Þjóðviljinn - 17.08.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.08.1938, Blaðsíða 3
ÞJÓÐ VILJINN Miðvikudaginn 17. ágúst 1938. þlÓOVlLJINM Málgagn Kommönistaflokks Islands. Ritstjórl: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Keraur út alla daga nema mánudaya. Aski Iftargjald á mánuði: ReykjaUk og nágrenni kr. 2,09. Annarss taðar á landinu kr. 1,25. I lausmölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2804. »Erlent viðhorf« ibaidsfns os alpýð- nnnar. Viðburðir þeir, sem gerst hafa út um heim nú síðustu árin, hafa vakið flesta lýðræðissinna til skilnings á þeirri hættu, sem öllum lýðræðishugsjónum, frelsi og friði er búin, ef ekki verður snúist til ákveðinnar og mark- vísrar varnar. Örlög Austurríkis, Spánar, Abessiníu og Kína hafa sýnt það svo ljóslega, að einskis ann- ars er að vænta en kúgunar og yfirgangs af hálfu hinna fasis- tisku friðarspilla í Tékkósló- vakíu er sama sagan, og hver veit hvenær röðin kemur að Danmörku og öðrum Norður- löndum. En það er ekki aðeins, lað utanríkispólitík fasismans hafi valið sér leið ofbeldisins, kúgunarinnar og samningsrof- anna. Inn á viðl í fasistalöndun- u'm hefir hver frjáls hugsunver- ið hnep;t í fjötra, öll frumstæð- ustu mannréttindi afnumin, þús- undir lýðræðissinna kvaldir og myrtir í fangelsum fasistanna. Og þar, sem fasisminn enn ekki hefir náð völdum, hefir hann bruggað samsæri og uppreisn- ir — og rekið svo stórkostlegt og svívirðilegt njósnarstarf, að slíks eru engin dæmi fyr úr sögu mannkynsins. Nægir í þessu sambandi að minna á munkahettusamsærið í Frakk landi, uppreisnirnar í Brasilíu og víða á Balkan og nú síðast hið stórkostlega njósnaramál í Bandaríkjunum, þar sem þýski nasisminn hafði skipulagt 15 þús .manna hóp til þessa þokka- starfs. —4 síxittu máli sagt: það sem einkent hefir pólitík fas- ismans á öllum vettvöngum, er algert pólitískt siðleysi og hrein ræktuð stigamenska. Þessi yfirvofandi hætta hefir þokað öllum lýðræðissinnum nær hverjum öðrum. Mönnum hefir skilist sú hætta, semfrelsi smærri og jafnvel stærri þjóða stendur af slíkum ófögnuði. At- burðirnir á Abessiníu og Spáni hafa líka sýnt, að hér duga eng- in vetlingatök eða trúnaðai traust á heiðarleika andstæð- ingsins. Frekju og yfirgangi fas- istaríkjanna verður aðeinshrund ið á einn veg, með samstiltu og ákveðnu átaki lýðræðisaflanna, I dag hefst vinna fyrir rúm- lega 30 menn í .Síbirín* Pravda: Um för Runcimans til Prag ■ Hvað ætlar bæjarstjornín að gera tíl þess að bæta úr atvínnuleysínu ? Ríkisstjórnin hefir nú endan- lega ákveðið að hefjast handa um vinnu í ,,Síbiríu“. Vinnan Hefst í dag, munu 34—35 menn komast þar að. Vinna hefireng- in verið þar eystra síðan seint í vetur þrátí fyrir gefin loforð ríkisstjórnarinnar um að hefja þar vinnu fyrir löngu. „Síbiriu- fararnir" leggja af stað austur í dag kl. 9 f. h. Eins og áður liefir verið skýrt frá hér í blaðinu, átti stjórn 1 Dagsbrúnar tal við ríkis- og