Þjóðviljinn - 17.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.08.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudaginn 17. ágúst 1938. ÞJÓÐVILJINN Fyrir skömmu kom út hol- lenskur ritdómur um skáld- sögu Halldórs Kiljan Lax- ness: Salka Valka („Þú vín- viður hreini“ og „Fuglinn i fjörunni"). Ritdómarinn J. G. de Haas skrifar eftirfar- andi um bókina í blaðinu „Het Nieuweblad van het Noorden": Eftir að okkur hætti að þykja eins gaman að sálgreiningar- stefnunni (pshycho-analyse) í bókmenntunum, er það ekki undarlegt, að okkur langi í eitt- hvað nýtt, sérstaklega í bók- menntum annara landa. Nú beinist áhugi okkar aftur að hinum ytra heimi, sem mað- urinn lifir í, og er það kannske afturkippur frá hinum hárfínu blæbrigðum sálgreiningarstefn- lunnar. í stuttu máli sagt: fyrst og fremst krefjumst við hnit- miðaðra umhverfislýsinga — þar sem auðvitað er farið með manninn, sem einstakling, að verðleikum. Og einmitt þetta er orsökin til þess, að áhugi okkar beinist ekki aðallega að þýdd- um ritum hinna nálægari landa. Umhverfinu, sem þar er lýst, erum við nægilega kunnugir. Samt myndi til dæmis frönsk sveitasaga ennþá vekja athygli okkar, af því ^ð þar eru ennþá svið, sem okkur eru ókunnug. Okkur þykir gaman að kín- verskum, ungverskum, tyrk- neskum og spænskum bókum. Og séð frá þessu sjónarmiði, er það ekki undarlegt, — aðnorð- urlanda bókmentir falli okkuv vel í geð, þó að við þekkjum þær nú þegar allvel. Hið skand- inaviska umhverfi er mjög líkt okkar umhverfi, en það hefir þó eitthvað sérstakt, eitthvað svo einkennandi, að það seiðir okkur hvað eftir annað. Með skáldsögu sinni „Salka Valka“ hefir Halldór Laxncss aukiðvið þær sögur, sem sérstaklega miða að því að lýsa sérstæðu umhverfi. „Salka Valka“ eraf- ar eftirtektarverð bók frá þjóð- sagna- og bókmenntalegu sjón- armiði. Það er jrví ekki að furða, þó að bók þessi hafi á svo skömmum tíma náð gífur- legri útbreíðslu hér í Hollandi. Petta ber einmitt vott um góð- an smekk almennnings hér, sem augsýnilega skilur gildi þessar- ar bókar. Ég skal vera heiðarlegur og játa, að það leið alllangur tími, áður en ég gat fengið mig til að lesa bók þessa, af því ég hefi hálfgerðan beig af þykkum bókum yfirleitt, einnig hinum hollensku. Skoðun mín er sú að nú á tímum séu menn o* margorðir og að dýptin bíði ekkert tjón við hið gagnstæða. Höfundur ,sem í raun og veru hefur eitthvað að segja okkur, þarf ekki meira en 300 síður: ef hann notar meira, ber það venjulega vott um mærð og skort á sjálfstjórn. Venjulega byrja ég með því að leggja til hliðar mjög þykkar bækur, og les ég þær því aðeins, að ég Þjóðvíljínn bírfír hér hollenskan rítdóm um bækur Halldórs Kíljans „Þú vínvíður hreíní" og „Fuglínn í fjörunní", Sýnír ríf- dómurínn glögglega hve míkla afhyglí þess- ar bækuv Kíljans hafa vakíð í HollandL Hfnsvegar gefur blaðíð ekkí veríð sam- mála skílníngí rífdómarans á ýmsum afríð- um og persónum sögunnar. víti með vissu, að þær séu þess verðar, að ég eyði miklum tíma í að lesa þær. Þegar ég blaðaði í gegn um bók þessa, komst ég strax að raun um, að ég gæti óhikað beint athygli minni að henni. Og ég varð enganveginn fyrir vonbrigðum. Bókin er stórfeng- legt, kröftugt verk óvenjulega snjalls rithöfundar, sem ekki að- eins kann „verk“ sitt til fulln- ustu, heldur hittir einmitt það, sem gefur íslensku lífi sinn sér- staka lit og þýðingu. Laxness hefir ætlað að rita íslenska skáld sögu: sögu um hið óþekkta ís- land með sínu athyglisverða fólki og aðstæðum, sem að mörgu leyti stendur að baki hinni betur menntu Vestur-Ev- rópu, og á þann hátt vildi höf- uhdurinn koma landi sínu í snertingu við Vesturlönd. Og honum hefir algjörlega heppn- ast þetta. Skáldsaga hans varð „document humain". Allt til hinnar minnstu smæðar hefir honum heppnast að gera ísland lifandi fyrir hugskotssjónum vor um.