Þjóðviljinn - 13.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.08.1938, Blaðsíða 2
Föstudagurinn 12. ágúst 1938. ►J6ÐV1LJÍNN 1 gær l:j6rguíiuð þér tengdamóður mir.ni frá druknun. Má ég biðja yð- ur að gæta þess í framtíðinni að íera ekki með neinn slettirekuskap um einkamái mín. ** — Pað verður að minsta kosti klukkutimi ,þar til ég kem bílnum af stað. • ' — Ég skil ekkert í þér úr því að þú ætlar ekki að borga bilinn, hvers vegna þú færð þér ekki sæmilegan vagn. ** Lítil stúlka á Jótlandi var í kirkju með foreldrum sinum, og hafði aldrei komið til kirkju áður. Fylgdist hún vel með öllu, sem fram fór. Þegar búið var að syngja síðasta sálminn og allir ætluðu að fara að standa upp, hljóp litla stúlk an til prestsins og segir við hann: „Segðu mér eitt preestur, ertu alt- af með höfuðið á þessum diski?“ ** Inger litla er búin að lesa kvöld- bænimar sínar og segir: — Mamma, fara ekki allir trú- boðar til himnaríkis? — Jú, væna mín, auðvitað gera þeir það. • — En mannætumar? -- Nei, þeir koma þangað aldrei En ef mannæta etur trúboða, getur hann þá ekki komist í himna- ríki? *• Adam var ákafur, en Eva færðist undan. Að lokum misti hinn fyrsti maður þolinmæðina og segir við konuna: — Nú spyr égj þig, Eva, í síðasta sinn, hvert þú vilt verða konan min, og ég vil minna þig á það, að enn em eftir nokkur rifbein í síðu minni. Allir vita hvernig því máli lauk. Norskur herragarðseigandi hafði verið tvö ár erlendis. Þegar hann kom aftur tók einn af húskörlum hans á móti honum á jámbrautar- stöðinni. Herragarðseigandinn hafði ekkert frétt frá heimili sínu í rúmt ár, og fyrsta spurning hans var þannig: — Er ekki alt? í góðu lagi og við góða líðan, Jón minn? —. Jú, þakka yður fyrir herra, nema gamli varðhundurinn okkar, hann Nero er dauður. — Hvað er hann dauður. — Jú, hann dmknaði þegar flóð- ið hljóp á gripahúsið og drekti öll- um kúnum og hestunum. — Hvað segir þú? Fómst aHir ^ripirnir í vatnsflóði? Jú, ójá, það var þarna rétt eftir að jörðin var boðin upp. — Jörð/n. Hvað hefir hún verið boðin upp? Ertu orðin vitiaus? — Já, frúin lét bjóða hana upp áður en hún fór með liðsforingjan- um. — Konan mí* — með liðsforingj- anum — hvað ertu að segja? Já, hún fór þama með liðsforingj- anum burtu nóttina sem íbúðarhúsið brann. Annars er alt í besta lagi. •• Þjófur nokkur fjörgamall var spurður, hvernig hann hugsaði til lífsins hinu r»egin. „Svona og svona“ sagði hann. „Það verður rýr at- vinna fyrir mig, því að þangað fara allir blásnauðir. Nasisminn og íslenska kirkjan. Eftir Hendrik J. S. Ottóson. Herra Sigurbjörn Á. Gíslason guðfræðingur hefir oft skrifað mjög ánægjulegar greinir um ýms mál, enda þótt efni þeirra hafi ekki ávalt verið „eftir mínu höfði“. Hann hefir skrifað skil- merkilega um áhugamál sín og án persónulegra árása á and- stæðinga sína. Petta hefir alla tíð verið álit mitt á skrifum hans og er ennþá. Ég er t. d. enginn aðdáandi heimatrúboðs- stefnunnar, en S. Á. G. hefir um Iangan aldur verið forsvars- maður hennar hér á landi. Pó hefir málflutningur hans verið með fullkomnu