Þjóðviljinn - 27.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.08.1938, Blaðsíða 2
Laugardag-urinn 27. ágúst. 1938 l»J6ÐVILJIfeIN Efffr Hákon Bjarnason skógrœkfarstjóra. Helstu framkvæmdir skóg- ræktar ríkisins á árinu 1937 voru þessar: friðunarstarfsemi Skógarfriðunin er nær ein- göngu, falin í því, að koma upp girðingum, og fyrsta skilyrðið til trjáræktar á skóglausum bTett um er að koma upp fjárheld- um girðingum. Af því er aðal- starf skógræktarinnar falið í því, að girða lönd og endurbæta gamlar girðingar. Bæði í fyrra og árið þar áður var aðalstarf- ið að endurbæta gamlar girð- ingar til þess að friðunin færi ekki út um þúfur er girðingarn- ar gengu úr sér. Yfirleitt hefir viðhaldi girðinga hrakað síðari árin sakir þess, að nægilegt fé fekst ekki til að endurbæta þær. Nú hefir að nokkru verið bætt úr þessu, því að úr meiru fé hefir verið að spila, en betur má ef duga skal. Með sama á- framhaldi og hingað til mun vera hægt að endurbæta og leggja að nýju allar stærstu girð ingar skógræktarinnar á næsíu 3 árum og áður en því er lok- ið má vart búast við miklum nýjum framkvæmdum. í fyrra var um helmingur girð ingarinnar umhvérfis Vaglaskóg endurnýjaður að öllu leyti nema því, að margir hinna gömlujárn stólpa voru notaðir aftur. Oamla girðingin var orðin 30 ára og hafði aldrei fengið verulega endurbót. Hún hriplak öllu sauð fé, sem að henni kom, þrátt fyrir allar smábætur á verstu stöðum. Væntanlega verður Vaglaskógargirðingin að fullu endurbætt á þessu ári og ætti þá skóginum að vera borgið næstu áratugina. Ennfremurvar öll girðingin í Ásbyrgi gerð upp og miklu af nýju neti bætt í hana. Verst hefir gengíð að verja byrgið fyrir geitum, sem eru allra skepna áleitnastar og allra kvikinda verstar í skógi, 'ép í sumar sá ég hvergi geitur í byrginu í fyreta sinn. Þórs- merkurgirðingin þurfti mikilla endurbóta við á árinu sakirþess að vatnavextir höfðu brotið og bramlað girðinguna á löngu svæði. í fyrra var öll girðingin lagfærð, en engu að síður varð að verja 1100 krónum til endur- bóta, á þessu ári. Auk þessara viðgerða, sem námu allmiklu, var um 1100 kr. varið til þess, að koma upp girðingum um væntanlega trjá- lundi og Skógræktarfélag Ey- firðinga var styrkt með rúmum 400 kr. fil þess að það gæti lok- ið við girðingu um Leynings- hóla, sem það hefði annars orð- ið að gefast upp á. Leynings- hólaskógur er með afbrigðum fagur skógarteigur, sem farið hefir verið mjög illa með á und- förnum árum. Hann er síðasti skógurinn í Eyjafirði svo telj- andi sé, en áður hefir Eyja- Effírfarandí grcín cr tekín upp úr Árssrífí Skó$rækíarféla$s fslands 1938, og bírf hér med feyfí höfundar. Ársrífíd er nýkomíd úf 112 blaðsíður að sfærð og vandað að frágangí fjörður verið með skógríkustu bygðum á landi hér. Á árinu var einnig gengið frá kaupum á Stórhöfðaskógi í Fnjóskárdal. Hann lá áður und- ir Þverá, en er vestan megin árinnar. Ástæðan til þess, að hann var keyptur, var aðallega sú, að árinu áður höfðu ná- grannarnir stolist í skóginn og gert þar einhver hin mestu spell virki, sem ég hefi séð í nokkr- um skógi. Mannagreyin voru að verða heylausir og lá við hor- dauða hjá þeim, og hefðu þeir ekki farið í skóginn til þess að ná sér í lim, mundi mikið af fé þeirra hafa fallið. Af þeim ástæðum var séð í igegnum fing ur við þá og þeir eigi kærðir, en annars hefði verið ástæða til að hegna þeim mjög fyrir þvílíkar aðfarir, en þeir höfðu farið í skóg þegar mannhæðar skaflár lágu að trjánum og höfðu höggvið ofan af stofnum trjáa, sem voru 4—6 metrar á hæð. UPPELDI TRJÁPLANTNA var aukið mjög á árinu eftir því, sem tök voru á. Græðireit- urinn á Hallormsstað varstækk- aður enn, svo að nú er hann um helmingi stærri en hann