Þjóðviljinn - 19.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.08.1938, Blaðsíða 2
Föstudaginn 19. ágúst 1938. ÞJÓÐVILJINN ubruia. '{ótkjCcT Út í Eyjar. ,Nú skal hlttahafsínsmeyjar — og halda út í Eyjar' Föstudaginn 5- ágúst fór með Esju til Vestmannaeyja hand- knattleikaflokkur kvenna úr Hafnarfirði, í boði íþróttafélag- anna þar, til þess að keppa þar á þjóðhátíð Vestmannaeyja. Esja var yfirfull af farþeg- um, svo að flokkurinn varð að gera sér að góðu að hírast í lest á leiðinni til Eyja. Þar var búist um' eftir bestu föngum, en í stað þess að syngja: „Harður klettur höfðalagið er“ hefði flokkurinn mátt syngja: Kaldur klaki hvílurúmið er, því að búið var um flokkinn ofan á ískössum. Ekki var knattleikaflokkurinn einn um að búa í lestinni, hafð- ist þar við fjöldi annara farþega og flestir þeirra voru á leið til þjóðhátíðarinnar í Vestmanna- eyjum og voru þegar komnir (ir í þjóðhátíðarskap: sungu, drukku og dönsuðu. Veðrið á föstudagskvöldið var ekki mjög vont, en strekk- ingskaldi. Flestar stúlkurnar í knattleikaflokknum höfðu aldr- ei komið á sjó áður. Þær fóru því brátt að færa sjávarguðn- um fórnir á hinn ótígulegasta hátt, en langt var þó frá því, að þær væru einar um þá at- höfn, heldur virtust allflestir lestarbúar vera þátttakéndur i henni. Flestir reyndu að hal'da sér við með góðu skapi og gleðskap. Var því sungið, drukkið, dansað, hlegið, sofið og kastað upp alla leið til Eyja. Er komið var til Eyja þutu allir á fætur og upp á dekk, urðu flestir, sem ekki höfðu áð- ur komið til Eyja, hrifnir af hinni fögru landsýn. 1 Eyjum tók móttökunefnd íþróttafélaganna á móti knatt- leikaflokknum og flutti hann í þá dvalarstaði, sem honum höfðu verið útvegaðir, meðan hann dveldi í Eyjum. Fengu stúlkurnar allsstaðar hinar bestu móttökur og var allt gert til að hressa þær eftir sjóvolkið. Sýndu Vestmannaeyingar, að þeir áttu nóg af íslenskri gest- risni. Svaf nú mestur hluti flokksins þar til eftir hádegi, en þá var haldið inn í Herjólfsdal, þar sem Eyjabúar halda hina ár- legu þjóðhátíð sína. Var þar komið fyrir fallegri tjaldborg milli hrikalegra klett- anna. Hátt uppi yfir hafði ver- ið komið fyrir streng á milli klettanna og þar blöktu nú ís- lenskir fánar og auk þess sveif þar líkan af flugvél. Var okkur síðar tilkynnt að þetta væri ekki „Örninn“, heldur flugvél Vest- manneyinga. , Vonandi er, að ekki líðí mörg ár þangað til Eyjabúar þurfa ekki að sýna „líkan“ af flug- vél, heldur eigi sína flugvél sjálfir, til þess að halda uppi sambandinu við „meginlandið“. Þarna fór fram allskonar í- þróttakeppni, hlaup, stökk og köst, en ekki skal þessi frá- sögn lengd með lista yfir þátt- takendur og úrslit þeirrar i keppni. Einnig voru ræðuhöld og kór- söngur. Og milli atriða Iék lúðrasveitin Svanur. Um kveldið keppti svo hand- 'knattleikaflokkur kvenna úr „Haukum," í Hafnarfirði viðúr- valslið kvenna úr íþróttafél. „Þór“ og „Týr“ í Eyjum og tapaði með 8:15. Voru hafnfirsku stúlkurnar reikular í spori og fannst völl- urinn velta til og frá, eins og lestin á Esju skömmu áður. Kl. 8,30 hófst svo dans á tveimur pöllum og var dansað fram á morgun. Kl. 12 kveiktu Eyjabúar í bálkesti, er þeir höfðu hlaðið, og vakti brennan mikinn fögnuð áhorfenda, enda tókst hún prýðilega. Var það óneitanlega rómantískt að sjá fólkið sveima til og frá í rökkr- inu, öðruhvoru vafið bjarman- um frá brennunni. Duttu þá