Þjóðviljinn - 18.08.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.08.1938, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN Fimtudaginn 18. ágúst 1938. IUÚOVIIilNII Málgagn Kommúnistaflokks Islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Slmi 2184. Kernur út alla daga nema mánuda/.a. Aski iftargjald á mánuði: Reykjarík og nágrenni kr. 2,00. Annarss Laðar á landinu kr. 1,25. í lausnsöiu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Morgunblað - Ið á bíðíls- buxunum. Morgunblaðið bregður sér 'enn í biðilsbuxurnar í gær, og er förinni heitið að vanda til Framsóknarflokksins. En þrátt fyrir það er blaðið ekkert myrkt í máli um álit sitt á flokknum, og fer það nokkuð á aðra leið en venja er, þegar svo stendur á. Framsóknarflokkurinn er, að sögn Morgunblaðsins búinn að koma öllu á kaldan klakann, búinn að leggja allt athafnalíf landsins í rústir og glata trausti þess út á við. Það verður því eftir atvikum að teljast eðlilegt, að íhaldið liyggi gott til ráða- hags við slíkan flokk, og finn- ist kominn tími til þess að rugla saman reitunum, sem væntan- lega eru, að mati íhaldsins, fyrst og fremst fjármálaóstjórn Framsóknar á landsmælikvarða og fjármálaóstjórn íhaldsins á Reykjavíkurbæ og ýmsum fyr- irtækjum, svo sem Kveldúlfi. Virðist erfitt að útkljá, hvor að- ilinn leggur meira; í bú, ogjafn- ræði þeirra því vera í besta lagi. En jafnframt þessu brigslar íhaldið Framsókn um óleyfi- legt samneyti við kommúnista, og færir þar einkum til frásagn- ar, að Framsóknarflokkurinn „liafi ekki ráðstafað á annan hátt gjaldeyrisleyfum þeim" er KRON bar, og að Eysteinn Jónsson hafi mætt sem fulltrúi þess á aðalfundi S. I. S. Það breytir engu í þessu e*fni fyrir skilning Morgunblaðsins, þó að KRON sé félag allra flokka \. bænum og að fjöldi sjálfstæðis- tnanna sé í félaginu og vinnjl að vexti þess og viðgangi við hlið annara bæjarmanna aföll- um öðrum flokkum. Kommún- istar áttu að vísu frumkvæðið að stofnun neytendahreyfingar- innar hér í Reykjavík og liafa unnið af öllum mætti að við gangi hennar og vexti. En þeir hafa forðast að gera hana að pólitísku áróðurstæki eins eða annars flokks. Þetta gramdist að vísu nokkrtim „Skjaldborg- arforingjum“', sem vildu gera neytendahreyfinguna að verk- færi í höndum „Skjaldborgar- innar“ án þess þó, að þeir vildu — nema þá fáir — vinna að vexti félagsins. Þegar kommún- istar og aðrir félagsmenn komu í veg fyrir þetta, stökk Alþýðu- blaðið upp á nef sér og hróp- aði Stalin, Stalin, alveg eins og Morgunblaðið gerir við öll hugs anleg tækifæri. Þá dvelur Morgunblaðið lengi við stuðning þann, er kommúnistar veittu Framsókn í ýmsum kjördæmum við síð- ustu Alþingiskosningar. Segir blaðið að kommúnistar hafi veitt Framsókn brautargengi af því að þeir hafi trúað Fram- sóknarflokknum, næst sjálfum sér best til þess „að koma öllu atvinnulífi þjóðarinnar og fjár- ;málumf í rústir". Þessi fullyrð- ing um kommúnista er algjör- lega gripin úr Iausu lofti, bæði um afstöðu þéirra til Framsókn arflokksins og atvinnulífs og fjármála þjóðarinnar. Getur