaraspor, sem stigið er í tækninni, verður þjóðin að gera auknar kröfur til sjálfr- ar sín“. Hermann Jónass. for- sætisráðh. úr ræðu 1,—8.—'‘38. Á þann veg mælti Hermann Jónasson forsætisráðherra við yígslu nýju útvarpssendistöðv- arinnar. Petta voru orð í tíma töluð. Pað stendur síður en svo á sama um það, hverjar þær kröfur eru, sem íslenska þjóð- in gerir til sjálfrar sín, og þess vegna hefði mátt ætla, að ráð- herrann hefði fylgt þessum orð- um sínum úr hlaði með frekari skilgreiningu. Hvernig er umhorfs í ís- lensku þjóðlífi nú? Hefir ís- lenska þjóðin unnið marga sigra á sviði tækninnar? Mönnum hættir oft við að gleyma því, að fyrir tiltölulega stuttum tíma var íslenska þjóð- in bændaþjóð, sem bjó! í „hin- um dreifðu bygðum“ landsins. Bændaþjóð, sem lifði fyrst og fremst á sauðfjárrækt, og sauð- féð var oft „ræktað“ á þann hátt, að það var að verulegu leyti sett á útibeit — sett ‘á guð og gaddinn — og afkoma þess gat því verið mjög ótrygg. Síðustu áratugina hefir þetta gjörbreyst á þann hátt, að við sjávarsíðuna hafa verið allstór- ir bæir og þorp. Bændurnir í „hinum dreifðu bygðum“ og af komendur þeirra hafa yfirgef- ið útigangsjarðirnar og sest að „á mölinni“ við sjóinn. Hvers vegna hafa þeir flutt úr sveitunum til bæjanna? Vegna þess að þeim buðust betri íífskjör í bæjunum, og þau bættu lífskjör stöfuðu af aukinni tækni — nýrri tækni — í atvinnuháttum. Sú nýja tækni voru togararnir, sem á fáum árum hafa ausið úr sjónum mil- jónaauðæfum. Voru togararnir þá eini sigur tækninnar á fslandi? Nei, öðru nær, þótt hann hafi verið einhver sá drýgsti. Tækn- in hefir farið sigurför um land- ið og fært ný tæki. f staðinn fyrir gömlu einjárnungana hafa bændurnir fengi nýtískú ljáiog sláttuvéíar. í staðinn fyrir ristu- spaða og skóflur, plóga og drátt arvélar. í staðinn fyrir reiðing, hestvagna og bíla. í staðinn fyr- ir gömlu fjárgöturnar, bílvegi og brýr á árnar. í staðinn fyrir róðrarbátana, vélbáta og togara í staðinn fyrir að áður voru sam göngur við útlönd ca. tvisv- ar á ári, eru nú reglubundnar ferðir á mánuði hverjum og strandferðir kringum landið. í ráði er að landið komist bráð- fyega í flugsamband við umheim inn og flugleiðir eru starfrækt- ar innanlands. í stað þess að áður var landið einangrað og fréttalaust, fær það nú daglega nýjustu fregnir með síma og útvarpi og útvarpið flytur út um „hinar dreifðu bygðir“ fregnir af helstu atburðum úr heiminum nokkrum klst. eftir að þeir gerast. í staðinn fyrir gömlu grút- arlampana má raflýsa alt landið frá instu dölum út á ystu annes Hverja íbúð á landinu mætti hita og lýsa með hverahita og raforku, ef tæknin væri notuð til fulls. Hvar sem litið er, hefir tækn- in margfaldað afkastagetu þjóð- arinnar og þar með skilyrði hennar til að lifa menningarlífi. Hvað er svo boðað íslensku þjóðinni, sém hefir þannig á fá- um árum tileinkað sér tækni nútímans? Henni er tilkynt það, að lífs- kjör hennar eigi að lækka. Eiga það að vera laun hennar fyrir að hafa lagt á sig það erfiði, að vinna þá tæknisigra sem unnir eru? Hvernig stendur á þeim öm- urlega ófagnaði, að lífskjör þjóð ar, sem hefir lagt hart' að sér til þess að tileinka sér tækni nútímans, eigi að fára versn- andi? Það er ekkert einstakt fyrir- brigði, heldur alment og á sér raunverulega mjög einfaldaror- sakir. í öllum auðvaldsheiminum reka menn sig óþægilega á þá staðreynd, að tæknin ein er ekki nægileg til þess að Iyfta mannkyninu til meiri mennlng- ar, meðan hagnaðurinn af sigr- um tækninnar rennur til þess að auðga 10—20% af íbúúrflj þjóðanna, meðan hinn hlutinn 80—90o/o, verður enn fátækari. Meðan svo er, verður tækn- in, tækið til að hækka lífskjör almennings, samt sem áður ó- beint til þess að lækka lífskjör hans. Hér er ekki rún/f þetta sinn til þess að útskýra frekar þá vitfirringu auðvaldsskipulagsins, að fjöldinn verður að líða skort, mitt í allsnægtunum, meðan tæknin til þess að framleiða lífsnauðsynjar er næg og vax- andi. Hverjar eru þá þær kröfur, sem þjóðin þarf að gera í sam- bandi við tæknina? Á þjóðin að sætta sig við það, að eftir því sem tæknin vex verði hún að þrengja lífskjör sín? Á hin íslenska bændaþjóð, sem þolað hefir hungur ogharð rétti þúsund ára, á hin harð- fenga, íslenska sjómannastétt, sem hættir lífi sínu í þarfirþjóð arinnar, að sætta sig við það, að eiga að spenna luingurólina