Þjóðviljinn - 12.08.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.08.1938, Blaðsíða 4
ap Ný/afó'ib sg Hinn hræðilegi sannleikur. Bráðskemtileg amerísk kvik mynd frá Columbia film. Aðalhlutverkin leika: CARY GRANT, IRENE DUNNE, RALPH BELLAMY o. fl. Sýnd kl. 7 og 9. Síðasta sinn. Næturlæknir Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður !er í [nótt í Reykjavíkur apó- teki og Lyfjabúðinni Iðunn. ’Ctvarpið í dag. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Norskir söngvar. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20,15 Erindi: Um samlíf plantn- anna, II. Steindór Steindórs- son menntaskólakennári. 20.40 Strokkvartett útvarpsins leikur. 21,05 Hljómplötur: a. Sönglog eftir Brahms. b. 21,35 Harmóníkulög. 22,00 Dagskrárlok. Skipafréttir. Gullfoss er í Rvík, Goðafoss ler á leið til Hamorgar. Brúar- foss er í Leith, Dettifoss fór norður og vestur í gaerkvöldJ þlÓÐVILJINN Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Reykjavík. Dronn- ing Alexandrine er á leið hing- að frá Kaupmannahöfn. Súðin var á Patreksfirði í gærkvöldi. Esja fer frá Glasgow í dag áleiðis til Iandsins. „Ordona“, skátaskipið fer héðan um há- tdegji í dag. Ferðabækur Vilhj. Stefánssonar, 2. h. af þessum vinsælu bókum er ný- lega komið út. Er það þriðja hefti bókarinnar „Heimskauta- löndin unaðslegu“. Áður er komið út „Veiðimenn á hjara heims“ og „Meðal Eskimóa“. ætti að gæta þess hve mikið salt væri látið í hverja síldar- tunnu og sjá um að það yrði hvorki of eða van. Hugleíðíngar Orvarodds, Framh. 3. síðu. biriu. Vér verðum ii& kannast við, að petta var vel af sér vikið, pví að pað er lítiL hœtta á að frú Litf vinoff, sem ekkert fœst við opin- ber mál — fari að hnekkja pessari uppgötvun með opinbemm rœðum eða skrifum. Kaupendur Þjóðviljans eru áminntir um að greiða áskrift- argjaldið skilvís- lega Valur sigraði Þjóðverjana af Emdt, en með 7:1. Æ. GeonlarSib % Atvínnuleys íngínn. Afarskemtileg frönsk gam- anmynd. Aðalhlutverkin leika: Jules Berry og Micheline Cheirel. AUKAMYND: Himinhvolfið: Frafiköllun bop- eríng KRON Bankastraefí Gísli Einarsson e: fyrrum prestur í Stafholti og pró.fastur í Mýraprófastsdæmi andaðist að heimili sínu í Borg- farnesli í fyrradag. Síra Gísli var maður háaldr- aður og hafði um fjölda ára gegnt presfsstörfum í Hvammi í Norðurárdal og í Stafholti í í Stafholtstungum. Hann var maður með afbrigðunr vinsæll og vel látinn af öllum, er höfðu kynni af honum . SpegiIIinn kemur út í dag. Jón Sigurðsson erindreki í símtali, er Þjóðviljinn átti í gær við Siglufjörð var skýrt frá því, að Jón Sigurðsson, er- índreki Alþýðusamb. hefði nýlega verið ráðinn til starfa hjá Síldarútvegsnefnd. Kaup hans þar skyldi vera 550 krón- ur á mánuði. Ekki höfðu Sigl- firðingar orðið þess varir, að Jón hefði neitt sérstakt með höndum, síðan hann fékk starf þetta, en talið væri að hann- Kaupum flöskur, flestar teg., soyuglös, dropaglös, meðskrúf uðu Ioki, whiskypela og bóndós ir. Sækjum heim. Verslunin Hafnarstræti 23, áður BSI. Sími 5333. Flokksskrífstofan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. DMiið Djéðviljann Norðlenskf dílkakjöf, Natitakföh Nýr lax, Grænmcti allskonar^ Tómaíair, 0#70 pt. hálft kg. Kfötbúðímair: Skólavörðustíg 12, sími 2108, Vesfurgöiu 16, „ 4769, Sfrandgafa 28, Hafnarfirði, Agatha Christie. 