bæjarstjórn .snemma í sumar eða um mót júní og júlímánað- ar um atvinnuleysið og hvernig mætti bæta úr því. Báðir aðilar gáfu óákveðin svör, þar sem bæjarstjórnin reiddi sig ennþá á að fé mundi fást til hitavirkj- unarinnar. Ríkisstjórnin lofaði Það hafa Sovétríkin glöggast sýnt í ýiðskiftum sínum við jap- önsku hernaðarklíkuna. Það hefir því verið heitasta ósk og krafa allra sannra lýð- ræðissinna, að borgaralegu lýð- ræðislöndin og Sovétríkin ynnu saman að því, að binda enda á þennan ófögnuð með samstiltri einarðri framkomu. Afturhald hvers lands hefir hinsvegar ró- ið gegn því öllum árum að slíkt tækist og má þar nefna nær- tækt dæmi eins og ensku íhalds stjórnina og franska afturhaldið. Morgunblaðsklíkan hér hefir ekki lálið sitt eftir liggja í þess- um sökum, en gengið það lengra en enska og franska íhald ið, að hún hefir jafnan lofsungið og hrósað öllum skemdarverk- um fasismans. Fyrir skömmu skrifar Mgbl. grein, sem það kallar „Nýttvið- fiorf í Evrópumálum", sem gæti hafa birst í hvaða fasistablaði sem vera skal: — Hitler á að vera sýnt um „að gera hvað eina á réttum tíma“. — Vígbún- aður hans er bara til þess að afnema minnímáttar-tilfinningu þýsku þjóðarinnar eftir Versala- samninginn. — Nú vill hann vinna að því, að koma á friði og öryggi í álfunni — en líklega kemst það ekki á, fyr en yfir- ráð ítala í Abessiníu hafa verið viðurkend, Franco sigrað á Spáni og Tékkar orðið við kröf- um Þjóðverja. — Slíkt er við- horf og framtíðarsýn Morgun- blaðsins, við Iátum lesendum vorum eftir að dæma um, hvort þau fari mjög fjarri óskum og viðleitni þeirra Hitlers og Mus- solinis. En hitt má íslensk al- þýða vita, að hin erlendu og innlendu viðhorf afturhaldsklíku Sjálfstæðisflokksins eru hvorki ólík né óskyld — og að aldrei er meiri þörf en nú á hugheilu samstarfi allra íslenskra lýðræð- issinna og nánum tengslum við lýðræðis- og framfaraöfl um- heimsins. hinsvegar að hefja vinnu fyrir allmarga menn í „Síbiríu'1. Síð- an er liðinn nokkuð meira en mánuður og hefir ekkert bólað á efndum fyr .em í dag er fyrsti hópurinn, rúmlega 30 menn, fá þar ‘vinnu. f stað vinnu þeirrar, er ríkis- stjórnin lofaði í „Síbiriu“ hefir nú verið unnið um nokkurt skeið að skíðabraut austur í Hveradölum. Voru það í upp- ha(fi 25 menn, er fengu þá vinnu, en undanfarna daga hafa unnið þar 27 menn. Nú um leið og „Síbiriu“vinnan hefst verður fækkað eitthvað verkamömium við skíðabrautina. Þó skýrði forstöðumaður Vinnumiðlunar- skrifstofunnar blaðinu svo frá í gær, að þar mundu vinna á- fram um 20 menn, að minnsta kosti fyrst um sinn. Með þessu hefir ríkisstjórnin efnt hið gamla loforð sitt um atvinnu í „Síbiríu“, þó að hins- vegar sé mjög langt frá því, að hér sé um þá vinnu að ræða, sem bæjarbúar þarfnast til þess að bætt sé úr brýnustu neyðinni af völdum atvinnuleysisins i bænum. Samkvæmt skráningu Vinnu- miðlunarskrifstofunnar voru 30Ö atvinnuleysingjar skráðir í fyrra kvöld, og