Þjóðviljinn - 20.08.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.08.1938, Blaðsíða 4
aps l\íý/a T5io a§ | Drukkion við stýrið. Amerísk kvikmynd frá Col- umbia fílm er vakið hefir heimsathygli fyrir hina miklu þýðingu sem hún hef- ir fyrir umferðamál allra þjóða. Aðalhlutverkin leika: RICHARD DIX, JOAN PERRY, TONY STEVENS o. fl. pessa stórmerkilegu kvik- 1 mýnd ættu engir sem I stjórna bílum og ferðast 1 með bílum að Iáta óséða. 1 Oprboi*g!nnl Næturlæknir Axel Blöndal, Mánagötu 1, sími 3951. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegs- apóteki. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Tataralög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Upplestur: Or ritum Gutt- orms skálds Guttormsonar. Sigfús Halldórs frá Höfnum. 20.45 Hljómplötur: plÓÐViyiMM a. Píanókonsert í Es-dúr, eft- ir Liszt. b. 21.20 Frægir söngvarar. 21.40 Danslög. 24.00 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Skipafréttir. Gullfoss er í Kaupmanna- höfn, Goðafoss er á leið til Hull frá Hamborg. Brúarfossfór vestur og norður í gærkveldi, Dettifoss er væntanlegur hing- að í dag, Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith. Innritun í Iðnskólann hefst í dag og verður haldið áfram til 25. n. mánaðar. Innritunin fer fram hjá skólastjóra Iðnskólans, Sól. eyjargötu 7, kl. 11—12 f. h. Bæjarkeppnin heldur áfram í dag kl. 3. — Keppt verður í 400 m. hlaupi, spjótkasti, kúluvarpi, 3000 m. hlaupi og stangarstökki. Athygli skal vakin á auglýsingu frá Verkamannafél. ,,Dagsbrún“ er birtist á öðrum stað héfr í blað- inu. Skemmlun verður haldin á morgun í Rauðhólum. verður legið í tjöldum um nótt- ijna og daginn eftir. Geta þeir sem þess óska gengið á Þyril eða Botnssúlur. Tjöld þarf ekki að hafa með sér þar sem klúbburinn sér fyrir þeim, en hinsvegar verða þátt- takendur að sjá sér fyrir nesti og öðrum ferðaútbúnaði. Nán- ari upplýsingar verður hægt að fá til hádegisi í dajg á afgreiðslu Pjóðviljans og Nýs lands. Ríkisskip. Esja fór frá Reykjavík í gær- kveldi áleiðis til Vestmanna- eyja og Glasgow. Súðin var á Hornafirði kl. 5 í gær. Farþegar með e.s. Esja sem fór frá Reykjavík í gær- kvöldi áleiðis til Glasgow voru: Guðrún Guðmundsdóttir, Niku- lás Friðriksson, Berg Hansen, Árni Haraldsson, Sveinbjörn Árnason, Sigtryggur Ólafsson, Miss Griffith, Mrs. Carlson, Al- fred Ferro, Mr. Powell og auk þess 58 útlendingar, sem komu með skipinu síðustu ferð frá útlöndum. Pá voru nokkrir farþegar til Vestmannaeyja. Nýít aiíkálfakjöt Nautakjöt Nýreykt hangíkjöt Saltkjöt Alskonar grænmetí. Kjdf & Fiskuir Símar 3828 & 4764. Flokkssknfstofan er- á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. 22 Utbreiðlð Þjóðviljann 3. flokks mótið. Síðasta kepni mótsins fer fram á morgun. Kl. 9Vs keppa Fram og Víkingur og að því búnu hefst úrslitakappleikur milli KR. og Vals. Æskulýðsklúbburinn 'efnir til skemtifarar í Botnsdal um helgina. Lagt verð ur af stað kl. 5 ogj> 7 í dag frá Vörubifreiðastöðinni Þróttur og ekið upp í Botnsdal. Þar Hvar er nóg af berjum? Hvar er fagurt skógarkjarr? Hvar er fagurt landslag? Öll alþýðuæska með æskulýðsklúbbnum í Botnsdal um helgina. — Farið verður frá V. B. próttur, laugardaginn 20. ágúst kl. 5 og kl. 7. — Áskriftarlistar á afgreiðslu Nýs lands og pjóðviljans til hádegis á laugardag. — Fargjald 6 kr. báðar Ieiðir. — Tilkynnið þátltöku sem fyrst. Gamlafö'io % Bulfdog Dru- mond sketrsf í íeíkinn. Afar spemiandi amerísk talmynd, gerð eftir einni af hinum frægu saka- málasögum H. C. McNeiIe (,,Sapper“) Aðalhlutv. leika: Ray Willand, Heather Angel og Sir Guy Standing. Allir flokksfélagar mæti mánudaginn kl. 8V2 á flokksskrifstofunni. Deildarstjórnin. Síldvcíðín Framhald af 1. síðu. af austri, og var þá ilt veiðiveð- ur. Með kvöldinu lyngdi, en hvesti aftur, er leið á nótt. Um nónbil í dag var hvast afaustri og ekki veiðiveður. Söltun nam j síðasta sólarhring 3,329 tunnum — þar af matjessíld 1,641 tunna. Reknetaveiðin var 1,092 tunnur. Téfcfeaí' og Sádefas' (Frh. af 1. síðu.) mjög mikinn skerf til lausnar deilumálunum í heiild. Fréttaritari Reuters í Prag tel ur sig hafa fengið vitneskju um það, að Henlein hafi rætt við Runciman lávarð um utanríkis- málastefnu Tékkóslóvakíu og rétt Þjóðverja til þess að hafa áhrif á hana. Það er vakin at- hygli á, að þetta hafi ekki ver- ið eitt af grundvallarskilyrðum Henleins fyrir fullnaðarsam- komulagi, en þetta er mjög við- kvæmt mál vegna sáttmála Ték- kóslóvakíu og Sovét-Rússlands_ Agatha Christie. 