Þjóðviljinn - 27.08.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.08.1938, Blaðsíða 3
PJÓÐ VILJINN Laugardagurinn 27. ágúst. 1938 Snmarstarfssmi Baraavlnafílags tns SnmargJOf. pldfiVHJINH Málgagn K< >mm ðnislaf lok ks Islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ri-tstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæö). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2181. Kemur öt alla daga nema mánuda^a. Aslii iftargjald ð mánuði: Reykja^ík og nágrenni kr. 2,00. Annarss taðar á landinu kr. 1,25. 1 lausaiöiu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Norðfjorðnr Bæjarstjórnarkosningar þær, er fram fara á Norðfirði 11. sept. n.k. vekja athygli um alt land. Vegna þeirra tíma er þær fara fram á og allra aðstæðna, verður fylgst með þeim af öll- um, er áhuga hafa fyrir stjórn- málum og verkalýðsmálum. Pað gannaðist í síðustubæj- arstjórnarkosningum, að verka- lýðurinn á Norðfirði getur ráð- ið lögum og lofum í (kaupstaðn- um, verkalýðsflokkarnir höfðu það mikið fylgi, að þeir fengu sameinaðir hreinan meirihluta í bæjarstjórninni. En þá gerast þau sorglegu tíðindi, að ýmsir þeir menn, er alþýðan hafði trúað fyrir for- ystu mála sinna, vega aftan að samtökum hennar, hefja þar til- litslausa klofningsstarfsemi, tveir af bæjarfulltrúum Alþýðu- flokksins á Norðfirði taka upp þessa óheillastefnu, án efa vegna áhrifa Jónasar Ouð- mundssonar, fyrverandi ,,verka- lýðsleiðtoga" á Norðfirði, ganga á gerða samninga, gera hinn glæsi’ega meirihluta \ erka- lýðsflokkannai í bæjafstjórn Norðfjarðar óstarfshæfan, og knýja fram nýjar kosningar. Jónas Guðmundsson hefir nú skrifað grein eftir grein í Al- þýðublaðið um þessar væntan- legu ko (suingar á Norðfirði. Er fróðlegt að lesa þær ef menn vilja kynna sér siðferðisstig Skjaldborgarmanna og þærpóli tísku aðferðir, er þeim þykir sér sæmandi að beita. Hinsveg- ar er ekki líklegt, að taumlaus rógburður Jónasar um forystu- menn verkalj'ðsins á Norðfirði, sameiningarmennina innan Kom múnistaflokksins >og Alþýðu- flokksins, beri árangur. Til þess eru sícrif hans óT lituð af máttlausu persónuhatri manns, sem hefir orðið undir. Inntak allra greina Jónasar er það, að engin samvinna við norðfirska kommúnista sé mögu leg. En þá liggur nærri að spyrja: Hvað ætlar Skjaldborg- in sér að vinna með kosningun- um? Hvernig ætlar hún að stjórna Neskaupstað að þeim loknum? Allir, sem til þekkja á Norð- firði, vifa að listi sameiringar- manna, kommúnista og Alþýðu- flokksmanna, hefir einn mögu-. leika á því að ná hreinum meíri- (Frh. af 1. síðu.) Umhverfis Grænuborg er víðlent og hafa börnin þar á- gæta leikvelli frá náttúrunnar hendi. í einu horninu er mat- jurtagarður, þar sem börnin vinna að garðrækt í frístundum sínum frá námi og leikjum. — Heima við húsið hafa þau sól- byrgi með leikföngum; sand, rólur og tæki til þess að vega salt á. Auk þess hafa þau tréi kubbana, sem áður er skýrtfrá og ieru af þeirri gerð, sem kend er við sænska konu, Alva Myr- dal, en hún er skólastýra við kennaraskóla fyrir stúlkur í Stokkhólmi og hefir getið sér mikið orð sem uppeldisfræðing- ur. Virðast kubbar þessir eink- ah vel fallnir til þess að reyna á hugmyndaflug barnanna. — Sökum þess, að nokkur rigning jýar í gær gátu börnin lítið ver- ið úti ,og gafst því ekki eins gott færi og æskilegt hefðiver- ið til þess að fylgjast með dag- legum störfum þeirra. Sýndi ísak Jónsson og for- stöðukonan Guðrún G. Stephen sen, fréttamönnunum hvern krók' og kima: Dagstofur barn- anna, eldhús og bað, en þar á hvert barn sín þvottaáhöld, sem merkt eru sérstöku númeri