hefir tala atvinnuleys- ingja því dálítið lækkað síðustu dagana, 6. ágúst voru þeir 374 og koma þó ekki öll kurl til grafar, þar sem margir hinna atvinnulausu koma ekki til skrá- setningar þar, sökum þess, hve lítilli vinnu Vinnumiðlunarskrif- stofan hefir ráð á. Bæjarstjórnin hefir hinsvegar ekki gert neinar ráðstafanir til atvinnueflingar, þó að auðsætt megi telja, að ekki verði byrj- að á hitaveitunni á þessu ári. í bæjarvinnuna hefir ekki verið bætt neinum, en höfnin hefir hinsvegar tekið aftur 5 menn, sem hún hafði áður sagt upp. Bæjarstjórnin getur ekki leng ur skotið sér undan því að bæta úr atvinnuleysinu með því einu, að gefa mönnum tálvonir um hitaveituna og vinnu við hana. Hún verður nú að snúa sér að öðrum og raunhæfari viðfangs- efnum, einhverju, sem eykur at- vinnuna i bænum og hindrar það að fjöldi manna verði að ganga auðum höndum um há- bjargræðistímann. Bæjarstjórnarmeirihlutinn hef ir að vísu látið þau orð falla á bæjarstjórnaríundi ,að ekkert fé væri fyrir hendi til neinna frám- kvæmda og því væri ekkert ,hægt að gera. En slíku verður tæplega trúað, þó að vitað sé um fjárhagsörðugleika bæjarins og vafasama stjórn hansf í fjár- málum hans. Verkamenn eru orðnir því svo vanir að heyra þessa fullyrðingu frá íhaldinu, er ræður málum bæjarins. Rússneska blaðið „Pravda“ | hefir gert komu Runcimanns lá- varðar að umræðu qg fer um hana svofeldum orðum: „Það er ekkert leyndarmál lengur, að bæði franska og enska stjórnin beita öllum sín- um áhrifum í þá átt, að láta tékknesku stjórnina slaka á klónni við kröfum Sudeten-Þjóð verja, sem í sjálfu sér eru að- eins kröfur Hitlers. Það er ekk- ert efamál, að för Runcimanns lávarðar til Prag var farin bein- línis í 'þeim tilgangi, að þröngva tékknesku stjórninni til þess að verða við kröfum Hitlersl í öll- um þeim atriðum, er nokkru máli skifta. Hvemig á að skilja þessanýju árvekni bresku stjórnarinnar um mál Tékkóslóvakíu, og hvern- ig á að samræma hana við yfir- lýsingu Chamberlains, um að England eigi engra knjijandi hagsmuna að gæta í Mið- Evrópu. Hjálparstoðir fasistanna í London hafa unnið að því sleitulaust að undanförnu, að eyðileggja alt, sein áður hefir verið gert til þess að halda uppi frið í álfunni. Þeir hafa unnið markvíst að niðurrifi alls þess, er gæti haft úrslitaáhrif til þess að hindra yfirgang og uppi- vöðslusemi fasistaríkjanna. Breska stjórnin hefir reynt að komast að samningum við þýsku fasistana undir yfirskini „friðarins“ og hún hirðir ekk- ert um, þó að þetta samkomulag náist á kostnað þriðja ríkisins, Tékkóslóvakíu, og hún gætir þess ekki, að slíkt samkomulag er á kostnað þess friðar, sem því er ,,ætlað“ að verða. Tékkó slóvakía á að verða skiftimyntin í versluninni við Þýskaland, eins og Spánn átti að verða í viðskift unum við Itali, þegar bresk- ítalski samningurinn var gerður, Runcimann lávarður varsend- ur til Tékkóslóvakíu til þess að undirbúa uppgjöf Tékka fyrir þýska