-hann hefir kunnað að skapa persónur sínar úr holdi og blóði, höfuðpersóna hanserstór fenglegt bókmenntalegt sköpun- arverk. Að þessi bók hefir fengið góðar viðtökur á íslandi, sannar sú staðreynd, að Laxness hefir verið gerður heiðursborgari Reykjavíkurbæjar*), og að hann fær árslaun frá hinu örsnauða íslenska ríki, til þess að hann geti gefið sig allan að ritstörf- um. Samt er bók þessi — í beinni andstöðu við það, sem ef til vill er hægt að ímynda sér af því, sem nú hefir verið sagt. — Hún er ekkert blint hrós né réttlæt- ing um ísland. En þessi bók er áreiðanlega samin af heitri og hreinni ást. Það sem helst gegntekur mann, er það, aðsvo að segja á hverri síðu finnur maður bragðið af „söltum sjón- um“, maður eins og finnurlykt- ina af íiskinum, sem þjóðin lif- ir á. Maður á bágt með að í- mynda sér það líf, sem hér er lýst, án þessa fiskjar, án þessa sjávar. Og Laxness hefir fund- ið myndir, og oft og tíðum gam- ansamar setningar, til þess að innræta okkur samband manns- ins við náttúruna í þessu at- hyglisverða sérstæða umhverfi. *) Hér skjátlast höfundi, enda hefir hann ef til vill ekki vitað, að hér situr íhaldsbæjarstjórn að völdum. (Ritstj.). Menn verða að hafa það hug- fast, að vegna afskektrar legu stóð land þetta fyrir aðeins nokkrum áratugum á mjög frumstæðu stigi, og að það varð að þola alla barnasjúkdóma menningarinnar, þegar Vestur- lönd voru farin að láta á sjá. Auðvitað voru menn þar kristn- ir, en það kvað miklu minna að prestinum en Hjálpræðis- hernum, sem veitti íbúunum tækifæri til að gera viðhafnar- miklar játningar í viðurvist al- mennings. Peningaumferð þekt- ist varla. Stórt fyrirtæki réði til sín sjómennina, fiskimats- mennina, fiskþvottastúlkurnar og breiðslufólkið. — allir íbú- arnir lifðu á þessu, — og sér- hver starísmaður átti sitt blað í höfuðbók fyrirtækisins. Þar voru launin færð inn, og upp- - hæð þess sem keypt var í búð fyrirtækisins dregin frá. Dag- launamaðurinn vissi svo að segja aldrei nákvæma upphséð „fjármagns“ síns. Og hann varðaði heldur ekkert um það — aðeins ef hann fékk nokkra þura í reiðu-fé til þess að skemta sér fyrir — og lýsir Laxness skemtunum þessum mjög vel — og ef hann átti nógu mikið inni til þess að geta kostað sómasamlega útförsína, svo að ek-ki Joyrfti að grafa hann á sveitarinnar kostnað — því að meiri lítillækkun var ekki til. — Öflugasti kaupmaðurinn var konungur „plássins“. Engan varðaði um það, þó hann græddi fé svo að milljónum skifti, meðan konurnar gengu sárum höndum (af salti). Þess- vegna hugsaði enginn til mót- spyrnu. Jafnvel þegar komm- únisminn frá Rússl. og Danm. flæddii yfir „plássið“ skildi fólkið ekki þýðingu jafnréttis og bræðralags. Og það var í raun og veru rétt, því eins og Laxness lýsir ástandinu, breytt- ist ekkert, þegar „sósíalismi4' þessi breiddist út, þrátt fyrir allmikla mótstöðu. Það er stað- reynd, að í skáldsögunni fer fyrirtækið á höfuðið og forstjór inn verður að flýja, en í stað hans kemur óheflaður og ekki 'sérlega samviskusamur lýð- skrumari, sem rekur hið „sósí- alistiska“ fyrirtæki á nákvæm- lega sama hátt og áður. Fyrir fólk þetta eru aðeins tveir hlutir nauðsynlegir: sjór- inn og fiskurinn. Ef annaðhvort eða hvorutveggja er tekið frá því, hvort heldur er af pólitísk- Um ástæðum eða ekki, þá bíður þess ekkert annað en skortur- inn. Þetta fólk undi sér vel við hinar gömlu venjur og það missti algjörlega jafnvægið, ef þær voru hrifsaðar frá því. Allt frá ómuna tíð hafði það lifað í hrörlegum hreysum, þar sem snjórinn smaug oft í gegn um rifurnar og alla leið inn í rúm til barnanna, sem fengu lungna- bólgu og dóu. En fólkið kunni við sig í þessum kofum, alveg eins og Indíánarnir í sínu'm „kampong“, þó það á hinn bóg- inn sæi, að þetta voru ekki sem ákjósanlegust húsakynni. ' Inn í þetta óvenjulega -um- hverfi hefir Laxness sett jafn óvenjulega kvenpersónu: Sölku Völku, dóttur íremur siðspilltr- ar móður. — Sigurlína segir að guð hafi skapað sig með kven- legu eðíi, og því lýtur hún — en hinsvegar er hún ofstækis- full í trúmálum. Salka Valka hafði komið frá Norðurlandi — þar sem hinn óþekti faðir henn- ar bjó ennþá — og á leiðinni suður — en Suðurland er fyrir íslendinginn hið fyrirheitna land — varð hún eftir í Iitla sjávarþorpinu, þar sem skáld- sagan