Þjóðviljinn - 23.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.08.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudagurinn 23. ágúst 1938. PJÓÐVILJINN Í££3Í3ZKJ£.SSEC Konan var hjá sóknarpresti sín- ; um og bar mann sinn öllum vömm- | um og skömmum og vildi helst fá hjónaskilnað .Hlustaði prestur um hríð á tal hennar og spyr svo að . lokum: — Hefir hann ekki verið yður •trúr í hjónabandinu? Konan: „Það er nú eins og pað er tekið. Ég er til dæmis alls ekki vjss um að hann sé faðir að honum Sigga litla, yngsta stráknum okkar. *» Norskur dýralæknir, Tendal að nafni, var nýlega á ferð í Dan- mörku og áttu blöðin þar viðtal við hann. Eitt peirra spurði meðal ann- ars, hvaða höfuðmun hann teldi á Norðurlandaþjóðunum þremur, Dön um, Norðmönnum og Svíum, og var svarið eftirfarandi: — Þegar Svíi kveikir í sigarettu býður hann gesti sínum fyrst eld, Daninn kveikir fyrst í sinni sigar- ettu og svo í sigarettu gestsins, en Norðmaðurinn lætur sér nægja að ikveikja í hjá sér og lofar gestinum að eiga sig. ** Það hefir löngum ekki pótt eins þokkalegt á götum Reykjavíkurbæj- ar og æskilegt væri. Eftirfarandi lýsing á hinum „akdemiska“ hluta bæjarins er tekin úr blaði frá 1901: „Hugsum okkur til dæm- is að útlendum ferðamanni, sem kemur hér til að kynna sér menn- ingarástand Islendinga og þá oftast til að básúna athuganir sínar í erJ lendum tímaritum og blöðum, — hugsum oss að slíkum manni yrði gengið um Skólastrætið í hitunum, sem stundum ganga hér í júni og júlímánuði, og Skólastrætið mundi hann eðlilega ganga með þeirri til- finningu ,að nú væri þann í þeim „akademiska“ hluta bæjarins, höf- uðborg sagnalandsins. Fyrst mundi þonum að minsta kosti verða flök- urt af þeim ótæmandi ódaun, sem stígur upp úr rennunni fyrir ofan pakkhús Bernhöfts og Guðmundar læknis Björnssonar og úr smárenn- um sem r-ennja í hana; einasta bót- in, að stutt er þama til læknis fyr- ir þenna ógæfusama ferðalang. En fylgjum honum áfram; safngryfja lærða skólans varð ekki til á ein- um degi, enda mun nú óvíða hér í bæ sjást cnnur eius forsmán, eins og sá haugur við aðalmentastofnun landsins. Til að klykkja út með, kemur svo þessi makal»usi ösku- haugur fyrir neðan bókhlöðu lærða skólans; hannn er nú orðiiw svo gamall, og felur sjálfsagt svo m?»-gt í skauti sínu, að ekki er ótrúlegt að hann geti verið verkefni fyrir fornfræðinga lærða skólans“. teikNistofa Signrðar Thoroddseo verkfræðings, Austurstræti 14. Sími 4575. Otreikningur járnbentrar steypu, miðstöðvarteikningar og önnur verkfræðingsstörf. I heimsókn í Sovéiríkjunum Að skílja SovcMkán* Maður er oft spurður eftir- farandi spurningar: Er virki- lega hægt að sjá nógu mikið á fáeinum vikum, þannig, að það taki því að fara í svo stutta kynnisför til að fræðast um Sov- étríkin? Því er lil að svara, að þetta er algerlega komið undir ferðamanninum sjálfum. Pað er hægt að dvelja þar árum sam- an og sjá þó miklu minna en aðrir, sem eru þar aðeins örfá- ar vikur. Maður sem lifir á staðnum getur verið jafn fáfróð ur um' það, sem gerist í kring- um hann eins og margir, sem búið hafa