varvor ið 1935. Ennfremu rvar aukið við græðireltinn í Múlakoti í Fljótshlíð og reiturinn á Vögl- um í Fnjóskárdal komst að nokkru leyti í rækt aftur og kernst í fulla rækt á þessu sumri jer; nú fer í hönd. En reiturinn á Vöglum er kominn í me^tu óhirðu og var orðinn til hábor- innar skammar. Það tekur ekki að gréina frá því, sem sáð var í reitina, en hinsvegar skal þess gehð, hvaða plöntum dreifplantað var, því að þær plöntur ættu helst að vera hæfar til útplöntunar vorið 1939 án mikilla vanhalda, en vanhöld fara nokuð eftir árferði Skrá yfír trjáplöntur dreífplantað voríð 1937. , Björk Reynir Lerki Hvítt greni Dougl- asgrcni Blá- greni Víði- kvistir Samtals. Múlakol . . . Hallormsstaðir 8210 2/0 9300 2/0 5990 2/0 32.50 3/0 5000 4/0 2700 3/0 120 3/0 100 2000 14200 22470 Vaglir . . . 2/0 4600 4900 Samtais: 17410 13340 5000 2700 120 10o| 2000 41270 VIÐARHÖGG. Sumarið 1937 var mikill hluti sunnanverðs Vaglaskógs grisjað úr, enda var þess síst vanþörf, því að mikill hluti hans hefir aldrei verið hreinsaður áður. Sumsstaðar var kjárrið orðið svo samflækt, að vart var gang- andi manni fært þar 'í gegn. Við grisjun á ungskógi verð- ur eftirtekjan rýr og fyrstagfisj un svarar venjulega alls ekki kostnaði. Viðurinn, sem fellur, er of gránnur og renglulegur til þess að menn vilji alment nýta hann fyrir það verð, sem kost- ar að draga hann fram. Enda hefir það líka staðið fyrir allri grisjun í sunnanverðum skógin- um, að engir kaupendur voru að viði, sem þar fell, og því var látið sitja við skóginn ógrisjað- an. Kolabrensluofninn hefirbætt töluvert úr þessu, og nú er all- ur viðarúrgangur settur í ofninn og brendur til kola, sem svo síðar eru ýmist seld til fóður- bætis eða notuð til að knýja áfram kolabílinn, sem er stór Diamond bifreið, er tekur um tvö tonn og notuð er til allskon- pr flutninga í þágu skógræktar- innar. Af því að nú var hægt að gera nokkuð verðmæti úr Lleg- asta kjarrinu ,var mjög hreins- að til í suðurenda skógarins. Samanlagt var höggvið á Vögl- um um 112 tonn af yiði og var meir en þriðji hluti þess að- eins til kolageLðar. Á Hallorms- stað var höggvið svipað magn eða 113 tonn. Samanlagt hafa því skógar þessi rgefið af sér 225 tonn af viði á þessu eina sumri. Samkvæmt mælingum ,sem gerðar hafa verið á vexti skóg- anna munu þeir vaxa um 1 m á hverjum hektara lands og er það nokkru meira en hálft tonn af fullþurrum viði. Nú eru mæl- ingar þessar ekki svo oft end- urteknar, að fyllilega megi byggja uá| Iþeim, en þær eru aldrei mjög langt frá því rétta. En samkvæmt þeim eiga að vaxa um 300 tonn af fullþurr- um viði á Hallormsstað áhverju ári og um 100 tonn á Vöglum. Á Vöglum hefir því verið felt nokkru meira en meðalársvexti nemur, en miklu minna á Hall- brmsstað. I þessu sambandi má geta þess, að á Hallormsstað er nokkuð farið að nota rafmagn fil suðu og hitunar, en á 1 Skjögrastöðum, sem er hjáleiga frá Hallormsstað, er eingöngu notaður eldiviður til hitunar og eldamensku og á Vöglum er sama máli að gegna. Á s.l. ári voru notuð um 7,5 tonn af viði til' alls á hvorum þessara bæja, Hallormsstað með hjáleigu og á Vöglum. Á öllum þessum stöð um eru hitunartækin aðallega gerð fyrir við og notast hanír því miklu betur heldur en þar, sem venjuleg kola- og kokseld- stæði eru. En af þessu má draga þá ályktun, að enda þótt hver bær notaði 10 tonn af eldiviði á ári, mætti sjá 40 bæjum fyrir eldsneyti úr Vagla- og Hallorms staðaskógum. Á þessum tveim stöðum eru um 800 hektarar vaxnir allsæmilegum skógi og mun vera leitun á öðrum 800 hekturum lands á öllu landinu, sem gefa jafnmikinn arð af sér. Á árinu voru flutiir inn 25 ofn ar til þess að brenna í eldiviði og hafa þeir, ásamt þeim 30 ofnum, sem áður voru