Þjóðviljinn - 14.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.08.1938, Blaðsíða 2
Sunnudaginn 14. ágúst 1938. ►J#»VILJINN Eins og kunnugt er, lagði Vilhjálm ur II. Þýskalandskeisari á flest gjörva hönd. Fanst pað oft á, að honum þótti að ekki væru margir sér jafnsnjallir, jafnvel þegar um vísindi og listir var að ræða. Með- al annars lagði hann talsverða stund á ljóðagerð. Einhverju sinni bar svo við, að íbúar keisarahallarinnar í Potsdam, þóttust hafa orðið varir við vofú þá, er stundum átti að sýna sig, og var það sögn, að „Hvíta frúin“ í Potsdam, boðaði stórtíðindi, er hún lét sjá sig. Fyrirburðurinn þótti því talsvert merkilegur og var mikið um hann rætt. Keisarinn var vantrúaður á slíkt, og til þess að sanna, að þetta væri aðe/ns hugarburður þjónustufólks- ins, skipaði hann svo fyrir, að vörð- ur skyldi haldinn á nóttum, og áttu varðmennirnir að gefa á hverjum morgni skriflega skýrslu um hvers þeir hefðu orðið varir. Þetta fékk þó skjótan enda, því að herforingi sá, er gefa átti fyrstu skýrsluna orð- aði hana svd í grunleysi: Alt með kyrð og spekt í höllinnj í nótt. Hans hátign keisarinn situr inni í herbergi sínu og yrkir ljóð, en andann hefir enginn orðið var við. ** Nemandi: Fyrirgefið herra prófes- sor, ég get ekki Iesið það, sem þér hafið skrifað á spássíuna á ritgerð-- inni minni. Prófessorinn: Ég skrifaði að þér ættuð að skrifa læsilega. ** Lærlingurinn: Var það nú endi- Iega nauðsynlegt að slá mig niðu/ á þenna hátt. Hnefaleikarinn: Og sei, sei, nei, ég kann tuttugu aðrar aðferðir til þess, sem eru að minsta kosti jafn- góðar. ** A: Það er auðséð að þú ert gift- ur, ég sé ekki eitt einasta gat á sokknum þínum. B: Já, eitt af því fyrsta sem konan mín gerði, var að kenna mér að bæta þá. ** A: Jæja, hvernig gengur það síð- an þú giftist. B: Og alveg eins og í Paradis. A: Það gleður mig að heyra. B: Já, við höfum ekki spjör til þess að vera í og búumst þá og þegar að vera rekin út. ** 1 rétlum var rjfist um hver ætti ó- merking. Þegar deilan tók að harðna svo að búast mætti við ryskingum, hrópaði bóndi einn mikill fyrir sér, úr hópnum: Mér er andsk . . . sama hvað þið segið ,ég á lambið, hver sem á það. Rannsókn á samvöxnum tví- burum, er hefir mikið giidi fyrir ráðningu ýmsra líffræðilegra og sálfræðilegra viðfangsefna Tvö siúlkubörn með sameiginlegan bol og fæiur. Pau eru orðin sjö mánaða og þrífast mjög vel. Efííir A. L Bogoslovsfey lífeðlísfræðíng. Prófessorarnir G. N. Speran- sky og P. K. Anokhin fluttu ný- lega á lækna-vísinda-ráðstefnu í Sovétríkjunum mjög eftirtekt- arverða skýrsiu um rannsóknir sínar á satnvöxnum tvíburum, sem þeir höfðu haft undir hönd um. i I I 1 ! Tvíburar þessir ,sem voru stúlkubörn, fæddust í nóvember 1937 á fæðingarstofnun í Moskva. Samtímis hafði móðir- in eignast þriðja barnið, dreng, sem var alveg heilbrigður. Pessir tvíburar hafa ve:ið und ir stöðugu eftirliti lækna og líf- eðlisfræðinga á lækningastofu prófessors Speranskys. Allir markverðir viðburðir í lífi þeirra hafa verið kyikmyndaðir jafnóðum. Tvíburarnir ,sem heita Galína og Irina, hafa tvö höfuð, fjóra handleggi ,sameiginíegan bol og aðeins tvo fætur. Er hægri fótur inn undir stjórn þess tvíburans, sem er hægra megin, en sá vinstri undir stjórn híns. Slíkum fyrirbærum hefir að vísu verið lýst fyr. í bókum, en þau hafa ekki verið vísindalega rannsökuð. Tvíburar, sem þann- ig eru samvaxnir, eru á vísinda- máli kallaðir „Thoracopagus“ og deyja venjulega skömmu eft- ir fæðinguna. Pessir tvíburar, sem hér um ræðir, eru samt orðnir 7 mánaða gamlir. Síamísku tvíhmarnír urðu 63 ára* Fáir samvaxnir tvíburar hafa orðið