helming æfi sinnar í Lond-on eða í Indlandi. En jafnvel stutt ferð, sém er vel undirbúin getur verið mjög fróðleg og þátttakendum til stórgagns. í íyrsta lagi er á 200 kl.st. hægt að sjá og sannprófa fjölda órækra og mikilvægra staðreynda. Pað geta til dæmis verið hundruð nýrra verksmiðja sem eru búnar vélum, sem að öllu levti hafa verið smíðaðar í Sov- étríkjunum — og sem fram- leiða hluti eins og ritvélar, eim- vagna, skip, vagna, raflampa og hvað annað, sem vera skal. I öðru lagi er unt að kynn- ast fjölmörgum n}?jum stað- reyndum á þessum 200 kí.st., er manni duttu ekki einu sinni í hug, þegar lagt var af stað. Maður sér fólk, sem stendur í röðum og bíður eftir af- greiðslu á farmiðum til Krím eða eftir blöðunum, maður sér ös í fata- og bókabúðum o. s. frv.^í skemtigörðunum getur að líta fjölda fólks, er hlustar á fyrirlestra um erlend málefni og utanríkismál, eða um nú- tímavísindi, tafllist eða verk- fræði. Og þannig væri hægt að halda áfram. í þriðja lagi hittir maður fjölda fólks á þessum 200 kl.st. Jafnvel með túlki er hægt að komast mjög langt, því að fólk hefir mjög gaman af að tala, svara spurningum og spyrja sjálft. Maður heyrir t. d .sögu um ungan stúdent, sem starfar nú sem umsjónarmaður stórs stúd- entagarðs, faðir hans var bóndi. Pessi maður er nú að taka próf í rafvélafræði, eftir að hafaunn ið í verksmiðju og verið 2 ár í rauða hernum. Við tölum við hann í hálf tíma og förum sv-o rheð honum heim 1il hans. Slík samtöl og viðræður geta mjög hæglega átt sér stað. En auk þess hitlir maður mjög oft verkamenn, sem geta lalað ensku eða þýsku. Til dæmis kom til okkar 16 ára stúlka í barnaleikhúsinu í Moskva og mælti á enska tungu. Við tók- um þegar að spyrja hana um nám hennar og starf og húnn spurði okkur svo um aðra hluli. Það eru ótal aðrar leiðir til að n£ sambandi við fólk. Flokksféiagi okkar austur þar fór með okkur í heimsóknir til rússneskra ættingja sinna. Eftir Dr. John Lewis, einn aðal- leiðtoga Left-book-club íEnglandi Slíkar viðræður, sem þessar taka brátt að snúast um rúss- nesk málefni og lifnaðarhætti jfólks í Sovétríkjunum. Ef mað- ur notar sér slík tækifæri upp- götvar maður hvað venjulegir Sovétverkamenn hugsa aðal- lega um. Stolt þeirra yfir þeim áröngrum, sem Sovétríkin hafa náð og áhugi þeirra á erlend- um stjórnmálum skín út úr öll- um viðræðunum. Peir eru al- veg gáttaðir á þeirri afstöðu, sem Bretland hefir tekið í Spán- armálunum. En hinsvegar minn ast þeir ekki á neitt það, sem fjandsamlegir gagnrýnendur Sovétríkjanna mundu álíta, að sovétverkamennirnir kvörtuðu yfir, eins og hin ójöfnu laun, vantandi frelsi, harðstjórn Stal- ins og fleira af því tagi. Venjulegur sovétborgari gengur út frá hinu sósíalistiska skipulagi, sem sjálfsögðum ldut. Honum finnst þetta líf eðlilegt — fullnægjandi og fult af fyrir- heitum. . Hann er frjáls og óttalaus og veit ekkert af neinni harð- stjórn. Mísmtmandí sjénarmíð Nú skal það þegar viðurkent að allir ferðamenn sjá ekki iilut ina með sömu augum. Marg- ir skoða þetta á alt annan hátt. Þeir eru algerlega fáfróðir um ástandiði í 