menningarsniði og mestu kurteisi og stungið þar fullkomlega í stúf við bar- áttuaðferðir þær, sem heimatrú boðsmenn hafa notað í Dan- mörku og Noregi, engar hót- anir um eilífa brennisteinsloga eða hellidembur bráðins blýs. íslendingar myndu heldur ekki taka með þökkum fyrirheitum um þesskyns ,,traktement“. Hv- angelisk-Iútherska kirkjan ís- lenska hefir verið boðberimenn ingar og víðsýnis, að minsta kosti um langan tíma. Pað er öllum almenningi kunnugt, að mannsöldrum saman voru hinir fátæku íslensku sveitaprestar úti um bygðir landsins, þeir tnenn, er sveltu heilu hungri með sóknarbörnum sínum, í raun og sannleika kennarar lýðs ins og andlegir leiðtogar. Fyr- ir þeirra tilverknað og ósér- plægni lærðu menn lestur, og fyrir áhuga þeirra kyntist ’þjóð- in menningarstraumum ogfrels isbaráttu umheimsins. Sumir þessara manna voru líka and- leg stórmenni og framfaramenn á hinum margvíslegustu sviðum. Síra Björn í Hítardal, síra Jón á Bægisá, síra Tómas Sæmunds son og nú á síðasta manns- aldri síra Magnús Helgason, l hafa markað þau spor, sem ; seint mun yfir fenna. Ég þyk- ist ekki ýk*ja, er ég fullyrði, að þjóðkirkjan íslenska hafi lengst af verið hin merkasta og þraut- • seigasta menningarstofnun þess arar þjóðar og að hún eigi enn- þá eftir mikHsvert hlutverk í þágu víðsýnis og framfara, eink- um þó ef hún eignast fleiri for- ystumenn sem hinn núverandi biskup, dr. Jón Helgason, en hann hefir flestum snjallar hald- ið á lofti frjálslyndum „tradition um“ kirkjunnar og þess utan veitst tími til merkilegrar vís- indastarfsemi, sem skipar hon- jum í hóp meðal hinna fremstu sona þjóðarinnar. Islendingar eru frjálshuga menningarþjóð, sem sjálf hefir brotist fram úr svartnætti kúg- unar og eymdarskapar og skap- að sér sess, engu óæðri frænd- um vorum á Norðurlöndum, einkum þegar tekið er tillit til náttúruskilyrða og annara erfið- leika. Pessum sess meðal menn- ingarþjóðanna vilja íslendingar halda svo lengi, sem unt er. Allur hávaði landsmanna ósk- ar áframhaldandi menningar og frelsis og mun verja þessi fríð- indi sín til hins ýtrasta. íslend- ingum hrýs hugur við andlegri kúgun og alt afturhald er þeim viðurstygð. Ljóst dæmi þessa hugarfars er einmitt frjálslyndi þeirra á sviðum trúmáfa. Allir trúflokkar aðrir en íslenska þjóðkirkjan „hin rúmgóða“ hafa átt erfitt uppdráttar. Nóg hefir þó borist að af allskonar sér- kredduflokkum — hvítasunnu- trúboðum, meþódistum o. s. frv. að ógleymdri trúboðsferð Hall- esbys, sem átti að leiða íslend- inga í allan sannleika um það, að kjarni kristindómsins væri reiði guðs (kristendommens grunnkjerne er Guds vrede“, orðrétt haft eftir „prófessorn- um“). Alt hefir þetta samt strandað hér, ekki á löggjöf eða öðrum ráðstöfunum, held- ur eingöngu á óbrjálaðri skyn- semi almennings, rót- grónu frjálslyndi í hugsun og ályktunum. Ofstækiskend trúar- brögð eiga hér engan jarðveg. Þó er flytjendum þeirra heimil' hingaðkoma og trygt kenning- arfrelsi samkvæmt lögum lands ins. Þær staðreyndir, sem ég hefil rakið hér á undan, eru herra S. Á. G. kunnar