fluttir til landsins, aðallega verið seldir í nágre'nni Hallormsstaðar- og Vaglaskóga til þess að bændur, sem keyptu við úr skógunum gætu betur fært sér hann í nyt. Þessir ofnar eru miklum mun sparneytnari en venjulegir ofh- ar og kosta nú ekki nema 35 kr. hver. NÁMSSKEIÐ I TRJÁRÆKT. Tvö trjáræktarnámsskeið voru haldin á árinu ,annað í Skaga- firði ,en hitt á Hallormsstað, og er enginn efi á að mikil nauðsyn er fyrir slík námsskeið ogþyrfti að fjölga þéim þegar á næstu árum. Pað ,sem hingað til hef- ir dregið hvað mest úr að slík 1 námsskeið væru haldin, er, að skortur á plöntum hefir verið tnjög tilfinnanlegur. Pað er ! gagnslaust að balda námsskeið, ef ekkert er iil að gera á þeim. Nú hlýtur plöntufjöldinn að auk ! ast með hverju árinu og þá ! getur Skógræktin stækkað verka hring sinn á þessu sviði til muna. Að lokum má geta þess, að yeðurathugunarstöð var settupp á Hallormsstað í fýrra. Getur slík' stöð orðið iil þess að gefa ýmislegar gagnlegar bendingar í framtíðinni. Eins og sjá má af greinargerð þessari hafa framkvæmdir síð- asta árs aðallega beinst að því, að bæta úr ýmsu, sem lagfæra þurfti í þeim skógum, sem þeg- ar hafa verið teknir til friðun- ar. Eins og getið var umi í fupp- hafi verður sú starfsemi látin sitja í fyrirrúmi fyrst um sinn, uns? lokið er að bæta úr öllum ágöllum og misfellum. Pess vegna er tæplega hægt að bú- ast við miklum nýjum fram- kvæmdum fyrr en því er lokið, nema því aðeins að fjárfram- lög til skógræktar hækki að verulegum mun nú þegar Framh 3. síðu. Sænskar rikisskuldir voru í maí- mán. s.l. 2,439 — tvö þúsund fjögur ■nuoífuu niu So npBf.id Qmpunn króna, og hafa aukist á þessu ári um 8,23 milj. kr. Það er svo sem ekkert einsdæmi að ríki skuldi, en það er ekki sama hverjum skuld- að er og líklega eru fLest lánin sænsk innanríkislán. Sænska þjóðin er eins og kunnugt er ein ríkasta þjóð' í Evrópu. Mussolini hefir nýlega sent son sinn einn til Berlínar til að kynna sér nýjungar í kvikmyndatækninni og athuga möguleikana á samvinnu milli fasistaríkjana um kvikmynda- tökum. Fyrsta filman sem á að tak- ast í þessari samvinnu er „Júlíus Cæsar“ og hefir Mussolini skrifað textann sjálfur. , j Sonur Mussolini, Vittorio, hefir líka skrifað kvikmynd sem hlotið /íiefir verðlaun í ættlandinu. Fjallar hún um dáðir flughernaðarins og hina guðdómlegu list, að varpa sprengjum yfir fjandmennina. Það er útbreiðsluráðherra Qöbbeis sem semur fyrir Þýskalands hönd við son Mussolinis um hina væntan- legu samvinnu. t smáþorpi skamt frá Budapest urðu tveir 10 ára strákar ósáttir nú fyrir skömmu. Þeir ákváðu að jafnn þetta með sér með einvígi, keyptu sár byssur og fóru út i sikógi arrjóður, sneru saman bökum og g,:ngu 20 skref hvor frá öðrum og skutu síðan. Annar drengurinn hitti hinn með kúlu í höfuðið og lést hann auðvitað samstundis. ** í fyrra var framjnn glæpuir í Sví- þjóð, sem mikla athygli vakti. Mað- ur að nafni Thurneman réðist ásamt 4 félögum sínum um nótt inn í húsi, verkstjóra nokkurs sem þeir vissu að hafði undir höndum stóra fjár- upphæð sem hann skyldi borga með verkamönnunum næsta dag. Myrtu þeir bæði verkstjórann og konu hans og kveiktu síðan í húsinu og brann það til kaldra kola og fórust þar gömul hjón sem sváfu uppi á lofti. Morðingjarnir voru allir hand- teknir, því maður sem þeir höfðu ætlað að fá með í fyrirtækið, en sent ekki vildi, kom upp um þá. En nú er komuð upp mál eitt þessu viðkomandi í smábæ einum í Svíþjóð, þ. e. a. s. í énokkuð óeig- inlegri merkingu: Maður nokkur stefndi tveim öðr- um fyrir að hafa kallað hann Thurneman, sem var ekki hans rétta nafn. Þeir voru dæmir til að greiða skaðabætur og borga málskostnað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.