eða mynd, sem börnin þekkja betur en tölur. Þar þvo þau sér daglega, hin minnstu með að- stoð sfarfskvennanna. hluta. Ef klofningslista Skjald- borgarinnar tekst að hindra það er ekki annað fyrir þá herra að gera, eftir marg-endurteknar yf- irlýsingar um að þéir geti aldrei átt neitt saman að sælda við kominúnista og sanreiningar- menn Alþýðuflokksins, en að stjórna kaupstaðnum í sam- vinnu við íhaldið og Framsókn. Pessi breiðfylking er eini hugs- anlegi möguleikinn fyrirSkjald- borgina til að hafa einhver lít- ilsháttar áhrif á stjórn kaupstað arins næsta kjörtímabil. Klíka sú, er Jónas Guðmunds son fylgir, hefir ekki vílað fyrir sér verstu skemdarverk í verka- lýðshreyfingunni til að reyna að hanga áfram við völd yfir ein- hverjum hluta hennar. Stefna Jónasar og þjóna hans á Norð- firði er í beinu framhaldi af klofningsstarfsemi þeirra. Augtt allra verkalýðssinna hvíla á Norðfirði næstu vikurn- ar. Svarið, sem norðfirska al- þýðan gefur Skjaldborginni, klofningsöflunum í verkalýðs- samtökunum, getur orðið af- drifaríkt. Allir þeir, sem óska eftir sameiningu verkálýðssam- takanna í eina sterka baráttu- heild, treysta því, að svarið verði: Sigur sameiningarlistans! Sigur alþýðunnar á Norðfirði! I Grænuborg hafa verið að meðaltali 92 börn í sumar og flest fyrir lítið og ekkert gjald. Forstöðukonan hefir sér til að- stoðar 7 stúlkur til þess að ann- ast börnin og heimilið. Lýsing sú, er hér hefir verið gefin á öllu ,sem máli skiptir á við Vesturborg líka, þó að það heimili virðist vera nokkuð írumbýlislegra, er aftur á móti ýmsu betur komið fyrir, enda byggði ,,Sumargjöf“ á margra ára reynslu, er því heimili var komið upp. Þó virðist staður- inn ekki eins skemmtilegur, og umhverfi ekki eins fagurt. í Vesturborg hafa verið a" meðaltali 70 börn í sumar, en eins og áður er sagt, hefir ótti við skarlatssótt dregið nokkuð úr störfum heimilisins, og var því lokað að læknisráði í 4 daga af þeirn orsökum. Forstöðukona heimilisins er Anna Magnús- dóttir og hefir hún 6 stúlkur í þjónustu sinni. Félagiðí hefir í sinni þjónustu læknir og hjúkrunarkonu til þess að líta eftir heilsufari barn- anna. Þau eru mæld og .vegin þegar þau koma á heimilið og síðan mánaðarlega, og komi það í ljós, að framfarir séu minni en vænta má, eru gerðar ráðstafanir. Hvað fæði barn- anna snertir hefir Baldur John- son læknir búið til handa þeim matseðil. Leggur hann einkum áherslu á að börnuuum sé gefið lýsi, mjólk, egg, ostar, kartöfl- ur og grænmeti. Hefir verið farið að þessu ráði, en um áhrif þess er of snenimt að tala enn, þar sem ekki er búið að mæla endanlega vöxt þeirra og við- gang og bera saman við eldri mælingar. Dagheimilin starfa í 3'mán- uði ,en nú hefir Barnavinafé- lagið ákveðið að leigja húsin í vetur og gera tilraunir um að reka vetrarheimili fyrir 20 fá- tæW börn, einkum börn ein- stæðra mæðra, sem þurfa að vinha að deginum. Um leið og við fórum frá Grænuborg ,spurðum við um hvernig samkomulagið værihjá börnunum: — Það er ágætt, segir for- stöðukonan brosandi. Börnin ferui í 5 aldursflokkum, og þeim kemur prýðilega sarnan, þaðer helst ef tveimur aldursflokkum lendir saman, sem hætta er á því, að slettist ofurlítið upp á vinskapinn. UIW 'WHMMMBB——EBg5B8—B— Flokksskrifstofan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. m Þingstúka Reykja- víkur nemur land. í Reykjavík hefir Góðtempl- arareglan starfað undanfarin fimmtíu og þrjú ár, og hefir starfið aðallega verið út- breiðslustarfsemi fólgin í því að fá sem flesta til þess að fylkja sér undir merki reglunnar, — að fá sem flesta, bæði yngri og