Þjóðviljinn - 26.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.08.1938, Blaðsíða 2
fllMudagurinn 26. ágúsl 1938 fcJÖÐVJLjjNN EfiírfPetrínu fakobsson. mœm w wpi i JHk lllÍl W I ,J; . \ ; Efst 1il vinstri: Inngangshlið að tjaldbúðunum. — Efst ti! hægri: Gata; í tjaldbúðunum, nor:ki fararstjórinn, Adam Egede Nisse,n á hjcli. — í miðju, t.'h.: íþrótíaflokkurinn frá Khöfn r í kröfugöngunni. T. v.: Hluti af kröfugöngunni. Fremst á myndinni spánska hjúkrúnarkonan, Dolores. — Neðst t. .v.: Kröfugangan á götum Álaborgar. — T. h.: Frá baðströndinni í Sambönd ungra kommúnista á Norðurlöndum hafa efnt til æskutyðsmóta undanfarin ár :il eflingar norrænni samvinnu — og til að sameina æsku Norður- landanna gegn stríði og fasisma f fyrra var sl;kt æskulýðsmót haldið í Gautaborg og atti að halda það næsta í Noregi. En vegna ýmissa ástæðna þótti nauðsynlegra, að halda mótið að þessu sinni í Danmörku. Yfirgangur þýska fasismans fer sívaxandi. — Hernám Aust- urríkis, stríðið á Spáni — sífeld ar ógnanir nasista í Tékkósló- vakíu. Alt talar skýru máli hvert stefnir. Ðanir þekkja líka starf- semi nasistanna í Suður-Jétlandi — ofbeldisverk þeirra og fyrir- ætlanir. Pað er öllum að verða ljóst hvílík hætta Danmörku stafar af þýska fasismanum. Og er danskri alþýðu að verða þetta meira áhyggjuefni, éftir þvísem fram vindur. Petta æskulýðs- mót átti m. a. -að gera sitt tíil þess að sameina þjóðina gegn Álaborg. Pettína Jakobsson. þessum voða og knýta hana traustari tengslum við hinar bræðraþjóðirnar á Norðurlönd- um. Til Álaborgar. Æskulýðsmótið í Álaborg var viðburður sem markaði stórt spor í áframhaldandi baráttu alþýðuæskunnar fyrir friði og einingu. Sá mikli fjöldi æskumanna, sem mótið sóttu, bar þess glegstan vott. Hvaðanæfa að flyktist æskan til Álaborgar. Frá Kaupmanna- höfn fóru skip hlaðin fólki, stór- ir bílar úr öllum áttum og aílir hjólreiðamenn virtust stefna til Álaborgar þessa daga. Frá Frið- rikshöfn kom aukalest með rúm- lega 500 æskumenn frá Noregi og Svíþjóð. Álaborg er falleg og nýleg borg . með nýtísku byggingum og verksmiðjum. Brýrnar yfir Limafjörðinn eru dásamleg mannvirki. i Margir gestanna bjuggu á gistihúsum ,en þau eru bæði mörg og góð í Álaborg. Á laugardag voru svo reistar tjaldbúðir utan við borgina á grösugum bökkum Limafjarð- ar. Allan laugardaginn vartjald- borgin að vaxa; hver þjóðhafði sín hverfi og eins sumar borg- Frá vinstri: Martin Andersen-Nexö, Alvilde Larsen, forseli S. U. K- í Danmörku, Egede Nissen, form. norska Kommúnista- flokksins. irnar. Félagarnir frá Bergen höfðu t. d. sérstakar tjaldbúðir og einkenndu þær með rauðri regnhlíf. Dagurinn fór annars rnest í að heilsast og kynna félagana. Undir kvöld var hald- ið til Vibe, sem er jóskur smá- bær skamt frá Álaborg. Bærinn var skoðaður og síðan haldinn júti-fundur. Pað sýndi sig þá strax, að kjörorð mótsins um sjálfstæð, frjáls Norðurlönd og samvinnu þeirra, átti mikinn hljómgrunn hjá fólkinu. Og áskoruninni um hjálptil hinnar þjáðu spönsku alþýðu var