Morgunblaðið bent á eitt ein- asta dæmi þess, að kommún- istar óski þess og vinni að því, að koma atvinnu- og fjármála- lífi þjóðarinnar á kaldan klaka? Öll starfsemi kommúnista sýn- ir hið gagnstæða. Afstaða kommúnista til Fram- sóknarflokksins í alþingiskosn- ingunum í fyrra, mótaðist af þvf að Framsóknarflokkurinn er að stofni til fyrst og fremst flokkur nokkurs hluta af alþýð- unni í J andinu, fátækra bænda og annarar alþýðu í sveitum landsins. Eðli sínu samkvæmt hlýtur slíkur flokkur að vera andstæður íhaldinu, ef hann má sjálfur ráða. ^ í mörgum kjördæmum var hætta á því, að íhaldið ynni, ef kommúnistar sætu hjá, eða höfðu þar síha eigin frambjóð- endur. Það lá því í hlutarins eðli, að kommúnistar greiddu frambjóðendum Framsóknar at- kvæði sín, fil þess að forða kosningasigri íhaldsins, sem var, er og verður höfuðandstæð ingur allrar alþýðu. Þó að kommúnistar séu um fátt að öllu sammála Framsókn, eru þeir um enn færra sammála í- haldinu, stuðningur kommún- ista við Framsókn var í þeim einum tilgangí að koma í veg fyrir að íhaldið næði hér völd- um. Það kemur þessu máli ekki beinlínis við, þó að nokkrir af foringjum Framsóknarflokksins hafi í seinni tíð lagst á liugi við íhaldið. Kommúnistaflokk- urinn skoðar það einnnig sem verkefni sitt, að koma í veg fyrir það, að leiðtogar Fram- sóknar leiðist of langt út á bandalagsbrautir með flokki, er færist æ meir í áttina til fas- ismans, og alþýðan ,sem fylgir Framsókn að málum stendur einhuga gegn slíkum ráðahag. En að lokum skal íhaldinu á það bent, að flest, sem Fram- sóknarmenn hafa unnið verst í garð „fjármála og atvinnumála landsins“, hafa þeir unnið í sam ráði og samvinnu við íhaldið, allt frá því að þeir hjálpuðu íhaldinu til þess að velta milj- ónatöpum íslanndsbanka yfir á bak almennings 1930, og þar til þeir hjálpuðu íhalditiu til þess að velta skuldasúpu Kveldúlfs ýfir á bök sjómanna og útgerð- armanna á Jjví herrans ári 1938. 1 Sennilega er þetta ástæðan fyrir því, að íhaldinu finnst það einkum vera fjármálaafglöp ,THrhmlHMIIflapi vors valkóka svikarar þfétlarinnar4 Það hefir farið í taugarnar á „þ)?ska'‘ Mogga að Þjóðviljinn vakti athygli á þeirri móðgun sem landi voru og þjóð erger, „meðan Island enn er frjálst" með því að þýskur her „mars- erar“ um götur höfuðborgarinn- ar, rétt eins og ísland væri þýsk nýlenda. Svívirðingar þær, sem Mogg- inn segir í garð kommúnista eru flestar svo fávíslegar, að þær dæma sig sjálfar og falla fyrir nekt sinnar eigin fávisku og illgirni. Það þykir því alloft ekki ó- maksins vert að svara Mogg- anum. íhaldsflokkurinn, (sem flagg- ar með sjálfstæðisheitinu) er flokkur á niðurleið, og á sér enga vaxtarmöguleika í sinni núverandi mynd. Ef til vill er forustumönnum flokksins orðið Ijóst, hve mjög hættan á því eykst, að þeir al- þýðumenn, sem hingað til hafa fylgt íhaldinu að málum, sjái aó þeir eiga ekki lengur heima í flokki heildsalanna, sem lifa á Jiví að okra á lífsnauðsynjum almennings. Það mun vera þess vegna, í þeirri trú, að gamlir Iesendur Morgunblaðsins, hafi tapað