eldri til þess að berjast móti því reginböli, sem áfengið og notkun þess hefir leitt yfirþjóð- ina. Áhugasamir menn og kon- ur hafa lagt að mörkum ómet- anlegt starf í þágm bindindis- málanna á þessum áratugum, og hefir sem betur fer mikið unnist á. Margir menn semvoru illa leiknir af áhrifum vínneysl- unnar ,hafa snúið við, og eru nú einhverjir ötulustu kraftar í baráttunni. Engu að síður má að mikl- um mun herða á sókninni, ef alt vín á að verða landrækt. Skýrslur áfengisverslunarinnar * sýna oss það, að á seinni árum hefir drykkjuskapur farið mjög í vöxt. 'l Góðtemplarareglunni hefir hillt undir straumhvörf. Ungir menn og ungar konur hafa hópast inn í stúkurnar. Þetta fólk hefir haft brennandi áhuga á málefnum reglunnar, það liefir þráð að starfa fyrir málefnum hennar. Maður verð- ur því miður að viðurkenna þann raunalega sannleika, að starfshættir reglunnar hafaver- ið það þröngir, að lífsgleði og framsækni æskumannanna hefir ei átt þar fyllilega heima. Hefir því orðið útstreymi úr stúkunni. Ungir kraftar hafa horfið af sjónarsviði reglumálanna, út á hina giftulausu braut drykkju- siða og þroskaleysis. Nú á yfirstandandiVumri hafa enn myndast straumhvörf í regl- unni, unga fólkhð sem hefir á undanförnum árum verið bund- ið æfagömlum siðum reglunnar, bundið því fasfa og þrönga sjón armiði, sem starfið bygðist á, hefir brotið hlekkina af ltöndum sér. Það hefir víkkað út síarfs- sviðið, svo að nú má segja að reglumálin séu komin í það horf, sefn hver einstaklingur get ur unað við. Nefnd manna úr þingstúku Reykjavíkur og úr uiidirstúkun- um hefir unnið að því þýðingar- mikla sfarfij í sumar, að'útvega reglunni landssvæði, þar sem templarar geti í framtíðinni dval ið í frístundum sinum, sér til gleði og heilsubótar. Land þetta er nti fengið og hefir þingstúk- an tekið að sér umsjón 'þess. Landið liggur í suð-austur frá Elliðavatni, við Hrauntúnstjörn sunnanverða, og er um átta og hálfan hektara að flatarmáli. Hraun liggur á nálega hálfu landinu, en í því eru fagrirgrasi grónir bollar, og vex þar allvíða kjarr og skógargróður. Þá er þar grasbali, sem hægf er án mikils tilkostnaðar að gera að góðum íþróttavelli. Fimm manna nefnd, sem skip j uð var af ’þingstúkunni til að liafa með hö'ndum framkvænidir á landinu ,hefir nú þegar látið byrja á vegalagningu frá Elliða- árvegi að landinu, og hafa nokkrir reglufélagar unnið að því um undanfarnar þrjár helg- ar. Gert er ráð fyrir að meðlim- ir reglunnar vinni að fegrun landsins í þegnskaparvinnu, ög vonar framkvæmdarnefndin að meðlimirnir sýni áhuga og fórn- fýsi á komandi tímum, með því að leggja að mörkum senr stærstan skerf landinti til upp- bygging^r. Nú um næstu helgar verður unnið á landinu, og verða ferðir frá Templarahúsinu á laugar- dögurn kl. 2 e. h. og á sunnu- dögum kl. 8,30 f. h. Jón Kr. porsteinsson. Skógræktair*' félagíð. Franth. 2. síðu. á næstu árum. Að slíks væri fylsta þörf er ekki vafi, en skiln- ingur fólks á þessum málum er enn ekki nógu mikill og áhugi rnanna ekki nógu öflugur til ýþess, að knýja með þeimkrafti, sem málinu ber, á dyr þeirra, sem með fjármunina fara. Kaupendur Þjóðviijans eru áminntir um að greiða áskrift- argjaldsð skilvís- lega TEIKNISTOFA Sigofisr Thorcddseo verklræðings, Austurstræti 14. Sími 4575. Otreikningur járnbentrar steypu, miðstöSvarteikningar og önnur verkfræðingsstörf. Dráttarvextir falla 1. sept. á annan hluta ógreiddra útsvara. Þeir ,sem gera full skil fyrir mánaðamót- in verða ekki krafnir um þá dráttarvexti, sem kunna að vera áfallnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.