langlífir, og þá því að- eins, að líkamir þeirra hafi ver- ið samvaxnir á litlu svæði og hafi hvor um sig haft öll nauð- synleg líffæri. En þá hafa þeir líka getað orðið mjög gamlir og jafnvel eignast börn. Þatmig er það kunnugt um hina frægu síamísku tvíbura, að hvor þeirra eignaðist 9 börn og að þeir urðu 63 ára að aldri. ' Þegar hvor hinna samvöxnu tvíbura hefir öll nauðsynleg líf- færi og þau starfa á eðlilegan hátt, er unt að skilja þá hvorn frá öðrum með uppskurði, án þess að lífi þeirra stafi hætta af. Tvíburarnir okkar Galina og Irina, hafa sundurgreind tauga- kerfi, tvö hjörtu og maga, en að líkindum aðeins eina lifur, sameiginlegar garnir, sameigin- lega kirtla og kynfæri og þess- vegna er ekki unt að skilja þá í sundur með skurðlækningu. Það er og afarmikilvægt og merkilegt fyrir vísindin, að tví- burarnir hafa fyllilega aðgreind taugakerfi — en að nokkru sam eiginlega blóðrás — sameigin- legt lymfu- og vessakerfi („hu- moral system"). Það er alkunna, að lífeðlis- fræðingar hafa enn ekki orðið ásáttir um, hvern þátt taugakerf ið og lymfu- og vessakerfið eigi í ýmsum grundvallarfyrirbær- um lífsins (eins og svefni, hung- ur-, þorsta- og sársauka-skynj- un o. s. frv.). Það virðist eins og þessir tvíburar hafi frá nátt- úrunnar hendi verið sérstaklega til þess gerðir að varpa ljósi á ýms atriði i þessu sambandi. Oifsöíí og uppirumi svefnsins. Það er deilt um það með líf- eðlisfræðingum, af hverju svefn inn stafi. Um það eru uppi tvær kenningar. Annar flokkurinn með franska lífeðlisfræðingnum Pierron í fylkingarbrjósti, held- ur því fram ,að svefninn stafi af því, að safnast hafi fyrir í blóðinu mikið af eiturefnum — svokölluðum „hypnotoxinum“. Hin kenningin, sem sett var fram af rússneska lífeðlisfræð- ingnurn Pawlow telur hinsvegar aðsvefninn komiaf tálmun,sem þróist í heilaberkinum og breið ist þaðan eftir aðaltaugakerf- inu. Ef talsmenn fyrri kenning- anna hefðu rétt fyrir sér, ættu tvíburarnir okkar að sofna nokk urnvegin samtímis, þar sem eit- urefnin í blóði annars mundu fljótlega komast í blóð hins. Þessu er þó ekki þannig farið. Stúlkubörnin sofna og vakna alveg óháð hvort öðru. Það má því álykta, að kenning Pawlows sé rétt. Venjulegur, eðlilegur svefn fer fram undir ákvarðandi og leiðandi áhrifum aðaltauga- kerfisins, en eiturefni í blóðinu eru þar aðeins að litlu leyti að verki. Lífeðlisfræðingar hafa deilt mjög um hvern þátt vessa- og lymfukerfið (humoral-factors) eigi í sársaukaskynjuninni. Sum ir eru þeirrar skoðunar, að meg inþátiinn í sársaukatilfinning- inni eigi sérstök mjög virk líf- ræn efnasambönd, er myndist í líkamanum við það, að eitt eða annað Iíffæri verður fyrir ytri áorkan. Flestir vísindamenn á þessu sviði hallast þó að því, að sársaukakendin stafi beint af ytri áorkan á taugakerfið. Ef fyrri kenningin væri rétt, mætti gera ráð fyrir, að ef öðr- um tvíburanum væri valdið sársauka, hlyti það jafnframt að trufla liinn. En tilraunirnar hafa sýnt hið gagnstæða. Þegar öðru stúlkubarninu hefir verið vald- ið sársauka — af skiljanlegum ástæðum; í mjög smáum stíl — hefir aðeins það eitt hljóðað. Hinn tvíburinn hefir ekki sýnt nein merki þess, að hann fyndi til óþæginda. Kenningin um að sársaukakenndin eigi upptök sín í taugakerfinu, virðist því öllu réttari. Upptfusií hungur* kenndarmnar. m í lífeðlisfræðinni er mjög út- breidd kenningin um að hung- urtilfinningin eigi rót sína í áorkan hins svokallaða „dauða blóðs“ á taugakerfið. Við saðn- inguna fái blóðið þau efni, sem það vantar og hungurkendin hverfi því. Ef þessi kenning væri rétt,mætti gera ráð fyrir, að ef öðrum tvíburanum væri gefið að borða, svo