allri dómgreind, eða trúi af einhverri gamalli trygð öllu sem1, í Morg- unblaðinu stendur, að Morgun- blaðið hefir hugrekki til þess, að birta sumar fáránlegustu greinarnar, sem í því birtast. í ævarandi ótta þeirrar nöpru staðreyndar, að einmitt menn hins svokallaða „Sjálfstæðisil“ hafa mest gert til þess að stofna sjálfstæði Iandsins í hættu, — hrópar Mogginn upp um að kommúnistar, framsóknarmenn og Alþýðuflokksmenn séu allt- af að svíkja sjálfstæði landsins. En Ihaldsmennirnir, það eru nú svo sem ekki dónalegir inenn! Þeir geta bara engu bjargað fyrir ótætis bolsunum!! Sunnudaginn 14. ágúst þ.. á. skrifar Morgunblaðið eftirfar- andi: „Þeir eru orðnir nokkuð ber- orðir sendimenn Moskvaliðsíns, hugsuðu þeir ,sem blaðið lásu þann daginn. Þeir draga ekki lengut í |efa, að sjálfstæði lands- ins sé komið á glötunarbarm. Því þó kommúnistar séu sjálf- ir svo fáliðaðir á landi hér, að þeir hafi einir og óstuddir lítið fnegnað í því að eyðileggja fjár- hag landsins og álit, þá hafa þeir þó dyggilega haldið þau boðorð sem önnur, er þeir hafa fengið austan frá yfirboðurum sínum, að styðja þá menn og þá flokka, sem hafa dregið úr framleiðslu landsmanna, skap- að hér taprekstur fyrir gróða, xanglæti í stað réttlætis, kyrr- stöðu í stað framfara og at- vinnuleysi í stað vaxandi afnota af gæðum landsins. Framsóknarflokksins, sem gera hann vænlegan til samstarfs í framtfðinni. Yfir hruni þjóðfélags vors valkóka þessir svikarar þjóðar-. innar, sem launaðir eru af rúss- nesku fé til þess að brugga sjálf stæði voru banaráð.“ Tilefni þessarar gáfulegu greinar var það, að Þjóðviljinn sagði, að hergöngur erlendra herja ,eins og sjóliðanna af „Emden“ væru móðgun gagn_ vart þjóðinni „meðan ísland enn er frjálst“. En það er líkast því að Morgunblaðið sé stungið í hjartastað, þegar þýski fasism- inn er nefndur réttum nöfnum. Málgagn hverra er það, sem skrifar þannig? Það er málgagn togaraauðvaldsins og heildsala- klíkunnar, málgagn valdaklík- Jannar í Sjálfstæðisflokknum. Það „detta nú ekki gullhring- arnir“ af þessuin „fínu“ mönn- um þótt lagðar séu fram nokkr ar spurningar í sambandi við umrædda grein í Morgunblað- inu. Hverjir hafa „skapað hér taprekstur fyrir gróða“? Hverj- ir hafa rekið togarana með tapi undanfarin ár? Hverjir hafa stofnað til miljónaskulda Kveld- úlfs? Hverjir hafa orsakað milj- ónatöp bankanna á gjaldþrota útgerðarfyrirtækjum? Eru það ekki einmitt „aflaklær“ Sjálf- stæðisflokksins? Hverjir hafa á þann hátt uhn. ið mest að Jiví að „eyðileggja fjárhag landsins og álit“? Afla- klær Sjálfstæðisflokksins. Hverj- ir liafa „dregið úr framleiðslu landsmanna“? Hverjir „drógu ípr framleiðslu landsmanna" með því að neita að leigja tog- ara sína, eða láta ])á á nokkurn hátt stunda ufsaveiðar, meðan þær voru arðvænlegastar á síð- astliðnum vetri? Voru það ekki „aflaklær" Sjálfstæðisfíokksins? Hverjir hafa skapað hér „kyr- stöðu í stað framfara og at- Vinnuleysi í stað vaxandi afnota af gæðum landsins“? Hverjir hafa með valdi yfir- ráða sinna á atvinnutækjunum rekið verkamenn hundruðum