gerist. Þar heyir Salka Valka sína baráttu og hana ekki létta. Hún verður að yfirvinna hleypidóma íbúanna, sem hæða hana sakir foreldra hennar, og síðar meir, þegar hún er orðin sjálfstæð og móðir hennar er dáin, verður hún að berjast gegn hverskonar þröngsýni og postulum þess. Hörðust er þó barátta hennar gegn ást þess manns, sem að ætterni til stend- ur henni miklu ofar. Hann er sveimhugi, sem svífur langt fyr- ir ofan veruleikann — þar sem Salka Valka aftur á móti helgar sig algjörlega veruleikanum. — Maður þessi reynir að síðustu að láta þjóðfélagsdrauma sína rætast í kommúnismanum. í þessum tveim persónum — og manninum er ekki síður vel lýst en konunni — stendur veru- leikinn andspænis hugmynda- fluginu, veruleikahneigð íslend- ingsins gegn draumsýni hans. Laxness varpar ljósi yfir sér- hvert atriði í baráttu þessara tveggja afla. Salka Valka, hið hrjúfa, ljóta barn, sem í samvistum við móður sína hefir ekkert færi á að kynn- ast hinum betri hliðum veru- leikans, stendur andspænis hin- um draumlynda ungling, Arn- aldi, sem kennir henni að lesa og skrifa, og samtímis reynir að lofa henni að sjá inn í hina svífandi draumheima sína. Andspænis ungu stúlkunni, sem vill verða sjálfstæð, sem „stendur báðum fótum fast á jörðinni“, hefir Laxness sett stúdentinn, gáfaðan en ráðvillt- an,'Og sem að lokum leiðist út í öfgar, þar sem hann neyðist til að sýna hugrekki, sem hann alls ekki á til, og sem hann missir strax aftur hjá Sölku Völku; eftir verður aðeins hin dáðlausa, blauða hlið hugsjóna- mannsins. Andspænis hinni þroskuðu konu ,sem er tilbúin Á eynni Inishmurray í Donegal- flóanunr á írlan r.ll eru tveir aðskild- ir kirkjugarðar, annar fyrir konur og hinn fyrir karla. ** 61 árs gamall bóndi í Iowa, U. S. A., hefir síðastliðin 35 ár orðið fyrir meira en 200 slysurn. Hann hefir brotið báða fætur, báða handleggi, bæði viðbeinin, öll rifbeinin. Hann hefir lifað af ýms alvarleg innvort- is meiðsli og er enn vinnufær. ♦ * Það kemur oft fyrir að landfræði- heiti myndast af misskilningi. Land- könnuðir í Chile spurði Indíána að því, hvað eldfjall nokkurt héti. Indí- áninn svaraði: „Quesaku‘‘. Síðan hef- ir eldfjallið heitið Quesaku, þó að svarið þýði: „Það má guð vita“. Af sömu ástæðum heitir fjall á Indlandi „Það veit ég ekki“. \ ** Meira en þriðjungur af öllum > búum heimsins situr á gólfinu eða jörðinni þegar þeir matast. ** 1 Elmo í Kansas fannst nýlega steingérfingur af flugu. Dr. Carpen- tier við Harward háskólann fullyrðir að hún hafi verið 75 sm. löng, þegar hún lifði. Steingerfingurinn er álit— inn vera 150 millj. ára gamall. ** Myndirnar ,sem maður sér1 á lér- eftinu á Bíó eru um 100,000 sinnum stærri en þær eru á sjálfri filmunni. *♦ Frumherji kristninnar mun að öll- um líkindum ekki hafa verið nefnd- ur Jesús Krjstur meðan hann lifði. Þá hét hann sínu upprunalega hebr- eska nafni Joshua. Eftir krossfest- inguna var hann nefndur Joshua Messías og fyrst löngu seinna hlaut hann gríska nafnið Jesus. ** Salticl í sjónum er svo mikið, að það má þekja allan sjávar'botninn með 60 m. þykku lagi af ýmsum söltum. 47,5 m. er hreint matarsalt. 1 1 líter af sjó eru um 35 gr. af salti. til að afneita sjálfri sér, eftir að hún hafði haft svo mikið fyrir að finna sig, — hún sam- þykkir nefnilega kenningar hans; vegna persónu hans, — stend- ur karlmaðurinn, sem að lok- um er í raun og veru ekki sá draumsjónamaður, er hann virtiSt, þar sem hann vélur heldur húsið fagra og fínu kon- una en fiskþefinn og Söíku Völku. Æfi Sölku Völku er erfið. Flestar vonir hennar bresta, og í sögulok er hún jafn einmana og fyrst. En hún hvorki fellur í orustunni, né heldur fær éin- stæðingsskapurinn á hana, því að hún er ein af þeim sannar— lega stóru, hjartahreinu mann- anna börnum, sem standa eins og klettar i^r hafinu. Laxness hefir helgað þessari persónu í bók sinni alla sína ást. Frá því augnabliki, sem ég byrjaði að lesa söguna, stóð hún ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum mínum. J. D. þýddi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.