og ég hélt jafn kærar mér og öðrum ís- lendingum. Ég varð því tals- vert undrandi, er ég las grein hans í Mgbl. s.l. sunnudag, 7. ág., um fregnir sem borist hafa frá Þýskalandi um hina ,,þjóðlegu“ kirkju Pýskalands. Fréttir þessar voru ekki fundn- ar upp af síra Sigurði Einars- syni, eins og S. Á. G. vill gefa í^skyn, heldur eru þær komnar frá fréttariturum erlendra blaða í Berlín. Pær vökt mikla athygli manna um gervallan heim, því þær upplýstu vel um hinn fræði lega grundvöll trúarofsóknanna í ríki Hitlers. Ég skal hvorki lasta né lofa heimildarmann S. Á. G. um þessi mál, en það er -honurn þó fullkunnugt, að tveir mestu virðingarmenn nazismans peir Affred Rosenberg og Lu- dendorff gamli hafa um und- anfarinn niðurlægingartíma þýsku þjóðarinnar reynt að skapa ný heiðin trúarbrögð í landinu og farið hinum mestu hnjóðsyrðum um hinar „gyð- inglegu undirlægjukenningar“ Jesú frá Nazaret. S. Á. G. veit betta eins veí og ég. Honum er líka kunnugt, að frá dögum Luthers hefir starfað evangel- isk kirkja í Þýskalandi, kirkja, er hefir kennt sig við nafn hins mikla siðbótamanns. Þessi kirkja hefir verið einn brautryðj andinn í baráttunni gegn svart- nætti miðaldakirkjunnar. Klerk- ar hennar hafa neitað áð beygja sig fyrir kenningum Rosen- bergs og Ludendorffs og falla fram og tilbiðja skurðgoðið Ad. olf Hitler. Vegna þessa sitja þeir nú þúsundum saman í fang elsum ogfangaherbúðum, pynt- áðir p g hæddir — fyrir sömu sakir og krisfnir menn og Gyð- ingar voru ofsóttir á dögum rómverska keisaradæmisins, fyr ir sömu sakir og píslarvottar miðaldanna ,Húss, Brúno og þúsundir þektra og óþektra písl- arvotta. S. Á. G. veit þetta líka eins vel og alþjóð, en hann, prédikari í hinni frjálsu evan- gelisk-lúthersku þjóðkirkju ís- íendinga tekur sér fyrir hendur að hvítfága ofsækjendur þess- ara manna. Ég ætla, að mörgum íslensk- um trúmanni þyki ærið ískyggi? legt, er þektur íslenskur guð- fræðingur skipar sér á bekk með þeim herrum, er á vorum tímum hafa mest ofsótt kirkju og kristindóm, en þeim stað- reyndum getur S. Á. G. ekki andmælt með sögum um trúar- ofsóknir í Sovétlýðveldunum, eða notað þær sem skálkaskjól til að komast hjá andsvörumj (um það mál er ég líka reiðu- búinn að ræða). MÖHnum mun ósjálfrátt detta í hug, hvort það sé þetta, „er koma skal“. Meirihluti íslensku þjóðarinnai játar evangelisk-lútherska trú eins og hún hefir verið boðuð af klerkum hennar og bygt þar á þeim boðskap Jesú frá Naza- ret, að maðurinn eigi ekki vís- vitandi að gjöra á hlut annara. Kristin trú er frá öndverðu sælu draumajr hinna fátæku og hrjáðu. Fyrstu áhangendur Jesú voru umkomulausir fiskimenn og aðrir öreigar, sem‘ í leymd sinni dreymdi dagdrauma um laun og sælu þegar örvæntingu þessa lífs væri lokið. Það voru engir ríkisbubbar, þessi 5000, sem matarlausir ráfuðu um ó- bygðir landsins, enda skortir ekki á reiðilestur gegn höfð- ingjum þjóðfélagsins, hræsnur- unum og kúgurunum. Alþýða manna um allan heim hefir til þessa dags álitið Jesú frá Naza- ret sinn mann og elskað hann af þeim sökum. Ég vil nú spyrja: Er einn einasti kristinn alþýðu- maður, sem treystir sér til að samrýma það sem nú fer fram í Þýskalandi nazismans kenM- ingum hins krossfesta timbur- manns frá Nazaret? Þann mann vil ég minna á þau orð, sem fegurst eru höfð eftir Jesú: Sælir eru fátækir i anda, því að þeirra er himnaríki. Skyld| hér vera átt við loddarann Ál- fred Rosenberg, fljdjanda kenn- ingarinnar um hina goðbornu aría, sem ber skylda til að of- sækja og útrýma Gyðingum vegna þess .að þeir séu óæðri verur, sem lætur banna Gyð- ingum að stunda lækningar og aðra atvinnu? Sælir eru syrgjendur, því þeir munu huggaðir verða. Er hér átt við þá stjórnendur, sem dæmdu hina ungu móður, Lise- lotte Hermann til dauða ogtóku hana af lífi með fiandöxi. Sælir «ru hógværir, því þeir miinu landið erfa. Kanske hér sé átt við Göring, sem sjálfur mætti sem vitni í málinu út af íkveikju þinghússins í Berlín og barst mikið á, er þeir inenn, sem saklausir voru ákærðir, stóðu hlekkjaðir fyrir réttinum. Sælir eru þeir, sem hungrar °g þyrstjr eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Hér skyldi þó ekki vera átt við þá menn, sem lýstu því yfir, að Þýskaland hefði meiri þörf fyr- ir fallbyssur, en smjör. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Ef til vill hefir Jesú átt hér við þá menn, sem skutu Guernica í rústir og síðan eltu hina flýj- andi íbúa í flugvélum og létu vélbyssukúlur sínar dynja á þeim . Sælir eru hjartahreinir, þvf að þeir munu guð sjá. Skyldu’ þetta vera þeir menn, sem myrtu v. Schleicher og konu hans fyrir augum barna þeirra hjóna. ! Sælir eru friðflytjendur, þvf að þeir munu guðs synir kall- aðir verða. Eigum við að trúa því, að Jesú hafi hér átt við þá menn, sem brutust inn í Belgíu, sem skutu Lusitaniu í kaf, sem fyrstir allra fundu upp eiturgas í hernaði, sem ruddust með morðtólum sínum- inn á Spán og sem nú bíða tækifæris til að fara með her manns inn f Tékkóslóvakíu og Danmörku, eða bandamenn þeirra ,sem fara myrðandi og rænandi um Ábbe siniu og Kína. Sælir eru þeir, sem ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnarííki. Mup hér átt við þá stjórn, sem kval- ið hefir og misþyrmt tugi þús- unda í ímyrkvastofum og fanga- búðum og flæmt hundruð þús- unda bjargarvana á vergang í framandi löndum. Sælir eruð þér, þá er menrr atyrða yður og ofsækja og tafe Ijúgandi alt ilt um yður míir vegna. Hvort mun Jesú Iiafa átt hér við þá valdhafa, sem hafa hnept þúsundir lútherskra klerka í fangelsi fyrir það, að þeir hafa neitað að beygja kaé sín fyrir skurðgoðinu — sem láta morðsveitir sínar brjót- hst imx í kirkjur kristinna manna og samkunduhús Gyðinga og saurga helgidóma þeirra. Ef þessi orð Jesú eiga nú f framtíðinni að notast um þá menn, sem farið hafa meðvöld í Þýskalandi undanfarin 5 ár, þá skil ég mætavel afstöðu S. Á. G. En íslenskir menn munu ekki taka því með þökkum. Þeir munu þá krefjast þess, að herra Sigurbjörn Á. Gíslason leitisér starfssviðs utan hinnar frjálsu íslensku kirkju. 10. ágúst 1938. Hendrik J. S. Ottósson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.