fastar að sér, einmitt þegar þeir hafa fengið sigurvopn tækninn- ar í hendur. Á hin vinnandi íslenska þjóð að líða það þegjandi og bóta- laust, að árangurinn af tækni- sigrum hennar renni til örfárra yfirtroðslusamra braskara? Nei, þvert á móii. pjóðln heimtar að fá í sínar hendur yf- irráðin yfir þeirri tækni, sent hin fámenna gróðamannaklíka hefir sölc’ð undir sig. Og þjóðin gerir þá kröfu til þeirrar vinstri stjórnar, sem hún hefir falið meðferð mála sinna, að hún þori að stjórna landinu með heill alþjóðar fyr- ir augum, og það engu að sí&ir þótt það kosti fullan fjannskap við hina fámennu (10—20%) Frh. Hættulegasti veikleikinn í bar áttunni gegn almennri launa- lækkun er klofningur verklýðs1 hreyfingarinnar í AF.of L og C- J. O. Ástandið er orð'jð svo alvarlegt, að verkalýðslíreyfing- in getur átt á hættu að missa öll þau réttindi, er hún hefir loks áunnið sér, ef henni tekst ekki að sameina krafta sína í tíma. Þegar báðir armar hreyf- ingarinnar hafa lagst á eitt, svo sem til að knýja fram lög Rose- welts forseta um laun og vinnu- kjör, hefir góður árangur náðst. Baráttan gegn launalækkunar- herferðinni velturvíða algerlega á því, hvort samkomulag næst milli hægfara og róttæku verka- lýðsfélaganna. Hættan af áframhaldandi deil- um innan verkalýðssamtakanna kemur greinilega í, fjós/ í stöð- ugt vaxandi ofsóknum gegn verkalýðsfélögunum. Borgar .stjórinn í Jersey City (New Jer- sey), Frank Hague, gengur á undan, og lærisveinum hans fjölgar óðum. Hague hefir ekki hikað við að brjóta svo freklega í bág við stjórnarskrána, að Roosewelt forseti ávítaði það harðlega í síðustu ræðu sfnni. Undir því yfirskyni afT ætla að frelsa New Jersey frá „Kom- múnismanum“, hefir Hague bannað alla Kommúnistafundi í New Jersey og nálægum iðn- aðarborgum, en ekki nóg með það, heldur hefir hann einnig bannað starfsemi róttækuverka Iýðsfélaganna (C. I. O.), og öll þau frjálslyndu félög, er telja sig berjast fyrir viðreisnaráforfn um Roosewelts. Hague hefir stofnað um sig vopnaðan flokk „Borgarliðið“, og eru í því upp gjafaliðsforingjar, ýmsir starfs- menn verkalýðsfélaga jafnaðar- manha, starfsmenn verslunarfyr irtækja og atvinnurekendafélags ins. „Borgarlið“ þetta ber mjög blæ fasistisks félagsskapar. Bak við þessa hreyfingu standa fjár- sterkir iðnrekendur í New Jer- gróðamannaklíku, sem eiri vill (gína yfir öllum þeim| auðæfum, sem sigrar tækninnar færa þessu landi. Slíka stjórn myndi 80—90% þjóðarinnar styðja. Tæknin hefir margfaldað af- kastamöguleika og framleiðslu- getu þjóðarinnar og þar með skapað skilyrði fyrir stórkost- lega hækkuðu menningarlífi hennar. Krafa allrar hinnar vinnandi, íslensku þjóðar, við hvern nýj- an sigur tækninnar er því þann- ig: Árangrarnir af sigrum tækn- innar eiga að koma allri þjóð- inni að notum og lyfta henni ALLRI á hærra menningarstig. sey, sem margir hverjir hafa beinlínis flúið úr borgum, þar sem sterk verklýðshreyfing er.. Erfitt er að ráðast'gegn Hague, þar sem hann hefir raunveru- lega öll völd í New Jersey, og/ hin einstöku ríki njóta víðtækr- ar sjálfstjórnar. Róttæku verklýðsfélögin hafa kært framferði Hagues fyrir al- ríkisdómstólnum, en meðarr málaferlin standa yfir, taka aðr- ar borgir, þar sem afturhaldið hefir sterka afstöðu, upp þessar )sömu fasistisku aðferðir gegn verkalýðshreyfingunni og kom- múnistaflokknum. Þessi hættulega sókn aftur- haldsins hefir knúð verkalýðs- félög jafnaðarmanna og róttæku yerkalýðsfélögin (AF of L ogC. I. O.) til samstarfs. Áþví, hvern ig þetta samstarf tekst, veltur það, hvort verkalýðshreyfingin í Bandaríkjunum getur sigrast á sókn afturhaldsins og launa- lækkunarherferðimiL Hafnair íhaldíð Knúfí? (Frh. af 1. síðu.) bjó) í brjóstí. Allt þetta segir Knútur að hann tali í nafni Sjálfstæðis- flokksins. Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að láta Knút tala þannig, í fram- tíðinni fyrir sína hönd, eða lýsa því yfir, að flokkurinn eigi enga samleið með slíkum manni og ofbeldiskenningum hans? Islenska þjóðin heimtar svar. Kaupum flöskur, flestar teg., soyuglös, dropaglös, meðskrúf uðu loki, whiskypela og bóndós ir. Sækjum heim. Verslunin Hafnarstræti 23, áður BSí. Sími 5333. Bandaríkjaauðvaldlð ræðst á verWýðshreyf' Ingnna og lifslcjðr al- þýðnnnar. Eftir Qcorgc Moms (New Yorh),

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.