mörgum þjóðlegum Islendingi í hug sagnir af Álfaborgum og álfadansi á nýjársnótt. Daginn eftir hélt svo þjóðhá- tíðin áfram með íþróttum, söng og dansi. Um kvöldið kepptu „Hauk- ar “aftur og töpuðu enn með 6:19. í upphafi hafði verið svo til ætlast, að „Haukar“ kepptu einn leik við hvort íþróttafélag „Þór“ og „Tý“ og einn leik við úrvalsliðið, en Vestmanna- eyingar hurfu frá því ráði. Um kvöldið var svo dansað uppíi í 'Herjólfsdal til miðnættis, en þá var dansinn fluttur niður í samkomuhús og dansað þar þangað til haldið var um borð í „Lyra“ kl. 4 um nóttina. Var það enn lestin, sem breiddi út, náðarfaðm sinn á móti „Hauk- um“ á leiðinni til Reykjavíkur. Geta má þess að Lúðrasveit- in Svanur deildi sömu kjörum báðar leiðir, og lá hún ekki Sbemtiferð í Botnsdal. Æskulýðsklúbburinn efnir til farar í Botnsdal nú um helgina. Farið verður seinni hluta laug- ardags og komið aftur á sunnu- dagskvöld. I Botnsdal er mjög fallegt; þar er svipmikil fjalla- sýn og sérkennilegt landslag. Eftir miðjum dalnum rennur Botnsá. Báðumegin árinnar eru hlíðar vaxnar beitilyngi ogskóg arkjarri. Þarna er hið ágætasta berjaland og þarf ekki að efa, að margir munu færa sér það í nyt. Fyrir botni dalsins gnæfa Súl- ur við himinn, seiðandi til sín þá, sem gaman hafa af mátu- lega erfiðum fjallgöngum. — Framh. á 3. síðu. . Alheimsþing æsk unnar til verndar heimsfriðnum. á liði sínu með að halda við glaðlyndi fólks með leik sínum. 'Og þrátt fyrir sjóvolk og þreytu voru allir ánægðir með ferð- ina. Því verður ekki gleymt, þeg- ar komið er til Vestmannaeyja, að þar var fyrsta uppreisn á Islandi háð. Það er jafngamalt sögu íslandsbyggðar, að hinir kúguðu hafa risið upp til varnar kúgurum sínum. Eyjarnar bera nafn af þrælum Hjörleifs Hróðmarssonar, sem hann rændi í írlandi og flutti með sér til íslands. Irar voru þá nefndir Vestmenn. En er til íslands kom, drápu þrælarnir Hjörleif, .en sigldu síðan út í eyjar. Þar náði Ingólfur Arnarson þeim og bar þá ofurliði og drap þá. Síðan heita eyjarnar Vest- mannaeyjar. Þannig fór fyrsta uppreisn hinna kúguðu á ís- landi. Um þennan atburð hefir Jó- hannes úr Kötlum orkt ágætt kvæði í bók sinni „Hrímhvíta móðir“. Vestmannaeyjabúar nútímans virðast frjálslegir í framkomu, glaðir í viðmóti og góðir heim að sækja, og munu flestir, er nutu gestrisni þeirra yfir þjöð- hátíðina, hafa löngun til að heimsækja þá síðar . Handboltaflokkurinn kom til Hafnarfjarðar kl. 7 á mánudags- kveldið, kvaddist allur hópur- inn þar og hélt hver heim til sín með farangur sinn, og er fátt fleira hægt að segja um för þeirra, nema að: Allar komu þær aftur og engin þeirra dó, af ánægju út að eyrum hver einasta þeirra hló. I. Æskulýðsheimsþingið til verndar friði var haldið árið 1936 í Genf. Það sóttu 756 full- trúar frá 36 löndum. Síðan hafa verið kosnar æskulýðsfriðarnefndir í 26 lond um. Nærri allsstaðar hafa kommúnistar og sósíalistar, friðarfélög, trúarbragðafélög, stúdentafélög og íþróttafélög unnið saman í fullu bróðerni. Ennfremur vinna 16 alþjóð- leg æskulýðssambönd að vernd fríðarins, þar á meðal Alþjóða- samband ungra kommúnista, Sósíalistíska æskulýðssamband- ið og Alþjóðasamband kristi- legra ungra manna og kvenna. I mörgum löndum, t. d. Frakklandi, Englandi, Tékkó- slóvakíu og Bandaríkjunum hefir friðarhreyfing æskunnar hafið virka baráttu til verndai friðnum. Æskulýðnum, í þessum lönd- um er það