sem hann lysti ,væri hirin jafnframt mett- aður. En þetta stenzt ekki. Eft- ir að öðru stúlkubarninu hefir verið gefið að borða, heldur hitt áfram að biðja um mat og borðar engu minna og stund- um meira en það fyrra. Það er því augljóst, að aðal-taugakerf-* ið á meginþáttinn í því að skapa hungurkendina og „dauða blóðið“ er ekki afgerandi liður í því sambandi. Tvíburarnir leggja líka fram efni til skýringar á ýmsum veik- indafyrirbrigðum í sambandi við hina eða þessa sjúkdóma. Það er eftirtektarvert, að ef hitinn vex í öðrum tvíburanum eykst hann jafnfran'it í’hinum. Heima- koma, sem byrjaði á höfði ann- arar stúlkunnar, færðist strax yfir á hina, en var þar vægari. Það rná því telja, að ef önnur stúlkan veikist, veikist hin líka — og ósóttnæmi gildi jafnt fyrir báðar. Að lokum bregða þessir tví- burar ljósi á ýms vandamál sál- fræðinnar — og benda á ákveðnar lausnir í því sambandi Eins og kunnugt er, skifti Hip- pokrates gamli mönnumjT fjóra skapgerðarflokka, bráðlynda, grimmlynda, daufgerða og þung lynda, og áttu skapgerðarein- kenni þessi að byggjast á niður- skiptingu og hlutföllum millí ákveðinna vökva í líkamanum „Hjá inDfæddnm á Snmatra og Mandi“. Morgunblaðið telur að kom- múnistar og Hendrik Ottóson guðfræðinemi, fremst í flokki, hafi sýnt skipsmönnum afbeiti- skipinu ,,Emden“ ókurteisi. Ég býst við því, að hergöngur naz- istanna hafi verið kurteislegar í augum Mgbli, og hirði ég ekki að deila við það urn þá hluti. Aftur er það vitað, að all- ur þorri bæjarbúa stóð högg- dofa af undrun yfir slíkii ósvífni sem þessir dátar Hitlers sýndu sjálfstæði íslands, þar sem þeir lögðu sig ekki svo lágt, að. spyrja yfirvöld bæjarins um leyfi til hersýninga sinna. Slíka frekju hafa engir aðrir viðhaft, enda þess heldur ekki af öðrum að vænta. Enskir gesiir, semhéic voru staddir, skátar og aðrir, furðuðu sig stórum á þessu at- hæfi öllu, og þótti engu líkara', en að ísland væri þegar orðið ný- lenda Þýska'ands. Það mun síst auka veg vorn hjá lýðræðisríkj- um heimsins, þegar þessir ensku ferðamenn skýra frá fei'5 sinni hingað til íslands. Ekki bætir heldur fyrir, að stærsta hótel bæjarins hampaði haka- krossfánanum framan í hína bresku gesti og höfðu þeir orð á þessu. Til ánægju og uppbyggingar íslendingum skal ég geta þess, að ég átti tal við tvo af liðsfor- ingjum skipsins og spurði þá hverju það sætti, að þeir héldu slíkar hersýningar hér á íslandi. Þeir skýrðu mér frá því,aðþeir (að vísu með leyfi yfirvaldanna) hefðu haldið samskonar sýning- þr á Sumaíra og Java og öðrum slikum stöðum til að skemta inn- fæddum mönnum og þessvegna hefðu þeir einnig gert það hér. Hvernig líst hinum björtu og stoltu „aríum“ íslands á sam- líkinguna? Hendrik j. S. Oííóssofl (t. d. gallvökvinn í þeim bráð- lynda, blóðið .í þeim griimm- lynda o. s. frv.). Sanrkvæmt kenningu Paw- lows ákveðast skapgerðar-ein- kennin af eiginleikum og starfs- háttum taugakerfisins. Það hefir þegar verið bent á, aðtvíburarnir hafa sameiginlegt lymfu- og vessakerfi. Skapgerð þeirra og hegðun er samt mjög ólík. Annar tvíburinn grætur lágt og lítið, hinn grenjar ósköp in öll. Annar er tiltölulega ró- legur og fáskiftinn, hinn er upp- stökkur og auðveldara að hafa áhrif á hann o. s. frv. Þessi mis- munur á auðsjáanlega rót sína í ólíkum taugakerfum. Hér virðist enn, sem kenning Pawlows sé staðfest. Líffræði- og sálfræðilegum rannsóknum á tvíburunum verð ur haldið áfram og má búast við ,að af þeím verði hægt að draga margar nýjar, merkilegar ályktanir, bæði fyrir fræðikenn- ingar vorar og starf Lauslega þýtt úr. Moscow News. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.