'Evrópu og Ameríku. Peir vita ekkert um fátækt og fæðuskort fjöldans í auðvalds- skipulaginu. Heimur þeirra ut- an Sovétríkjanna er milli- og yfirstéttarheimur, með 1000 sterlingspunda árstekjum hinn litlausi og daufi bakgrunn- ur þessa heims er svo verka- lýðsstétt og alþýða, sem þeir vita ekki hætis hót um. Sovét- ríkin eru engin millistétta-und- irborg. Þau eru éitt vo^dugt iðnaðarhverfi vinnandi fólks. Því kunna margir heimsækjend ur illa. Maður sem hefir enga hugmynd um eða engan áhuga á vandamálum atvinnuleysisins, sem ekkert hirðir um þá stað- reynd að miljónir verkafólks hafa svo lítil laun, að þaðdreg- ur aðeins fram lífið með harm. kvælum. Menn sem láta sig engu skifta þau ósköp af sjúk- dómum og þjáningum, sem hægt væri að koma í iveg fyrir en lítið er gert til að draga úr Fólk sem lætur sér standa al- gerlega á sama, þó að svo að segja engin barnaheimili sáutil í okkar eigin landi. Slíkir heim- sækjendur hafa ekki mikil skil- yrði iil að skilja Sovétríkin. Það hefir ekki mikil áhrif á þá, þó að atvinnuleysinu þar l afi verið útrýmt, þó að öllum hafi verið gefið fult færi á að menta sig og þroska — þó að öll lækn ishjálp sé ókeypis, og skapað hafi verið fullkomið kerfi af dagheimilum barna, barnalækn- ingastofum og barnaheimilum. Þessir herrar eru ósnortnir af slíkum hlutum, þeir höfða ekkJ einu sinni til athugunargáfu þeirra. Þá kemur sá mæli- kvarði, sem notaður er við þess- j ar athuganir. Verslunarmaður ! nokkur var okkur samferða i heim á leið með járnbrautar- j lestinni. Hann hafði ofc áður komið iil Rússlahds. Dómar hans um það voru svo yfir- borðslegir, sem verða má — lítilvægar athuganir, sem hann hafði gert, setti hann í sam- band við verslunarstarfsemi sína. Alt var séð út frá sjónar- miði rerslunarmánnsins, sem gerir innkaup og eyðir fé. — Það var ekki verið að athuga hlutina út frá því, hvort þeir táknuðu bætt kjör almennings eða ekki. Hann lét sér gleymast atriði eins og útrýmingu atvinnuleys- is og vinnuöryggið -- leyfi með fullum launum, almennar og ókeypis sjúkratryggingar Honum sást yfir að húsaleigan var aðeins 10°/o af launum í þess að hér í landi er hún um 25°/o af launum verkamanna. Þegar við mintum hann á þessi atriði, skaut hann þeim frá sér eins og þad væru alger- lega óviðkomandi þessum mál- um. Hann vissi í raun og veru ekkert um þau né heldur kærði hann sig að vita það. Hann vildi vita hver væru laun rússneskra verkamanna borið saman við verkamanna- laun í Bretlandi. Fjárupphæðir voru það eina, sem hann skildi. En hann er ekki sá eini, sem þannig er farið. Það eru marg- ir, sem skilja ekki mikilvægi þessara „óviðkomandi“ atriða. Og að lokum þetta: Er yfir- leitt unt að skilja Sovétríkin, ef maður veit ekkert um þá nið urlægingu, miðaldamyrkur, sjúk dóma ,og fátækt, sem einkendi keisaraveldið rússneska? Er unt að skilja Rússland nú- tímans, án þess að þekkjasögu heimsstyrjaldarinnar, byliingar- innar og borgarastríðsins gagnbyltingartilraunirnar, hina skipulögðu skemmdarstarfsemi borgaranna, hina frumstæðu framfærslutækni og stjórnar- hætti, og alla þá risavöxnu