ljóst, að það er ekki nóg að segjast vera friðarvinir, heldur verður maður daglega að vera vakandi og benda ræki- lega á hvaðan ófriðar sé að vænta, hverjir geli komið til mála sem friðarspillar. Þrátt fyrir það, að fasistarniv æða nú myrðandi og brennandi yfir borgir og býli Spánar og Kína ,og þrátt fyrir það, þótt vitað sé, að þeir muni ekki hugsa sig tvisvar um að ráðasl á fleiri þjóðir, ef tækifæri gefst, hafa miljónir æskulýðs ekki enn þá tapað trúnni á málstað frið- arins. Uppbygging sósíalismans í Sovétríkjunum, hin hetjulega barátta spönsku og kínversku þjóðarinnar, hefir gefíð æsku- lýðnum kjark og hvatt hann til aýrrar sóknar fyrir friði og gegn fasisma. I Frakklandi, Englandi, Tékkóslóvakíu, Skandínavíu, Ameríku, Kanada og Ástralíu, hafa myndazt ákaflega sterkar æskulýðshreyfingar til verndar Spánarlýðveldinu, Kína og Ab- essiníu og til verndar sjálf- stæði Tékkóslóvakíu.. Þessi æskulýðshreyfing hefir ekki aðeins safnað fé og lífs- nauðsynjum handa spönsku og kínversku alþýðunni, heldur einnig heimtað af ríkisstjórnum sínum ,að þær selji vopn til spönsku stjórnarinnar og að landamæri Frakklands og Spán- ar verði opnuð. Enski æskulýðurinn hefirlýst því yfir á fundum sínum, að Chamberlain sé einhver hættu- legasti óvinur friðarins og ensku þjóðarinnar, og hefir heimtað að hann segi af sér og að mynduð verði stjórn, sem ekki láti undan fasistunum. Heimshreyfing æskulýðsins til verndar friði, telur nú um 40 miljónir úngra manna og kvenna. Aðeins kaþólsku æsku- lýðsfélögin og einstaka sam- bönd ungra sósíaldemókrata, d. í Danmörku, standa nú utan þessarar hreyfingar til mikiis tjóns fyrir friðarbaráttuna. II. heimsþing æskulýðsins til verndar friði kom saman í New York 15. ágúst síðasíl. og stend ur til 25. ágúst. Æskulýður frá meira en helmingi allra landa heimsins sækir þetta þing. Sjálfur undir- búningur þingsins sýndi þegar vel hve feikna mikil ítök friðar- hugsjónin á í æskulýðnum. Um 200 fulltrúar sækja þing- ið frá Evrópu. Æskulýðurinn á Spáni op{ í Kína sendi 15 manna sendinefndir. Auk þess mun æskan í Tyrklandi, Palestínu, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Suður- Afríku, Indlandi og fleiri lönd- um hafa sent heilar sendinefnd- ir. Um 12 Suður-Ameríkuríki sendu fulltrúa á þingið. ] I grein, sem Michal Wolf, rit- ari Alþjóðasamb. ungra komm- únista ritar um þetta þing, seg- ir hann, að höfuðúrlausnarefni þess felist í þessari spurningu: Hvað þarf að gera til þess að eyðileggja hernaðarfyrirætlanir árásarþjóðanna og vernda þann- ig friðinn ? Hann segir ennfremur, að æskulýðurinn vænti þess, að þingið gefi rétt svar við þess- ari spurningu. Hann bendir á hve mikinn og sterkan þájt æskulýður Sov- étríkjanna hefir átt frá byrjun og eigi enn í baráttunni fyrir friði, og að A. U. K., sem hafi unnið fyrir friðinn af full.ri holl ustu við hlið annara æskulýðs- samabnda, taki einnig þátt í þessu þingi. Endar hann síðan grein sína með þeirri ósk og fullyrðingu, að þetta þing, muni, þrátt fyr- ir skiftar pólitískar og trúarleg- ar skoðanir fulltrúanna, bera gæfu til að vera einhuga í öll- um sínum samþykktum og ráð- stöfunum til verndar friðnum. Framköllun on kopiering hjá KRON í Bankastræti: Plifcksskrifstofai er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða. flokksgjöld ykkar skilvíslega. Utbreilið Þjiiviljgiin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.