9 Hver er sá seki? Þessi skrýtni smávaxni maður ,virtist lesa hugs- anir mínar. Oh, nei, nei, sagði hann. Verið ókvíðinn. Þetta er ekki venja mín. En þér getið sjálfsagt gert yður í hugarlund, herra minn, að þegar maður vinnu áð ákveðnu marki, erfiðar og stritar til þess að geta veitt sér hvíld — og uppgötvar svo að hann þrátt fyrir allt þríáir sínar gömlu annir og starf, sem hann hélt að sér þætti svo gott að losna við. Já, svaraði ég seinlega. Það er víst almenn reynsla. Ég er víst sjálfur eitt dæmi um það. Fyrir ári síðan tæmdist mér arfur, sem var nógti stór til þess, að ég hefði getað látið langþráðan draum minn ræt- ast. Ég hefi alltaf óskað mér þess, að ég gæti ferðast og litast um' í heiminum. Nú, og þetta var fyrir ári síðan, eins og ég sagði, og samt er ég lrér enn. Hinn litli nábúi minn kinkaði kolli. Hlekkir van- ans eru sterkir. Við keppum að því að ná ákveðnu marki, og þegar því. marki er náð, uppgötvum við, að við söknum hins daglega strits. Og takið eftir því herra minn, að starf mitt var mjög skemti- legt, skemtilegasta starf í heimi. Svo — sagði ég í örvandi tón. Þennan svipinn var andi Karólínu yfir mér. Rannsókn á manneðlinu, herra minn! Já, einmitt það, sagði ég vingjarnlega. Hann hafði sýnilega verið hárskeri. — Hver þekkir líka leyndardóma manneðlisins betur en þeir? Ég átti líka vin, sem ekki skyldi við mig í mörg ár Stundum gat hann verið hræðilega skilningsdaufur, en mér þótti samt vænt um hann, ímyndið yður bara ég sakna að rneira að segja einfeldni hans. Barna- skapar lians, hans heiðarlegu 'lífsspeki — og á- nægjunnar af því, að gera hann undrandi með gáf- um mínum — alls þessa sakna ég meir ,en orð fá lýst. Dó hanrí? spurði ég fullur meðaumkunar. Nei, alls ekki. Hann lifir og honum vegnar vel. — En hann er á öðrum enda heims hann býr nú í Argentínu. í Argentínu, sagði ég í öfundarrómi. Mig hefir alltaf langað til að ferðast til Suður-Ameríku. Ég andvarpaði og þegar ég leit upp, sá ég, að hr. Porrott virti mig fyrir sér með samúð. Hann virtist fullur skilnings og samúðar, — þessi litla maður Ætlið þér þangað? spurði hann. Ég hristi höfuðið og andvarpaði. Ég hefði getað ferðast þangað fyrir ári síðan, sagði ég. En ég var heimskingi — ja, verra en það — ég var óseðjandi Ég slepti fuglinum úr hendi mér til þess að grípa; í a|ð>rá í skóginum. Ég skil, sagði herra Porrott. Þér lögðuð út í spákaupmennsku. Ég kinkaði kolli, dapur í bragði, en engu að síð- ur skemmti ég mér vld! í laumi. Hlægilegi smávaxni maðurinn var nú all't í einu orðinn hátíðlegur. Það hafa þó ekki verað í Porcupine olíureitunu spurði hann alt í einu. Ég horfði undraifdi á hann. Ég var í raun ojg veru að hugsa um þá, en svo lagði ég fé mitt í g.ullnámur í Vestur-Ástralíu. Nábúi minn virti mig fyrir sér með svip, sem ég ekki gat botnað í. Það eru forlögin, sagði liann að lokum. Hvað eru forlög? spurði ég hálfergilegur. Að ég skuli vera nábúi manns, sem hefiir hugsað alvarleg um að leggja fé sitt í Porcupine-olíureitina — og setti þaði í gullnámur í 'Vestur-Ástralíu. Segið mér.. hafið þér líka mætur á kastaniubrúnu hári? Ég glápti á hann með galopinn munninn og hann fór að skellihlæja. Nei, nei, það er ekki geðveiki, sem ég þjáist af. Verið ókvíðinn. Það var heimskuleg spurning, sem ég lagði fyrir yður, því að sjájð þér nú til. Vinur minn, sem ég gat um áðan var ungur maður og hélt, að allar konur væru góðar — og flestar þeirra fagrar. Eu þér eruð roskinn, þér eruð læknir. mað- ur ,sem vitið, hversu fánýtt og hégómlegt flest í okkar auina lífi er. Jæja, við erum nú nábúar. bg bið yður að þiggja af mér besta graskerið mitt og fsera yðar ágsetu systur það að gjöf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.