saman út í örbyrgð og sult at- vinnuleysisins? Hverjir hafa í valdi hins dásamlega einstak- lingsframtaks bundið framleiðsl una við einhæfa saltfisksfram- {eiðslu í stað „framfara og vax- andi afnota af gæðum landsins“ Eru það ekki ,,aflaklær“ Sjálf stæðisflokksins? Og fyrstMorg- unblaðið dirfist að nefna rétt- læti: Hverji l.fitóðu að kosn- ingafölsununum í Hnífsdal, sviknu síldarmálunum á Hest eyri, litlu flöskunum á Korpúlf- stöðum og togaranjósnunum svo nokkur dæmi séu nefnd. Voru það ekki „aflaklær“ „Sjálf stæðisflokksins“? Og svo til að minnast aðeins á sjálfstæðismál íslensku þjóð- arinnar: Hverjir stóðu að Gis- mondi-mútunum, Persilsamn- ingnum, (sem skyldar innflutt i landið ákveðið magn af Jivotta- efni til stórrar bölvunar fyrii' innlenda iðnaðinn og iðnverka- fólk), þýsku samningunum o.fl. Og hverjir skríða hundflat- astir fyrir öllu erlendu vfirstétt- arhyski, sem til landsins kem- ur? Eru það ekki allt sömu „aflaklær“ Sjálfstæðisflokksins ? Svo þegar fyrir einstaklings- framtak þessara manna, að „sjálfstæði landsins er komið á glötunarbarm", þá er það svo, að „yfir hruni þjóðfélags vors valkóka þessir svikarar þjóðar- innar“, sem í trúnni á mátt lýg- innar vonast eftir því, að halda áfram aðstöðu sinni til þess að geta mergsogið íslensku þjóð- ina. Nei, Morgunblaðinu er óhætt að halda áfram að berja höfðinu við steininn og í hvert sinn, er „Sjálfstæðisflokkurinn" stendur sannur að einhverju ódæði, að hrópa sem ákafast: Moskva, Moskva, Stalin, Stalin, komrn- únistar og sósíalistar! Því fjöldi þeirra alþýðumanna, sem fram að þessu hefir fylgt „Sjálfstæð- jsflokknum“, spyr nú í -fullri alvöru: Getu nnokkur heiðar- legur alþýðumaður, sem í al- vöru vill framfarir og sjálfstæð* þessarar þjóðar, fylgí flokki braskaranna og heildsalanna lengur að málum? Svarið getur aðeins orðið á einn veg. j. B, H. lapanír og Rússar Framh. af 1. síðu. neska hermenn. Rússheskir her- imenn svöruðu þegar með skot- Um og létu Japanir þá undan síga og fóru aftur til herstöðva sinna. Herforingjar Sövétríkjanna mótmæKu þessari framkomu þegar við hina japönsku her- foringja. Ekki er búist við að árekstr- ar þessir hafi neinar alvarlegri jafleiðinga,r í 'för með sér en orð ið er. FRÉTTARÍTARI KÓLERA I LIÐI JAPANÁ. Framh. af 1. síðu. sóknin tafist vegna flóða og hafa þau eigi sjatnað svo, að þeir gæti hafið sókn af nýju þeim megin fljótsins, enda var tilraun sú, sem þeir gerðu í dag til þess að taka upp sókn á ný gerð sunnan megin fljótsius. Reyndu Japanir að setja lið í land af herskipum sínum og héldu herskipin uppi ákafri skot hríð til verndar herflutningabát- unum. Kínverjar segja, að þessi tilraun Japana til þess að setja lið á <and á Yangtse-bökkum haf algerlega mistekist. Nokkuru nánari fregnir hafa nú borist um kóleru- og mala- ríu-faraldurinn í Yangtse-daln- urn og víðar á ófriðarsvæðinu í Kína. I Kiu-Kiang er talið, að 5000 japanskir hermenn liggi ísjúkra liúsum í kóleru, og í sjúkra- húsum í ýmsum öðrum borg- um um 20,000 hermenn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.