erf- iðleikana, sem á því voru að byggja upp sósíalismann í þessu frumstæða landi — umkringdu af fjandsamlegum auðvaldsríkj- um. Pofcmkín-þoirpm. Við skulum nú gera ráð fyiir, að við höfum orðið gætn- ari við allar þessar hugleiðing- ar — og vitum auk þess ials- vert um auðvald Vesturlanda og uppbyggingu sósíalismans í Sovétríkjunum. Við komum af tilviljun iil Rússlands, það er tekið á móti okkur af Ferðaskrifstofunn'i fyr- ir útlendinga — Intnrist — og leiðsögumenn þaðan eru ífylgd með okkur, hvert sem farið er. Er það nú ekki þannig, að okkur verði aðeins sýnt það, besta? Það lield ég naumast,. því að í flestum tilfellum eru leiðsögumennirnir heldur barna legar stúlkur, sem vilja útskýra fjölda atriða í sambandi \ið málverkasöfnin, vélarnar í súkkulaði-verksmiðjunum c. s.. frv., en sem eiga bágt með að skilja að þú hafir aðallega áhuga fyrir pcli iskum ogþjóð- félagslegúm fyrirbrigðum, og veiiir erfitt að koma auga á þá hluti, sem þér þykir mest um vert að athuga, eins og t. d.. faglega, félagslega og menn- ingarlega skipulagningu/ í sam- bandi við hverja verksmiðju. Það, sem leiðsögumennirnir sýna þér, er ekki það, sem mest er um vert, heldur hlutir, sem öllum eru auðsæir. En ef þú spyrð, kemstu að því, að hver verksiniðja hefir sinn skóla bókasafn ,lyfja- og lækninga- stofu, sína klúbba o. s. frv.; og að það er ekki reynt að leyna neinu. Leiðsögumannin- um hefir einfáldlega ekkidott- ið í hug, að það séu þessir hlutir, sem þú hafir augastað á. Ef til vill er það vegna þess, að mörgtim ferðamönnum þykja slík atriði mjög leiðin- leg og vilja ekkert með þau hafa að gera, svo að leiðsögu- mennirnir eru orðnir vanir þvf að draga aðallega athygli að nýtísku vélum og stórum bygg- ingum, sem vekja nokkurn á- huga og undrun hjá þeim, sent héldu að Rússar væru ennþá villimannaþjóð. Það er heldur engu leynt — það er ekki hægí. Það er eins ómögulegt að fela hið ,skelfileg“ Nevski-stræti (nú heitir bað októberstrætið) eins og það er ógjörningur að fela Sankti-Stefánskirkjuna fyrir ferðamanni, sem er staddur á Parliamentsquar.e í London. — Rússland, með öllum sínunt ann- möVkum og kostum, með vöru- skorti sínum . á sumum sviðum — ofurfjölda, í isumum borgum, stendur hverjum manni opið eins og Hampstead-heiði, er á / bankafrídögum. Ef Inturist hefði það hlutverk að hafa á- hrif á ferðamenn með því að sýna þeim aðeins það besta, þá eru Rússarnir sannarlega verstu sýningarmenn heimsins. Eftir 24 stunda dvöl í Lenin- grad mundi ferðamaður, sem frá fyrstu hendi hefir skökk sjónarmið í öllum þessum mál- um verða þess albúinn að trúa hverju orði, sem stendur í „I was a Sovjetworker“ eða ,,As- signment in Utopia"*). Það er talað tim „Potemkin-þorp', — sýningarstaði, sem eiga að blekkja hrekklaust ferðafólk. Hvar eru þeir? Það er gert ráð fyrir að ferðamennirnir fái ekk- ert að sjá nema framhliðarnar. Bak við þær sé skýlt hinum andstyggilega veruleika. Þetta fer í raun og veru alveg öfugt. Það er einmitt framhlið Sovét- Framhald á 4. síðu. *) Tvö níðrii uni Sovétríkin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.