2 Hver er sá seki? Það varð þögn. Ég hélt áfram að borða eggin og svínsfleskið. Broddurinn á hinu langa þunna nefi á systur minni, titraði ofurlítið, eins og hann gerir altaf ,þegar hún hefir áhuga fyrír einkverju eða er æst. — Og hvað svo meira, spurði hún. Það er sorg- Ieg saga. En það var ekkert að gera. Hún hlýtur að hafa dáið í sv«efni, — Ég veit það, svaraði systir mín aftur. í þetta skifti gramdist mér. < — Þú getur ekki vitað það,sagði' ,ég ákveðið. Ég vissi það ekki sjálfur^ fyr en ég kom þangað og ég hefi ennþá engum sagt það. Ef Annie veit það líka, hlýfur hún að vera! skygn. — Það var ekki Annie, sem sagði mér frá því. Það var mjólkursalinn. Eldhússtúlkan hjá frú Ferr- ar hafði sagt honum það. Eins og ég þegar hefi tekið fram, þarf Karólína ekki að bregða sér út til að fá nýjar fregnir. Hún situr kyrr heima og þær berast henni þangað. Systir mín hélt áfram. \ — Or hverju dó hún? Hjartaslagi? — Sagði mjólkursalinn þér ekki frá því, gengdi eg kaldhæðnislega. , En það er ítil ónýtis að vera að eyða kaldhæðni á Karólínu. Hún tekur það' alt sem fúlustu alvöru og svarar samkvæmt því. •— Hann vissi það ekki, sagði hún. Jæja, Karólína mundi fá að vita þetta fyr eða síð- ar. Ég gat alveg eins sagt henni það. — Hún dó af ofmiklu svefnlyfi. Hún hefir upp á síðkastið notað lyf við svefnleysi. Hún lilýtur að hafa tekið of mikiðj í ógáti. — Vitleysa, svaraði Karólína jafnskjótt. Hún tók o'fmikið inn vitandi vits. Reyndu ekki að telja mér trú um annað. Það er dálítið skrítið, en það er samt svo, að ef maður hefir grun um eitthvað- og vill ekki kannast við það fyrir sjálfum sér, þá neitar maður sem ákafast, ef einhver annar lætu r sömu grunsemd í ljós. Ég byrjaði jjessvegna strax í fafarreiðilegum tón. — Þannig hagar þú þér ávalt, sagði ég, þú rausar hugsunarlaust um hlutina. Hversvegnaí í ósköpunum ætti frú Ferrars að hafa framið sjálfsmorð, ung ekkjan, stórefnuð og heilbrigð með fylstu rnögu- leika til að njóta lífsins. Það er alveg fráleitt. — Alls ekki, jafnvel þú hlýtur að hafa tekið eftir hversu breytt hún var orðin upp á síðkastið. Þessi breyting hefir orðið núna síðasta misserið. Hún leit béinlínis út eins< og hún þjáðist af martröð. Og þú ert líka nýbúinn að viðurkenna að hún hafi ekki getað sofið. — Hver er sjúkdóms-tilgáta þín? spurði égkaldr- analega. Þú býst sjálfsagt við að það sé óhamingju- söm ást? — Systir mín hristi höfuðið. — Samviskubit sagði hún og smjattaði næstum ánægjulega á orðinu. — Samviskubit? — J'á!, þú hefir aldrei viljað trúa mér, þegar ég sagði þér, að hún hefði gefið manni sínum inn eit- ur. En nú er ég sannfærðari um það en nokkru sinni fyr. ;Mér finst þér förlast rökvísin, andæfði ég. Ef kona getur framið svo svívirðilegan glæp eins og morð, mun hún vissulega vera nógu harðsvíruð til að njóta ávaxtanna án kveifai'legrar tilfinningasemi eins og iðrunar. Karólína hristi höfuðið. — Það eru til slíkar konur, en frú Ferrars var ekki af þeirri gerð. Hún var ekkert nema taugarnar og til- finningasemin. Ómótstæðileg hvöt rak hana til að losa sig við manm'nn, því að hún var þannig, að hún gat ekki þolað neins slags þjáningar. Og á því er enginn vafi, að kona, sem var gift manni eins og Ashley Ferrars hefir orðið að reyna margt. Ég kinkaði kolli. — Og alt frá þeim tíma hefir hún þjáðst af sam- viskubiti yfir því, senr hún gerði. Ég get ekki stilt mig um að vorkenna hennx. Ég held að Karólína hafi aldrei haft meðaumkun með frúnni meðan hún lifði. Nú þegar hún er kom- in ái nnan heim, þar sem fólk, senniléga, ekki k.læðist eftir Parísartísku, er Karólína reiðubúin að gefa sig á vald mildari tilfinningufn og sýna skiln- ing og meðaumkun.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.