fasismann". FerðaféL Islasids ráðgeiríf 2 skemíí~ ferðír um siæsíis helgL 7 þðrsmerkurför: Lagt á stað á laugardagseftirmiðdag kl. 3y2, komið heim aftur á sunnudags- kvöld .Ekið í bílum austur yfir Markarfljót að Stóru-Mörk und- ir Eyjafjöllum og gist þar á bæjum og, í tjöldum. Á sunnu- dagsmorgun farið ríðandi inn á Þórsmörk. Undan fjöllunum er yfir vatnalitlar ár að fara nema Krossá . Þórsmörk er einhver yndislegasti blettur á íslandi og umhverfið svo stórfenglegt, að það á varla sinn líka. Stakkholts gjáin er ein hrikalegasta gjá landsins. Farið verður í Stór- í;nda í Langadal í Húsadal og Hamraskóg og víðar. Af Vala- hnúk (456 m.) er ágætt útsýni yfir Mörkina og jöklana, í suðri Goðalands- og Eyjafjallajökull Þá geta þeir sem vilja, gengið á Eyjafjallajökul í stað þess að fara inn á Þórsmörk, því frá Stóru-Mörk er ágætt að ganga á jökulinn. Áskriftarlisti er á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, og séu farmiðar teknir fyrir kl. 7 á föstudagskvöld. Reykjanesför: Lagt á stað á sunnudagsmorgun kl. 8 og ekið í bílum um Grindavík út að Reykjanesvita fram og íil baka. í bakaleið staðnæmls't í Grinda- vík og líklega gengið á Þor- björn. Úti á Reykjanesi er margt að sjá. Alt hið merkasta verður skoðað og útskýrt af fararstjóra. Farmiðar seldir á Steindórsstöð á laugardag kl. 9. Ðtbrelöið Þióðviljann Á sunnudaginn kemst Morgunblað- ið suo aS orci, að búskapnr pjóð- arinnar sé mi orðinn engu likari en braski skuldugs sildarspekulants, er eigi allt sitt andir tilviljun og hvik- ulwn sUdartorfinn. Vér vorum dálítið undrandi yfir pessari djörfu samlíkingu. Eða sið- an Iwenœr er málgagn braskaranna orðið svo andstœtt og hnífilyrt i garð skuldugra síldarspekulania og vér viljum beina pvi til vorra orðheppnu Morgunblaðsritstjóra, hvort ekki sé nokkuð áhœttusanit að sneiðfi pannig að helstu máttar stoðnm Sjálfstceðisflokksins, enda pótt pað sé gert í pvl skyni að niðra stjórnarvöldunum. ** Pó að Sjálfstœðisflokkurinn Iríti oftast svo að himn vilji standa á eigin fótum -*• flekklaus af ölluni mökunt við stjórnarflokkana, hvarfl- ai\ hitt pó stunduin að suinum for- ráðamannanna, að ekki vceri ógirnp legt að ganga i eina sceng níiið Framsókn. Á sunnudaginn var Morgunblaðið hji.skaparskilmálurúlfi eitthvað á pessa leið: Fyr&t Qféikmr Fmmsókn að skrifta opintíkftlýa Öjty viðiirkenna vanmátt sinh skap fyrir cillri pjóciiiík að kr júpa o.ss i náð dijiLi&fask /yífö- gefningar. — Ýmslínt ^hulltlQpi/tffh kostirnir nokkuð legt að FmmsðknUf}fhkkiiiH!!^ikirh lieild fýsi pesíli 'fy}p'$i$í? Ó §5 g;r Hitt pyki'r f/W ifr' WmiifM'gn (1(1,1 pó helst tí/^hiffh^fWi'-Viíffkl'Íicf Ú'fl- iiriuddslflik(lEíil,EbjSill^íitlF\sfMMif}(s lýsir /ihÍIÍSí/?,3í'3)í fyiAygja póirM ‘M/3 M'iýfá ffMí1 ha]$¥!jbtl§Yirf$ib •f&TffM&iiÍðlftlQhlr aun?)é(jpiíf‘^ tnWféfiitítíff1 dlf‘ láll/klfftir ' vW 'm?ifk\ík' ^tefÍ/'/flWfl'. n3 TUÖjE) .bmd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.