tekið hið besta. íþróttasýningarnar. Sunnudagurinn 7. ágúst rann upp bjartur og fagur. Að lökn- um dögurði hófust íþróttasýn- ingar og hverskonar kappleikir ýmissa íþróttafélaga og æsku- Iýðsklúbba. Félagar frá Gautaborg • og Kaupmannahöfn keptu í knatt- spyrnu. Voru bæði liðin vel þjálfuð og leikurinn hinn fjör- ugasti. Lauk þó svo að Danir höfðu betur. íþróttastúlkur frá Kaupmánna höfn sýndu þarna mjög fagrar jafnvægisæfingar o. fl. o. fl. Á milli sýninganna lék hornaflokk- urinn Kampen frá Osló og var hann skipaður æskulýðsfélögum þaðan. Eftir íþróttasýninguna fóru menn að matast og búa sig und ir að taka þátt í þkrúðgöngunni. — Skrúðgangan. — Með skrúðgöngunni átti aðal- mótið að hefjast. Að loknum snæðingi var ég samferða nokkr um dönskum félögum til að taka þátt í göngunni. Vegna þess hve ösin var mikil á stræíunum komumst við aldrei þangað sem skrúðgangan átti að hefjast, en urðum að bíða þangað tilgang- an kom og sæta færi að smeygja okkur inn í raðirnar. Allar aðalgötur borgarinnar voru fánum skreyttar. Par blöktu allir Norðurlanda- fánarnir og rauði fáninn hlið við hlið. Öll ,,hótel“ flögguðu. og eins sendiherrabústaðirým- issa ríkja. Nú heyrðist horna- blástur — og drynjandi fóta- tak. Skrúðgangan var að koma. Fánarnir blöktu og bar hátt. Fremst í göngunni voru 50 ung- ir menn, sein voru í stykkjótt- um ferðaskyrtum. Það voru sjálfboðaliðar frá Norðurlönd- um, sem barist höfðu með stjórnarhernum spanska. Peir Spánski fulltrúinn Francisco Zalacaia (til hægri) og franski fulltrúinn Paul Casteur. gengu undir fána spanska lýð- veldisins. Næst kom hornaflokk urinn Kampen — þá vagn með- heiðursgestum mótsins. En það voru þeir Andersen-Nexö, Eg- ede Nissen form. norska kom- múnistaflokksins, ungur baska- hermaður, Francisco Zalacaia að nafni og Poul Casteur ritari SUK) í Frakklandi. 'Næst í röð- inni voru dönsku félagarnir og síðan vagn, þar sem stóðu 4 stúlkur og héldu hátt stórum blaktandi Norðurlandafánum. í göngunni var einnig stórt fall- byssulíkan, þar sem; á var Ietruð krafa um vopn handá spönsku stjó.rninni, Ennfremur var þar stór mynd af konu með barn, það var hvatning um hjálp tíl nauðstaddra barna og kvenna á Spáni. Síðan komu allskonarfé- lög, klúbbar og talkórar o. s. frv. — og svo þúsundir annara þátttakenda. — Alls voru ígöng unni um 12 þús. manns. Það var glampandi sólskin og blíða. Æskan gekk fagnandi fylktu liði með söng og hljóð- færaslætti. Fólkið í húsunum hylti gönguna með fagnaðar- ópum. Pað veifaði smáfánum og fleygði niður blómum. Vagn heiðursgestanna var eins og blómabeð. — Þannig var hald- ið áfram að fundarstaðnum. — þar sem komið hafði verið fyr- ir háum palli ,hátalara og ræðu stól. Ræðuhöldin. Alvilda Larsen, forseti SUK í Danmörku setti fundinn og bauð alla velkomna. Hún kynti heiðursgestina og voru þeím afhent blóm og fólkið hylti þá með fagnaðarópum. Pví næst voru fluttar kveðjur og ávörp frá æskulýðssamböndum Norð- Framh. á 3. síðu..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.